Alþýðublaðið - 11.10.1935, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGINN 11. OKT. 1935.
’ADÞÝÐUBL'AÐIÐ
ALÞÝÐUBILAÐIÐ
CTGEFANDI:
ALÞÝÐUFLOKKUKINN
RITSTJÓRI:
F. R. VALDEMARSSON
RITSTJÓRN:
Aðalstrœti 8.
AFGRKIÐSLA:
Hafnarstræti 16.
SlMAR:
4900—4906.
4900: Afgreiðsla, auglýsingar
4901: Ritstjórn íin.niendar fréttir)
4902: Ritstjóri.
4903: Vilhj. S.Vilhjálmss (heima)
4904: F. R. Valdemarsson (heimai
4905: Ritstjórn.
4906: Afgreiðsía.
STEINDÓRSPRENT H.F.
Mapfis Torfasoa.
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
og Bændaflokkurinn hafa
ennþá einu sinni tekið höndum
saman til þess að verja rangan
málstað.
Þessir tveir íhaldsflokkar
standa nú hlið við hlið og krefj-
ast þess, að Magnús Torfason
v$d af þingi.
• Ástæðan fyrir þessari kröfu er
sú, að Magnús hefir lýst því yf-
ir, að hann teldi sig tilneyddan
að „slíta samvinnu" við Bænda-
flOkkinn, þ. e. a .s. Þorstein
Briem, Jó,n í Stóradal og Svavar
Gnðmundsson.
Þessir herrar gengu til kosn-
|nga í vor undir því yfirskini, að
þeir væru mótfallnir öllumflokks-
böndum, þeir laumuðust burtu úr
sínum fyrra flokki, af því að þeir
töldu, að kröfunni um það, að
flokkurinn stæði saman sem einn
maður, væri of fast framfylgt.
Og þeir stofnuðu nýjan flokk.
Helzta ieinfcenni hins nýja flokks
átti að verá það, að þar færi
hver og einn eftir sinni eigin
sannfæringu, en ekki eftir flokks-
samþyktum, þegar flokkJ dg sann-
færingu einstaklingsins greindi á.
Flokkurinn átti að vinna með
öðrum flokkum eftir því sem
henta þætti á hverjum tíma og
i hverju máli, engin flokksbönd,
alt sem frjálsast, var eins konar
kjörorð flokksins.
En Þorsteinn Briem og Hannes
á Hvammstanga komust að þeirri
niðurstöðu, að þeim bæri að
vinna með íhaldinu, en Magnús
Torfason vildi vinna með stjórn-
arflokkunum. Stefnuskrá flokks-
ins Iagði hvorugu hömlur.
Þegar hér var komið sögunni,
fóru Þorsteinn Briem og Oo. að
ýfast við Magnúsi. Gengu þessar
ýfingar svo langt, að Magnús sá
sig tilneyddan að slíta samvinnu,
eftir siem áður stóð hann á þeim
grundvelli, sem Bændaflokkurinn
hafði lagt í stefnuskrá sinni.
Það verður því að teljast jineir
en vafasamt, hvort fremur beri
að telja Magnús farinn úr Bænda-
flokknum en t. d. Þorstein Briem.
En þetta er aukaiatriði.
Hitt er aðalatriðið að heimild
brestur til þess í lögum, að
svifta þingmann umboði, þó
hann skifti um flokk á kjör-
tímabilinu.
Þetta viðurkenna merkir lög-
fræðingar, og það eins þó þeir
séu ákveðnir íhaldsmenn.
Um þetta þarf ekki fnekar
að fjölyrða, þannig er frá feosn-
ingalögunum og stjórnarskránni
gengið, en hitt er alt annað
mál, þó mörgum kunni að virðast
að rétt hefði verið að ganga frá
þeim á annan hátt.
Miðbæjarskólinn.
Lesendur blaðsins í skóla-
hverfi Miðbæjar eru beðnir að
athuga vel auglýsingu um skól-
ann hér í blaðinu. Öll skólaböm-
in em ámint um að mæta á þeim
tímum, sem þar er til tekið, eða
senda boð ef forföll eru. Símtöl
em afbeðin.
Mi, vinna og ígróttaiðkanir fyrir atvinnnlansa
nngiinga fyrir atbeina rikis og bælar.
