Alþýðublaðið - 22.08.1935, Side 1

Alþýðublaðið - 22.08.1935, Side 1
Að vinna fyrir nútímann er gott. Að vinna fyrir eftirkomend- urna er betra. Hvort tveggja þetta gerirðu ef þú ert starfandi kraftur í Kaupfélagi Reykjavíkur. 213. TÖLUBLAÐ RirSTJORI tJTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN Nýir kaupendur fá ALÞÝÐUBLAÐIÐ ókeypis til næstu mánaðamóta. Togarinn Sindri á karfaveiðum Hann fékk 48 tonn á 30 kist. Lýsið verður selt til Englands. Dlmitroff myrtur í Moskva? Englaid verndi heimtar Abessinin að bjððabaidalagið fjrrir ‘itabkri árás. Togarinn sindri stundar karfaveiðar frá Sólbakka. Er karfinn lagður upp í Sólbakka- verksmiðjuna og unnið úr honum lýsi þar. Þórður Þorbjarnarson fiskifræð- ingur er nýlega kominn til Sól- bakka, og hefir hann umsjón með lýsisvinslunni úr karfanum og út- sendingu þess, en það verður flutt fryst út til Englands. Hefir hann sannað, að karfalýsi er auðugt af A- og D-fjörefnum og að lýs- ið er auðunnið úr honum. Togarinn Sindri kom til Sól- bakka í gær með 48 tonn af karafa, 11 tonn af ufsa og um 15 tonn af flöttum og söltuðum fiski. Var togarinn að veiðum á Hala- miðum í einar 30 klst. og fékk allan aflann á þessum tima. Varð hann þó fyrir miklum töf- um, því að varpan bilaði og misti hann mikið af fiski. Alþýðublaðið átti í morgun viðtal við Þórð Þorbjarnarson og skýrði hann svo frá, að byrjað væri að vinna lýsið úr karfan- um og á morgun yrði byrjað að bræða. Siglufjarðarbær fer fram á að ríkið veiti honum 10 ’þús. kr. til atvinnubóta og 20 þús. kr. lán. SIGLUFIRÐI í gær. AFUNDI bæjarstjórnar Siglu- fjarðar var i fyrrakvöld kosin bjargráðanefnd að tillögum fátækranefndar. Af hálfu bæjarstjórnar voru jxosnir: Ole Hertervig, GunnarJó- hannsson, Gunnlaugur Sigurðs- son, Hjálmar Kristjánsson og bæjarfógeti sjálfkjörinn. Auk þessara tilnefndi kvenfé- lagið Von, styrktarnefnd sjúkra- hússins, kvennadeild Slysavarna- félagsins og Alþjóðasamhjálpar verkalýðsins sinn manninn hvert í nefndina. Fátækranefnd Siglufjarðar bar fram tillögu um að skora á ríkis- stjórnina að leggja Siglufjarðajr- kaupstað til 10 þús. króna at- vinnubótafé og ábyrgjast 20 þús. króna lán fyrir bæinn í sama skyni. Tillaga kom frá Þóroddi Guð- mundssyni um að reyna að fá handa bænum 50 þús. króna bjargráðasjóðslán, og að ríkið veiti aðrar 50 þúsundir króna til styrktar íbúum Siglufjarðar, er at- vihna hefir brugðist. — Báðum þessum síðargreindu tillögum var vísað til fjárhagsnefndar til end- anlegrar afgreiðslu. (FO.) Síldarsöltun á Siglufirði. Söltun sildar var í gær sem hér segir á Siglufirði: Þrjú hundruð sjötíu og níu tunnur saltsíld, 24 tunnur sykur- söltuð síld og 265 tunnur krydd- uð síld. Af þessu var 209 tunnur af Ernu, 31 tunna af Frigg og 137 tunnur af Venusi. Síldinveidd- |at i Húnaflóa. Sagði hann að ekki gengi eins vel að vinna lýsið og æskilegt hefði verið, því að fiskurinn væri orðinn nokkuð morkinn. Um 40 manns vinna nú við síldarbræðsluverksmiðjuna á Sól- bakka, þar af 16 við karfann. Ákveðið er, að Sindri stundi karfaveiðar að minsta kosti tii mánaðamóta. Verð á karfa mun vera nokk- uð hærra en á síld. Veiði útlendinga fiér við land. Eftir frásögn finska móður- skipsins hafa síldarleiðangurs- skipin norsku, sænsku og finsku aflað alls í sumar 70000—75- 000 tunnur síldar. 