Alþýðublaðið - 03.03.1927, Side 2

Alþýðublaðið - 03.03.1927, Side 2
* 2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ % j kemur úí á hverjum virkum degi. I 3 Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við t J Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ► ; tii ki. 7 síðd; i J Skrífstofa á sama stað opin kl. \ 3 9Va—10 Va árd. og k!. 8—9 siðd. J < Slmar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ► 3 (skrifstofan). > ; Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ► 3 mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 t J hver mm. eindáika. f j Prentsiniðja: Alpýðuprenísmiðjan t 5 (í sama húsi, sömu símar). > Neðpi deild. Fátækralög. Fátækralagafrumv. stjórnarinn- ‘ár var til 2. umr. í gær, og var henni loks frestað þangað til í dag. Hafði meiri hluti allshn. sætt sig við frv. að rnestu, en kom þó auk nokkurra smábr.till. með tvær íhalds-breytingatillögur. Önn- ;ur er sú, að dvalarsveit megi ekki ákveða, að styrkur til fá- tæklings teljist ekki sveitarstyrk- ur, nema framfærslusveitarstjórn- in samþykki það líka. Yrðu þá sáldin tvö í stað eins. Einnig er stjórn framfærslusveitar oft ó- kunnari styrkþega, sem á heima í fjarlægö,' heldur en dvalarsveit hans, eins og Héðinn Valdimars- son benti á í umræðunum. Hin br.till. fer fram á, að flytja megí mann fátækraflutningi, ef hann hefir þegið 300 kr. styrk, þó að ekki sé „bersýnilegt, að ’nann sé kominn á stöðugt sveitarfram- iæri", svo sem áskiiið er þó í gildandi lögum. Jafnvel Magnús Guðm. sagði, að ef sú tillaga væri samþykt, þá myndu fátækraflutn- ingar aukast að mun. Jón Kjart. hafði framsögu fyrir nefndina og gat þess, að stjórnin hefði fáar breytingar gert á íátækralögun- um, en hann taldi það sönnun þess, að lögin hefðu verið vel úr garði gerð á sínum tíma, enda myndi enginn neita því(!). Hins vegar kannaðist jafnvel hann þó við, að ákvæði það, er stjórnin vill láta setja til þess að bæta úr rangsleitni laganna, gangi nokkuð skamt. Hann virðist þó síður en svo ætla að stuðla að því að færa það í réttlátara horf, svo sem sjá má af till. þejm, sem um var getið. Héðinn hafði sérstöðu í allsh,- nefnd. VIII hann að vonum, að mikiu Iengra sé gengið í xéttlætis- áttina heldur en stjórninni hefir þóknast að leggja tii. Hann kvaðst hafa búist við því í fyrstu, þegar hann hefði heyrt, að verið væri að endurskoða fátækralögin, að þeim yrði breytt í samræmi við óskir þær, er komið hafa fram á síðustu þingum, en það hefði þá orðið eitthvað annað. Kvað hann iítið gagn vera að því að kosta endurskoðun laga, sem leiddi nær eingöngu til nýrrar prentunar á gömlu lögunum. Landið ætti að verða eitt fátækrahérað. Meðal . annars myndi við það mjög niinka þref milli sveitarstjórna og skrif- finska. Hefði greinagóður maður áætlað, að skriffinskusparnaður- inn piyndi nema 40—50 þúsund- um kr. árlega. Upphæð þeirri, er áætiuð væri til fátækraframfær- is, yrði þá fyrst skift á sýslur og bæjarfélög, en innan sýslnanna aftur á hreppana. Kornið gæti og til mála, að dvalarsveitir bæru nokkurn kostnað af 'framfærslu sérstaklega, t. d. þriðjung. Nú er slík breyting svo róttæk, að Héð- inn taldi hana ekki geta komist í fátækralagafrv.ramma stjórnarinn- ar. Þess vegna hefði hann að svo stöddu að eins komið fram með nokkrar breytingatillögur, en hæri væntanlega síðar á þinginu fram þingsál.tillögu um að undir- . búa róttækari breytíngar. Breytingatillögur þær, er.Héð- inn flytur við fátækralagafrv., eru