Alþýðublaðið - 23.08.1935, Page 2

Alþýðublaðið - 23.08.1935, Page 2
FÖSTUDAGINN 23. 'ágúst 1935. ALÞTÐUBLAÐIÐ Njésnari Hita eða Stalins? Þýzki njósnarlnn Franz Glienke segir 8rá æfintýrnm sfnnm. VAR Franz Glienke njósnari fyrir Nazista? Eða var hann njósnari fyrir rússnesku leynilögregluna ? Hvaða svar gefa lesendurnir við þessum spurningum, eftir að þeir hafa lesið eigin frásögn Glienkes um hið æfintýraríka líf sitt? Frásögn Glienkes byrjar á götuvígum Hamborgar 1918. Skýrt er frá dvöl hans í útlendingahersveitinm í Afríku. En þaðan fer hann með lesandann inn í innstu fylgsni hinnar pólitísku þýsku leynilögreglu og hinnar rússnesku GPU. Greinar Glienkes, sem birtast hér í blaðinu gefa einstætt tækifæri til að kynnast hinum myrkustu skúmaskotum Evrópu nútímans. IV. Fyrirætlánir GPU í Þýzkalandi. TtU daga dvaldi ég í Moskva:. Sama daginn, sem ég kom (þangað, dó í Rússlandi hin aldr- ,aða byltingahetja Klara Zetkin. Daginn eftir afhendi ég félaga iMeiier skrifaða skýrslu mína, og enn er endurtekið við mig, að ég megi ekki yfirgefa herbergi mitt. Næstu dagar finst mér að ætli aldrei að taka enda. Hvers vegna er þessi drepandi þögn? Að kvöldi þriðja dags hringir síminn. Það er félagi Meier, sem ákveður að hitta mig næsta dag kl. 12 við Ríkisleikhúsið. Ég er kominn þangað á mínútunni, en ég sé engan Mieier. — Hvað hefir þú fyrir stafni hé<r í Moskva? er alt í einu sagt þróttmikilli röddu bak við mig, og um leið er slegið kunnuglega á öxl mér. Þetta er hinn þekti rithöfundur Johannes Becher og við byrjum að tala saman. Alt í einu er hrópað: — Halló! Þarna kemur Poul Dietrich fyrverandi ritari' Thal- manns. Nú kemur félagi Meier. Hann er í fylgd með yngri bróður þýzka þingmannsins Gohlke. Hann kem- ur hlaupandi beint til mín. — Hallo, gamli vinur. Hvað gerir þú hér ? En hvað heimurinn virðist alt í einu vera orðinn lítill, hugsa ég með mér. — Þekkist þið? segir félagi. Meier. — Já, ég held nú það, við Gli- enke vorum árið 1931 saman á ferðalagi hér í Rússlandi. — Þá er þetta klappað og klárt, segir Meier, og svo heldur hann áfram, eftir að hinir eru farnir: — f dag fékk ég skýrslu um þig og þitt líferni. Og það gleður mig, að hún er í öllum atriðum þér hliðholl og sannar þína eigin sögú. Já, það gleður mig sann- arlega. Grunur minn hefir því reynst réttur. í þrjá daga hefir GPljí unnið að því að afla sér upplýs- inga um hver Glienke væri i raun og veru. Um kvöldið er ég á Rauða torg- inu, en þar er verið að jarðsatja, Klöru Zetkin. Næsta dag kemur Meier stundvislega eins og hann hefir gert ráð fyrir. — Glienke, þetta er stórkost- legt mál, byrjar hann. Þú hefir ekki hugmynd um hve stórt það ier í raun og veru. Við hljótum að geta fengið Rauða-hers-orð- una fyrir það ef alt gengur að óskum. Síðan skýrir hann mér frá fyr- irætlunum GPU. — Þú átt að verða forstjóri fyrir njósnarasveit nazista í Sov- ét-Rússlandi! Hvorki meira né minna. Upplýsingarnar, sem við höfum fengið um þig, segja, að þú sért ekkert sérstaklega slyng- ur í smámálum, en hafir mikla hæfileika til hins óvenjulega og stórfenglega. Mér þykir vænt urn að vera hrósað af þessum manni. — Það ríður mest á því að lokka umboðsmenn hinnar leyni- legu þýzku lögreglu hingað, hafa upp á samböndum þeirra. Þess vegna átt þú ekki að vinnameira í Þýzkalandi, heldur hér í Rúss- landi. Þú átt að verða sú mið- stöð, sem GPU