1 dag segir fréttaritarinn blíðviðri og hafi nokkur skip fengið dágóðan afla. (FÚ.). Osló, 21. ágúst. FB. AMKVÆMT símskeytum frá Moskva til Dagbladet var hinn heimskunni búlgarski kommúnisti Dimitroff myrtur í Moskva í gær, af lautinant nokkrum í rauða hernum. Lautinantimi skaut hann nokkrum skammhyssuskotum og beið Dimitroff þegar bana. Þessi frétt hefir enn sem kom- ið er enga opinbera staðfestingu fengið frá Moskva. Kýlsistn firéttir: Samkvæmt tilkynningu frá F. B. er tilkynt frá Moskva að fregnin um morð Dimitroffs sé einber uppspuni. Eru ísleozka inattspyrouieuninilF ofMakaðir af leizlin og ■■staael ? Þelr l&afa fengið tvS mSrk ú hvern kapp* liðsmann og kenna velllnnm nm pað. ISLENZKI knattspyrnuflokk- urinn háði annan kappleik sinn í Þýzkalandi í gær. Var lýsingu á síðari helming kappleiksins endurvarpað hér og heyrðist lýsingin ágætlega. Þeir Pétur Sigurðsson, Guðjón Einarsson og Gísli Sigurbjörns- son lýstu leiknum, en það spilti mjög fyrir lýsingunni, að Gísli Sigurbjörnsson þvaðraði svo að segja viðstöðulaust um hvernig tekið hefði verið á móti þeim fé- lögum og þuldi óðamála nöfn ýmissa manna, er hann hafði kynst á ferðalaginu. Eftir lýsingunni að dæma léku Þjóðverjar harkalega í fyrri hálfleik, enda fengulslend- ingar marga aukaspyrnu á þá. Settu Þjóðverjar 6 mörk í þeim hálfleik. Síðari hálfleikur var öllu jafnari og gerðu íslending- ar mörg snörp upphlaup og skutu oft á mark Þjóðverjanna, en misheppna^ist alt af. Virtist bera mest á þeim Björgvin Schram, Ölafi Þor- varðarsyni, Sigurði Halldórs- syni, Jóni Magnússyni og Hans Kragh á vellinum og voru þeir Björgvin Sehram í vörninni og Jón Magnússon í sókninni oft- ast með boltann eftir lýsingunni að dæma. Friðþjóður Thorsteinsson lék útframherja í síðari hálfleik, því að Guðmundur Jónsson hafði meiðst, vatn farið á milli liða, og mun þetta ekki hafa orðið til að styrkja lið Islendinga. I marki var Hermann Hermanns- son. Eftir lýsingu þeirra félaga að dæma voru íslenzku knatt- spyrnumennirnir óþekkjanlegir frá því sem þeir eru hér. Enda geta allir sagt sér það sjálfir, að eitthvað er að. Slíka útreið og Islendingar hafa fengið í þeim tveimur kappleikjum, sem háð- ir hafa verið í Þýzkalandi nú, BJÖRGVIN SCHRAM, sem hefir getið sér mjög góðan orðstír í Þýzkalandi. hafa þeir aldrei fengið. Þeir félagar vildu telja or- sakirnar þær, að íslendingana skorti leikni og úthald, að völl- (Frh. á 4. síðu.) Svavar GaðmnðssoD baskastjðri víð fitbú Útvegsbankans fi Akur- ey.I. Svavar Guðmundsson fyrver- andi starfsmaður hjá