Alþýðublaðið - 28.02.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.02.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ j MIbÝöUSLÍIl®!© : ; kemur út á hverjum virkum degi. > ; Aígreiðsla í Alpýðuhúsinu við : ; Hver'isgötu 8 opin írá kl, 9 árd. ; til kl. 7 síðd. • • Skriístofa á sama stað opin kl. ; l 9V2— lO'/a árd. og kl. 8—9 síðd. : ; Simar: 988 (aigreiðslan) og 1294 > (skrifstoian). : ; Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ; I mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 : J hver mm. eindálka. ; I Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan : ; (i sama húsi, sömu simar). ; SCrUfiiir alþýðu í He^kfavik* Ályktanir Alpýðuflokksfundarins. Á fjölmennum AJþý'ðuflokks- fundi, -er haldinn var í Bárubúð föstudaginn 25. febrúar 1927, voru samþyktar eftir farandi tillögur, allar í einu hljóði: 1. Fjölmennur Alþýðuílokks- fundur, haklinn í Bárubúð föstu- daginn 25. febrúar 1927, mótmælir eindregið frumvarpi þvíumfærslu kjördags, sem nú liggur fyrir al- þingi, og telur, að breytingin, ef hún nær fram að ganga, hafi í för með sér minni þátttöku verka- lýðsins , í kosningum og verði þannig til þess að auka hið stór- felda ranglæti, er af kjördæma- skiftingunni leiðir. 2. Fundurinn telur, að hið stöð- uga og árlega atvinnuleysi, sem leiðir af skipulagsleysi atvinnu- veganna, sé stór-hættulegt fjár- hagslegri afkomu einstaklinganna, og skorar því á alþingi að veita riflegan styrk til atvinnubóta og verklegra framkvæmda, er bætt geti úr atvinnuleysinu. 3. Fundurinn skorar á alþingi að skipa milliþinganefnd til þess að rannsaka stjórn, rekstur og fyrirkomulag helztu atvinnuvega landsins og koma fram með til- lögur um breytt og bætt skipu- lag með hag alþjóðar fyrir aug- um. 4. Fundurinn skorar á alþingi að feila frumvörp þau frá ríkis- stjórninni, sem fram eru komin um laun og starfstilhögun skip- verja á varðeimskipum ríkisins, og mótmælir hvers konar tilraun- um, sem fara í þá átt að gera þessa menn að hermönnum eða ríkislögreglu. 5. Fundurinn skorar á ríkis- stjórnina að halda áfram þeim at- vinnubótum, sem nú eru. 6. Fundurinn skorar á alþingi að rannsaka, hvað mikið fé bank- arnir hafa gefið eftir einstökum mönnum og félöguin og hvað lík- legt sé að eftir verði að gefa. Árangur rannsóknarinnar verði birtur almenningi. 7. Fundurinn skorar á borgar- stjóra og bæjarstjórn Reykjavík- ut að hlutast til um, að atvinnu- bótavinna sú, sem haldið hefir verið uppi í vetur af bæjarins hálfu, verði ekki minkuð frá því, sem nú er, fyrst um sinn. NeðffH deUd. Þar var á laugardaginn frv. um atvinnúrétt erlenja manna á ís- landi vísað t il 2. umr. og sjávar- útv.n. eins og það kom frá e. d. Skattar. Jakob Möller flytur frv. um, að skemtanaskatturinn nái til allra kaupstaða og kauptúna, sem hafa 500 íbúa eða fleiri, og er frv. eins og það var samþ. í n. d. í fyrra, en þá dagaði það uppi í e. d. Samkvæmt því verða og all- ar danzsamkomur sfcittskyldar, néma einkadanzleikir skóla, sem ifara fram í herhergjum skólans; en af sjónleikjum, sem ekki njóta opinbers styrks, sé eigi greidd- ur hærrí skattur enf, af þeim, er hans njóta (10«>/o:, í stað 20»/o nú). Frv. þetta var til 1. umr. í n. d. og var því vísað til 2. umr. og allsh.n. Halldór Stef. og Jör. Br. fluttu þingsál.