Alþýðublaðið - 29.08.1935, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.08.1935, Blaðsíða 3
FIMTUDAGINN 29. ÁGOST 1935 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UTGEFANDI: ALÞfÐlÍFLOKKURINN RITSTJÖRI: F. R. VALDEMARSSON RITSTJÓRN: Aðalatræti 8. AFGRKIÐSLA: Hafnarstræti 16. SlMAR: 4900—4906. 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innlendar fréttir) 4902: Ritstjóri. 4903: Vilhj. S. Vilhjálmss. (heima) 4904: F. R. Valdemarsson (heiina). 4905: Ritstjóm. 4906: Afgreiðsla. STEINDÖRSPRENT H.F. Sement. FYRIR nokkrum árum höf hinu merki fræöimaður Frímann B. Arngrimsson máls á því, aö kleift myndi að efna til sements- vinslu hér á landi. Mál Frímanns fékk litlar und- irtektir, en nú er svo komið, að fullvíst má telja, að til séu hér aligöð skilyrði til sementsgeröar, og mikill áhugi er þegar vakn- aður fyrir málinu. Við Patreksfjörð eru feiknin öll af hvítum sandi, sem myndaður er af skeljum sjávardýra. Efnið í þessum sandi er að mestu leyti kalk, en það er sem kunnugt er annað aðalefnið, sem notað er til sementsgerðar. Þetta kalk hefír það til sms ágætis, að það ' er mjög auðunnið, því það er fint mulið frá náttúrunnar hendi. en þar sem sement er unnið er- lendis þarf mikla orku til þess aö mylja kalksteininn. Auk kalksms þarf vissar leir- iegundir til sementsgerðar. Þess- ar leirtegundir finnast án efa víða hér á landi, en það er kunnugt, að af þeim er gnótt mikil á Akranesi. Af þessum sökum hef- ir mönnum komið til hugar að sementsgerð myndi verða vel sett á Akranesi. Engum fær dulist hvílíka þýð- ingu það hefír fyrir atvinnulíf þjóðarinnar, ef hafin yrði hér se- mentsgerð í allstórum stíl Hitt fær heldur engum dulist, að æski- legt er að á Akranesi risi upp allstór bær, því Akranes hefír ALÞTÐUBLAÐIÐ fiarðjffkjusýning i Reykjavík. Viðtal við Einar Helgason for- mann Garðyrkjufélagsins. Slálfstœðisflokkurinn i hlutverki „hyenunnar.** HIÐ íslenzka garðyrkjufélag | hefir ákveðið að efna til | mikillar garðyrkjusýningar hér í Reykjávík, og verður sýningin opnuð með viðhöfn í dag kl. 2. Hið íslenzka Garðyrkjufélag hefír unnið stórmerkilegt starf í þágu íslenzkrar garðræktar, og þekkja allir það starf, sem Einajf Helgason garðyrkjufræðingur hef- |r unnið í þágu félagsins, en hann hefír verið starfsmaður þess síð- ast liðin 15 ár, í stjórn þess síðan 1918 og formaður þess síðan 1931. Alþýðublaðið hefir snúið sér til Einars Helgasonar og beðið hann að skýra lesendum þess nokkuð frá starfsemi Garðyrkjufélagsins. Sagðist honum svo frá: Stofnandi Hins íslenzka garð- yrkjufélags var Schierbeck land- læknir. Hann fékk veitingu fyrir landlæknisembættinu árið 1882. Undir eins og hann kom hingað til landsins sýndi hann mikinn á- huga fyrir garðrækt og yfirleitt alls konar ræktun. Vorið 1885 fékk hann ýmsa menn í lið með sér, og sendu þeir landsmönnum ávarp, þar sem þeir hvöttu til þess, að stofnað væri garðyrkju- félag fyrir alt landið. Meðal þeirra, sem undirrituðu ávarpið, voru ýmsir forystumenn þjóðar- innar á þeim árum, svo sem: Schierbeck, E. Th. Jónassen, Hall- dór Kr. Friðriksson, S. Melsteð, Á. Thorsteinsson, Magnús Stepben- sen, Hallgrímur Sveinsson, Pétur þau skilyrði, sem íslenzkir kaup- staðir þurfa að hafa, að byggja vel bæði með tilliti til lands og sjávar. Orku til sementsgerðarinnar gæti Akranes fengið frá Soginu, en þó má benda á að við Anda- kílsá í Borgarfirði eru mjög góð rafvirkjunarskiiyrði, og kæmi til