Sambandi íslenzkra samvinnufélaga hefir verið ráðinn bankastjóri við IJtvegsbankann á Akureyri. Tekur Svavar við starfinu 1. september. Þessi ákvörðun var tekin á fundi í bankaráði Útvegsbank- ans s. 1. laugardag. Svavar Guðmundsson hefir verið formaður bankaráðs Út- vegsbankans en Stefán '-Jóh. Stefánsson mun taka við því starfi. Svavar er þegar farinn til Ak- ureyrar. Ensk s|álfist|énaapnýlenduraar 03 stjérnmála- flokkarnir á Englandi standa einhuga á bak viO stjérnina í deiiunni við Italfiu. tlNKASKEYTl TtL ALÞÝÐUBLAÐSINS. KAUPMANNAHÖFN í jnorgun. NÝJUSTU símskeyti frá London benda ótví- rætt í þá átt, að England muni krefjast þess, að Þjóðabandalagið geri allar þær ráðstafanir, sem því er heimilt og skylt, sam- kvæmt Þjóðabandalags- sáttmálanum til þess að afstýra hinni yfirvofandi árás ítalíu á Abessiníu. Endanleg ákvörðun mun verða tekin um þetta á aukafundi ráðu- neytisins í dag. En á undirbún- ingsfundum, sem Samuel Hoane uíanríkisráðherra átti við fulltrúa brezku sjálfstjórnarnýlendnanna og foringja ensku stjórnmála- flokkanna í gær, kom þaðgreini- lega í ljós, að allir voru á einu máli um það, að styðja slíka póli- tík af hálfu stjórnarinnar. Italía sendir fulltrúa á fund Þjóðabandalagsins. í frönskum blöðum er mikið talað um það, hvort ítalía muni senda nokkurn fulltrúa á hinn fyrirhugaða fund Þjóðabandalags- ráðsins. Undanfarna daga hafa menn efast um það. En af slíkri afstöðu væri augljóst, að ítalíá ætiaði sér að hafa allar sam- þykti'r Þjóðabandalagsins í þessu máli að engu. Samkvæmt símskeytum fráRóm er nú þó talið ábyggilegt, að It- alía muni þrátt fyrir öll stóryrði Mussolinis senda fulltrúa á fund- inn til þess að loka ekki öllum! sundum fyrir samkomuíagi, ef Þjóðabandalagið skyldi gera sig líklegt til þess að grípa til al- mennra þvingunaiTáðstafana gagnvart henni til þess að hindra árás á Abessiníu. STAMPEN. Enska stjórnin ráðgast við fulltrúa sjálfstjórnar- nýlendaiina. LONDON, 22. ágúst. FB. Fulltrúar sjálfstjórnarnýlendn- anna, Kanada, Ástralíu og Suður- Afríku, og einnig fulltrúar írlands, Egiptalands og Nýja Sjálands konru saman á fund í utanríkis- málaráðuneytinu í gærkveldi til þess að láta í ljós skoðanir sín- ar að því er viðhorf Bretaveldis snertir nú til Abessiníudeilunnar. En ríkisstjórnin hafði óskað eftir því, að fulltrúar allra stærstu landa í Bretaveldi væru hafðir (mteð í ráðum um hvað gera skuli vegna þess hversu alvarlega horfir. David Lloyd George, Lansbury, leiðtogi Alþýðuflokksins á þingi, Cecil lávarður, Herbert Samuel og Atherton, sem til bráðabirgða gegnir sendiherrastörfum Banda- ríkjannia í JLondon hafa allir heim- sótt Samuel Hoare utanríkismála- SAMUEL HOARE ráðherra, til ráðagerða út af Abessiníudeilunni. I þessu mikla vandamáli ætlar ríkisstjórnin því að hafa nána samvinnu við leið- toga andstæðingaflokkanna og eins við Bandaríkin. Alþýðwflokkurinn enski heimtar, að Þjóðabanda- lagið