Alþýðublaðið - 18.07.1935, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.07.1935, Blaðsíða 4
FIMTUDAGINN 18. JÚLÍ 1935. GAMLA BÍÓ IVenus danzar, IStórfenglegur og hrífandi sjónleikur, með söngvum, í 10 þáttum. Aðalhlutverkin leika og danza: Joan Crawford, Clark Gable og Fred Astarire (úr ,,Carioca“). Miss extrakt hörundsolía ver sólbruna, mýkir húðina og gerir hana betur brúna án sólar en nokk- ur önnur hörundsolía eða creme. Fæst í Kaupfélagi Reykjavíkur. „Prosit“-duftið eyðir hænsnalús, húsdýralús, möl, flóm og mörgum öðrum skorkvikindum. Fæst í Kaupfélagi Reykjavíkur. FðdænarösvIíBi. Síðast þegar Gullfoss var hér bar það við, að stúlka sú, sem vön er að gera hreina salina á GulISossi, var forfölluð, og önnur stúlka úr Þ. K. F. „Freyju“ var látin gera hreint í bennar stað, því það félag hefir samning við Eimskipafélag íslands þess efnis, að koíiur þær, sem eru í Þ. K. F. „Freyja“ hafi forgangsrétt að ölium hreingerningum í skipum þess. Það eittt fyrir sig, að stúlku- skifti urðu í þetta sinn, er ekki í frásögur færandi, ef brytinn, herra Guðlaugur Guðmundsson, hefði ekki látið sér sæma að reka á eftir stúlkunni og skamma hana allan daginn og að endingu rek- ur hann smiðshöggið á allan sinn dónaskap með því að neita að skrifa undir vinnureikning stúlk- unnar, þar til stjórn félagsins lét hann gera það, Þetta er því svívirðilegra,. þar sem stúlka sú, sem hér er um að ræða, er viðurkend af þeim, sem hún hefir unnið hjá, fyrir dugnað og prýðilega vandvirkni, og munu engin vandkvæði ver'ða á að sýna næg meðmæli þar að lútandi. j Þetta er nú i þriðja sinn, sem maður þessi kemur ósæmilega fram við stúlkur úr Þvottakvenna- félaginu „Freyju“, sem hafa unn- ið hjá honum. Ég tel enga þörf á að þegja við slíku athæfi sem þessu. Ekki tel ég heldur senni- iegt að herra Guðlaugur Guð- mundsson geri húsbændum sínum sæmd né þénustu með slíku fram- ferði, sem hér hefir verið lýst. Það mun nú verða haft eftirlit með þessum manni hér eftir, og honum mun ekki líðast að skamma og reka áfram þærstúlk- ur, sem vinna undir hans umsjá. Reykjavík, 16/7 1935. Þurídur Fridriksdóftir. Nýr fiokkur i Kanada. LONDON 12. júlí. FÚ. Henry H. Stevens, fyrrum verzlunarmálaráðherra Kanada í Bennettstjórninni, tilkynti í dag, að hann hefði ákveðið að mynda nýjan stjórnmálaflokk, og birtir hann stefnuskrá hins nýja flokks í ýmsum blöðum. Telur hann þessa flokksmyndun vera til komna af því, að hvor- ugur aðalflokkanna í landinu hafi gert sér grein fyrir hinum raunverulegu orsökum krepp- unnar í Kanada. j LEIÐANGUR TIL GRÆNLANDS. Frh. af 1. síðu. | verða með í förinni til flutninga, j og eru þeir nú á leið frá Kaup- mannahöfn. Ráðgert er að gera tilraunir ; með það, að skifta um menn á ^ ' stöðvunum yfir veturinn. En ' eins líklegt þykir þó, að það verði ógerlegt. Er því ætlunin að ganga svo frá, að að minsta fcosti tveir menn á hvorri vetur- setustöð auk aðaistöðvarinnax j verði við því búnir að vera ein- angraðir í alt að sex mánuði á hvorri stöð. | Eitt af verkefnum þessá leið- angurs verður það, að