Alþýðublaðið - 29.08.1935, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.08.1935, Blaðsíða 1
Að vinna fyrir nútímann er gott. Að vinna fyrir eftirkomend- urna er betra. Hvort tveggja þetta gerirðu ef þú ert starfandi kraftur í Kaupfélagi Beykjavíkur. XVI. ÁRGANGUR. FIMTUDAGINN 29. ÁGÚST 1935 219. TÖLUBLAÐ. RirSTJORI: F. R. VALDEMAR3SON ÖTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN Síldarskipin faraeon á veiðarí dag En ef fil viil í síðasta sinn f ár. OLL síldarskipin, sem legið liafa á höfnum í ofveðrinu, eru í dag að fara á veiðar aftur og mörg fóru í nótt. Almennt er álitið, að veiðist síld ekki nú, þegar stillir úti fyrir, sé síldveiðuniun lokið í ár, og skipin og fólk, sem enn eru eftir í verstöðvunum, fari þá heim nú um helgina. Hin gamla trú manna, að oft skifti um veður með höfuðdegi, virðist ætla að rætast í þetta sinn. Höfuðdagurinn er í dag, og í gærkveldi skifti um veður norð- anlands til stórra muna. Á Siglufirði er í dag sólskin og blíða, og þótt enn sé ekki komið vel gott veður úti fyrir, er þó enginn vafi á því, að veður fer batnandi. Síldarflotinn, sem hefir legið inni á Siglufirði og öðrum höfnum norðanlands undanfarna daga vegna norðanstórviðrisins, er nú allur farihn út eða á förum. Sjómenn hafa góðar vonir um að síld kunni að fást enn. Reknieta- veiði hefir þó verið mjög lítil undanfarna daga, en fregnir um að vart hafi orðið við smokk, munu ekki vera réttar. Síldarskipin fara langflest vest- jur á Húnaflóa að leita síldarinn- ar, Um 450 manns munu nú vera farnir heim frá Siglufirði, en stramnurihn virðist vera stöðv- laður í bi'li, og er líktegt að það fólk, sem enn er eftir, verði kyrt þangað til útséð er um að síld- veiðunum sé að fullu lokið, og mun fátt fólk fara með „Dr. Al- exandrine" í kvöld. En flestir telja að síldveiðunum sé lokið, ef síld veiðist ekki nú næstu daga. j Fari svo má teíja víst, að flest j það fólk, sem eftir er á Siglu- firði, fari heim með Goðafossi á sunnudaginn. Haraldur Gaðmnndsson heldur plnomálafund á Sejfðisfirði. SEYÐISFiRÐI, 28/8. (FÚ.) Haraldur Guðmundsson at- vinnumálaráðherra hélt fjölmenn- an stjórnmálafund á Seyðisfirði í gærkveldi. Fer hann í idag heim- leiðis landveg. . Bjargráðanefnd Austfjarða hef- ir starfað á Seyðisfirði síðustu daga og afgreitt nokkrar titlög- ur til ríkisstjórnarinnar. Tyrolerkvartettinn skemtir á Seyðisfirði í kvöld. Dönnnnm vlð Kap Berlfin y var bjargað i gær af norska sidpi. R ÉTT eftir að Danirnir í Kap Berlín á Grænlandi höfðu sent frá sér heyðarskeytið i !gær- morgun, sem birtist hér í blað- ínu í gær, tókst norska skipinu Busko, sem verið hefir fast í ís saamt þaðan, sem Danirnir voru, að koma báti til þeirra og bjargíj þeim, en Busko situr þó enn fast í ísnum. Danska sjóliðsflugvélin, sem var á leið hingað, lagði af stað frá Færeyjum klukkan rúmlega 1. Fékk hún sæmilegt veður á leiðinni hingað, en nokkurn storm, og kom hún hingað kl. rúmlega 7. Ensknr ferðamaðnr dvelor 15 dap einn í ðbygðnm. Englendingurinn T. Illion, sem var hér fyrir þremur, vikum og ætlaði til Ódáðahrauns og víðar um óbyggðir landsins, kom hing- að til bæjarins í gærmorgun, eftir langt og mjög óvenjulegt ferða- lag. Hann var alls 15 daga aleinn inni á óbygðum fótgangandi. Hann lagði upp frá Ásólfsstöð- þm( í Pjórsárdal og hélt fyrst til Hofsjökuls með Þjórsá, en þaðan fór hann til Kerlingafjalla og Hvítafells og þaðan aftur sömu leið til Ásólfsstaða. Mr. Illion hafði ekki með sér annað en gúmmíbát, ljósmynda- vél og malpoka á þessari ferð sinni. Hann heldur fyrirlestur um ferðalög sín í Tíbet næsta mið- vilkudagskvöld kl. 8V2 í £3iuðspeki- félagshúsinu. Enn er ekki