Alþýðublaðið - 09.07.1935, Page 3
ÞRIÐJUDAGINN 9. JÚLÍ 1935.
ALÞYÐUBLAÐID
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ÚTGEFANDI:
ALÞÝÐUFLOKKURINN
RITSTJÓRI:
F. R. VALDEMARSSON
RITSTJÖRN:
ASalstræti 8.
AFGREIÐSLA:
Hafnarstrasti 16.
SlMAR:
4900—4906.
4900: Afgreiðsla, auglýsingar.
4901: Ritstjóm (innlendar fréttir)
4902: Ritstjóri.
4903: Vilhj. S. Vilhjálmss. (heima)
4904: F. R. Valdemarsson (heima),
4905: Ritstjórn.
4906: Afgreiðsla.
STEINDÓRSPRENT H.F.
Verkbönn,
VERKALÝÐSFÉLÖGIN birtu
taxta þann, er pau óskuðu
að fylgt yrðljj í síldarvinnu' í suju-
ar, snemma í vor.
Atvinnureksndur hreyfðu þá
engum andmælum, og mátti pví
ætla, að þeir væru ásáttir um
þennan taxta, enda ekki, af hálfu
verkalýðsfélaganna, farið fram á
neinar stórvægilegar kaupbreyt-
ingar.
Það er fyrst nú, þegar síldveiði
er byrjuð og ljóst er, að verka-
menn, ríkið og atvinnurekendur
bíða stórtjón við hvern dag, sem
vinna stöðvast, að hið svo kallaða
Atvinnurekendafélag á Siglufirði,
með atvinnurekendasambandið að
baki sér, bannar að unnið sé sam-
kvæmt taxta verkalýðsfélaganna,
þ. e. a .s. stofnar til verkbanns.
Nokkru fyrir jói í vetur birtu
verkalýðsfélögin kauptaxta sinn
fyrir vinou togaraiuanna, er
stunduðu fiskfiutninga. Atvinnu-
rekendur þögðu þá roeð öllu, en
þegar vertíð var hafin hófu þeir
verkbann, neituðu að láta vinna
fyrir það kaup, er verkalýðsfélög-
in kröfðust.
Það er Ijóst af þessu, að at-
vinnurekendafélögin kunna ekki
siðaðra manna háttu í sahibandi
við kaupdeilur. Öllum má vera
ljóst, að þegar annarhvor aðili
(verkamenn eða vinnukaupendur)
hefir birt kauptaxta, þá ber hin-
um að gera þá þegar þær athuga-
semdir, sem hann telur réttmætar;
þögn hlýtur að skoðast sem sam-
þykki. En atvinnurekendur hafa
Landskappreiðarnar
á snnnndaginn.
Landskappreiðarnar, sem hesta-
mannafélagið „Fákur“ efndi til,
voru háðar á Skeiðvellinum við
Elliðaár í gær. Eru þetta fyrstu
landskappreiðarnar, sem háðar
leru í Reykjavík að tilhlutun Fáks.
Meðan kappreiðarnar stóðu yfir,
frá kl. 15—18, var sunnan-vindur,
vindstig 3—4. I hlaupunUm var
vindurinn á móti, og hefir það
dregið nokkuð úr hraða hestanna.
Ef logn hefði verið, má gera ráð
fyrir, að hraðameti hefði verið
hrundið, því að svo var hesta-
kostur mikill á kappreiðunum. —
Hins vegar var skeiðvöllurinn góð
ur, vel valtaður og sléttur.
Á skeiði, 250 metra sprettfæri,
urðu úrslit þau, að enginn hest-
ur náði tilskildum hraða, 25 sek.
til fyrstu verðlauna, kr. 250,00,
en önnur verðlaun kr. 100,00
hlaut Valur, 25,6 sek., eigandi
Hallgrímur Níielsson, Grímsstöð-
um.
Fyrstu flokksverðlaun, á skeiði
kr. 50,00, fengu þessir hestar:
iátið sér sæma að þegja þangað
til vinna er hafin, þangað til vitað
er, að hver dagur, sem hún er
stöðvuð, kostar þjóðina stórfé.
. Allir hugsandi menn undrast
þessar aðfarir atvinnurekenda. Sú
spurning vaknar, hvort hér sé um
menn að ræða, sem finna á engan
hátt til þeirrar ábyrgðar, sem á
þeim hvílir sem handhöfum
rekstrarfjár þjóðarinnar. Menn
eru því Vanir, að þeir gleynii allri
ábyrgð gagnvart verkamönnum
og þjóðarheildinni, en svo virðist,
sem þeir séu nú einnig í þann
veginn að gleyma eigin liag.
