Alþýðublaðið - 20.10.1935, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.10.1935, Blaðsíða 3
SUNNUDAGINN 20. OKT. 1935. ALÞYÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ OTGEFANDI: ALÞfÐUFDOKKURINN RITSTJÖRI: F. R. VALDEMARSSON RITSTJÖRN: Aðalstræti 8. AFGREIÐSLA: Hafnarstræti 16. SIMAR: 4900—4906. 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innlendar fréttir) 4902: Ritstjóri. 4903: Vilhj. S. Vilhjálmss. (heimai 4904: F. R. Valdemarsson (heima) 4905: Ritstjórn. 4906: Afgreiðsla. LEIKDÓHR AR ALÞÝÉlBL&BSI^St STEINDÓRSPRENT H.F. iiineroar skjrast". gga ^ sveinn Elftir BflaftftlBías JocIiiiebissois. Lelfcsft^óri Har&ldar E|omssoa. ILEIÐARA Morgunblaðsins í gær voru tvö orð af viti, að fi'rirsögninni meðtalinni, og þaö voru orðin „línurnar skýrast". Þegar nokkrir íhaldsmenn fundu upp það snjallræði í vor, að 'kalla sig Bændaflokk, var langt frá 'þvi, að sagt yrði með sanni að línumar væru skýrar. Þær á:tu að vera óskýrar, því til- gangurinn var, að fleka bænd- ur undir íhaldsokið, ýmist með nafninu Bændaflokkur eða með nöfnum manna, sem eitt sinn voru framgjarnir og framsýnir, en voru nú orðnir þreyttir og farnir. En fát-r bændur lít uflekast: þeir sáu úlfinn undir sauðargær- unni, íhaldið undir bændaflokks- nafni. f*- Þess vegna finst íhaldinu nú thni til kominn að kasta grímunni. og Morgunblaðið er látið vinna verkið. Því farast svo orð: „Á fundum þeim, se,m haldnir voru út um land í sumar, kom (alls staðar í ljós, að fiokksmenn beggja þessara flokka töldu nauð- syn bera til þess ,að samvinna: tækist. Það virðist því liggja fyrir nú, að forystumenn Sjálfstæðis- og Bændaflokksins komi sér sam- an um drög að málefn.isamningi, sem flokkarnir standi sanian urn í framtíðinni. Svo að endanlega yrði gengið frá samninguin þessum, yrði auð- viíað að boða til landsfunda beggja þessara flokka, seni haldn- ir yrðu samtímis á komandi vetri.“ Bændur þurfa ekki framar að efast. Sjálfstæðisíhaldið hefir viljað sanna, að Briem, Hannes, Svavar og Jón munU allir með tölu leita heim til föðurhúsanna. hdVn til íhaldsins, en þeir fáu bændur, sem þeim tókst að ginna til fylgis við sig í síðustu kosn- ingum, munu gjalda þeim gabbið með fyrirlitningu. Líinurnar skýrast. íhaldið þekk- i ist, hvað anafni sem það nefnist, || og þeir, sem þekkja það, fyrir- líta það. Stórt jarðepli. Jarðepli, sem vóg 920 grömm eða tæplega kílógramm, kom í haust upp úr jarðeplagarði Garð- ræktarfélags Reykhverfinga í Suður-Þingeyjarsýslu. — Sérfróð- ir menn hér syðra vita ekki til, að svo stórt jarðepli hafi komið áður upp úr garði hér á landi, og segja, að þetta muni mega telja til einsdæma, þó víðar sé leitað. — Stærstu jarðepli, sem áðiur I a'a fengist úr görðum Garðræktarfé- lags Reykhverfinga hafa vegið 400—500 grömm. — Garðræktar- félag þetta hefir nú verið starf- raðkt í 30 ár. Aðaltilgangur þess er jarðeplarækt. Uppskera á ári er venjulega 100—200 tunnur. Eitt árið var uppskeran þó 360 tunnur. — Félagið reisti gróðrarhús við Uxahver 1933 og ier nú byrjað að reisa annað, sem hitað verður með gufu. — Framkvæmdarstjóri félagsins er Baldvin Friðlaugsson. SKUGGASVEINN OG KETILL Ragnar E. Kvaran, Jón Leós. að fullyrða, Það er óhætt hvað sem sagt er um listgildi Skugga Sveins, að ekkert leikrit á eins miklum vinslædum að fagna hér á landi. Hvað búið er að sýna hann oft veit enginn og ómögulegt að