ákveðið hvert flug- vélin fer héðan, og beið flug- maðurinn fyrirskipana um það í morgun. Árás á Ólaf Hvann- dal prentmynda- gerðarmann. Á mánudagskvöld kl. um 12 ætlaði Ólafur Hvanndal prent- myndagerðarmaður í Mjóstræti 6 að loka húsi sínu. Fór hann út bakdyramegin og lokaði á eftir sér, en fór svo að forstofudyrum og ætlaði að loka þeim. Er Ólafur Hvanndal kom inn í portið við forstofudyrnar var þar mjög dimt, en hann varð þó var við, að þar voru fjórir menn fyrir. Ólafur ætlaði inn í húsið, en um leið urðu einhver orðaskifti milli mannanna, og rauk þá einn þeirra samstundis á hann, sló undan honum fæturna og spark- aði í andlit honum. Ætlaði fant- urinn síðan að halda áfram mis- þyrmingum sínum, en var hindr- aður í því af einum félaganna, ' er greip hann. Ólafur varð mjög illa leikinn við árásina. Hann fékk snert af heilahristing, og það sér tölu- vert á fótum hans. Ólafur Hvanndal hefir kært á- rásiha fyrir lögreglunni. Gísli Guðmundsson alþingismaður, sem verið hefir aðalritstjóri Nýja dagblaðsins frá stofnun þess, hefir nú látið af því starfi. Við aðalritstjórn blaðsins tekur Sigfús Halldórs frá Höfn- Stríð f Afrfkn getur sett alla Ev- rópa f bál og brand áðar en varlr Nazistastjórnin situr um færi til að innlima Austurríki. 1 1 Alpjóðasambönd jafnaðarmanna kalla saman fnnd í Qenf til að taka ákvarðanir á móti ófriðarhættunni. ElNKASKEYTl TIL ALÞÝÐUBL. KAUPMANNAHÖFN I morgun. A STANDIÐ í Evrópu er í dag líkast því, sem það var seinustu dagana í júlí 1914, áður en heims- styrjöldin hófst. Árás ítalíu á Abessiníu, sem búast má við að byr ji allra næstu daga, virðist ætla að steypa aliri Evrópu út í eyðileggjandi styrjöld. Alt bendir til þess, að bar- áttan um Austurríki brjótist út í ljósum logum undir eins og stríðið í Afríku er byr jað. Þýzka Nazistastjórn- in teygir þegar út klærnar þangað, en Mussolini virð- ist ætla að reyna að fyrirbyggja sameiningu Austur- ríkis og Þýzkalands meðan á ófriðnum í Afríku stend- ur, með því að setja gömiu keisaraættina þar aftur til valda. Gegn þessari ægilegu hættu hafa nú alþjóða- sambönd verkamanna og jafnaðarmanna kallað for- ingja verkalýðsfélaganna og jafnaðarmannaflokkanna í Evrópu saman á fund í Gení til þess að gera kröfur verkalýðsins til Þjóðabandalagsins gildaridi, þess efnis, að það beiti vaidi sínu til að slá á síðustu stundu morðvopnið úr hendi ítalska harðstjórans. Örlagaríkustu viðburðir geta gerst á hverri stundu. Mussolini kallaði í gær ráðu- neyti sitt saman á fund í Bolz- ano á Norður-Italíu, þar sem ítölsku ráðherrarnir eru allir saman komnir í tilefni af hinum stórkostlegu heræfingum ítala við suðurlandamæri Austurrík- is. Fregnirnar af þessum fundi eru óljósar. Þó er víst, að þar var ákveðið, að ítalía skyldi senda fulltrúa á ráðsfund Þjóðabandalagsins í Genf þ. 4 september, ekki til þess að semja um neinar sættir, heldur til þess. að lýsa yfir kröfum Italíu til landa í Abessiníu. Orð- rómur gengur um það, að einn- ig hafi verið ákveðið að endur- reisa keisaradæmi Habsborgara í ..Austurríki ..áður ..en ..stríðið hefst, til þess að afstýra Naz- istauppreisn í landinu og sam- einingu þess við Þýzkaland. Mussoiini segist viður- kenna öll réttindi Engiend- inga í Abessiníu. Mussolini hefir átt nýtt við- tal við fréttaritara „Daily Mail“, Ward Price, og lýst því yfir, að ítalska stjórnin muni gefa út opnibera yfirlýsingu þess efnis að hún sé reiðubúin til þess að viðurkenna og virða öll réttindi Englendinga í Abessiníu. Jafn- framt mótmælti hann því, að ftalía hefði nokkuð það í hyggju, sem gæti skaðað hags- J muni þeirra. Englendingar heimta þvingunarráðstafanir gegn Italíu, Frakkar