athugunar hvort væri rétt að reisa þar orkuver fyrir Borgarfjarðar- og Mýra-sýslu. Pétursson, Grímur Thomsen, Geir Zoega, Björn Jónsson, Bergur Thorberg o. fl. Var stofnfundur félagsins síðan haldinn 26. maí 1885 og stjórn kosin. Voru kosnir í stjórnina: Schierbeck formaður, Flallgrímur Sveinsson ritari og Árni Thor- steinsson gjaldkeri. Á þessum fundi1 voru lög sam- þykt fyrir félagið o. s. frv. Hvernig var tilgangi félagsins lýst í fyrstu lögunum? Hans er getið í 1. grein lag- anna. Þar er tekið ftiam, að mark- mið félagsins sé að efla og styrkja garðyrkju hér á landi', sérstaklega í upphafi með ræktun venjulegra garðávaxta og hielztu fóðurjurta. Enn fremur er sagt, að félagið vilji styðja að þessu með því: 1. Að sjá um að sem auöveldast verði að fá gott og nægilegt fræ til útsæðis. 2. Að afla þekkingar á því fyrir reynsluna, hverjar aðaltegundir og aukategundir bezt þrífist hér á landi, og hverja aðferð skuli við hafa, til þess að tegundir þessar hepnist sem bezt, og enn frernur sjá um að þessi þekking breiðist út rneðal almennings. 3. Að glæða áhuga landsbúa á garðyrkju, og því veita verð- laun fyrir þær jurtir, sem bezt eru ræktaðar, og fyrir gott fræ, sem aflað er hér á landi. Var ekki mikil vanþekking á garðyrkju hér á landi á þessum árum? Jú, það er víst óhætt að segja það. Menn kunnu lítið til garð- yrkju. En félaginu varð fljótt nokkuð ágengt. Árið 1887 var á- kveðið að styrkja menn til að koma sér upp vermireitum, og nutu nokkiir bændur þess styrks á næstu árum. Schierbeck landlæknir sagði af sér formannsstarfí í félaginu haustið 1893, enda var hann þá að fara alfarinn af Landinu. Tók þá við formensku Þórhallur Bjarnason, síðar biskup. Félagið gerði sér á þessum ár- um, eins og alt af síðan, mjög mikið far um að hafa til sölu nægilegt af góðu fræi. Um þetta leyti var byrjað að gefa út árs- rit, og kom það út fyrst í 6 ár, 1905—1910, að báðum árum með töldum. Var ársritið litið, en vel ritað oft á tíðum og gerði mikið gagn, það sem það náði, en síðar byrjaði ársritið aftur að koma út og hefír gert síðan. Árið 1894 veitti félagið mér 200 krónur til garðyrkjunáms í Dan- mörku. Þegar ég kom heim, 1898, var ég ráðinn starfsmaður Bún- aðarfélags Suðuramtsins og síðar Búnaðarfélags Islands, eftir að það var stofnað. Var verksvið mitt þar m .a. hið sama og Gajtð- yrkjufélagsins. Formaður þess, Þórhallur biskup, varð fyrsti for- seti Búnaðarfélags Islands. Leit hann svo á, að ekki væri ástæða til að Garðyrkjufélagið starfáði sérstaklega, á meðan við værum báðir í þessu starfi, þótt fyrir annað félag væri, og var ég því samþykkur. Búnaðarfélagið hafði töluverð fjárráð, en Garðyrkju- félagið var efnalaust. Sjóður þess, sem þá var að upphæð kr. 668,00, var lagður inn í Söfnunarsjóð Is- lands. Sérstök starfsemi félags- ins var lögð niður um allmörg ár, þar til árið 1918, að nokkrir fé- lagsmenn boðuðu til fundar í Garðyrkjufélaginu. Var fundurinn haldinn 1. dezember það ár, og kosinn formaður félagsins Hannes Thorsteinsson, þá bankafulltrúi, síðar bankastjóri, en meðstjórn- endur Skúli Skúlason præp. hon. og Einar Helgason garðyrkju- maður. Hannes Thorsteinsson var svo formaður félagsins til þess er hann lézt árið 1931, en frá þeim tiina hefi ég vierið fonnaður þess. Hvenær gerðust þér fastur starfsmaður félagsins? I byrjun ársins 1920, og þá hætti ég að starfa fyrir Búnaðalr- | félagið? Annars hefir starf félags- I ins undanfarin 15 ár hvílt