Alþýðublaðið - 11.10.1935, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.10.1935, Blaðsíða 1
 Aðeins 2 krónur á mánuði kostar Alþýðublaðið. Berið það samau við verð og gæði annarra blaða. BITSTJÖBI: F. ALÞÝÐUFLOKKUEINN 156. TÖLUBLAÐ XVL ARGANGUR Þeir, sem borga 2 krénor á mánnði fyrir Álþýðublaðið geta auk þess tekið þátt í verð- launasamkeppninni um 4200 krénar og unnið 500 krónur í pen- ingum, eða aðra góða jóla- gjöf. Benn á vopnaflntningi til Italín verðnr sampykt í dag. \ • 1' ' Lf ■ ' :.... f i* • . ■ i , Abessiníu verður Jafnframt aftur leyft að flytja inn vopn. Abessiniumenn eru að mynda samfelda . herlfinu yfir pvera Abessiníu. EINKASHJEVTI TIL ALÞVÐUBLAÐSINS. IÍAUPMANNAHÖFN í dag. OÍMSKEYTI frá Addis Abeba segja, ^ að hershöfðingi Abessiníumanna á norðurvígstöðvunum, Ras Seymour, hagi herstjórn sinni á pann hátt, að auð- séð er, að hann er að reyna að mynda samfelda herlínu pvert yfir alla Abess- iníu. í gær varð hlé á bardögunum milli herjanna, og var pað notað af báðum til pess að breyta um stöður og undirbúa nýjar atlögur. Her Abessiníumanna hefir fengið stór- kostlegan liðsauka síðustu dagana og eru pað einkum innfæddir höfðingjar, sem nú drífa að honum hvaðanæfa með lið sitt, jafnvel úr hinum fjarlægustu og ókunnustu héruðum landsins. En mesti styrkur, sem Abessinía hef- ir fengið frá upphafi deilunnar er sá, að sérfræðinganefndin í Qenf hefir lagt til að bannið gegn innflutningi á vopnum til Abessiníu verði afnumið pegar í stað, en bann gegn vopnasölu til Ítalíu haldi áfram og verði hert á pví. Búist er við að petta verði sampykt á fundi Djóða- bandalagsins í dag. keisaranum iið sitt og ganga í Aksum er enn á valdi Abessiníu- manna. Samíkvæmt áreiðanlegum frétt- um frá Abessiníu er það nú víst, að fregnirnar, sem Italir hafa sent út um að þeir hefðu tekið Aksum, hina fomhelgu borg Abessiníu- manna, er algerlega röng. Alk- sum, sem er suðaustur af Adua og hefir mikla hernaðarlega þýð- ingu vegna legu sininar, er enn á valdi Abessiníumanna ag sýnir það, að herlína þeirrn er mun framar en áður hefir verið talið. Innf æddir höfðingj- ar streyma á víg- stöðvarnar úr öll- um áttum. Fregnirnar um, að her Abessi- niumanna efldist með hverjum degi, eru nú staðfestar af öllum fréttarituíum í Abessiníu. Herskáir ættflokkar frá fjarlæg- ustu héruðum laudsins streyma tll AúdJif Abite til þM» ab bjóða herinn. Fjöldi höfðingjá, sem hingað til hafa þózt einvaldir hver í sínu héraði og tæplega viðurkent keis- arann, hafa nú boðið honum lið sitt eg senda honum þau boð, að þeir muni vinna ekki minni hreystiverk en feður þeirra forð- um, sem börðust gegn ítölum við Adua lundir merkjum Meneliks keisara hins mikla árið 1896. ftalip strádrepa abesslnska flótta Bnenn. Italsikar flugvélar, sem h-afa bækistöð sína sunnan við landa- mæri Erithreu, hafa elt Erithreu- menn og Abessiníumenn, sem eru á flótta suður á bóginn úr héruð- unum við landamærin, og strá- drepið þá með vélbyssuskotum úr flugvélum. Meðal þessara flóttamanna er fjöldi kvenna og barna. Grlmmlr bardag- ar fi OgadenhéraOi Bardiagarnfr á suöurvígstöðvun-- LAVAL. fum í Ogadenhéraðinu hafa aldrei verið grimmari en nú. Italir hafa þar fjölda flugvéla, sem þeir senda á undan hemurn, og láta þær halda uppi látlausri sikothríð með vélbyssum iOg sprengikúlum á þær sveitir A- bessiniumanna, sem standa þar fyrir ítölum. Italsika fótgönguliðið í 'Ogáden hefir nú aftur hafið framsökn í skjóli flugvélanna, en liðinu mið- ar hægt áfram. ltalir hafa látið