-till. um, að sameinað al- þirigi kysi 5 manna milliþinga- neínd til að athuga tolla- og skatta-löggjöfina. Var verkefni hennar ætlað mjög að blendingi, og var í einurn liðnum bent í áttina til vemdartolla, en í öðr- um til „einkasölu á nokkrum há- tolluðum vörum eða öðrum þeim vörum, sem hentugar eru til cinkasölu". Svo sagði í grcinar- gerðinni, að til þess væri ætlast, a'ð samkomulag gæti orðið fyrir- frarn á milli stjórnmálaflokkanna um skipun manna í nefndina. — Á föstudaginn voru ákveðnar tvær umræður í n. d. um tillögu þessa, en til þeirrar síðari kom ekki. Sú fyrri var á laugardag- ’inn. Jörundur sagði ekki orð, en Halldór talaði fyrir tiliögunni. Var •flutningurinn í sama stíl og til- >agan, „kóketterað" við merkileg mál, án þess að leitast við að fylgja þeim fram til sigurs. Þann- ig benti Halld. á, að allur fá- tækrastyrkur ætti að réttu lagi að greiðast úr ríkissjóði og land- ið að vera eitt fátækrahérað. Sagði hann, sem satt er, að fá- tækraframfærið kemur mjög mis- jaint niður á héruðirt og einstaka hreppa, og að skiftingu þessari, sem nú er, fylgir mikil skriffinska, þref og málaferli. En svo bætti hann við, að það væri ekki tillaga frá sér að þessu yrði kipt í lag, svo sem hann sá þó að bezt fór ú. Eftir það mintist Halld. á, að fjafna mætti útgjöld einstakra hreppa með því, að bæta þeim, sem verst verða úti, úr ríkissjóði, en leggja þau útgjöld aftur á .þá hreppa, sem rriinst greiða til fá- tækra að tiltölu. Þetta er líka rétt, þótt fyrra ráðið sé niiklu betra og áhrifaríkara; en ilt er til þess að vita þegar þingmaður Veit þvílíkt bjargráð, en lætur ljós sitt undir mæliker og kemur. ekld fram með það sem sitt frv. En skyldi Halldór taka sig á og gera það, þá ætti hann stórþakkir skil- ið, en ella hið gagnstæða. Hitt var að eðlilegum hætti, að Jóni Þorlákssyni þótti leiðinlegt að heyra, að Halldór hafði orðásvo merkilegri réttarbót sem þeirri, að gera landið alt að einu fátækra- héraði. Af honum var ekki við betra að búast. Hitt er vafamál, hvört hálfvelgja er betri en ber ffjandskapur við slíkar réttarbæt- ur. Hann dregur þó frjálshuga kjósendur ekki á tálar. — Þeir Halld. og J. Þorl. deildu nokk- uð um verndartolla. Var Halldór með þeim hér á landi, úr því að aðrar þjóðir hafi þá, og virti slíkt krók móti bragði. J. Þorl. kvað þá aðferð hættulega, því að, feagði hann, „stefnan, sem ræður í heiminum, er þessi: Ef þú gerir eitthvað fyrir mig, þá geri ég eitíhvað fyrir þig.“ — Héðinn Valdimarsson kvaðst ætla, að þekkinguna á því, hvernig skatta- Iöggjöf eigi að vera, væri ekki það, sem vantaði, né heldur væri hitt, að flokkarnir, hver um sig, viti ekki hvað þeir vilja, en bót fengist ekki ráðin á löggjöfinni á meðan sú landsstjórn situr, sem nú er. Eina leiðin til leiðréttingar væri að steypa stjórninni, því að sama skattamálastefna ríkti áfram svo lengi, sem hún hsfði forust- una. Þingsál.-tillagan væri upp- gjöf ein og leikaraskapur, gerð til þess að svæfa málið fram yfir næstú kosningar, í slað þess að ganga hreint að verki. Kannaðist J. Þorl. við, að það væri rétt, að stjórnin væri andstæð róttækum breyíingum á skattalöggjöfinni. Héðinn benti enn fremur á, að ef kosningar yrðu látnar fara fram 1. júlí í sumar, eins og sér virt- ist meiri hluti „Framsóknar"- flokksins hafa hug á að koma í kring, þá myndi síður en svo verða kominn sá skriður á skatta- rnálin í höndum þessarar nefnd- hr, að þar af yrði vakning meðal landsmanna, svo að einnig á því sviði væri tillagan