Alþýðublaðið - 29.08.1935, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.08.1935, Blaðsíða 2
FIMTUDAGINN 29. ÁGOST 1936 ALÞYÐUBLAÐIÐ Njósnari litleK eða Stallns? Þýzki njósnarinn Franz Olienke segir frá æfintýrnm sinnm. VAR Franz Glienke njósnari fyrir Nazista? Eða var hann njósnari fyrir rússnesku leynilögregluna ? Hvaða svar gefa lesendurnir við þessum spurningum, eftir að þeir hafa lesið eigin frásögn Glienkes um hið æfintýraríka líf sitt? Frásögn Glienkes byrjar á götuvígum Hamborgar 1918. Skýrt er frá dvöl hans í útlendingahersveitinm í Afríku. En þaðan fer hann með lesandann inn í innstu fylgsni hinnar pólitísku þýsltu leynilögreglu og hinnar rússnesku GPU. Greinar Glienkes, sem birtast hér í blaðinu gefa einstætt tækifæri til að kynnast hinum myrkustu skúmaskotum Evrópu nútímans. VL Hjá sænsku kommúnistunum. NÆSTU þrjá mánuði hvíii ég mig og hefi ró og næði. Sænsku kommúnistarnir sýna mér margs konar velvild og hjálpsemi, sér- staklega hinn ungi og áhugasami Fritjof Lager. Sagan mín, „Ör- eigi í útlendingahersveitinni“, hef- ir komið ne&anmáis í seénska kommúnistablaðinu og ég fæ hundruð króna útborgaðar fyrir. Með sérstökum sendiboða flokks- ins sendi ég nákvæma skýrslu um alt, sem á daga mína hefir drifið, til Moskva. Ég adressera bréfið til Cernins og bið hann að koma því til GPU- Sambandi mínu við aðalstöðva'ír nazistanjósnanna reyni ég að halda við líði og geri alt, sem ég get, til að treysta það og festa. Ég skrifa Tunze og skýri honum frá því að ég dvelji í Svíþjóð og reyrn að varna því, að grunur; falli á mig. Ég reyni enn einu sihni að grafa undan dr. Brasch- witz og sendi nákvæma skýrslu til nánasta samverkamanns Hit- lers, Rudolf Hess, í Miinchen. 1 skýrslunni kæri ég dr. Brasch- witz og býðst til að ganga í þjón- ustu nazismans gegn Komintern. Ég tek það meira að segja skýrt fram, að ég sé þess albúinn að fara til Moskva. Ég geng ekki að því gruflandi, að svona bréf, skrifað erlendis, muni ekki bera nokkurn árangur. En löngunin til að ná góðu sam- bandi við æðstu menn nazistanma til að hafa síðar betra tækifæri gegn þeim, hefir ai'veg tekið mig heljartökum. Eftir tillögu Alfred Vnetlings, hins kommúnistiska bókaútgef- anda, skrifa ég á þessum mánuð- um skáldsögu um ríkisþingshúss- brunann. Þennan tíma bý ég hjá Hilde Ström. Hún er aðalgjald- keri sænska kommúnistaflokks- ins og ágætis kona. Oft sit ég tímunum saman og ræði við hana um framtíð baráttunnar, Komin- tem o. s. frv. Frá Moskva kemur ekkert svar. Dag nokkurn þegar ég beimsæki Rauðu hjálpina í Slusplan 5 og á tal við leiðtoga hennar, Söder- mann, finn ég að eitthvað er í býgerð og að þeir hafa illar bifur á mér. Tveir þýzkir útflytjendur kynna sig fyrir mér og segjast vera sendir frá stjórninni í Kaup- mannahöfn. Þeir óska að ég segi þeim alt af létta. Ég svara þeim hlæjandi, að það sé nú ekki hægt! að gera svona upp á stundina. Þeir verði fyrst að fá leyfi til að spyrja mig, og ég vísa þeim til Cernin. Annar þeirra er, eftir málfari hans að dæma, áreiðanlega frá Hamborg. Hinn, sem er lítill og lítur út eins og Gyðingur, er á- reiðanlega frá Berlín. Þeir segj- ast munu koma aftur innan íárra daga. Um þetta leyti hittr ég systur Dimitroffs í Stokkhólmi, sem á að tala á miklum fundi um Búlg- arana og Torgler. Ég tala um stund við hana. Mig grunar þá ekki að bróðir