að mestu é-garðyrkjustjóranum. Hef- > Þegar óáran ier hjá íslenzku þjóðinni, hjá alþýðufólkinu, er góðæri hjá Sjálfstæðisflokknum og blaðsneplum hans. Tónninn í greinum þeim, sem daglega birtast í Morgunblaðinu og Vísi, ber þessa greinilega merki. Þar er hlakkað yfir óför- unum, glaðst yfir markaðsörðug- leikum, hrósað happi yfir ógæft- um og veiðileysi, hlegið að vax- andi atvinnuleysi og erfiðleikum manna. Hvernig í dauðanum stendur á því, að þetta getur átt sér stað? Ástæðan er sú, að Siálfstæðis- flokkurinn er blindaður af póli- tísku hatri og að foringjar hans eru götustrákar, en ekki siðaðir menn, að þeir eru ábyrgðarlausir snakkar, sem telja sér það happ. að framfara- og umbóta-viðleitni Alþýðuflokksins verði stöðvuð af þeim ægilegu erfiðleikum, sem að steðja. Það er því ekkert undr- unarefni þeim mönnum, sem hafa gert sér ljóst menningarástand Sjáifstæðisflokksins og foringja hans, þó að upp komist að mátt- arstólpar þessa flokks hafi sent til erlendra blaða róggreinar um landið, atvinnuvegi þess og fjár- mál. Því að með þeirri bardaga- aðferð gegn viðreisnarbaráttu Alþýðuflokksins hyggjast þeir að einangra landið og gera enn erf- iðara um að vinna þjóðinni það álit, sem henni ber, en sem ó- valdir braskarar úr Sjálfstæðis- flokknum hafa á undanförnum ár- um nítt af henni. Það hefir verið ómögulegt að sjá annað en að veiðileysið fyrir norðan í sumar hafi verið eins og hvalreki á fjörur Sjálfstæðis- ir félagið haft margþætta starf- semi með höndum og leiðbeint með garðyrkju eftir beztu geíu, enda orðið töluvert ágengt. Von- um við líka, að garðyrkjusýn- ingin, sem nú er að befjast, geti orðið til þess að vekja nýjan áhuga fyrir garðyrkju, því að í þeim málum eigum við mikið ó- unnið, íslendingar, eins og fleir- um, segir Einar Helgason að lokum. flokksins. Blöð hans hafa dag eftir dag ráðist gegn Alþýðu- flokknum og kent honum um afla- leysið, og nú síðustu dagana hefir Morgunblaðið og Vísir, sem alt af lepur upp mesta sorann úr því blaði, gert háværar kröfur um það, að Alþýðuflokkurinn léti síldarvinnufólkinu í té allar nauðsynjar þess, þegar það nú kemur heim úr atvinnuleysinu í atvinnuleysið. Það heyrðist víst aldrei um for- ingja Sjálfstæðisflokksins, meðan þeir höfðu völdin i landinu, að þeir stjórnuðu með fingri sínum göngum fiskjarins í sjónum, og síldarvinnufólkið hefir áður kom- ið heim til sín með tvær hendur tómar og Morgunblaðið ekki gert neinar kröfur fyrir þess hönd. Hitt veit allur almenningur, að Sjálfstæðisfíokksforingjarn- ir eyðilögðu með fádæma heimsku og fyrirhyggjuleysi möguleika okkar til aukinna markaða erlendis og að þeir jafnframt heima fyrir gerðu hvorttveggja í senn að berjast gegn öllum tillögum verkalýðs- samtakanna til umbóta á kjör- um verkafólksins og reyndu ekki eina einustu nýja leið til að gera framleiðslu okkar fjöl- breyttari. Minnist nokkur maður þess, sem fylgst hefir með í almenn- um málum síðustu 15 árin, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi komið með nokkra tillögu um breytingar á framleiðsluaðferðum okkar? Hann hefir ekki gert það. Hann hefir ekki haft trú á landinu, ekki haft trú á þjóðinni, sem það byggir. Hann hefír aðeins viljað nota það til að geta féflett það, til að geta arðrænt það og sogið. Síðan Alþýðuflokkurinn vann kosningasigur sinn síðastliðið sumar, hefír verið farið inn á fjölda margar nýjar leiðir til að gera framleiðslu okkar fjölbreytt- ari og hæfari