Alþýðublaðið - 02.08.1935, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.08.1935, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGINN 2. AGOST 1935, ALÞYÐUBLAÐID ALÞÍÐUBLAÐIÐ "OTGEFANDI: alþýðuflokkurinn RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON RITSTJÓRN: Aðalstræti 8. AFGREIÐSLA: Hafnarstræti 16. SlMAR: 4900—4906. 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjóm (innlendar fréttir) 4902: Ritstjóri. 4903: Vilhj. S. Vilhjálmss. (heima) 4904: F. R. Valdemarsson (heima). 4905: Ritstjóm. 4906: Afgreiðsla. STEINDÓRSPRENT H.F. Ný íækni, njrtt skipn- lag. TALSAMBANDIÐ við útlönd var opnað! í gær. Með því er án efa stigið stórt framfaraspior á sviði viðskifta vorra við erlend- ar þjóðir. Þetta furðuverk tækn- innar, talstöðin í Gufunesi, hlýtur að vekja menn til umhugsunar um hina geysilegu þróun, sem átt hefir sér stað á sviði tækninn- ar á síðustu áratugum, og þá þjóðfélagslegu pýðingu, sem sú þróun hlýtur að hafa. Fyrir fáum áratugum var at- vinnulífi swo háttað hér á landi, að því nær allir fjölskyldufeður voru smáframleiðendur. Þa'ð var þeirra hlutskifti að afla sér lífs- bjargar beint úr skauti náttúr- unnar. Sú 'orka, sem þeir beittu við öflun lífsnauðsynjanna, var næst- um eingöngu orka þeirra eigin handa. Lífsbaráttan varð með þessum hætti næsta torveld og eftirtekjan rýr, og almenningur varð að sættá sig við lífskjör, sem allir hlutu áð óska að mættu bátna til mikilla muna. Þá kom tækn- in reiðubúin til þess að uppfylla þessar óskir mannanna. Mannsandanum hafði tekist að taka hina dauðu orku í sína þjónustu, og framleiðslan öx hröðum fetum, bæði til lands og sjávar, og þarfir þeirra, sem af nutu, voru betur uppfyltar eftir en áður. Bein og eðlileg afleiðing þess- arar þróunar varð svo það, að framleiðslan færðist á færri og færri hendur og. fleiri og fleiri af þegnum þjóðarinnar urðu launaþegar. Pað verður að teljast eftir at- vikum eðlilegt, að þeir roenn, sem aldir voru upp við hugsunarhátt smáframleiðandans, tóku engum verulegum hugarfarsbreytingum, þegar þeir fengu ráð yfir stór- virkum framleiðslutækjum og um leið nokkra vérkamenn íþjón- ustu sína. Smáframleiðandinn hefir aðeins eitt fyrir augum við rekstur at- vinnu sinnar, og það er að sjá sér og fjölskyldu sinpi borgið. Frá þjóðhagslegu sjónarmiði er ekkert við þetta að athuga, hags- munir þess framleiðanda, sem ekki hefir launaþega í sinni þjón- ustu, koma naumast í bág við hagsmuni heildarinnar, þó þeir reki atvinnu sína með eigin hag sinn fyrir augum. Öðru máli gegnir þegar maður með hugs- unarhátt smáframleiðandans hefir skyndilega fengið mannaforráð. 1 stað þess að beita eigin orku sér og sínum til framdráttar, fær hann nú tækifæri til þess að nota annara orku á sama hátt. Þann- ig skapast andstæðir hagsmunir, þannig leiðir stórframleiðslan til þess, að hagsmuna launaþeganna er ekki gætt, þeir fá ekki þann skerf, sem þeim ber, af því, sem aflað er úr skauti náttúrunnar. Tæknin hefir skapað stórfram- leiðslu. Það hefir leitt til mjög bættra framleiðsluhátta, en þess hefir ekki verið gætt, að það þarf nýtt skipulag á atvinnulífið til þess að stórframleiðslan skapi ekki bæði geysilega misskiftingu arðsins og atvinnuleysi. Alþýðu- flokkar allra landa berjast fyrir slíku skipulagi, og þróunin krefst þess að það komi. Tæknin verð- ur: að takast í þjónustu allra jafnt. Vélbáturinn Snorri goði, sem stundað hefir síldveiði við