Hafa ekki s’.íkir menn sannað
það frammi fyrir aiþjóð, að þeir
eru óhæíir til þess að hafa forystu
á hendi í atvinnulífi þjóðarnnar?
íhaldsmenn hafa á síðustu tím-
um við og við verið að ta'.a um
þörf á vinnulöggjöf. Framkoma
þeirra sjálfra virðist benda til
þess, að þörf sé á slíkri löggjöf.
Hún myndi án alis efa útiloka
verkbönn eins og það, sem hafið
var í vertíðarbyrjun í vetur, og
eins og það, sem hafið er nú á
Siglufirði.
Sindri, 27,8 sek., eig. Þorlákur
Björnsson, Eyjarhólum, Rauður,
26,6 sek., eig. ALexander Guð-
mundsson, Reykjavík, VífMI, 27,4
sek., eig. Hallgrímur Nielsson,
Grímsstöðum.
Önnur fiokksverðlaun á skeiði,
kr. 30,00, fengu þessir hestar:
Stóri rauður, 28,0 sek., eig. Ág-
úst Einarsson, Arnarhvoli, Rang-
árv.s. og Blakkur, 28,0 sek., eig.
Oddur Eysteinsson, Snóksdal.
Á skeiði voru reyndir alls 17
'hestar í 4 flokkum.
Einn hestur var dæntdur úr
leik. Var það fyrir illa reiðmensku
knapans, sem á hestinum sat.
Á stökki, 300 metra hlaupvelli,
náði enginn hestur lágmarkshraða
24 sek., til fyrstu verðlauna, kr.
100,00, í úrslitaspretti. Önnur verð
laun, kr. 50,00 hlaut Fífill, 24,4
sek., eig. Jón Gíslason, Loftsstöð-
um.
Fyrstu fiokksverðlaun, kr. 25,00,
fengu þessir: Gráni, 25,7 sek., eig.
Guðmundur Sigurðsson, Oddgeirs
hóla-Austurkoti, Gnýfari, 21,7 sek.,
eig. Þorgeir Jónsson frá Varma-
dal og Fífill 24,4 sek., eig. Jón
Gíslason, Loftsstöðum.
Önnur verðlaun, kr. 15,00, fengu
Hrafn, 25,9 sek., eig. Axel Hall-
grímsson, Grímsstöðum, Glaum-
ur, 24,7 sek., eig. Haraldur Jóhann
esson, Reykjavík og Svartur, 25,2
sek., eig. Guðmundur Magnússon,
Hafnarfirði.
Á 300 metra stökkspretti voru
reyndir 11 hestar í þrem flokk-
um.
Á stökki, 350 metra hiaupvelli
varð fyrstur að marki í úrslita-
spretti Reykur 26,9 sek., eig. Ól-
afur Þórarinsson, Hafnarfirði. —
Hlaut hatin fyrstu verðlaun, kr.
250,00. Önnur verðlaun, kr. 75,00
hlaut Háleggur, 26,9 sek., eig. Ól-
afur Þórarinsson, Hafnarfirði.
í flokkshlaupunum, sem voru
tvö, fengu þeir Háleggur 28,7 sek.
og Reykur 28,2 sek., fyrstu flokks-
verðlaun, kr. 50,00 hvor. Enginn
hestur fékk önnur fiokksverð-
laun.
7 hestar keptu í þessu hlaupi.
Er þessum hlaupum var lokið,
voru enn reyndir saman 5 hest-
ar á skeiði vegna áskorana áhorf- j
enda. 1 þeim flokki varð fyrstur j
Rauður 26,0 sek., eig. Alexander ;
Guðmundsson, Reykjavík og fékk
hann kr. 25,00 í verðlaún.
Á landskappreiðunum voru
greidd 20 verðlaun, alls kr. 995,00.
Dómarar voru Árni Óla blaða-
maður, Ludvig C. Magnússon
endurskoðandi, og Magnús Andr-
ésson fulltrúi. Vallarstjóri Daníel
Daníelsson formaður Fáks.
Hæsti vinningur í veðbankanum
varð er úthorgað var 105 krónur
fyrir hverjar 10 krónur, 52 kr.
fyrir hverjar 5 krónur, 21 kr. fyr-
ir hverjar 2 krónur og 10 kr. fyrir
hverja 1 krónu, sem lagt hafð;
verið á Rauð Alexanders Guð-
ínundssonar í öðrum flokki skeið-
hesta.