Allt og till5gur nefndar |ieirrar, sem skip-
nð var til «ð gera tillögur nm hvernlg ráða
skyldi bdt á atvinnuleysi ranglinga.
NEFND sú, sem skipuð var í
byr jun septembermánaðar í
haust til að athuga atvmnuleysi
unglinga hér í bænum og gera
tilögur um hvernig ráða skyldi
bót á því, hefur nú lolrið störf-
Um. Leggur nefndin til að efnt
verði til námskeiða í handa-
vinnu (smíði), náms í íslenzku
og reikingi, íþróttaiðkana og
vinnu fyrir unga pilta, sem
ganga annars iðjulausir, og á
þessi starfsemi að standa í
4)4 mánuð. Álit nefndarinnar
verður lagt fram á Bæjárráðs-
fundi í kvöld og ráðherra mun
taka málið til athugunar næstu
daga.
Eins og kunnugt er, átti Har-
aldur Guðmundsson atyinnumála-
ráðherra frumkvæðið. að* þ'essari
nefndarskipun. Hainn ritaði bæj-
arstjórninni bréf í sumar, þar sem
hann fór fram á það, að bæjar-
stjórnin kysi tyo menin í mefnd í
þessum tilgangi, en hann skyldi
sikipa formánn fýrir nefndina.
Bæjarstjórn kaus þá Bjarna Bene-
diktsson prófessor fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn og Vilhjálm S.
Vilhjálinsson fyrir Alþýðuflokk-
inn, en atvinnumálaráðherra skip-
aði formann nefndarinnar Gunnar
M. Magnúss kennara.
Nefndin hóf þegar starf, er hún
hafði verið kosin, og byrjaði með
því að láta fara fram skráningu
á atvinnulausum unglingum. Því
miður var þátttakan í þessari
skráningu ekki eins mikil og á-
stæður eru áœiðanlega til. Ung-
lingarnir. eða f oœldrar þeirra hafa
ekki skilið þá þýðingu, sem þ'etta
mál getur haft fyrir framtíð þess
æskulýðs, sein verður að ganga
iðju- '0g athafna-laus á götunum
hér í bænum. Auðvitað vátð
nefndin að \ fara eftir þessiari
skráningu í tillögum sínum og
rniða þær við hana.
Nefndin varð þegar í upphafi
sammála um að miðia tillögur sín-
ar að öðru leyti við það, að skapa
unglingunum verkefni, sv.o að
þeir yrðu ekki iðjulausir, og að
þeim yrði gefinn 'kostur á að
nema eitthvað gagnlegt auk Joeas,:
sem sett yrði í gang Jítils. háttar
vinna, svo að þeir yrðu matvimÞ
ungar meðan þeir væru að því:
námi, sem nefndin leggur til aö
stofnað verði tíí. Auðvitað hefði
verið æskilegast að stofna til full-
fcominnar vinnu fyrir unglingana,
en ’ þess reyndist enginn kostur,
aðallega vegna þess, að fé er
ekki fyrir hendi til þess. Annars
skýrir skýrsla riefndarinnar, sem
fer hér á eftir og bæjarráð tekuri
afstöðu til í' kvöld, nægilega frá
þessu öliu.
TUlögii*' nefndarlnnar.
„Nefnd sú, sem skipuð var af
rilkisstjórn og bæjarstjórn Reykja-
vílkur 4. sept. s .1., til þess að
rannsíika atvinnuleysi unglinga
héa’ í bænum ög gera tiilögur til
bóta á því, hóf starf sitt með
því að láta fam fram skráningu
atvinnula<usra pilta og stúlkna á
aldrinum 14—18 ára. Fór sú
sikráning fram á Vinnumiðlunar-
sikrifstofunni og Ráðningarskrif-
stofu Reýkjavíkur 14.—25. sépt.
Spurningalista, svo hljóðandi,
lagði nefndin fyrir hvern ein-
stakan ungling, er lét skrás'etja
sig: ■ ^
1. Nafn.
2. Heimili
.3. Fædd(ur)
4. Fæðingarstaður
5. Foreldrar
6. atvinna þeirra
7. Hjá hverjum nú
8. Hve mörg yngri systkini
9. Hvenær til Reýkjavíkur
10. Hvaða störf síðastl. sumar
11. Hvaða störf síðastl. vetur
12. Skölavist eftir barnaskóla
13. Hvað hefir þú reynt sikemti-
legast
14. Hvað langar þig helzt til að
læra
15. Ertu starfandi í íþróttafélagi
16. Hefirðu verið langvarandi
sjúkur
17. Ef svo er, hvaða sjúkdóm
18. Kantu sund
19. Kantu vélfitun
20. Rithönd.
Alls létu skrá sig 96 piltar og
39 stúlkur, samt. 135. Hér í
bæmun munu vera ca. 2600 ung-
lingar á aldrinum 14—18 ára, og
hafa þá skráð sig rúmlega 5°/o.