fá að vita það hve víða á landinu hann hafi verið sýndur mun heldur enginn geta gefið uplýsingar um, en það er aðeins hægt að fullyrða, að hann hefir verið sýndur svo að segja í hverjum stærri kaupstað á landinu og mjög víðar. Það er engin furða þó að Skugga Sveinn sé vinsæll hér á landi. Leikritið er þrungið af róman- tík síðustu áratuga, hetjusögn- um kvöldvakanna í sveitum landsins og dulmælti svakalegra útilégumannasagna, sem lifað hafa á vörum þjóðarinnar óra- lengi. Hverjum einasta Islendingi hafa verið sagðar sögur af Skugga Sveini, Grasa Guddu, Gvendi smala, garminum hon- um Katli og Galdra-Héðni og fjölda mörg börn hafa lengi ekki vitað annað en að þessar sögur væru virkileiki, en ekki æfintýri, tekin úr leikriti skálds- ins, sem orti þjóðsönginn. Og af tilefni 100 ára afmælis þessa skálds hefir Leikfélag Reykjavíkur tekið Skugga Svein til sýningar. Við Reyk- víkingar höfum svo sem fengið að sjá Skugga Svein undanfar- in ár. íþróttafélög tvö hafa sýnt Svein kvöld eftir kvöld fyrir fullu húsi, og einmitt sýnt hann til að geta fengið eitthvað í kassann svo að starfsemi þeirra kæmist yfir hin dauða punkt fjárhagsvandræðanna og altaf hefir Sveinki bjargað þegar á reyndi. En við höfum víst aldrei feng- ið að sjá leikinn öðruvísi en í höndum algerra viðvaninga í leiklist og hefir það auðvitað dregið úr mætti leiksins. Um Ieið og Leikfélagið ákvað að sýna leikinn af tilefni 100 ára afmælis skáldsins mátti ætla að það veldi aðeins vana leikara til að fara með hlut- verkin. En að vísu er það ákaf- lega erfitt fyrir félagið, að gera það, þar sem leikritið krefst töluverðra sérhæfileika, sem ekki eru á hverju strái. Enda gerði Leikfélagið þetta ekki og má segja það strax að þetta er það eina, sem gerir sýningu Skugga Sveins nú ekki að stór sigri fyrir félagið. Það skal þó sagt strax að leikstjórinn hefir unnið mikinn sigur með leikstjórn sinni. Þar er alt svo hnitmiðað, frumlegt, áhrifaríkt og smekklegt. Má þó búast við að ýmsir, sem eru orðnir rótgrónir í hinum gömlu formum leikritsins þyki, sem ýmislegt vanti, sem þeir hafa tekið ástfóstri við, t . d. Galdra- Héðinn og ýmsar senur sem leikstjórinn hefir slept. Sumum mun og finnast minna bragð að Sveinka gamlá eins og hann er nú. Leikstjórinn hefir í stórum dráttum dregið hið ,,banala“ úr leiknum og fágað liann allan. Er ekki hægt að finna að því, held- ur þakka. allri tilgerð. Krafturinn er ó- svikinn í öllum leik Kvarans, nema þegar hann er séttur út frá sýslumanni, þá er eins og krafturinn f jari út, en hvað gef- ur tilefni til þess? Annars var leikur Kvarans mjög fullkom- inn, en ofurlítið eymdi eftir af hinum sérkennilega framburði Kvarans á stöku stað. Bezt væri að það hyrfi alveg. Sigurður í Dal: Haraldur Björnsson: Bóndagerfið fór Flaraldi vel. — Hreyfingar Haralds og látæði var bóndans og einskis annars. Grasa Gudda: Tryggvi Magn- ússon: Reykvíkingar þekkja Tryggva í þessu hlutverki og af því hefir liann náð miklum 'vin- sældum. En þó virðist mér að honum hafi heldur farið aftur. Hann veit aldrei hvað hann á að gera við garnlar og beinaberar hendurnar. Sá er mestur ljóður- inn á ráði hans í þessu hlutverki nú. Gvendur smali: Soffía Guð- laugsdóttir: Soffía á yfir töhi- verðum hæfileikum að búa sem gamanleikari og málfærið sem hún hefir valið Gvendi er gott. Öðagot hans er reglulega ósvikið og framsetning spurn- inganna