Vestmannaeyjar undanfarið, kom í fyrra dag frá Jökuldjúpinu með 50 tunnur af síld, er hann hafði 'veitt í 8 jnet, en hann hafði mist 20 net. Nokkrir bátar hafa stund- að dragnótaveiði við Vestmanna- eyjar undanfarið, en afli hefir verið fremur tregur. Nýtt Iðnaðarfyrirtæki. Aluminíumverkstæðið á Hverfisgötu 67, Eins og öllum er kunnugt, er aluminium notað mjög mikið í heiminum um þessar mundir, og fer notkun þess hraðvaxandi. Þykir það til margra hluta nyt- samlegt fyrir léttleika sakir og fleiri kosta. Úr því eru smíðuð eldhúsgögn, amboð, ýmsir hlut- ir í bifreiðar og margt fleira. Munu nú aluminium vörur vera til á flestum heimilum hér á landi, bæði í kaupstöðum og sveitum. En það hefir þótt galli á gjöf Njarðar, hve erfitt hefir verið að fá aðgerð á hlutum úr alumininum, er þeir hafa bilað, og oft og tíðum ómögulegt, þar eð enginn hefir haft tæki eða kunnáttu til að logsjóða það eða kveikja. Nú hefir Steinn Þórðarson sett upp verkstæði á Hverfis- götu 67, sem hann kallar „Alu- minium-verkstæðið“. Þar tekur hann að sér að gera við ýmis- konar huti úr alumininum, með- al annars með logsuðu eða kveikingu, þegar þess er þ'örf. Er það þegar margreynt, að sumir hlutir verða sem nýir, og jafnvel sterkari en nokkru sinni fyr. Þess er og vert að geta, að Aluminiumverkstæðið á Hverf- isgötu 67 smíðar amboð úr alu- mininum — bæði orf og hrífur —■ sem öll eru sett saman með kveikingu, eru þau miklum mun sterkari en nokkur amboð, sem áðpr hafa fengist og þó mjög létjt. Farþegar með ,G'Oðafossi“ héðan i fyrrad-: Mr! J. E. Lee, Mr. Smith, Sig. Tboroddsen, Otto Arnar, C. Bry- de, Hr. Nathan, Jón Lárusson) Leifur Þórarinsson, Miss Suffle- botham, Elísabet Þorgrimsdóttir, Jón Víðis, Geir Agnar Zoega, Árni Friðriksson, Geir Sigurðsson, Beinteinn Bjarnason, Einar Krist- jánsson, Ágúst Jóhannesson og frú, Gísli Bjarnason og frú, Hr. Scheiter, Ragnar Ásgeirsson, Ný sjómannalog í BandJFíkjannm OSLO í gærkveldi. (FB.) Þjóðþingið ameríska hefir ný- lega samþykt lagafrumvarp, sem af leiðir, að erlendir sjómenn, sem ráðast á amerísk skip, verða ekki framvegis aðnjótandi þeirra f-orréttinda, er þeir áður nutu, þ. e. að eftir eins árs starf á amer- ískum skipum njóti þeir sömu verndar og réttinda, sem amer- ískir borgarar o. s. frv. Samkvæmt tilkynningu frá Was- hington til sænska utanríkismála- ráðuneytisins er talið eigi ólík- legt, að margir sænskir sjómenn, sem vinna á am>erískum skipum, verði atvinnulausir vegna hinna nýju laga. TilAkureyrar Alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Frá Aknreyri Ríkið tekiir utanríkis- verzluniiia á Italíu. LONDON, 31./7. FÚ. 1 Róm hefir það verið opinber- lega tilkynt, að frá 1. ágúst muni ítalska stjórnin taka að sér alla utanríkisverzlun með ýms hráefni, t. d. kol og ýmsa málma. Alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Afgreiðsla á Akureyri er á bifreiðastóð Oddeyrar. BifreiðustiSð Stelndðrs, Reykjavík. — Simi 1580. HÖLL HÆTTUNNH R skáldsaga eftir Mabel Wagnalls, er bií komin út sérprentuð. Bókin er 162 þéttsettar bls. og kostar að eins 1 krónu. Saga þessi kom neðanmáls í Alþýðublaðinu í haust og er mjög spennandi frá upphafi til enda. Kaupið ódýra og skemtilega sögu til að hafa með í sumarfríið. FÆST I AFGREIÐSLU ALÞÝBUBLAÐSINS. I Hvað biðar italska hersins snður í Abessiniufjðlluni? Það getur ekki lengur verið neinum efa bundið, a'ð það er ætlun Mussolinis að freista stríðs- gæfurtnar