Vann nefndin úr skýrzlunum og
vill láta eftirfarandi upplýsingar
fylgja tillögum sírium.
Eftir aldri skiftust unglingarnir
þannig:
Piltar 14 ára 22 Stúlkur 14 ára 6
— 15 — 12 — 15 — 11
— 16 — 21 — 16 - - 8
— 17 — 23 — 17— 5
— 18 - 18 — 18 - - 9
Óskir piltanna um störf voru
þessar: .
Sjómensku (sjómannafræði) 16
Iðngreinar ýmsar 35
Bóklegt námj í ýmsum skólum 22
Öákveðnir 23
Samtals 96
Óskir stúlknanna um störf
voru þessar:
Verzlunar- og skrifstofu-störf 10
Sauma og'harinyrðir 4
Bóklegt nám ' 22
Óákveðnar 3
Alls 39
í tilefni af óskum unglinganna
um störf leitaði nefndin fyrir sér
um möguleika til þess að geta
komið piltum og stúlkum að
störfunj. Viðvíkjandi stúlkunum
kom það í ljós, að ríki og bær
hafa gert ráðstafanir til þess að
korna á.fót handavinnunámskeið-
um fyrir stúlkur.; auk þess er
það kunnugt, að mikill skortur
er á stúlkum ril heimilisverka hér
í bænum, og þar sem ekki fleiri
stúlkur en þetta gáfu sig fram,
sá, nefndin ekki ástæðu til að
gera sérstakar -ti'dögur viðvíkjandi
þeim, en vísar til námsfceiða
þeirra, sem nefnd eru hér að
framan.
Nefndin lagði því eingöngu á-
herzlu á að athuga þá möguleifca,
sem fyrir hendi voru til þess
að finna verkefni fyrir hina at-
vinnulausu pilta.
Viðvíkjandi iðngreinum snéri
nefndin sér fyrst til Iðnsambands
byggingarmanna, erl fékk þau
svör, að iðngreinar þær, sem inn-
an þeirra vébanda eru, munu að
mestu lokaðar fyrir nýjum nem-
endum nú um sinn. Þá var leit-
að til (jinstakra iðnBefcenda, en
svarið var hjá flestum, að lítt
mögulegt væri að koma að nýjum
mönnum.
Nefndin sá nú, að hún þurfti
að miða tillögur sínar við hæfi
sem fléstra, bæði verklega og
bóklega. Og þó að nefndin sæi
sér ekki fgért að koma fram með
tillögu, sem stefni beinlínis að
Ungmeimatélagsstarlsem'
in i Reykjavik.
Vlðtal
því, að stofnað (verði til fullfcom-
innar,, nægilegrar atvinnu fyrir
piltana, lagði hún hins vegar á-
herzlu á það, a,ð semja tiilögnrn-
ar þannig,, að við framkvæmd
þeirra yrði sem flestum piltum
bjargað frá hinum skaðlegu á-
hrifum iöjuleysisins.
Nefndin varð. sammála um að
leggja til grundvallar fyrir tillög-
um sínum þessi fjögur meginat-
riði:
1. Bókleg fræði
2. Námsfceið í handavinnu
3. Vinna fyrir brýnustu þörfum,
4. íþrótrir.
Og hefir niefndin orðið sammála
,um eftirfarandi tillögur í þessum
ef num:
I. Piltarnir séu við störf og
fnám i 4)4 mánuð. í
II. Piltarnir fái frce'ðslu (í móð-
urmáli og reikningi), hpróítlr
(leikfimi), námsskeio, í 'smíoum og.
annari handavinnu, og viilm, 3
klst. á dag fyrir kaupi.
III. Tillögur um vinnu: 1. T. d.
aó unnið veröi i landi Skógrækt-
arfélágsins, sunnan Fossvogs,
undir stjórn Hák. Bjarnasoinar; 2.