Mikill mannfjöldi sótti kapp-
reiðarnar. Var þar samankomið
rúmlega 3 þúsund manns.
Togaraveiðar Breta við ísíand.
I brezka blaðinu Morning Post
birtist þ. 24. júní ritfregn um
bókina „Trawler", eftir R. M.,
en bókin er gefin út af forlaginu
Methuen. I ritfregninni segir,
að R. M. sé ekki ungur maður,
en hann hafi tekið það í sig að
kynnast lífi sjómanna á togur-
unum sem stunda fiskveiðar við
strendur Islands, og tók hann
þátt í einni veiðiför, sem stóð
yfir í 20 daga. Tók hann sjálfur
þátt í ýmsum störfum á togar-
anurn og skýrir ljóst frá öllu. I
ritfregninni segir, að það megi )
skiija það af frásögninni, að
veiðar innan landhelgi sé tals-
vert stundaðar og að hinar
þungu sektir, sem dæmdar séu
á brezka togaraskipstjóra, séu
ekki altaf óverðskuldaðar. — I
ritfregninni er sagt frá því, að í
bókinni sé ein villa, þ. e. höf-
undurinn telji sambandi Islands
og Danmerkur líkt varið og
milli Bretlands og sjálfstjórnar-
nýlendnanna, en Morning Post
bendir á það, að Island sé sjálf-
stætt ríki í konungssambandi
einu við Danmörku.
Dánarfregn.
Nýlega lézt í Sandgerði Egg-
ert Eggertsson í Stöðulkoti, á
áttræðisaldri. Eggert var Hún-
vetningur að ætt og uppruna og
var í ætt við margt ágætis fólk
sem þaðan er runnið. Sjálfur
var Eggert hinn mesti sóma-
maður, afkastamaður til vinnu,
svo orð var á gert. Hafa mér
sagt samtíðarmenn hans, að á
meðan hann stundaði sjó, hafi
tæplega liðtækari maður lagt út
ár á Miðnesi en hann. Eggert
var og ágætlega greindur mað-
ur og stakt prúðmenni. Þreyta
og gigtarkvalir í ellinni falla í
hlut manna eins og Eggerts,
sem lifa langa og starfsama æfi
og hlífa sér aldrei. Eg ætla, að
hann hafi því fagnað hvíldinni.
Eggert mun lifa í minnum
þeirra, er þektu hann, því að
hann var fyrirmyndar maður.
IFéöaiPWörasr
frá J. Rank.
Mixed Corn „A“
Mixed Corn ,,X“
Layers Mash
Growers Mash.
Alexandra hveiti seljum
við ódýrt í heilum sekkj-
um
ferksmíðjan Rún
Selur beztu og ódýrnstu
LlKKISTURN
Fyrirliggjandi af öllum
stærðum og gerðum.
Séð um jarðarfarir.
pgr- Sími 4094,
Tílkynnmg,
IfisBéelar!
E( Eér þartit að Eanpa:
Kjörfars,
Fiskfars,
Kindabjúgu,
Miðdagspylsur,
Vínarpylsur
Þá munið
Kjöt & Fiskmetisgerðin,
Grettisgötu 64. Sími 2667.
Reykhúsið,
Grettisgötu 50 B. Sími 4467,
Kjötbúðina,
Verkamannabústöðunum,
sími 2373,
þá fáið þið það bezta og
ódýrasta.
Grjótmulningur.
Verð á grjótmulningi til húsabygginga frá grjót-
námi bæjarins hefir verið lækkað sem hér segir, frá
og með mánudegi, 8. þ. m. að telja:
Mulningur Nr. I Áður kr. 7,50. Nú kr. 6,40.
Mulningur Nr. II Áður kr. 7,50. Nú kr. 6,40.
Mulningur Nr. III Áður kr. 6,00. Nú kr. 5,10.
Verðið miðast við 6 tunnur pr. bíl.
Pöntunarfélag V. M. F. Hlíf
í Hafnarfirði opnaði á laugar-
dag nýja búð í Verkamannabú-
stöðunum. Gamla búðin verður
einnig opin.
Borgarstjórinn í Reykjavík, 7. júlí 1935.
Guðm Áshjörnsson
settur.
trúum öldungadeildarinnar. —
Næsta dag bað frönsk skáld-
kona um upplýsingar um það,
hvar það líffæri væri, sem til
þyrfti, að skilja stjórnmál, og
karlmennirnir hefðu, en kon-
urnar ekki!
Á Þýzkalandi er ástandið
verst fyrir konurnar, og alt,
sem þar er gert til þess að und-
iroka þær, er framkvæmt með
ótrúlegri hörku. Giftar konur
eru sviftar atvinnu sinni, og
karlmennirnir látnir sitja fyrir
allri sæmilega launaðri vinnu.