hennar, Grigori Dimitroff, muni eftir fáar vikur smyglia í leyni sigarettu að verka- manni, sem hann gengur fram- hjá, og sem er næstum að dauða kominn af misþyrmingum, og að þessi verkamaður verði ég. Tveim vikum siðar koma flótta- mennirnir frá Kaupmannahöfn pftur. I millitíðinni hefi ég skrif- að Cernin hraðbréf, en ekki feng- ið neitt svar. Ég sný mér til for- mannsins fyrir sænska flokknum, Svend Linderot, og skýri honum frá vandræðum mínum. Hann segir aðeins: — Ef GPU hefir sagt þér að þegja, þá skaltu gera það. Vís- aðu mönnunum til Komintern, til Cernin. En mér reynist ekki auðvelt að fara svona þráðbeint eítir ráði Lindérots, því að mennirnir frá Kaupmannahöfn vita um samband mitt við ríkislögregluna í Ham- borg. Án þess að segja þ'eira nokkuð um starf mitt, segi ég þeim frá Tunze og Abraham. Til mikillar undrunar fyrir mig segja þeir mér þær fréttir, að sprengju- tilræði hafi verið framið hinn um- talaða dag. Nazistarnir stóðu sjálfir að því og slupplu allir, sem framkvæmdu það, eins og auðvitað var. Ég spyr þá hvort félagarnir hafi ekki fært sé!r í nyt aðvaranir mín- ar, en þeir svara mér ekki. Þess- ir tveir sendimenn eru yfirleitt lítið með á nótuntum, og mig grunar að þeir hafi ekki neitt umboð til að tala við mig. Ég ákveð því með sjálfum mér að skrifa Cernin ennþá einu sinni og reyna að fá hann til að svaSra- Fyrsta morðtilraunin mistekst. — Franz, hér eru félagar, sem vilja fá að tala við þig. Með þessum orðum vekur félagi Sig- . urd mig, en hjá honum befi ég jbúið í eina viku eða svo. Þessir félagar eru náungarnir frá Kaup- mannahöfn ásamt Södermann, foringja Rauðu hjálparinnar, og clim maður í viðbót, sem ég þekki ekki. — Við höfum fengið skilaboð frá Komintern um að þú eigir aftur að byrja að starfa. Segðu' oss nú alla söguna. Ástæðan fyrir því að þú hefir þurft að bíða svona lengi eftir skilaboðum frá GPU er sú, að Gernin hefir legið í sjúkrahúsi, því hann varð fyrir bifreiðarslysi. Berlínarmaðurinn tekur sér sæti eftir að þessi orð hafa verið sögð og ég byrja að skýra frá, en með sjáifum mér er ég mjög glaður yfir því að mega nú aft- ur fara að taka til starfa fyrir flokkinn. En þegar ég hefi talað í nokkrar mínútur fer einhver geigur um mig allan. Þeir grípa fram í fyrir mér með einkenni- legum spurningum. Einkanlega er Hamborgarinn viðbjóðslegur ná- ungi. Þegar ég ætla að standa upp úr sæti mínu til þess að ganga um gólf, standa þeir einnig upp mér til mikillar undrunar og banna mér aÖ hreyfa mig. Mállaus af undrun horfi ég á þá. Skyndilega sldl ég það, að þeir eru ekki komnir til að kalla mig til flokksstarfsins^ aftur, heldur til að yfirheyra mig. Nú tek ég líka eftir því, að félagi Sigurd hefir ásamt konu og barni yfirgefið íbúðina um leið og þeir komu inn. — Þekkir þú Kaiser? Hve oft varst þú með honum? Hve oft varst þú með Kronenberg? Veiztu að þeir báðir tveir eru launaðir íögreglunjósnarar? Hvað hafið þið talað saman um? Heldur þú því enn fram,iað þú hafir starfað sem njósnari fyrir flokkinn? Veiztu að Fritz Lux hefir verið myrtur af nazistaskrílnum? Spurningunum rignir yfir mig. — Við höfum líka samband við Gestapo. Við vitum um öil bréf, sem þú hefir sent ríkislögregl- unni. Skyndilega stekkur Hamborgar- inn á mig. Um leið befi ég tekið eftir því, að hann befir sett upp leðurhanzka. Nú leitar hann gaumgæfilega á mér, og er hann