sækir alt til, sem snertir Þýzkaland. Hann býr til sögu um leyni- legan fund í Komintern, sem ég á að skýra Gestapo frá að hald- inn hafi verið. Á þessum fundi áttu að hafa mætt auk Gernins, Bela Kun og Dietrich, hermála- og stjórnmála-ritstjóri „Pravda“, og einnig tveir menn, sem ég kannast alls ekki við, en á að segja að séu áreiðanlega, í stjórn Rauða hersins. Meier fer* mjög gaumgæfilega gegnum alt málið hvað eftir annað og skýrir mér nákvæmlega hverju ég skuli svara í hverju einstöku tilfelli spurningum Gestapo. — Aðalatriðið er að vekja traust á sér. Þess vegna verður þú að skýra hreinskilnislega frá því, að dvöl þín í Moskva hafi verið svo stult, að þér hafi reynst ómögulegt að leysa jafnvel eitt af spursmálunum svo að nokkru gagni megi koma. Þó getur þú sagt eitthvað um heimskreppuna og Ríkisþingshússbrunann. Þú verður umfrarn alt, kæri Glienke, að sveigja umræðurnar að hinu hernaðarlega og stjórnmálalegaji Það er þetta, sem okkur vantar. Það er okkar ætlun, að þú farir sem allra fyrst héðan og kornir hingað aftur eftir 14 daga. Segðu þeim, að þú hafir tekið við stöðu í Komintern, sem geri það nauð- synlegt, að þú verðir hér að minsta kosti í fjóra mánuði. Segðu, að þú ætlir að skrifa bók um nazismann. Hann er fullur af ákafa og ég hrífst með. — Segðu þeim, heldur hann áfram, að hér þýði ekkert að reyna að beita mútum. Hér sé aðeins hægt að fá upplýsingar með einum hætti, nefnilega þeim, að bjóða viðkomandi upp ákaffi, vín eða te og sveigja svo við- ræðurnar inn á það efni, sem maður vilji fá upplýsingar um. Láttu þá gefa þér eitt hundrað mörk á rnánuði til að kaupa fyrir kaffi, góða vindla, vín eða annað. Áttunda daginn sem ég dvel í Moskva kemur félagi Meier til mín og hefir meðferðis 80 dollara. Þá á ég að nota til ferðalaganna. Næsta dag á ég að fá vegabréf mitt og næsta dag þar á eftir á ég að leggja af stað til Þýzk?(- lands. Þegar ég segi Becher, að , ég eigi að fara daginn eftir, hlær hann og segir, að ég geti alls ekki fengið áritun á vegabréf mitt á minna en tveimur viku, ef að GPU sjái þá ekki um það, en ég fæ vegabréf mitt þegar næsta dag. Enn einu sinni fer GPU yfir fyrirskipanir mínar. Maður sá, sem ég hefi kynst undir nafninu Meier, kveður mig: — Tekst það? Við búumst við þér brátt aftur. Kvöldlestin flytur mig til Len- ingrad. Þaðan held ég áfram yfir landamærin. Við músík vagna- skröltsins fell ég í djúpar hugs- anir. Tekst mér að blekkja leyni- lögreglu þýzku nazistanna, eða ligg ég eftir fá daga dauður í einhverju fangelsi nazistanna? Afhjúpaður! GPU gegn Gestapo. Eftir fyrirmælum Hellers sendi ég undir eins og ég kom til Þýzkalands símskeyti til Berlínar. Þó var enginn til að taka á móti mér, er ég kom á járnbrautar- stöðina. Þær ætla að verða mér erfiðar, þessar járnbrautarstöðvar! Þegar ég hitti Heller, segir hann mér, að ég verði að bíða í nokkra daga, því að leynilögregl- an sé að flytja frá Búlowplatz til Prins Albrechtsstrasse, og að ýmsar breytingar hafi verið gerð- ar, svo að ég verði að hitta nýj tn mann, dr. Braschwitz. Heller seg- ist ætla að skýra honum áður frá öllum málavöxtum. Eftir tveggja daga óþreyjufulla bið fer ég á höfuðstöðvar Gesta- pos í Prins Albrechtsstrasse. Dr. Braschwitz er önnum kafinn á fundi, svo að ég verð að bíða á ganginum. Út um lokaðar dyr hin- um megin á ganginum heyri ég högg og angistarvein. Það