eru þeim mótfallnir. Svo að segja á sama tíma og ráðherrafundurinn var haldinn í Bolzano, var ráðuneytisfundur haldinn í París, eftir að Laval hafði átt langar viðræður við sendiherra Itala þar, Cerutti. Blaðið „Le Matin“ segir, að stöðugir samningar séu í gangi milli Frakka og Englendinga um það, hvaða afstöðu Þjóða- bandalagið eigi að taka, ef íta- lía ráðist á Abessiníu. England vilji í því tilfelli grípa til þeirra þvingunarráðstafana, sem gert er ráð fyrir í Þjóðabandalags- sáttmálanum, en Frakkland sé því algerlega mótfallið. STAMPEN. Keisaraættin i Austurríki ætlar að brjótast til valda áður en striðið í Afriku hefst. Mussolini óttast Nazistauppreisn og sameiningu Austurrikis og Þýzkalands að öðrum kosti. LONDON, í gærkveldi. (FÚ.) AÐ er skýrt svo frá í Aust- urríki, að Otto erkihertogi muni ef til vill gera tilraun til þess að brjótast til valda með aðstoð Schussnigg ríkiskanzl- ara. Schussnigg óttast, að því að sagt er, að Nazistar reyni að brjótast til valda þegar ítal- ía hefir innrás sína í Abessiníu. Þá hefir verið bent á það, að það sé ágætur tími fyrir erki- hertogann að brjótast til valda einmitt nú, þegar hersveitir ítala eru staddar rétt liandan við landamærin. Jafnaðarmenn um alla Evrópu kalla saman fund í Genf tii að taka af stöðu til ófriðarhættunnar E/NKASKEYTI TIL ALÞÝÐU BLAÐSINS. KAUPMANNAHÖFN í morgun. Alþjóðasambaud verkamanna- félaganna í Amsterdam og Alþjóðasamband verkamanna og jafnaðarmanna í Brússel háfa, fyrir forgöngu George Landsbury, foringja enska AI- þýðuflokksins, og Leon Blum, foringja franskra jafnaðar- manna, boðað til almeimrar ráðstefnu fyrir jafnaðarmanna- flokkana og verkamannafélögin í Evrópu, til þess að taka af- stöðu til ófriðarhættunnar. Staður og stund fundarins er ennþá óráðm, eii talið er lik- legt, að hann verði í Genf þ. 6. september, eða sömu dagana og ráðsfundur Þjóðabandalags- ins verður haldinn, til þess að taka ákvarðanir uin afstöðu Þjóðabandaiagsins til hinnar yfirvofandi styrjaidar. Meira en hundrað verka- mannaforingjar víðsvegar úr Evrópu munu sækja þennan þýðingarmikla fund. STAMPEN. (Frh. á 4. síðu.) Asirid Belgiadrotín- ing ferst við biisijrs soðnr I Alpaljðlium. —»— HRAÐSKEYTI TlL ALÞÝÐUBLAÐSINS. KAUPMANNAHÖFN á hádegi. P RÉTTASTOFA REUTERS símar frá Luzern að kon- ungshjónin frá Belgíu hafi orð- ið fyrir bílslysi suður í Alpa- fjöllum. Hinn ungi konungur Leopold, varð fyrir lítils háttar tneiðslum, en Astrid drottning beið bana tafarlaust. STAMPEN. Það er áður kunnugt, að Ték- kóslóvakía, Júgóslavía og Rúmen- ía eru á móti endurreisn konung- dæmisins í Austurríki. Nazistar bafa eiimig sínar klær úti. VINARBORG í gærkveldi. (FB.) Sarnbúð Austurríkismanna og Þjóðverja hefir sern kunnugt er verið miður góð um langa hrið, og hefir þess gætt mjög í blöð- um beggja landanna. Nú hafa þeir von Papen, sendi- herra Þjóðverja í Vínarborg, og Berger-Waldenegg ráðherra átt með sér viðræður til. þess að reyna að korna því til leiðar, að breyting verði á framkomu aust- urrískra blaða í garð Þýzkialands og þýzkra blaða í garð Austur- j rikis. Hefir verið gefin út op- j inber tilkynning um þessar við- ’ ræður, sem ákveðið var að færi ; fram, þá er árásum var haldið uppi í austurrískum blöðum í i garð ríkisstjórnarinnar í Þýzka- landi, og hið sama átti sér stað í þýzkum blöðum gagnvart ríkis- j stjórn Austurríkis. Leiddu þessi I blaðaskrif til opinberra mótmæla ' í Vínarborg og Berlín. | Gera menn sér vonir um, að sambúðin geti batnað til mikilla muna, ef blöðin „skifti um tón“, (United Press.) MUSSOLINI ÆSIR UPP ITALSKA HERMENN I RÓM.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.