kák. Sam- kvæmt henni virtist til þess ætl- ast, að bræðingur yrði í nefnd- inni um stefnu beggja íhaldanna i þinginu, og væri henni ætlað að vera sá grautarpottur, sem þær ýrðu soðnar saman í. — Að lok- Imii umræðunni var tillagan feld með 14 atkv. gegn 13 að viðhöfðu nafnakalli. Voru „Framsóknar“- flokksmenn með 1 hcnni, Ben. Sv. og M. T., en Héðinn og Jakob á móti og 12 íhaldsmenn, en ÓI. Th. var ekki viðstaddur. „Sjálf- stæðis“-flokkurinn sálugi var klof- inn, ei^ og vant er. ESri desM. Þat var sveitarstjórnarlagafrv. stjórnarinnar til 2. umr. Hafði allsherjarneínd haft frv. til með- ferðar. Mælti hún fram með því með óverulegum breytingum, og hafði Guðm. Ól. orð fyrir henni. Atvinnumálaráðherra kvaðst geta felt sig við braytingar nefndar- innar. Ingvar Pálmason mæltist til þess, að nefndin flytti til 3. umr. nokkrar breytingar, sem hann lýstf nánar (lenging á reikningsgerð- arfresti hreppa og kaupgreiðslu- heimild fyrir endurskoðun þeirra) og sáralitlu máli virðast skifta. Spunnust þó út úr því nokkrar. umræður. Andvigir breytingum þeim voru Guðm. Ól. og atvinnu- málarh., en meðmæltur þeim að nokkru var Einar Árnason. Fórit svo leikar, að allar tillögur nefnd- arinnar voru samþyktar og frv. vísað til 3. umr. Ný frumvörp. Ingvar Pálmason flytur frv. um breytingu á végalögúnum. Vilí hann láta leggja veg frá Eyvind- arárbrú að Eiðum, en sá vegar- spotti er auðvitað í kjördæml þingmannsins. J. Baldv. flytur frv. um skyldu útgerðarmanna til að tryggja fatn- ad og muni lögskraðs skipverja. Þetta frv. bar J. Baldv. fram í ‘fyrra í n. d. og var því þá visað til stjórnarinnar, en svo sjálfsagt og eðlilegt, sem frv. er, hefir stjórnin þó ekki sýnt lit á að flytja málið nú. Það er harla ó- líklegt, að þingið vísi frv. til stjórnarinnar aftur, og því ólík- legra, að hún felli það. Frv. um viðbót við lögi’n frá í. fyrra um notkun bifreíða flytja þeir Héðinn Valdimarsson, M. T., Jör. Br. og Árni J. Skulu vera þrír löggiltir skoðunarmenn bifreiða fyrir Reyk avík, GuIIbringu-, Kjós- ar-, Árness- og Rangárvalla-sýsl- ur, og sé heimilt að hafa einn löggiltan skoðunarmann í hverju öðru héraði, þar sem bifreiðar ganga. Skoðunarmenn séu reyndir og fullgildir, starfandi bifreiðar- stjórar. Þeim skal skylt að skoða öðru hverju allar bifreiðar í um- dæminu fyrirvarálaust og athuga ökuskírteini bifreiðarstjóra, og eigi sjaldnar en á hverjum árs- fjórðungi. Skdðunarvottorð bif- reiðar skal fest upp í henni, og áritar skoðunarmaður það eftir hverja skoðun. Skulu skoðunar- menn gera lögreglustjóra aðvart, ef bifreiðar eða ökuskírteini full- nægja ekki þeim lögum og regl- um, sem þar um eru sett. Árlega greiði eigandi 10 kr. af hverri bifreið, og fari það fé til að launa skoðunarmönnunum starf þeirra. — „Frv. þetta er fram komið vegna áskorana Bifreiðastjórafé- iagc íslands og almennra óska bif- reiðastjóra á Suðurlandi." Er þetta gert til að tryggja öryggi farþega, bifreiðarnar sjálfar gegn alvarlegum skemdum, og verður jafnframt til að tryggja gott álit hifreiðastjórastéttarinnar. Sigurjón Jónss. flytur frv. um smábreytingar á berklavarnalög- unum. Er aðalbreytingin sú, að ríkissjóður greiði jafnan þegar það fé, sem honum ber samkvæmt lögunum, en ekki eftir á, svo að sýslu- og bæjar-félög losni við að leggja féð fram til bráða- birgða. Bernharð og séra Jón Guðna-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.