er hræðilegt að hlusta á þetta. En ég verð að láta sem ekkert sé. Þetta er alt gert fyrir flokkinn. Loksins næ ég samtali við dr. Braschwitz, en það kemur fljótt í Ijós, að hann hefir ekkert feng- ið að vita um mál mitt og að hann veit ekkert hver ég er. Dr. Braschwitz er hár og kraftalegur maður. Hár hans er mikið og greitt aftur af enninu. Þetta er maðurinn, sem hefir í höndunum alla þræð|jj' í baráttunni gegn kom- múnismanuxn og ákveður hvernig farið skuli með hina pólitísku fanga. Ég fæ skipun um að lesa skýrslu mína fyrir éinkaritara hans, sem er stúlka. Áður en ég byrja, segi ég við dr. Brasch- witz, að ég álíti að það sé ekki hægt að gera pólitíska andstæð- inga að nazistum með því að mis- þyrma þeim. Þegar hann spyr hvað ég eigi við, segi ég honum frá ópunurn út um lokuðu dyrn- ar. Hann svarar stuttaralega, að hann skuli rannsaka það. Síðan byrja ég að lesa stúlk- unni fyrir. 1 anda sé ég félaga Meier og orðin streyma viðstöðu- laust af vörum mínum. Ég svara hverri spurningu út af fyrir sig. Segi frá fundinum í Komintern, skýri frá ummælum ýmsra hátt- settra sovét-borgara o. s. frv. Mestalt er tilbúið af mér. Vélritunarstúlkan vinnur rólega og hægt. Þessi mál eru henni ekki ókunnug. í dálitlu hléi fæ ég að vita, að hún hefir einnig ritað eft- ir fyrirlestri Dimitroffs, Taneffs og Popoffs. Spurningunni um Ríkisþings- hússbrunann svara ég á þá leið, að kommúnistarnir í Moskva álíti allir sem einn, að nazistarnir hafi IkveiklS íhúsinu. En svo bæti ég viö ummælum, sem ég hef eftir Paul Dietrich, að nazistarnir ætli að flytja málsóknina út af Rík- isþingshússbrunanum til Leipzig, og að þar verði skríllinn látinn drepa fangana. Dr. Braschwitz les skýrslu mína í)g ákveður svo að hitta mig í litlu kaffihúsi nálægt Potsdam- merplatz. Þar hlýtur ákvörðunin að verða tekin. Hið versta virð- ist búið, tortrygni gegn mér virð- ist ekki vera til. Þegar ég hitti dr. Braschwitz næsta dag, fæ ég honum planið frá Moskva og reyni svo að fær'4 samtalið yfir á hið hernaðarpóli- tíska svið. Nú hlýtur það að komai í ljós, hvort áætlun GPU hefir verið rétt. Félagi Meier hefir lagt ríkt á við mig, að ég megi ekki undir nokkrum kringumstæðum koma sjálfur með uppástunguna, hún verði að koma frá hinurn kantinum. Og það kemur. En þó með dálítið öðrum hætti en ég hafði búist við. Braschwitz spyr mig, hvernig bezt myndi vera að ná beinu sambandi við Moskva, og áður en ég get svarað bætir hann við: Er það hægt gegnunx sendisveitina? Ég sé strax að þetta er gildra, sem Braschwitz setur fyrir mig. Þess vegna svara ég samstundis, að það sé ekki hægt undir nokkr- urn kringumstæðum. Samtalinu lýkur með því, að dr. Braschwitz segir mér að ég skuli fara strax til Hamborgaý og hafa þar tal af Abraham, hann muni fá skilaboð um sambandið við Moskva. Vonsvikinn fer ég til Hamborg- ar. Tveim dögum seinna fæ ég að vita það hjá Abraham, að enn hafi engin skiiaboð komið frá Bs?r- lín. Hann lætur mig fá 100 mörk, en svo segir hann: Þér getið skil- ið vegabréfið yðar eftir hérna hjá íxxér. Ég skal geyma það, þar til þér þurfið aftur á því að halda/ Hann segir gelið, en hann mein- ar skiiluð, og ég verð að fá hon- um vegabréfið. Og nú fer mér ekki að lítast á blikuna. Fullur af örvæntingu leita ég næstu daga að leið út úr ógöngunum. Ég er dauðhræddur um, að þá og þeg- ar verði ég tekinn fustur. Þegar