flugvéliar sín- ar fcasta niður flugmiðum í þús- lundatali í abessinsfcum þorpum. I flugmiðunum er öllum þeim, sem dirfast að sýna Itölum mót- þróa, hótað bráðum dauða. STAMPEN. Ornsta við Adna? BERLINI í morgun. (FO.) Frá styrjöldinni í Abessiníu segja nýjustu fréttir, að harðvít- ugir bardagar séu nú báðir í |um- hverfi borgarinnar Adua. Frétta- stofan Deutsches Nachrichtenburo sfcýrir frá því, að abessinskar herdeildir séu nú staddar 10 km. norðaustur af Adua. Frá ítalska hernum er það sagt, að hann ætli sér ah „hreinsa“ umhverfið af abessinskum ber- flokkum, áður en hann haldi á- fram framsókninni. Aloisi: Italía hefir barist fyrir Ðjóða- bandalagið! LONDON, 10/10. (FO.) Þjóðabanda!agsfundinum var haldið áframí í dag, og hófst hann snemntá í morgun. Fyrstur ræðu- manna tók til máls Aloisi barón, fulltrúi ltalí;u. Hann fcomst með- al annars svo að orði í ræðu sinni, að fundurinn í dag væri háður fyrst og fremst til þess, að taka ákvörðun um þá sérstöku ábyrgð, sem á Þjóðabandalaginu hvíldi. Þess vegna væri það skylda hans, að gem svo glögga grein fyrir málstað ItalíU, að ekki yrði um vilst. Hann yrði þá í fyrsta lagi að líta svo á, að ófriði yrði akki útrýmt. Jafnvel þótt Þjóðabandalagið hætti áð vera til, myndi sagan halda áfram að skapast, því að vegur hennar væri lífið sjálft. Fyrsta markmið Þjóðabandalags- ins ætti ekki að vera það að út- rýma stríði1, heldur útrýma or- sö'kum ófriðariojs í ra|un og sanin- leika. Hann kvað ítölsku stjórnina vera sannfærða um það, að henn- ar skilningur á anda Þjóðabanda- lagsins væri sá rétti. . Fyrir því væri Italía ekki ein- ungis að ber jast sinni eigin bar- áttu, heldur einnig baráttu fyrir Þ jóðabandalagið. (!) ítalía hefði gefið Þjóðabanda- laginu færi á að leysa þetta deilu- mál, en því hefði ekki tekist það vegna þess, að það befði leyft sér að líta of einhliða á málið. Loks hefði Þjóðabandalagið neit- i að Italíu að gera grein fyrir mál- stað sínum, og spurði hvers vegna hún hefði verið látin sæta þeirri meðferð. ítalir reiknuðu með pví, að Djóðabanda- lagið yrði máttlaust eins og í Suður- Ameríku og í Austur Asíu. Þá spurði Aloisi barón hvers ANTHONY EDEN. vegna ófriðarundirbúningnum hefði verið leyft að halda áfram í 17 mánuði án þess að Þjóða- bandalagið hefðist neitt að, ef því var alvara með að varðveita frið- inn. Hami minti á það, að ófrið- (urinn í Gran Chaoo hefði verið látinn geisa í tvö ár, án mokk- urrar íhhitunar Þjóðabandalags- ins. Þá rifjaði hann upp þátttöku Italíu í ýmsum þeim vandamál- um, sem ÞjóðabandaLagið hefði haft með höndum, og minti á, hvernig Italía hefði unnið með öðrum ríkjum Þjóðabandalagsins að þvi, að efna til Locarno-sátt- málans. Þá hefði Italía átt drjúg- an þátt í viðreisn ýmissa landa eftir ófriðinn, og hún hefði unnið að afvopnunarmálinu og lausn Saardeilunnar af fullum trúnaði \4ð Þjóðabandalagið. Þessar framkvæmdir bar hann síðan saman við Abessinfu, sem hann sagði að hefði algerlega brugðist skuldbindingum sinum, eins og þær væru tilteknar samkvjæmt Þjóðabandalagssáttmálanum. — Stjórnarfarinu væri svo ábóta- vant, að minsta kosti í hjálend- um Abessiníu, að þar ætti sér stað alls 'konar kúgun, og áþján, sem væri verri en þrælahald. Hann kvaðst verða að spyrja, hvers vegna Þjóðabandalagið hefði ekki fyrir löngu látið þetta til sín taka. !, Barón Aloisi sagði, að Italía gæti undir engum 'kringumstæð- um átt öryggi nýlendna sinna undir Þjóðabandalaginu. Þess vegna hefði hún verið neydd til þess að gera sínar eigin