finnur ekkert, sem hann vill finna, grípur hann fyrir kverkar mér með hanzkaklæddum kruml- unum. — Þú færð ekki að standa upp af þessum stól fyr en þú befir sagt okkur allan sannleikann, jafnvel þó að við verðum að kreista hann út úr þér með hnef- unum. . . . Það er eins og járn- skrúfur læsist að hálsi mínum, en fyrsta hræðsla mín víkur nú fyrir ofsa reiði. Þetta eru launin, sem ég fæ fyrir að hafa hvað eftir annað lagt líf mitt í hættu fyrir flokkinn. Gerðu það sem þér þóknast, Skemtiferð til Borgarfjarðar um næstu helgi. Farið verð af stað með Laxfossi frá Reykjavík kl. 5 e. h. á laugardaginn, en frá Borgarnesi aftur kl. 8,30 á sunnud.kvöldið. Lúðrasveitin Svanur i ásamt annari hljómsveit skemtir á Laxfossi. .Einnig í Borgarnesi á laugardagskvöldið og að Hreðavatni á sunnudaginn. Þetta er síðasta ferðin sem Laxfoss fer um helgi til Borgar- ness á sumrinu og síðasta skifti á sumrinu sem hljómsveit spilar að Hreðavatni. þú munt fá að sjá að ég hræðist ekld dauöann, svara ég. En nú gengur Berlínarbúinn á milli og yfirheyrslurnar byrja aft- ur. Ég verð óttasleginn er ég kemst að því, að þeir hafa sama sem enga hugmynd um hina leyni- legu starfsenii flokksins. Þeir hrista höfuðin o g ypta öxlum, þegar ég segi þeim frá Lands- sambandi fyrir hermenn úr út- lendingabersveitinni. Þeir heimta sannanir fyrir því, að ég bafi starfað samkvæmt fyrirmælum flokksins og rugla öllu saman í eina bendu. Við höfum óskað eftir upp- lýsingum um þig hjá flokksstjórn- inni í Hamborg og fengið ekki góðar upplýsingar. Þú sleppur ekki úr klóm okkar svo auðveld- lega. Það er langbezt fyrir þig að meðganga hverju þú hefir kjaftað frá. Þessar yfirheyrslur standa ó- slitið frá kl. 9 um morguninn og til kl. 7 um kvöldið. Þrátt fyrir allar gildrur, sem þeir leggja fyr- ir mig, eru þeir jafnnær, eftir þessar löngu yfirbeyrslur. Hugsanir mínar eru á algeru reiki. Berlínarbúinn stimplar alla þá, sem ég hefi starfað með, alla, sem voru nánustu samstarfsmenn Fritz Lux, sem dulbúna nazista- njósnara. Sigurd og fjölskyida hanskoma nú aftur heim, og yfirbeyrslurnar hætta. Berlínarbúinn segir að nú verði þeir að fara eitthvað ann- að og halda áfram samtalinu, en Hamborgarinn kemur upp um fvr- irætlanir þeirra. Hann hrópar: — Þú sleppur ekki, skaltu vita. Þó að við verðum að brjóta í þér hvert bein, skaltu verða að opna kjaftinn. Loksins fara þeir, en gefa mér svo merki um að fylgjast með. Það er mikið farið að skyggja þegar ■ við komum út á götuna. Ég hugsa nú um það eitt, hvernig ég megi sieppa frá þessum morð- ingjum. Á Rinvagen reynir sá, sem gengur við hlið mér, að koma mér inn í bíl. En hDnum tekst það ekki. Þegar við kom- um inn í Drotningsgatan segi ég honum, að nú ætli ég ekki að fara lengra. En hann krefst þess að ég komi með honum tii St. Eriksgatan. — Þar færðu að borða, ogheld- ur augsýnilega að ég sé aumur plötuslagari. Við erum komnir í háværar deilur og ég er farinn að hafa hátt til að vekja athygli vegfarenda á okkur. Það hefir þau áhrif, að fólk fer að áafnaíst1 að okkur, og jiá tekur náunginn til fótanna. Fullur örvæntingar flækist ég fram og aftur um götur Stokk- hólms. Vegabréfið mitt hafa þeir tekið af mér. Eftir nokkra daga koma jólin. Konan mín ætlar að koma til Stokkbólms, hvað á ég að gera? Á ég að fara til flokks- stjórnarinnar? Nei. Það er byrjað að snjóa. Skjáifandi hröklast ég stað frá stað. Ég er flóttamaður. (Næst: Glienke fer huldu höfði um Evrópu.) 