hálfur mánuður er liðinn fer ég til Berlínar. Dr. Braschwitz tekur vingjarnlega á móti mér og virð- ist ekki vera neitt reiður eða af- undinn. Hann spyr mig hvort ég geti komið þeirn í samband við stjórn kommúnista í Berlin. Ég neita, því, og hann virðist ekki reiðast því hið nxinsta. En til Moskva sendir hann mig ekki. Sí- felt er ég að hugsa um það, að bráðum fari félagarnir í Moskva að búast við mér. Hvað skyldu félagarnir hugsa? Ég á þess eng- an kost að ná sambandi við þá. Félagi Meier hefir stranglega bannað mér að hafa tal af Moskvamönnunum í Þýzkalandi. Þeim er ekki trúandi fyrir leynd- armálum, sem mikla þýðingu hafa, hafði hann sagt. Hann þekk- ir sína! (Næst: Glienke hjá ríkisvarnar- liðinu þýzka.) íslenzku meðlimum dansk-íslenzku löggjafar- nefndarinnar hefir verið boðið að kynna sér fiskiðnað Dana. Einnig steinlímsverksmiðjur og tóbaksverksmiðjur og starfsemi þorskaveiðafélagsins. (F.U.) Jarðarfðr Will Rogers og Wiley Posts fór fram í gær, LONDON 22./8. F.Ú. Jarðarför þeirra Will Rogers og Wiley Post fór fram í dag. Var minningarathöfn haldin í mörgum borgum í Bandaríkjun- um. Ein þeirra fór fram í Holly- wood-skálinni í Hollywood, sem er samkomustaður undir beru lofti í Hollywood, sem tekur í sæti um 35 þúsund manns Þar voru viðstaddir fjölda- margir leikarar og rithöfundar. Öllum myndatökustofum í Hollywood var lokað og er það í fyrsta skifti, sem nokkrum manni hefir verið sýnd svo mikil viðhöfn í Hollywood. S&ozka sildin, sern koni- in er á mar&aðíoo, er ágæt svara. Einkaskeijti til Fú. KAUPMANNAHÖFN 20/8. Það af skozkri síld, sem komið er á markaðinn, er álitin ágætis- vara. Síldarveiði við Skotland er að verða lokið. Töluverðar franxfarir hafa orð- ið hér í síldarútvegsmálum, og hefir síldarmálanefndin skipulagt íf', Kfuhxuk' fT^7hA.URA y, Ujrl A.UI UjnA Vantar 2 herbergi og eldhús í Hafnarfirði. Upplýsingar gefn- ar í verzlun Jóns Mathiesen. og endurbætt þessa atvinnugrein með yfirgripsnxikilli löggjöf, sem koxn til framkvæmda í júní. sl. Síldarmálanefndin veit, að þessi atvinnugrein á framtíð sína und- ir þvx, að það takist að selja; meira af síldinni á erlendum markaði, en Skotar hafa nú tap- að miklu af þeim markaði, sem þeir höfðu áður, og þurfa því að leggja kapp á að vinna þá aftur. Innanlandsmarkaðurimx er mjög lítill, og sýna tölur, að þrátt fyrir það, að fiskneyzla á mann hefir farið vaxandi í landinu síðustu | fimtán árin, þá hefir neyzla síld- ar minkað. Sérstök nefnd hefir það verk með höndum, að grenslast eftir ástæðum fyrir þessari þverrandi neyzlu og gera tilraunir með að auka hana. Sjómannakveðja. • F.B. 22. ágúst. Lagðir af stað til Þýzkalands. Vellíðan. Kveðjur. Skipverjar á Sindra. Til Aknr éyrar. Á tveimur dögmn: Á einum degi: Alia þriðjudaga, fimtudaga, laugar- daga Hraðerðir um Borgarnes, alla þriðjudaga og föstudaga. Frá Akureyri áframlialdandi ferðir: Til Austf jarða. Afgreiðsla í Reykjavík Bifreiðastöð Islands. Sírni 1540. Bifreiðastðð Akureyrar. Alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Frá Akureyri Alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Afgreiðsla á Akureyri er á bifreiðastóð Oddeyrar. Bifreiðastðð Steindórs, Reykjavík. — Sími 1580. Kaupið Alpýðublaðið. ~ Verðlækkun, nýjar kartöflur á 15 kr. karfan, 50 kg. Drffandf, Laagavegi 63, Simi 2393.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.