Það eina, sem konunum er
trygt, er kauplausa vinnan
heima á heimilunum. Hið ráð-
andi kyn tekur sér algert ein-
ræði um það, hvað helmingur-
inn af þýzku þjóðinni skuli
vinna. Og ákvörðun Nazista er
sú, að konurnar skuli ýmist
passa pottana eða liggja á sæng.
Þær eiga að framleiða það, sem
Þýzkaland vantar í dag, en það
er fallbyssufóður. Borgararétt-
indi hafa þær ekki. Þau eru, eins
og Hitler segir í bók sinni,
„Barátta mín,“ forréttindi karl-
mannanna. Konurnar fá þau
með því að gifta sig. Ógiftar
konur geta því að eins fengið
þau, að þær reki eitthvert fyrir-
tæki.
Á Italíu hafa áhrif fazismans
á kjör kvenna ekki verið eins
mikil. Þau kjör, sem ítölsku
konurnar áttu við að búa, voru
mjög áþekk þeim, sem Musso-
lini vildi vera láta. Sama er að
segja um öll þau lönd, þar sem
kaþólska kirkjan hefir haldið
fólkinu í fáfræði og gert kon-
urnar háðar klerkunum. Þegar
samningurinn var gerður milli
ríkis og kirkju á ítalíu, milli
svörtu hempanna og svart-
stakkanna, og páfinn ofurseldi
ítölsku þjóðina fazismanum fyr-
ir ofurlitla peningaupphæð, var
eins og ísköld hönd*væri lögð
yfir hið sólbjarta land, Italíu,
og hina glöðu íbúa þess.
I öllum löndum eru, hvort
sem fazisminn er ráðandi eða
ekki, konurnar hið kúgaða kyn.
Þær hafa ekki komist í nokkra
stjórn, eða nokkurt af þeim em-
bættum umboðsstjórnarinnar
eða annarsstaðar, þar sem þær [
gætu haft úrslitaáhrif. Farið
inn í sal Þjóðabandalagsins í
Genf og spyrjið, hvar sæti kven-
fulltrúanna séu. Það er búið að
fjarlægja sæti Japans. Sæti
Þýzkalads stendur autt og bíð-
ur. En engin kona hefir nokk-
uru sinni átt sæti á þeirri sam-
kundu.
Núverandi forsætisráðherra
Englands, Baldwin, sagði fyrir
nokkru síðan, að veröldinni
væri stjórnað af vitfirringum.
Hann hefði getað sagt: af vit-
firrtum karlmönnum, og hann
hefði getað bent á Þjóðabanda-
lagið sem þá stofnun, þar sem
þessir vitfirringar safnast sam-
an. Konurnar eru að minsta i
kosti ekki á meðal þeirra vitfirr- ;
inga, sem stjórna veröldinni. En j
það er líka það eina, sem þær
geta huggað sig við gagnvart
þeim raunveruleika, að veröldin
er eins og vitlausraspítali.
Konurnar eru í því sálar-
ástandi, sem einkennir alla þá,
sem eru kúgaðir. Þær hafa það
á tilfinningunni, að þær séu
minna virði en karlmennirnir,
tortryggja hver aðra, og eru
hræddar við lítilsvirðingu yfir-
boðara sinna. Flestar þeirra
kjósa heldur að þegja en að eiga
það, á hættu, að verða fyrir með-
aumkvunarfullu og lítilsvirð-
andi brosi karlmannanna.
Margra alda undirokun hefir
vanið þær á að fara krókaleiðir,
að beita lævísi og brögðum til 1
að hafa það fram, sem þær
vildu, og þær eiga afar erfitt
með að venja sig á það, að fara
beinar leiðir.
Það verður ekki með neinum
tölum talið, hve mikið tjón hef-
ir hlotist af þessari undirokun
og útilokun annars kynsins,
bæði fyrir konurnar sjálfar og
fyrir þjóðfélagið í heild sinni.
En um æfintýrið um vald kon-
unnar er það að segja, að það
er víst bezt fyrir karlmennina
að segja það annarsstaðar en í
miðstöðvum menningarinnar.
Flettið upp orðinu kona í stóru
ensku alfræðiorðabókinni „En-
cyclopedia Britannifca". Þar
stendur: Kona, maki karl-
mannsins, sjá orðið karlmaður.
Og annarsstaðar er ekki að
henni að leita.