kortleggja ströndina, enn fremur á hann að rannsaka landið betur en áður hefir verið gert. Ráðgert er að leiðangursmenn_ irnir snúi heimleiðis í septem- ber 1936. ABESSINÍA. (Frh. af 1. síðu.) ustu sína í stríði við Abessiníu. Að launum munu þeir, eftir því sem sagt er, krefjast handa sér hluta af Abessiníu, er kall- aður verði „Nýja Rússland" og standi undir vernd ttalíu. Aukafundur í ráði Þjóða- bandalagsins um Abess- iníu-málin GENF 18. júlí F.B. Avenol, aðalritari Þjóða- bandalagsins, hefir sent ríkis- stjórnum allra þeirra þjóða, sem sæti eiga í ráði Þjóðabandalags- ins, boð um að fulltrúar þeirra verði við því búnir, að koma á aukafund í ráði bandalagsins, dagana 25. júlí til 2. ágúst. Deilur Itala og Abessiníu- rnanna verða ræddar á fundi þessum. (United Press). Árásir og morð í Belfast. Brynvarðar bifreiðar á götunum LONDON í gærkve'dj. (Fú.) t Belfast lítur enn mjög ófrið- lega út. Óeirðir brutust út að nýju síðdegis í dag í sambandi við jarðarför manns, sem fallið hafðii í uppþotinu á laugardag. Á hiorninu á North Street og Royal Avenue réðist stór hópur á mann nokkurn og barði hann til jarðar. Lögreglan gerði tilraun til þess að koma honum til hjálpar, og spanst af því snarpur bardagi á götunni. Hermenn hafa verið kvaddir á vettvang og brynvagn- ar eru á verði á óeirðasvæðinu. Alls hafa nú sex menn dáið síðan uppþot þessi hófust. Snemma í morgun heyrði lög- reglan í Belfast skot, og eftir nokkra leit fann hún ungan miann í hliðargötu einni þar í borginni með svöðusári af skoti í hand- legg. Hann dó litlu síðar. Yfirvöldín í borginni hafa nú skorað á allan almenning að að- stoða lögregluna vi'ð að kveða niður þessar óeirðir. Á stefnuskrá hans er m. a. bygging nýrra vega, til þess að auka ferðamannastrauminn sunnan úr Bandaríkjunum; bygging verkamannabústaða, — en til þess að afla fé til þess- ara framkvæmda séu gefin út ríkisskuldabréf. Þá segir Mr. Stevens að hann ætli að leysa atvinnuleysismálið og fátækramál „á mannúðleg- um grundvelli“. Hann gerir ráð fyrir skipulagningu á afurða- sölu; vill skifta skattaálagning- um á greinilegri hátt, milli bæj- arfélaga, fylkja og ríkis, og loks segist hann vera að undir- búa jámbrautarmálin. lUfBHBUBIB 52 stiga hiti i Kaliforníu. EINKASKEYTI TIL ALÞÝ ÐU BLAÐSINS. KAUPMANNAHÖFN i morgun. 17 RÉTTIR frá Los Angeles segja frá gífuriegum og vaxandi hitum á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna. Fjöldi fólks hef- ir fengið hitaslag á þessum slóð- um. 1 Dauðadalnum svonefnda í Kaliforníu, sem alrnent er talinn heitasti staðurinn á jörðinni, hefir hitinn komist upp í 126 stig á Fahrenheit, eða 52 stig á Cel- sius. STAMPEN. ðil Robies biðst laasnar, en teknr iaasnarbeiðvinaaítnr MADRID 18. júlí. F.B. Gil Robles, hermálaráðherra Spánar og foringi fazistaflokks- ins, baðst lausnar í gærkveldi og var orsökin sú að forsetinn hafði gagnrýnt mjög ítarlega lagafrumvarp, sem Robles hefir borið fram. Fjallar það um starfstíma hershöfðingja í hernum og er svo fyrir mælt í frumvarpinu, að þeir skuli láta af störfum