99 morð hafa verið framin fi Englandi árið 1933. LONDON, 27/8. (FO.) Skýrsla um glæpi á Englandi og Wales hefir nýlega verið birt. Hún sýnir, að árið 1933 hafi verið framin 99 morð og að 40 af morðingjunum hafa framið sjálfsmorð. 58 nienn voru teknir fastir og ákærðir fyrir morð; 11 voru dæmdir til dauða og teknir af, 8 voru dæmdir til dauða, en dómnum breytt í æfilangan fang- elsisdóm. 16 voru dæmdir sekir um morð, en áiitnir geðveikir og þvi sýknaðir. Farþegar með' Gullfossi til útlanda í ga:r- kveldi: Jóhannes L. óJhannesson, Runólfur Sveinsson, Dr. Pohl, Mr. JJack Marsh, Dr. & Mrs. Chad- wick, Miss Dunn, Miss Batchel- lor, Miss Frances Davies, Miss Coulthard, Mr. Earl, Mr. Turner. Lovisa Matthiasd., Halldóra Briem, Miss Estber Cruickshnk, Mrs. Cumming, Milli Sigurdsson, Mr. Colbourne, Herr Heiden, Mr. & Mrs. Harding, Mr. Osborne, Mr. Church, Hr. Just Nielsen, Hr. Schultz, Capt. Aspinal, Col. Heale, Ásgeir Þorsteinsson, Bernh. Peter- sen, Stefán Guðmundsson, Thor Thors, Ágúst Steingrímsson, H. K. Laxness, Lars Börge Fabricius, Þorsteinn Eiríksson, Sir Austin Harris, Capt. Turner, Mr. H. A. Rabagliati, Hr. Conrad, Mr. Ca- meron Grammie, Mr. Hammond, Mr. E. Hammond, Hr. Hallgrímur Thomsen, Hr. Schlueter, Konsul Arnesen, 18 hollenzkir stúdentar o. fl. o. fl. Alls 84 fajfr.egar til út- ianda. Stéindórsþrent prentar fyrlr yður Aðólstrœti 4 .• Sími 1175 mgx Kaupið Alþýðublaðið 1 nnnnnnnnnnnn HúsgagnasmíOsoemar, sem ætla að gera prófsmíði í haust, tilkynni það fyrir 1. september til c Friðriks Þorsteinssonar Skólavörðustíg 12. Til Akureyrar Á tveimur tlögum: Á einum degi: Alia þriðjudaga, fimtudaga, laugar- daga Hraðferðir tmi Borgarnes, alla þriðjudaga og föstudaga. Frá Akureyri áframhaldandi ferðir: Til Austf jarða. Afgreiðsia í Beykjavík Bifreiðastöð Islands. Sími 1540. ifreiðasföð Akureyrar. lK5(TjV N Ý EPLI og melónur, fást í Kaupfélagi Keykjavíkur. TOMATAR hvítkál, gulrætur og gulrófur, fást í Kaupfélagi Keykjavíkur. HILLUPAPPÍE fæst í Kaupfélagi Reykjavíkur. KAKTÖFLUR góðar og ódýrar, fást í Kaupfélagi Reykjavíkur. Barnakerra til sölu ódýrt. Nýlendugötu 7, niðri. REGNHLÍFAR teknar til viðgerð- ar á Laufásveg 4. Bálfarafélag Islands. Innritun nýrra félaga í Bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar. Árgjald kr. 8.00 Æfitillag kr. 25,00. Gerist félagar. nnn&zmnmmnn n n | HðH taættmsiar, g skáldsaga eftir £4 0 MABEL WAGNALLS. Bókin er 162 þétt settar n bls. og er mjög spenn- Itl n andi frá upphafi til enda n n Kostar aðeins 1 krónu. Lt Fæst í afgreiðslum g 0 ALÞÝÐUBLAÐSINS n á þessum stöðum: n reykjavík, n n HAINARFIRÐI, n KEFLAVÍK, n SANDGERÐI, g W GRINDAVÍK, n W EYRARBAKKA, ^ n STOKKSEYRI, g n VESTMANNAEYJ UM, g n NORÐFIRÐI, n W SEYÐISFIRÐI, W ^ AKUREYRI, n n siglufirði, n n , ÍSAFIRÐI, n ^ STYKKISHÓLMI, H g AKRANESI. g nnnnnnnnnnnn Ný verðlækknn: 1 Kartöflur aðeins 15 aura y2 ! kg., íslenzk egg 12 aura. I Verzlnnin Brekka, Bergstaðastræti 35. Sími 2148. FEAMKÖLLUN, KOPIERING og STÆKKANIR. Vandlátir skifta við amatörar Bjósmyndastofu Sigurðar Guðmundssonar, Lækjargötu. letksmlðian Rún Selur beztu og ódýrirstu LÍKKISTUBNAR. Fyrirliggjandi af öllum stærðum og gerðum. Séð um jarðarfarir. Sími 4094,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.