suður í Afríku og gera Abessiníu að ítalskri nýlendu. En þvi nær sem dregur vopnavið- skiftum, því augljósara verður það, að hér norður í Evrópu er hver höndin upp á móti annari um það, hvort honum skuli leyf- ast það, að kveikja ófriðarbálið þar syðra, sem enginn veit hve langt kann að læsa sig og hve alvarlegar afleiðingar kann að hafa áður en lýkur. Þar er ann- ars vegar fyrst og fremst Frakk- land, sem augsýnilega hefir lof- að Italíu að styðja hana til land- vinninga í Afríku og þar af leið- andi berst fyrir því, að Þjóða- bandalagið láti málið afskifta- íaust, og hins vegar England, sem hefir sjálft mjög mikilla hags- muna að gæta' í Abessiníú og ger- ir kröfu til þess, að Þjóðabanda- lagið grípi til þeirra ráðstafana, jsem í þess valdi eru og því ber skylda til, til að afstýra blóðugri árás eins meðlims síns á annan. Því að Abessinía er meðlimur í Þjóðabandalaginu og alls ekki einn af þeim smæstu. Hún nær yfir landflæmi, sem er eins stórt og ítalía, Frakkland og Þýzka- j land til samans. En íbúatalan er ekki nema 10—15 milljónir, eða ekki nema á að gizka tíundi hluti af þeim fólksfjölda, sem lifir á tilsvarandi svæði í iEvrópu. Gífur- legt landflæmi liggur þarna ó- ræktað, því að íbúarnir þekkja ekki einu sinni járnplóginn, sem Kínverjar voru þó búnir að finna app og farnir að nota fyrir 5000 árum. Abessiníumenn rækta jörð- 4na með tveimur smáhökum, sem þeir hafa til þess að krafsa upp yfirbörð jarðarinnar. Og þessi ræktunaraðferð nægir til þess, að hin frjósama jörð gefi það af sér, sem hinir frumstæðu og nægjusömu íbúar landsins þarfn- ast. Það eru ekki svo fáar raddir, allra sízt á ítalíú, sém heyrast um það, að þarna sé brautryðj- andastarf að vinna fyrir rnenn- inguna, enda nota Italir nú ó- spart það yfirvarp til þess að réttlæta með undirbúninginn und- ir hina fyrirhuguðu, blóðugu á- rás á Abessdníu. En Abessiníu- merin kjósa heldur að fá Evrópu- menninguna hægt og hægt inn í landið, en að fá hana með báli og brandi. Þeir vilja ráða sér sjálfir. Það er að skapast þjóðríki í Abessiniu, og það >er reiðubúið til þess að verja hendur sínar gegn öllum utanaðkomandi árás- um, undir hvaða yfirskini svo sem þær kunna að vera gerðar. Menn eru fyrir löngu farnir að velta því fyrir sér, hvernig stríð milli ítalíu og Abessiníu muni fara. Menn hafa töluverða hug- mynd um ítali og undirbúning þeirra, en litla sem enga um Abessiníu. Og það er ekki hægt að gera sér neina hugmynd um slíka styrjöld nema því aðeins að rnenn viti deili á því landi, íbúum þess, lífi þeirra og lifs- kjörum, og þeim skilyrðum, sem barist verður undir. Fyrir nokkrum vikum síðan kom þýzkur ferðamaður, Willy Samuel að nafni, frá Abessiníu, eftir fjórtán mánaða dvöl þar í landinu. Hann bjój i Addis Abeba, höfuðborginni, sem liggur uppi á hálendinu inni í miðju landi, og var þar, þegar fyrstu skærurnar urðu milli ítala og Abessiníu- manna á landamærum Abessiníu og ítölsku nýlendunnar í Somali- landi, nokkru íyrir jól í vetur. Og hann hefir síðan haft tæki- færi til þess að fylgjast með rás viðburðanna, lifað innan um íbúa landsins, talað við þá, valdsmenn þeirra og meira að segja við „konung konunganna“, keisarann sjálfan. | Það, sem hér fer á eftir, er frásögn hans og álit á ástandinu í Abessiniu og möguleikum íbú- anna þar til þess a„ð hrinda af sér hinni yfirvofandi árás á sjálf- | stæði landsins: Spurningin, sem allir leggja 1 fyrir sig og aðna í dag, er