nokkrum árum fyrr en nú tíðkast. Forsetinn hefir gagnrýnt frumvarpið á þeim grundvelli, að afleiðingin gæti orðið sú, ef frumvarpið yrði að lögum óbreytt, að herinn hefði ekki nægum reyndum og velæfðum hershöfðingjum á að skipa. Alejandro Lerroux forsætis- ráðherra og hinir ráðherrarnir vildu fyrir hvern mun koma í veg fyrir, að enn einu sinni þyrfti að endurskipuleggja stjórnina, og fengu þeir loks Robles til þess að afturkalla lausnarbeiðni sína. Bentu þeir honum m. a. á, að forsetinn gæti ekki komið í veg fyrir að frumvarpið væri lagt fyrir þjóðþingið, og væri því engin ástæða fyrir Robles til þess að halda fast við lausnarbeiðni sína nú, en bíða heldur og sjá hverjar undirtektir frumvarpið fengi í þinginu. (United Press). SchuscbDigg tekor aftnr við embætti síun. LONDON 17. júlí. F.U. Schussnigg kanzlari Austur- ríkis tók aftur til starfa í dag. Snemma í morgun gekk hann inn á skrifstofu sína einn sam- an og er það í fyrsta skifti, sem ekki fylgir honum vörður, síðan hann tók við kanzlara- embættinu. Japanir auka skipa- útgerð sína. OSLO í gærkveldi. (FB.) Aubert sendiherra Niorðmanna í Tokio hefir simað til norska utanríkismálaráðuneytisins, að japanska stjórnin undirbúi víðtæk áform til styrktar skipaútgerð Japana. Er áformað að ríkið veiti fjár- hagslegan stuðn-ing til þess að rífa gömul skip og smíða fyrsta flokks nýtízku skip í þeirra stað. Einnig verða þau skipafélög, sem hafa skip í förum til annara Janda, styrkt ríflega. I DAfi Næturlæknir er í nótt Hall- dór Stefánsson, Lækjargötu 4. | Sími 2234. j Næturvörður er í nótt í ' Reykjavíkur og Iðunnar apó- teki. Veðrið: Hiti í Reykjavík 9 stig. Yfirlit: Nærri kyrstæð lægð milli íslands og Færeyja. Lægð suðvestur í hafi á hreyf- ingu austur eða suðaustur eftir. Utlit: Norðan kaldi. Þurt og víða bjart veður. UTVARPIÐ: 15,00 Veðurfregnir. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Lesin dagskrá næstu viku. 19.30 Tónleikar: Lög eftir Verdi (plötur). 20,00 Erindi: Frá útlöndum (séra Sig. Einarsson). 20.30 Fréttir. 21,00 Tónleikar: a) Einsöng- ur: (Hermann Guð- mundsson); b) Endur- tekin lög (plötur); c) Danslög. Skemtiferð í Borgarfjörð. Farið verður með „Laxfossi“ kl. 5 síðdegis á laugardag og til baka frá Borgarnesi á sunnu- dagskvöld. Hjómsveit skemtir á „Laxfoss“ báðar leiðir. Dansað verður að Hreðavatni á þar til gerðum palli. Farið kostar 12 kr. báðar leiðir. Skipaf réttir: Gullfoss er á leið til Vestm,- eyja frá Leith. Goðafoss er í Hamborg. Dettifoss er á Pat- reksfirði. Brúarfoss er ájeið til Leith frá Vestm. eyjum. Lagar- foss er á Akureyri. Selfoss er á Önundarfirði. Prímúla er í Leith .ísland er væntanlegt á morgun. Drotning Alexandrine er í Kaupmannahöfn. Höfnin: Fisktökuskip kom í gærkveldi frá útlöndum. British Pluck fór í morgu til útlanda. 70 ára er í dag Oddur Björnsson, prentsmiðjueigandi frá Akur- eyri. Kappleikurinn í kvöld. 