þessar: í stað þess að fela sveita- stjórnunum sjálfdæmi um, hverjir skuli halda rétíindum sínum eða missa jrau, ef þeir þurfa á styrk að halda, eins og stjórnin Ieggur til, komi þessi ákvæði: „Styrkur úr sveitarsjóði skal ekid afturkræfur af styrkþega, ef ástæðurnar til styrkveitingar eru: Elli eða ómegð styrkþega, heilsu- leysi eða slys hans eða þeirra, sem hann hefir á skylduframfæri, eða atvinnuleysi hans. Styrkur skal talinn veittur: a. vegna elli, ef styrkþegi er fullra 60 ára að aldri. ■— b. vegna ómegðar, ef styrkþegi hefir 3 heimilisföst börn framfærsluskyld, er karlmaður á í hlut, en 1 barn skal taliri ómegð, er kon(a á í hlut. - c. vegna'slysa eða heilsuleysis, ef styrkþegi sannar með vottorði læknis eða tveggja skilríkra manna, þar sem ekki næst til læknis, að slys eða heilsuleysi hafi gert hann eða ein- hvern, sem hann hefir á skyldu- framfæri, ófæran til vinnu 3 mán- uði í senn. — d. vegna atvinnu- leysis, ef sveitar- eða bæjarfélag getur ekki vísað styrkþega á vinnu, sem hann geti haft sér og sínum til lífsviðurværis. Þessi á- kvæði skulu einnig gilda um sveitarstyrk, sem áður hefir verið veittur. Heimilt er sveitarstjórn að gefa upp þeginn sveitarstyrk, hve- nær sem er.“ Engan megi flytja fátækraflutn- ingi, nema hann veiti skriflegt samþykki sitt til þess. — Dag- gjald, er vistráðið hjú fái í legu. kostnað, ef það slasast eða sýkist utan heimilis síns án þess, að þv( verði sjálfu um kent, sé 5 kr. á dag í legukostnað í alt að þrjá mánuði, í stað 50 aura nú og 1 kr. í frv. stjórnarinnar. Er upphæð sú, er H. V. leggur til að ákveðin verði, hin sama og dagpeninga samkvæmt slysatryggingarlögun- um. Magnús Guðm. spurði, hvað Héðinh ætti við með því, að styrkþega væri vísað á vinnu, sem hann gæti haft sér og sínum til viðurvætis, — hvort vinna, sem borguð væri með 25 aurum um klst. skyidi teljast þar með. Magnús hefði þó ekki átt að spyrja svo, því að einu sinni sagði hann á þingi, að ráðherralaunin væru varla nema fyrir fötum. Héðinn kvað auðvitað átt við venjulegt verkamannakaup á staðnum, en hitt kæmi ekki til mála, að styrkþegar yrðu pínd- ir til að lækka kaupið fyrir öðru verkafólki. Hér ætti hið sama við , og um atvinnuleysissjóðina dönsku. Styrkgreiðsla úr þeim miðist við, að vinna fyrir venju- Iegt verkamannakaup sé ekki fá- anleg. Benti hann á,. að menn. sem ekkert vilja fremur en að fá að' vinna, en fá það ekki, af því að þeir eiga ekki framleiðslutæk- in, svo sem er um fjölmarga menn, eiga ekki að missa réttindi sín fyrir það, sem þeim er ó- sjálírátt. —• Hákon sagði, aö ef hver og einn mætti ráða þvi, hvort hann yrði fluttur hreppa- fluínnigi eða ekki, þá yrði naum- ast nokkur fluttur. Var hann því andvígur, svo sem vænta mátti um Hákon, og tók hann valds- mensku sveitarstjórna frani yfir rétt styrkþega. Dró hann nafn eins stýrkþega á óþinglegan hátt <inn í umræðurnar. Kvað hann og óþarft að kalla þann styrk veitt- an af þörf vegna ómegðar, sem t. d. væri veittur manni, er hefði fyrir þremur börnum að sjá, því lað margir ættu þrjú börn og kæmust vel af, en um aðstöðumun manna að öðru leyti gleymdi hann að geta. Kvaðst hann vera hrædd- ur um, að sjálfsbjargarviðleitn- in myndi minka, ef þessar til- lögur væru samþyktar. Héðinn spurði þá, hvort hann ímyndaði sér, að marga langaði til að láta sveitarstjórnina skamta sér lífs- viðurværi sitt og sinna, en því svaraði Hákon engu. Magnús Guðm. vildi alls ekki fallast á afnám íátækraflutninga, þótt