Berjast konurnar yfirleitt á
móti fazismanum? Skilja þær
að fazisminn þýðir stjórn aftur- !
haldsins ? Áð fazisminn er harð- !
stjórn auðvaldsins, sem hefir
verið framkvæmd í þeim lönd-
um, þar sem auðmennirnir ótt-
uðust, að verkalýðurinn væri að
verða svo sterkur, að hann
myndi geta tekið ríkisvaldið í
sínar hendur? Að fazisminn er !
voðalegasta vopnið, sem þeir !
ríku eiga yfir að ráða á móti j
þeim, sem ekkert éiga, á móti
réttlátri og skýnsamlegri skift-
ingu á gæðum lífsins?
Lítið á Þýzkaland ’og ítalíu.
Þegar ég kom við í Berlín á
dögunum, sagði Mathilde Vaert-
ing prófessor, sem Iiit’er rak fyrir
nokkru síðán frá háskólanum í
Jena: „Það, sem er hryggilegast
fyrir okkur, er að horfa upp á
konurnar hylla Hitler." Ég sá það
líka með eigin augum >og varð að
viðurkenna það, sem hún sagði.
í augum allra, sem ekki eru sjón-
lausir, er Hitler orðinn að lifandi
mynd af æfintýri H- C. Andersens,
„Nýju fötin keisarans". Síðan Hit-
ler fór úr sauðargæru national-
sósíalistisku loforðanna, síðan
flett var ofan af hans sviknu lof-
orðum um það, að skifta herra-
görðum junkaranna upp á milli
smábændanna, stóru vöruhúsun-
um upp á milli smákaupmann-
anna og um að þjóðnýta bank-
ana, sfendur hann berstrípaður
frammi fyrir öllum heiminum,
studdur af hergagnai naðinum
auðvaldinu og kvenfólkinu eins
og Mussolini. Og roeð þeim stuðn
ingi hefir honum sem einvalds-
herra á einum tveimur árum tek-
ist að breyta landinu í, eitt alls
herjar fangelsi og komið upp
glæpamannafélagsskap, sem'í bók
staf'egum skilningi ræðst inn í
önnur lönd, til þess að ræna
Þjóðverjum, sem þar hafast við,
rétt eins og hinir illræmdu barna-
ræningjar í Ameríku .
Hit!er á Þýzkalandi, Mussolini
á ítalíu. Báði'r í útsognum, þraut-
píndum löndum, þar sem öll aud-
staða við stjórnina er kyrkt og
meyðarópin kæfð með vopnagný.
En Mussolini var hyggnari en
Hitler. Hann tryggði sér með
samnignum við páfann alla pre-
dikunarstó'ana og allar hempurn-
ar. En konurnar hafa þeir báðir
roeð sér.
í mínum augum er þó Nazism-
inn verri. Því að hann sviftir mig
trúnni á það, að upplýsing geti
leitt þjóðirnar út úr villimensku
og inn á þær brautir, sem liggja
til virðingar fyrir lífinu — en
það er að inínu áliti hin eina
sanna menning. Nazisminn leiddi
hina upplýstu þýzku þjóð út í
hlægilegan kynflokkahroka, sem
hefir haft miðalda villimensku í
för mieð sér; og auk þess póli-
tiskar pyntingar.
Konur yfirstéttarinnar skoða
fazismann sem varnarmúr á móti
sameignarstefnunni. Konur milli-
stéttanna studdu Mussolini og
Hitlier i von um betri kjör. En
konur verkamannanna sitja þús-
undum saman í fange’sunum,
tugthúsunum og fangabúðunum,
sérstak'iega á Þýzkalandi. Það eru
þess vegna konur verkamannarma,
sem berjast á móti fazismanum.
Og svo stríðshættan. Berjast
jk'onurniar í raun og veru á móti
stríðshættunni? Halda þær ekki
f'iestar, að það sé nóg, að setja
nafn sitt uudir lista ásamt 8
milljónum annara kvenna og
senda hann til Þjóðabandalagsins
í Genf? Á aðalfundinum, sem
Banda'ag kvienna fyrir friði 'Og
frelsi hélt i Zúrich, komst forsct-
inn, Clara Ragaz, þó að þeirri
níðuvsíöðu, að það væri ekki hægt
að vera á móti stríði nema því
að eins að vera e'nnig á móti auð-
valdinu. En hvað haldið þið að
margar af þeim 8 milljónum
kvenna, sem sendu ndirskriftir
sínar til Genf til þess að liggj
þar í g’erskáp hj Þjóðabandalag-
inu, hafi verið búnar a ðgera sér
grein fyrir því?
Frh.