1 kvöld keppir Valur við Þjóð- verjana og verður kappliði Vals þannig skipað: Hermann Her- mannsson, Grímar Jónsson, Frímann Helgason, Jóhannes Bergsteinsson, Guðmundur Sig- urðsson, Frímann Ólafsson, Agnar Breiðf jörð, Hans Peter- sen Magnús Bergsteinsson, Gísli Kærnested og Óskar Jónsson. Farþegar með e/s. Dettifoss til Vestur- ur- og Norður-landsins 17/7 '35: Hafsteinn Bergþórsson, W. A. Al- len, Mr. Smethurst, Mr. Robt. Deans, Marin Guðmundsd., Elisa- bet Kristjánsdóttir, Ingibjörg Guð- mundsd., Margrét Briem, lón Haf- liðason og frú, Hans R. Þórðar- son og frú, Dr. Hildegard Bonde, Frl. Wortmann, Guðm. Hannes- son, Kristján Sveinsson, Egiil Kristjánsson, Kjartan Ölafsson, Jón Högnason Garl Proppé, Mr. J. D. Pemberthy, Tómas Tómasson, Sigríður Guðmundsd. o. fl. ~*.«U*s**'‘ Kristján Sveinsson augnlæknir er farinn í ferða- lag til Vestf jarða. Læknisstörf- um gegnir fyrir hann á meðan Sveinn Pétursson, læknir. Freymóður Jóhannsson flytur framhaldserindi sitt um Rembrandt í útvapið annað kvöld. Ný siglingaleið. OSLO í gærkveldi. (FB.) Leiðangurinn mikli til Karáhafs eða Kariska hafs (milli Novaja Semlja, Vaigateyju iog Norðvest- ur-Sibiriu) er nú tilbúinn til þess að leggja af stað. 1 leiðangrin- um, sem Rússar standa fyrir, eru 60 skip, og eru 15 þeirra rúss- nesk. — Rússneskir ísbrjótar eiga að brjóta skipunum leið. Tilgang- urinn með þessum leiðangri er að nýta hina miklu skóga í Norðvestur-Sibiríu og flytja við- inn þaðan sjóleiðis. Hepnist á- form þetta er ný sjóflutninga- leið komin til sögunnar. NÝIR KAUPENDUR FA &LÞTBUBLABIB ÓKEYPIS til næstu mánaðamóta. Kaupið bezta fréttablaðið. Smurðbrauðsbúðin hefir síma 3544. Reitaskór með tækifærisverði verða seldir næstu daga eftir kl. 6 síðdegis í Gunnarssundi 6, Hafnarfirði . NíJA BIÖ Svarti hvalurinn. Þýzk tal- og tónmynd, samkvæmt frægu leikriti eftir Marcel Pagnot. Aðalhlutvekrið leikur snillingurinn EMIL JANNINGS. Aðrir leikarar eru: Angela Giilstorff Franz Niklisch og Max Giilstorff. Skemtiferð i Borgarfjörðinn Frá Reykjavík á „Laxfossi á laugardaginn kl. 5 síðd. og til baka frá Borgarnesi á sunnu- dagskvöld. Hljómsveit skemtir á „Laxfossi“ báðar leiðir, í Borgaresi á laugardagskvöld og að Hreðavatni á sunnudag. Dansað verður að Hreðavatni á palli í bjarkarlundum, þar sem f jölbreytta náttúrufegurð er að finna, alt í kring. — Síðastliðin eunnudag var dimmviðri. Næsta sunnudag er líklegt að verði bjart veður og sólskin. — Og hvar er þá skemtilegra en að Hreðavatni ? Málaflutningur. Samningagerðir Stefán Jóh. Stefánsson^ hæstaréttar málaflm. Ásgeir Gnðmundsson, cand. jur. Austurstræti 1. Innheimta. Fasteignasala. fflUNÍB, að líftryggjayður hjá ANDVÖKU. Sfðasta sundnámskefð okkar í sumar, byrjar mánudaginn 22. júlí. Þeir, sem ætla að taka þátt í því, tali við okkur í þíma föstudag og laugardag milli kl. 12 og 2. Vignir og Július, Sími 2240. Sími 2130. Ath. Tími fyrir eldri menn frá kl. lOýc—11 f- h. RÉYKIÐ TYRKNESKAR CGARETTUR n óff\ STK. PAKKINN KOSTAR FAST OLLUM VERZLUNUM Venus dansar heitir myndin, sem Gamla Bíó sýnir um þessar mundir. Er það söngvamynd í 10 þátt- um, leikinn af Joan Crawford Clark Cable og Fred Astarire

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.