þessi: Tekst Italíu að leggja Abessiníiu undir sig, eða verður ítalski árás- arherinn eyðilagður uppi á veg- leysum og eyðimörkum Abessiníu- hálendisins? Stríðið getur ekki undir rieinum kringumstæðum byrjað fyr en í 'septemterliok. Þangað til er Abes- sinía ekki land, heldur haf inni í miðri Afríku, þar sem vatnið streymir úr Ioftinu daglega, eins og helt væri úr fötu, og ómögu- legt er að komast áfram fyrir for og leðju. En einnig eftir regn- tímann mun ítalski herinn reka sig illilega á það, að landið er veglaust. Það er aðeins ein ein- asta járnbraut til, og hún liggur frá höfuðborginni inni í miöju landi niður að hafnarborginni Dji- bouti í frönsku nýlendunni í So- roalilandi á austurströnd Afríku. Langflest af því, sem flutt er um landið, er flutt á úlfaldalest- um, ösnum, eða á herðum íbú- anna sjálfra, og það er algengt, að ferðamenn og flutningar kom- ast ekki á ákvörðunarstað sinn fyrr en vikum eða mánuðum eftir það að lagt var af stað. Það er vitanlega einhver þyngsta raunin fyrir alla ferða- menn í Abessiníu, og ekki sízt fyrir ókunnugan árásarher, að víða verður að fara yfir víðáttu- miklar sandauðnir, þar sem dög- um saman er ekki hægt að fá vatnsdropa að drekka eftir að regntíminn er á enda. Ibúar lands- ins eru sjálfir vanir við það að vera án vatns. Og auk þess þola þeir að leggja sér til munns vatn úr hvaða forarpolli sem er. En Evrópumenn þola það ekki. Þeir fá undir eins taugaveiki af þvL Og nægjusemi Ábessiníumanna er sú sama að því er snertir matinn. Þeir þurfa ekki nema hnefafylli af korni og í hæsta lagi ofurlítið af hráu kjöti, ef kostur er á, og hinir mögru, sinasterku líkamir þeirra eru þaulæfðir í því að þola vosbúð og harðrétti, og algerlega ómöttækilegir fyrir mýraköldu (malaríu) og aðrar hitasóttir, sem Evrópumenn eru svo veikir fyrir. )Ni-ðri í dölunum er hitinn; þarna rétt fyrir norðan miðjarðarlínuna, alveg óþolandi fyrir hvern ein- asta Evrópumann, og uppi á há- lendinu, þar sem t. d. höfuðborg- in, Addis Abeba, liggur, 2500 metra yfir yfirborði sjávar, veldur hið þunna loft miklum óþægind- um fyrir þá, sem eru því óvanir. Það leggur mjög mikið á hjartað, og gerir það að verkum, að lítil- fjörlegustu sjúkdómar geta orðið mönnum banvænir. Hinu er ekki að neita, að Italir eru að mörgu leyti betur settir en Abessiníumenn: Þeir hafa brynvarða og vopn- aða skriðdreka — „tankana" —, þeir hafa öll hugsanleg vopn, og geta stöðugt flutt þau að. Það geta Abessiníuroenn aftur á móti ekki, nema því að eins að Ev- rópuríkin eða Japan leyfi vopna- sölu til þeirra. italir gera sér mjög miklar von- ir um sinn ágæta loftflota. En það er þó ekki ósennilegt, að þeir geri of mikið úr þýðingu hans í árás á Abessiníu. Því að hún er ákaflega strjálbýl. Þar eru engar stórar iðnaðarborgir, engar verksmiðjur, engar brýr og eng- ar járnbrautir, ekkert nema dreifð smáþorp. Þar vantar sem sagt flest það, sem hernaðarflugvélum er ætlað að eyðileggja til þess að gera einhvern verulegan usla. íbúar Abessiníu fara ekki í stríð af þjóðernistilfinningu eða þjóðernisofstopa eins og Evröpu- þjóðirnar. Stríð Abessiniúmanna verður hneint varnarstríð; þeir berjast af knýjandi nauðsyn til þess að verja sig fyrir erlendum árásarmönnum, sem ætla sér að tak (aland þeirra og eignir af peim. Þeir hafa 50 000 manna fastan her á friðartímum, sem hefir verið æfður af belgiskum (Frh.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.