hann hins vegar þættist ekki vilja auka þá. Kvað hann undarlegt að veita þeim, er sjálfur væri styrkþurfi, rétt til að ráða því, hvort hann Væri fluttur í aðra sveit eða ekki. Kvað hann þeim stundum vera það fyrir beztu, að þeir væru fluttir á sína sveit. Héðinn tlró þá fram nokkur átakanleg dæmi af íátækraílutningum héðan ur bænum, er gerðir hafa verið sam- kvæmt kröfu íramfærslusveita, og lýsti hrakningum fólksins. Við- urkendi Hákon á eftir, að óhæfa væri að fólkið lenti í slíkum hrakningum, en sat þó eftir sem áður við sinn keip. Eftir það benti Héðinn á, að þingmönnum væri ljóst ranglæti fátækralag- anna. Þess vegna gætu þair kipt þeim í lag, ef viljann vantaði ekki. Þeir myndu sumir greiða öðruvísi atkvæði en nú væru líkur á að þeir gerðu, ef þeir hefðu sjálíir lent á sveit, verið fluttir fátækraflutningi og konur þeirra og börn rifin frá þeim. Þá myndu þeir viðurkenna rétt « styrkþega til að vera sjálfir hæstiréttur um eigin dvalarstað. Hákon flytur nokkrar breyting- artill. við irv., þar af sumar frá- leitar. Ein er sú, sem M. T. ympr- aði á um daginn, að fella það á- kvæði burtu úr lögunum, að eigil ínegi halda undirboð á framfærslu styrkþega. Kl. J. var þessu sam- þykkur, sagði, að eftirkomendurn- ir gætu ella haidið, að íslending- ar væru enn á því stigi, að slíks banns þyrfti með. Var þeim þá bent á, að verið gæti, að ein- hver hreppsnefnd tæki upp á að halda opinbert undirboð, ef bann- ið væri afnumið. Væri og ekki að marka, þó að slík undirboðs- þing væru ekki haldin nú, þar eð þau hafa verið bönnuð með lög- um á þriðja áratug. Hins vegar kvaðst Klemenz vera andstæður fátækrafiutningum, og fær hann bráðlega tækifæri tii að staðfesta það álit með atkvæði sínu. — Önnur tillaga Hákonar er sú, að sveitarstjórn skuli að eins heim- ilt að kveða á um, hvort fá- tækrastyrkur til hvers og eins, sem hann er veittur, skuli vera endurkræfur eða ekki og varða réttindamissi, í stað þess að samkvæmt frv. á henni að vera skylt að ákveða það. Myndi þá enn sneyðast um það, sem nýtilegt ier í frv., ef þessi tíll. yrði sam- þykt. Hákon leit eingöngu á pen- ingahliðina. Það gæti farið svo, að styrkþegi gæti síðar greitt skuldina. Réttindin mintist hann ekki á og virtist enda þykja þau fullmikil samt, því að hann kvaðst jafnvel hafa viljað hrófla enn betur við þessari grein. Hitt tók hann heldur ekki með í reikning- inn, að ef maðurinn efnast síðar, þá greiðir hann auðvitað útsvar þá og önnur gjöld til almennings þarfa, svo sem aðrir, er líkt verða settir. — Klemenz hélt mjög ein- kennilega ræðu, ekki ólíka þeirri, er Halldór Stef. flutti um dag- inn, og sagt var frá hér í blað- inu. Byrjaði Kl. með því, að ef frumvörp stjórnarinnar til fá- tækralaga og sveitarstjórnarlaga verði samþykt, þá ætti kröfum um frekari breytingar á þeim að linna á nálægum tímum, en var hins vegar samþykkur Héðni um, að hætt væri við, að pólitísk á- hrif kæmu til greina, ef bæjar- stjórnir ættu að úrskurða, hvort styrkþegar haldi kosningarrétti. eða ekki, og taldi það ómannúð- legt ákvæði, að leyfa fátækra- flutninga. En hvernig í ósköp- unum getur hann þá búist við, að kröfur réttlætisins þagni, ef frv. verður samþykt? — Frv. Sveins í Firði um umboð þjóðjarða í Múlasýslu var vísað til 3. umr. Ný fmmvörp og tillögnr. Bátaútvegur og strandferða- skip. Sveinn og Ásgeir flytja þings- ál.-tillögu um skipun 5 manna milliþinganefndar, er sameinað al-

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.