öryggis- ráðstafanir. Þá spurði Aloisi barón hvers vegna Þjóðabandalagið hefði ekki hafist handa þegar Japan brauzt til mikilla landa í Aust- ur-Asíu. Þá hafi enginn maður minst á refsiaðgerðir. Italía væri þess ekki umkomin að svara þeirri spurningu né skilja hugsanagang Þjóðabandalagsins. Aloisi fcomst svo að orði í itæðu sinni: „Ég er ekki að tala hér fyrir yður, sem skipið þenna fund, heldur tala ég hér frammi fyrir dómstóli sögunnar, og hann mun leggja sinn úrskurð á þetta mál, og þeim úrskurði verður ekki hnekkt“. Þá spurði forseti Þjóðabanda- lagsins hvort að fulltrúi nokkurr- ar þjóðar óskaði sér að nota rétt- AÞENUBORG 10. október. P.B. AÐ undangenginni stjómar- byltingu þeirri, án blóðsút- hellinga, sem fram fór í Aþenu- borg í gær hefir verið mynduð i ný stjórn og lýðveldið afnumið. > Kondylis hefir gert sjálfan sig að forsætisráðherra og rík- isstjórnanda, uns Alexander fyrverandi Grikklandskonungur kemur aftur til Grikklands til þess að taka við konungdómi. Tilkynnt hefir verið, að her- lög séu gengin í gildi um ger- valt Grikkland. Kondylis hratt Tsaldaris for- sætisráðherra frá völdum og kallaði því næst saman þingið, en fyrir það lagði hann ályktun um afnám lýðveldisins og end- urreisn konungsstjórnar í land- inu, en þjóðaratkvæði fari þó fram um það þ. 3. nóvember næstkomandi. Þingið samþykti ályktunina og kváðu við fagnaðaróp í þing- salnum að því loknu. — Vopn- aðir verðir eru hvarvetna við opinberar byggingar og víðtæk- ar ráðstafanir hafa verið gerð- ar til þess að koma í veg fyrir, að lýðveldissinnar beiti valdi. — Engar f regnir haf a borist um uppþot eða óeirðir og er talið inn til þess að gera athugiasemd- ir. Var þá löng þögn í salnium. og tök enginn til máls. 53 þjóð- ir höfðu þar með veitt samþykki sitt til þess, að refsiaðgerðiun yrði beitt gegn ítalilu. Laval: Sáttmáli Djóðabandalagsins er oss iög. Því næst tók Laval, fulltrúi Frakka til máls. Hann lýsti því yfir, að Frakkland væri við þvi búið, að standa við skuldbinding- ar sínar. Hann kvaðst endurtaka það hér á allsherjarfundi Þjóða- bandalagsins, sem hann hefði áð- lur lýst yfir í Þjóðabandalags- ráðinu: Þjóðabandalagssáttmálinn er oss lög, og vér getum ekki lát- ið það viðgangast, að dregið sé úr gildi hans. En vegna vináttu vorrar við ítalíu er það nú með þnngum hug, sem vér tökum á oss ábyrgðina á refsiaðgerðum gegn henni. Eden: Ófriðurinn geisar og vér berum ábyrgðina. Þá tók til máls ANTHONY ED- EN, fulltrúi Bretlands. Hann fcomst svo að orði, að heiminum væri nú ljóst, að stefna Bretlands í utanríikismálum grundvallaðist á Þjóðabandalagssáttmálanum. — Frh. á 4. síðu. hér, að alt sé með kyrrum kjör- um, þrátt fyrir þenna mikla at- burð um alt landið. (United Press-P.B.). Sjðmtinnafélagið skorar á bæjar- stjórn að le*gja togara tit ufsa~ veiða. Á fundi Sjómannafélagsins, sem haldiim vax í gæikveldi, var siam- þýkt svohljóðandi áskorun á bæj- arráð og bæjarstjórn Reykjavík- ur: „Sökum atvinnubrests fjölda isjómanna í sumar og tekjurýrrar vetrarvertíðar skorar fundurinn á bæjarráð og bæjarstjórn Reykja- víkur: a. Að fjölga nú þegar í at- vinnubótavinnu bæjarina sam- kvæmt kröfu fulltrúa Alþýðu- floikksins i bæjarstjóra Reykja- víkur og að vinnutími og önnur vinnustólyrði verði samkvæmt kröfu sömu manna. b. Að setja á stofn mötuneyti fyrir bæjarins rei'kning, er veiti Frh. á 4. síðu. Konungssiuuar gerðu stjömar- byltlngu á Grlkklandi í gærdag. Serlðg ervaXgengin fi gildi fi landinn. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.