fyrir erlenda mark- aði. Almenningi eru kunnar þær leiðir, sem reyndar hafa verið. Honum eru einnig kunnar þær Frh. á 4. síðu. Sinclair Sinclair Lewis veraur finitúg- ur á pessu ári. Greinin, sem hér bírtist, segir frá œui hans frá puí hann hóf ritstörf sem fátœk- iir madnr. Harm er nú einn af hœstlfmnudu rithöfundum í heimi og liefir fengid Nobels- uerdlmn. Sincair Lewis er sá eini af am- erískum rithöfundum, sem fengið hefir Nohelsverðlaun fyrir ritstörf. Verðlaunin fékk hann árið 1930. Manni gæti dottið í hug, að Am- eríkumönnum þætti mikið til þess koma, en svo er ekki. Ameríku- menn hófu áköf mótmæli gegn þvi, að hann fengi Nobelsverð- launin. Þeir gátu ekki gleymt þeirri útreið, sem þeir höfðu orð- ið að sæta í bókunum „Main Street“ (Aðalstræti), „Babbit" og „Elinor Gantry“. Sinclair Lewis er eitt af þeim sárfáu amerísku skáldum, sem befir þorað að segja löndum sínum sannleikann um þá sjálfa. Lewis er ekki hversdags- legur maður; hann er rithöfund- ur, sem hefir mörgu misjöfnu kynst um dagana. Sinclair Lewis fæddist árið 1885 í Sant Gentre í Minnesota. Sant Gentre er sveitaborg með nokkr- um þúsundum íbúa, þeirrar teg- undar, sem hanu lýsir undir nafn- fimtnflnr. inu Gopher Praire í „Aðalstræti". Nús í ár eru liðln 50 ár síðan þessi rithöfundur fæddist og i til- efni þess verða hér skráðir riokkr- ir drættir æfisögu hans. Að ætterni er hann hreinn Amerikani, sem hann segir í gamni að sé blöndun af Þjóð- verja, Frakka, Skota og íra, ofur- lítið spænsks og gyðinglegs upp- runa ,en mestur hlutinn enskur. Englendingurinn aftur á móti er samsettur úr Forn-Breta, Kelta, Fönikumanni, Rómverja, Dana og Svía. Föðurfaðir Lewis ferðaðist frá Connecticut vestur til Californíu tíl þess að grafa þar eftir gulli og kom þaðan aftur, án þess að hafa fundið það ,sem hann leitaði að. Síðan settist hann að í Nýj:a-Eng- landi. Móðurfaðir hans var frá Virginíu og bjó um skeið í Ka- nada, en þegar þræ’astríðið brauzt út, fór hann heim og gekk í heririn. Dr. Edwin Lewis, faðir Sin- clair Lewis, var smáborgarlækn- ít ,eins og sá sem lýst er í j,Áöal- stræti“, en hann varð að starfa í frumstæðara umhverfi. Dr. Gennicott í Gopher Prairie ekur í bíl; en dr. Lewis er uppi, áður en bílarnir koma til sögunn- ar, og verður að ferðast margaf mílur um gresjurnar í lélegum hestvagni. Ef stórhríð skall á hann að vetrarlagi, mátti harin þakka sínum sæla, ef hann gat skriðið inn í hlöðu og látið þar fyrirberast yfir nóttina, og oftar en einu sinni bjargaði hann lífi $ínu á þann hátt, að gefa bestin- um lausan tauminn og treysta á ratvísi hans. Oft varð hann að gera botnlangaskurð eða taka hönd eða fót af manni á eldhús- borði við olíuljós. Sinclair dreymdi oft um það, að verða læknir. Þó vildi hann ekki verða þorpslæknir eins og faðir hans, heldur frægur vísinda- maður, sem gerði uppgötvanir mannkyninu til heilla. En þessi draumur blikaaði skjótt við hliðina á öðrum draum. Hann vildi verða frægur rithöf- undur. En áhuga á læknavísind- um hefír hann ennþá. 