Alþýðublaðið - 17.03.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.03.1920, Blaðsíða 2
3 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Alþýdubladid «r ódýrasta, fjðlbreyttasta og bezta dagblað landsins. Eanpið það og lesið, þá getið þið aldrei án þess rerið. Þegar hann ætlaði inn til yfir- heyrslunnar, sló maður að nafni Brennes hann með byssuskefti sínu. Höggið var mikið, en þó gat hann staulast inn, riðaði þó. Honum blæddi mjög." .... „Síðan fór liðsforingi Pflugk- risrtung ásamt 6 hermönnum með hann burtu. Þá var eg ekki með og get því ekkert borið um hvað seinna fór fram og veit það aðeins eftir sögusögnum annara." Liðsforingi Pflugk-Hartvig lét aka Liebknecht inn í myrkan skóg og myrða hann þar. Það sannaðist við réttarhöldin á eftir, þó morðingjarnir yrðu flestir sýkn- aðir. Engann getur undrað, þótt sænskir verkamenn uni því illa, að slik óþverramenni sem þessir launmorðingjar leiti sér griðastað- ar í Svíþjóð. Verkamenn á Norð- urlöndum hafa áður sýnt slikum piltum í tvo heimana, eins og t. d. hinum finsku bíóðhundum og brennuvörgum Svinhufuð og Mann- erheim. Állir eru þeir dauðadæmd- ir af verkalýð heimsins. Fyrir þeim, sem myrtú Lieb- knecht og Rosu Luxemburg liggja sömu örlög og Gyðingnum gang- andi, fyrirlitning og hatur allra. H. „Landnám.“ (Niöurl.). Það hefir verið sagt satt frá um Grænland í ritum Jóns, og þá einnig um það, að sumir firðir eru fullir ís nokkurn hluta ársins. Það hefir lika verið sagt satt frá, að margir firðir eru þar íslausir árið um kring. Svo kemur setning 10 lína löng á milíi punkta. Hún er eitthvað um það, að landkönn- úðir hafl átt erfitt meÖ að koma á land farangri sínum á austur- etröndinni, og að dýr yrðu hafnar- virki þar, ef „brúklegar samgöng- ur“ ættu að takast. Greinarhöf. líefir víst lesið: „Gennem dón hvide 0rken“, eftir Kock, og það- an hefir hann sennilega mestan fróðleik sinn um Grænland. Af þeirri bók kynnist maður lítið Grænlandi. Kock lenti í hrakning- um við að flytja farangur sinn meðfram ströndinni, en ekkiyið að koma honum á land. Marga kafla hefi eg lesið um Austur-Grænland, og ekki rekið mig á frásagnír um erfiða lendingarstaði, þar sem komið gæti til mála að taka land. En víst er um það, að við Græn- land eru víða ágætar hafnir, því að landið er mjög vogskorið. Annars eru „brúklegar* samgöng- ur við marga staði á íslandi, þar sem engin hafnarvirki standa, svo að þau þyrftu menn ekki strai að gera, þó að þeir rækju atvinnu á Grænlandi. #Grænlandshjaliða, sem greinarhöf. kallar svo, á full- an tilverurétt, svo að eg komist líkt að orði og hann. ísland er að vísu ekki svo þéttbýlt, að þar gætu ekki fleiri búið. Noregur er það víst ekki heldur. Sækja Norð- menn þó sjóinn hér við ísland og gera út hóðan, og þykir engin fíflska. Það er engin fíflska að sitja víð þann eldinn, sem bezt brennur, eða það eru þá aö minsta kosti mörg fíflin. Sveitunum ligg- ur ekki við eyðingu, eins- og greínarhöf. segir. Eg er gagnkunn- ur á Norðurlandi og nokkuð á Austurlandi, og þar byggjast eyði- jarðir upp, en fáar eða engar leggjast í eyði; og ekki er auð- veldara að fá jarðnæði núna, en húnsæði í Reykjavík. Það er sann- leikur, að hér vantar fé. Ef nóg væri féð, gætum við gert flest sem við viljum, þó að við sóum fámennir. Það þýðir ekkert að neita því, að mjög er seintekinn gróði af landbúnaði hór á landi. i Seint vex íslendingum fiskur um hrygg fjárhagslega, ef þeir eiga að bíða eftir þeim gróða. Þeir verða að fá fé með arð- vænlegum fyrirtækjum, sem gefa fljótlega mikið í aðra hönd. Yeið- ar við Grænlandsströnd og land- nám þar væru einmitt þannig lagað fyrirtæki. Það er hægt að segja það fyrir með íullri vissu. Engu öðru er það að kenna, en framtaksleysi íslendiuga, að hafa ekki enn ráðist í það, og all- óþarfir éru þeir menn, sem letja þá þess, án þess að benda þá á aðrar betri leiðir. Ef höfundur hefði ekki skrifað þá kafla greinar sinnar, sem eg' hefi nú sýnt fram á að eru rit- aðir af vanþekkingu og athuga- leysi, þá væri grein hans þunn í roðjnu. Hvers vegna hefir hann skrifað þessa grein? Heldur hann að bjóða megi athugulum lesend- um hvaða Bhjal“ sem vera skal um mikilsverð mál. Eg get vel skilið það, að menn hafi þá skoð- un, að íslendingar ættu ekki að reka atvinnu við Grænland; þeir verða að færa þeirri skoðun sæmi' leg rök, en ekki „gaspur" og ill' kvitni, eins og þessi greinarhöf- gerir. Ekki veit eg hvað gæti fremur kallast „ Grænlandsgaspur“? en þessi grein í Morgunblaðinu, og væri ástæða til að þakka þv'- fyrir orðið. — I vetur ráðgerðu ýmsir efnaðir menn, bæði útgerðar- og kaupmenn, að gera út leið- angur til Grænlands í sumar. Ekki veit eg hvort þeir eru alveg hættir við það að sinni. Þeir kusu nefnd á fjölmennum fundi til að athuga málið og leggja til urö framkvæmdirnar. Þeim var áreið- anlega þá full alvara, svo að þetta mál er dálítið annað en „gaspur11 og „hjal“. Eg veit líka af nokkr- um bændum, sem ætla að flytja til Grænlands strax og færi gefsb og reyna þar búskap og aðra at- vinnu. Einhver hefir því tekið mark á máli Jóns Dúasonar, því að alt er þetta fyrir hans orð. Ef slíki væri íslenzku þjóðinni háskalegtr þá væri mjög þörf á að skrifa ítarlega á móti. Og ef Morgunbl-- er á móti afskiftum íslendinga af Grænlandi, ætti það að ræða það mál af þekkingu og sanngirni, þannig að menn létu það ekkf eins og vind um eyrun þjóta. S. V. G. Aths. Alþbl. er í mörgum at- riðum ekki sammála Jóni Dúasyh* um Grænlandsmál, en enga ástæðw telur það til þess, að banna hóg' værar umræður um þau, ekki sízt þegar ráðist er með hrakyrðum á fjærstaddan mann, sem það eitt hefir sér til sakar unnið að vera andstæður fjármálabraski vísrar stofnunar hér á landi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.