geri vaid sitt gildandi. Að því er United Press hefir fregnað frá áreiðanlegum heim- ; ildum, sagði Lansbury við Hoare, að Alþýðuflokkurinn brezki væri eindregið þeirrar skoðunar, að Bretlandi bæri skylda til ab vinna að því, að sáttmáli Þjóða- bandalagsins væ,ri. í heiðri haldinn og koma í framkvæmd þeim á- kvörðunum, sem Þjóðabandalagið tæki með skírskotun til og( í saím- ræmi við sáttmálann. Lansbury hét ríkisstjórninni stuðningi Al- þýðuflokksins, ef hún styddi Þjóðabandalagið í öllu. Samkvæmt áreiðanlegum fregn- um hefir United Press einnig fregnað, að á fundi utanrikismála- nefndar í gær hafi sú skoðun komið glögt fram, að allir flokk- ar í landinu ættu að standa sam- an og styðja stjórnina til þess að vinna að því að Þjóðabandalagið geti komið svo ár sinni fyrir borð, að sú stefna, sem það tekur út af Abessiníudeilunni, nái fram að ganga, og einnig að bandalags- þjóðirnar, sem vilja afstýra ófriði, snúi bökum saman og horfist djarflegia í augu við hættuna. Alt bendir því til, að Bretar muni taka föstum tökum á málinu og Þjóðabandalagið starfi áfram og ákvarðanir þess verði virtar, en ráðstafanir teknar eins og lög bandalagsins gera ráð fyrir, ef ákvarðanir þess eru að vettugi virtar. Dr. Sebaeht setnr Hitler úrslitakosti. hótar að segja af sér nena GyhÍK&gaofsóknirnar hætti. EINKASKEYTI TIL A LÞÝ ÐU BLAÐSINSs KAUPMANNAHÖFN í tmorgun.! ENSKA blaðið „News ’ ChronicIe“ flytur í dag fréttir frá Þýzkalandi um það, að milli æðstu manna Nazistastjórnar- innar sé allt komið í bál og brand. Dr. Schacht bankastjóri rík- isbankans, sem jafnframt er atvimmmálaráðherra og fjár- málaráðherra, og undanfarið hefir verið svo að segja einvald- ur um alla atvinnumála- og f jár- málapólitík stjórriarinnar, hef- ir hótað að segjaaf sérjnemaþvd aðeins að Hitler veiti honmn fulla tryggingu fyrir því, að pólitík hans verði ekki fram- vegis trufluð af ábyrgðarlaus- mn æsingamönnum eins og dr. Göbbels, Helldorf greifa og öðr- um, sem með Gyðingaofsóknum sínum eru í þann veginn að eyði- leggja allt traust erlendra fjár- málamanna til Þýzkalands. Dr. Schacht hefir þegar oft áð- ur með tilliti til þeirra miklu á- hrifa, sem Gyðingar haía í fjár- málum úti um allan heim, var- að alvarlega við Gyðingaofsókn- um Nazistanna og reynt að draga úr þeim. Hann ásakar nú dr. Göbbels opinberlega fyrir það, að standa’ á bak við og blása að þessum ofsóknum. Enn fremur mótmæl- ir hann því harðlega, að dr. Göb- bels befir sem útbreiðslumálaráð- herra leyft sér að breyta í op- inberri greinargerð ræðu þeirri, sem hann hélt nýlega um áhrif Gyðingaofsóknanna á fjánnál Þýzkalands, að nærri stappar fullri fölsun. Eftir því sem „News Chroni- cle“ hennir, mun dr. Schaclit ein- hvern allra næstu daga heimsækjd Hitler í sumarbústað hans suður í Bayern til þess að kæra dr. Göbbels og setja „foringja.num” sína úrslitakosti. STAMPEN.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.