1 bókinni „Aðalstrætí“ byggir hann á minn- ingum frá æsku sinni, þegar hann lýsir kjörum læknis eins í afskektu gresju-þorpi, og í róm- aninum „Martin Arrowsmith" lýs- ir hann vísindamanni slíkum, sem hann vildi sjálfur verðá. Auk þess að verðá frægur læknir, langaði Sinclair einnig að verða bankastjóri'. Hann segir frá því, að einn af sírium kærustu æskudraumum hafi verið að fá stöðu við banka, þar sem hann hófst stíg af stigi, þar til hann var orðinn bankastjóri. Þegar Sinclair Lewis var dreng- ur, las hann allar bækur, sem hann komst yfir, en eftirlætis- höfundur hans var Walter Scott. Það lætur einkennilega í eyrum, því að va'rla er hægt að hugsa sér ólíkari rithöfunda en Sinclair Lewis og þennan aldna, skozka rómantiker. En auk þess, að hann sökti sér ofan í bækurnar, gerði hann nákvæmar athuganir á umhverfi sínu. Þessar athuganir hafa orðið honum að góðu gagni í rifstörfum hans. Lewis yfirgaf fæðingarþorp sitt 18 ára gamall og tók að stunda nám við Yale-háskólann. Þá átti hann einungis 20 dollara í vas!a!n- um og hafði engar vonir um að hann hefði ofan af fyrir sér þessi þrjú ár, sem hann stundaði nám við Yale-háskólann, er ó- ráðin gáta enn þann dag í dag, en ekki er ósennilegt, að hann hafi haft það eins og ,;öguhetjían í „Martin Arrowsmith“, hætt námi um stundarsakir og unnið fyrir sér með því, sem til félst í það skiftið. 1 einu sumarleyfinu fór Lewis til Englands og vann fyrir sér á skipinu. 1 fyrstu bókinni, sem hann fékk útgefna, „Mr. Wrenn“, sendir hann söguhetjuna, fátælcan skrifstofumann, frá New York til Englands á sama hátt og lætur hann lenda þar í ýmsum ein- kennilegum æfintýrum, komast í samband við mikils háttar fólk og snúa heimleiðis aftur með peninga upp á vasann. — Én þannig fór ekki um hann sjálf- an. Þegar hann kom til Liverpool með tvo dollara i vasanum, á- kvað hann að ferðast fótgangandi mn England og lifa á gestrisni góðra manna, eins og farand- skáldin gerðu í gamla daga. Vongóður lagði hann af stað, og þegar hann var orðinn svang- ur, baröi hann að dyrum lítils og vingjarnlegs sveitabæjar og sagði við frúna, sem kom til dyra, að hann væri amerískur stúdent í sumarleyfi og befði ekkert á móti því að fá eitthvað í svang- inn, en hann skyldi vinna fyrir matnum. Frúin hlustaði á hann og brosti vingjarnlega’en er hann hafði lokið ræðu sinni, kallaði hún á stóran hund og sagði: „Bítt’ ann, þetta er ræningi.“ — Lewis hraðaði sér til Liverpool eins og fætur toguðu, í þeirri von, að skipið væri ekki lagt af stað. Sldpið var ekki farið, og hann sneri baki að hinu ógestrisna Englandl Árið 1906 yfirgaf Sinclair Le- wis háskólann í Yale til þess að ganga í félagsskap skálda og listamanna, sem rithöfundurinn Upton Sinclair hafði stofnað í New Jersey. Þetta var nokkurs konar kommúnistiskur félags- skapur, þar sem sameign var á öllmn hlutum, og þar sem sér- hver dró í búið eftir efnum og ástæðum og vann að heimilinu áð sumum hluta. — Lewis varð kyndari og var öllum tímum í kjallaranum, þar sem hann mok- aði koluiu í miðstöðina og skrif- aði. og orkti viðkvæmnisleg ljóð og skrifaði smásögur, sem hann senctí öllum Ameríkublöðunum. Flest handritin fékk hann endur- send, en stundum bar þó við að hann fékk 5 dollars seðil, sem hann lagði í félagssjóðinn. Samt sem áður hafði Lewis lítið dá- læti á þessum félagsskap, og dvöl hans meðal þessara nýju félaga varaði aðeins í fáa mánuði. Næstu ár lifði Lewis mjög breytílegu lífi og ferðaðist um þvera og endilanga Ameríku. Stundum gekk honum vel, þegar hann hafði vinnu sem blaðamaður en oft var hann neyddur til að vinna hvað sem að höndum bar, og ósjaldan var hann réttur og sléttur flækingur. (Frh.) Málaflutningur. Samningagerðir Stefán Jóh. Stefánsson, hæstaréttarmálaflm. Ásgeir Guðmundsson, cand. jur. Austurstræti 1. tunheimta. Fasteignasala.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.