Lagað verði leiksvæði Austur-.
bæjarskólans. 3. Önnur verkefni,
sem lúta að því að fegra Reykja-
vfkurborg (leikvellir o. fi.).
/V. 16, 17 ög 18 ára piltar
skulu viima 3 st. á dag með kr.
1,36 á klst., þannig, að í senin
vinnur 30 manna flokkúr í i/g;
mánuð, en þá verði skift og aðrir
30 vinni í næsta tys mánuð og
svo á víxl (piltarnir á þessum
aldri alls p0) = 60 menn í 54
daga X 4,08 = 13219,20 kr. -f
25“/o í verkstjórn, áhöld o. fl.
= 3304,80 kr. Alls kr. 16524,00.
Piltarnir eignist hlutina, sem
þeir smíða.
VI. Hugsaðir verði möguleikar
til að uokkrir piltar verði styrktir
í Hólaskóla.
VII. Bóiklegt nám (móðurmál og
reikningur) 2 ,st. á dagl 1 3 ffokk-
um = 36 st. á viku X 3 kr. st.
= 108,00 kr. Kenslan standi í
18 vikur = 1944,00 kr. +, hús-
næði, ljós o. fl. 270,00 kr. =
Alls 2214,00 kr.
VIII. Ipróttir í tveimur flokk-
um ca. 40—45 í hvorum, 1 st.
á dag, 26 st. á mánuði X 3,00
kr. st. = 78,00 kr. + 100,00 kr.
(húsa!eiga, ræsting o. fl.) — 178,00
X 4)4 mánuð = Alls kr. 801,00. 1
Kostnaður við tiliögurnar sani-
andreginn:
Vinna kr. 16524,00
Námsskeið — 2600,00
Bóklegt nám — 2214,00
Iþróttír — 801,00
Alls kr. 22139,00
Stundatafla fyrir piltana er á
þess aleið:
Námsskeið 2 st. daglega fyrir
hvern. Iþróttir 1 st. annam hvern
dag.fyrir hvern. Bóklegt nám 2
st. á dag.
Hjá 16 ára piltum og eldri
vinna fyrir kaupi á dag 3 st. í
1/2 mánuð á víxl.
Áætlaðanfcostnað eftir tillögun-
um leggur nefndin til að ríki og
bær greiði að jöfnu.
Nefndin hefir athugað að mestu
möguleikana fyrir framkvæmdum
námsskeiðanna og kenslunnar og
er reiðubúin til þess að veita
þessari starfsemi forstöðu, ef ósk-
að er.
Virðingarfyllst.
Giinnar M. Magnúss.
Vilhj. S. Vilhjálmsson.
Bjarni Benediktsson.
Starfsemi sem þessi er á byrj-
unarstigi hér á landi, en þess
verður að vænta, að hún vierði
aulkin mjög á næstu árum, et
sama atvinnuleysi hielzt.
við Skúia Þorsteirasson formanii
U. M« F. Velvakandi.
Ungmennafélagsstarfsemiimi
hér í bænum hefir lítill
gaumur verið gefinn og þó hef-
ur ungmennafélagið Velvakandi
á undanförnum árum haldið
uppi merkilegri félags og menn-
ingarstarfsemi. Alþýðublaðið
hafði í gær tal af Skúla Þor-
steinssýni kennara , en hann er
formaður Velvakanda og hefir
síðastliðið sumar verið starfs-
maður U.M.F.f. og ferðast um
'landið á vegum þess.
Á þesu ári er Velvakandi 10
ára. Starfsemi félagsins hefir
aukist með hverju ári og var
mest í fyrra vetur, enda þá mjög
f jölbreytt. Við komum upp mik-
illi. frseðslubringastarfsemi og
rákum hana eingöngu eftir
sænskri fyrirmynd, en starfsað-
ferðir Svía í fræðsluhringum eru
taldar fulkomnastar, enda er
Svíþjóð föðurland fræðsluhring-
anna. Um 30 félagar tóku þátt
í þessari starfsemi og störfuðu
þeir í þremur flokkum. Við tók-
um aðallegá til meðferðar ís-
lenzka þjóðhæíti, nýjustu skáld-
rit ög sögu Réykjavíkur og ná-
grenriis. Var mikill áhugi meðal
félaganná'fyrir þessari byrjun
með fræðsluhringa og vænti ég
þéss að við getum aukið hana
töluvert í vetur. I fyrra lærðúm
við framsagnarlist hjá Haraldi
Björnssyni, útskurð hjá Hirti
Björnssyni, sænsku, og auk þess
héldum við uppi kenSlu í viki-
vakadansi, eins og venja háfði
líka verið undarifarna vetúr.
Við héldum marga farfugla-
fundi, en þannig nefnum við
opna fundi, þar sem allir ung-
mennafélagar, sem staddir eru
í bænum mæta. Á þessum f und-
um eru erindi flutt, ræður haldn
ar um ýms mál og skemt sér
við söng, upplestur, kveðskap
0. s. frv. — Á farfuglafundum
mættu að meðaltali um 200
manns.
Á komandi vetri verður starf-
semi okkar hagað með líkum
hætti og verið hefir, en sérstök
áhersla verður lögð á fræðslu-
hringastarfsemina. Auk þess
höfum við stórmál á döfinni. í
sumar hefir verið starfandi
nefnd í félaginu, sem átti að
hafa með höndum athugun
möguleika fyrir því að koma á
fót bókasafni fyrir félagið í
sambandi við fræðsluhringa-
starfsemi sína og vona ég að
hægt verði að hrinda þeirri
fíallr hafa 200 pús-
imd hermenn og 350
f lugvélar í Abessiníu.
Síhustu opinberu skýrslur um
liðsafla ítalíu í Austur-Afríku
hernia, að ítalir hafi þar nú 200
þús. fótgönguliðsmenn, 30 þús.
verikamanna og 350 flugvéliar. Eft-
ir háttsettum ítölskum stjórn-
málamanni er það haft, að um
næstkomandi áramót geti Italir
haft 800 flugvélar í Austur-Af-
rílku. (FO.)
SKOLI ÞORSTEINSSON.
starfsemi í framkvæmd í vetur.
Félagsfundi okkar höldum við
í vetur í Kaupþingssalnum, en
leshringarnir og önnur starf-
semi okkar mun verða annars-
staðar.
fiauptmann dæmdur
til dauða í annað
sinn.
TRENTON, 9. október.
Áfrýjunarrétturinn í New Jiersey
hefir einróma staðfest líflátsdóm
þann, sem Bruno Hauptmainn var
dæmdjuri í fyrir að ræna og drepa
barn Charlés Lindberghs flug-
Itappa 'Og konu ’hans.
(United Press—FB.)
Allffiikil slldveiði í
fjrrrinótt.
AKRANESI 10. okt. F.Ú.
Til Akraness komu með síld
í dag: Höfrungur með 60 tunn-
ur. Ver með 63, Bára með 35,
Hafþór 4 og Frygg með 3.
Um miðaftan voru a ðkoma
aað Egill Skallagrímsson með á-
ætlaðar 20 tunnur og Valur með
áætlaður 25 tunnur. — Síldin
veiddist sunnarlega í Miðnessjó.
Nova komin með síldar-
tanmir til Hafnarfjarðar.
Þessi skip hafa komið með
síld til Hafnarfjarðar í gær. Is-
björn með 20 tunnur, Bangsi 30,
Huginn fyrsti 40, Jón Þorláks-
son 50, Birgir 35 tunnur, Bjöm-
inn 35, Kolbeinn ungi 100 tunn-
ur. Skipverjar á Kolbeini unga
höfðu saltað síldina sjálfir. Atli
kom með 30 tunnur, sem skips-
höfnin hafði saltað. Gmmbjörn
hafði lítinn afla. 1 gær kom Ás-
björn með 200 tunnur síldar.
Sjómenn segja, að úti sé nú
norðan kaldi og sjór. Sum skip-
in hafa farið aftur til veiða, en
önnur liggja í höfn.
Síldartunnur eru á þrotum i
Hafnarfirði, en Nóva kom í
gærkveldi með tunnur og Svan-
holm e rvæntanlegt í kvöld.
Hugheilar hjartans þakkir til allra þeirra ætt-
ingja og vina, sem með gjöfum, kveðjum og
heimsóknum færðu blíðu, birtu og yl inn á
' heimili mitt á fimmtugsafmæli mínu 8. þ. m.
Guð blessi þá alla.
Reykjavík 10. október 1935.
ísleifur Jónsson
Bergstaðastr. 3.