mátulega forvitnisleg og bjánaleg. Lárensíus: Pétur Jónsson: Pétur Jónsson gerir Lárensíus að nýrri persónu á leiksviðinu. Þetta fljótfærna yfirvald er ó- þarflega hávært og hamagang- urinn helzt um of. Hann þeyt- ist eins og fjaðrafok um alla senuna fram og aftur. Hann SÝSLUMAÐUR (Pétur Jónsson) OG STÚDENTARNIR Brynjólfur og Kristján. Það þarf mikla útsjónarsemi í leikstjórn við leikrit eins og Skugga Svein og með litla senu eins og við eigum og f átæk- legan útbúnað, en • Flaraldur Björnsson hefir sigrast á erfið- leikunum. Aldrei mun hafa sést hér í leikhúsinu eins fagur leiksviðs- útbúnaður og að þessu sinni. Leiktjöldin eru þau fegurstu sem hér hafa sést og þá fyrst og fremst hellisdalurinn sem Alþýðublaðið hefir þegar flutt mynd af. Hið sama má einnig segja um grasafjallið. Hefir Freymóður Jóliannsson og Lárus Ingólfsson málað leik- tjöldin að miklu leyti eftir fyrstu leiktjöldunum sem mál- uð voru af Sigurði Guðmunds- syni málara 1865, en þau eru nú geymd á forngripasafninu. Um meðferð leikendanna er þetta að segja í stórum drátt- um: Skugga Sveinn:' Ragnar E. Kvaran: Hlutverkið hefir aldrei haft þann sama svip sem Ragn- ar E. Kvaran gefur því segja kunnugir menn sem hafa séð Svein leikinn mjög oft og ég hef séð Skugga Svein nokkuð oft og beztur þykir mér svipur gamla mannsins í gerfi Kvarans. Hann verður að manni í meðferð hans en ekki ófreskju. Kvaran hefir prýðilega rödd og gerfi hans er ágætt. Leikur hans er smekk- vís og fágaður og sneyddur talar svo ótt að lítt mögulegt er að fylgjast með. En gerfið er ágætt, maðurinn í vexti eins og yfirvald í sífeldum bardaga- hug á að vera og söngur hans getur ekki tekist betur hér. Pét- ur Jónsson er áreiðanlega leik- ari, en hann þarf þjálfun og hann þarf að losna við óperu- taktana. Ketill: Jón Leós: Það er vafa- mál hvort Ketill hafi nokkru sinn verið eins vel leikinn og nú. Jón Leós gerir hann bókstaf- iega eins og hund, flaðrandi skríðandi, skrækjóttan hund, með hundslund og hundseðli, þegar frá er skilin ótrygð Ket- ils við Svein gamla. Hróbjartur: Alfreð Andrés- son: Ég hefi nokkrum sinnum sagt það áður að ég álít að Al- fred Andrésson sé tvímælalaust bezti skopleikarinn sem við eig- um og sem ég hefi séð. Hann hefir að vísu ýmsa smágalla, sem þó er auðvelt að laga með æfingu og sem hann ætti að fá tækifæri til að laga. Alfreð Andrésson ætti sannarléga skil- ið að fá styrk til náms í leiklist erlendis. Eg álít að Leikfélagið noti Alfreð of lítið og það væri illa farið ef kraftur eins og hann hyrfi fyrir handvömm eina. Hróbjartur er lítið hlutverk, en Alfreð fór þannig með það, að húsið skalf af hjartanlegum hlátrum áhorfendanna. Jón sterki: Valdemar Helga- SIGURÐUR í DAL Haraldur Björnsson. son: Þarna var hann kominn aftur kosningasmalinn úr „Syndum annara“. Nú var hann aðeins kominn í sveitamannaföt en málrómurinn var sá sami, hávaðinn jafn, fasið eins. Ögmundur: Hjörleifur Hjör- leifsson: Hjörleifur fór snotur- lega með hlutverkið. Hann var éins og sekt göfugmenni á að vera. Dulur, sterkur I lund, tryggur verndari. En af hverju var hann að kippa upp rifnum og trosnuðum buxnaskálmunum þegar hann settist á steininn? Það var enginn hætta á að brotin færu úr þeim. Stúdent- arnir Grímur og Helgi: Brynj- ólfur Jóhannesson og Kristján Kristjánsson: Um leik Brynjólfs þarf ekki að f jölyrða. Brynjólf- ur er nú einn af okkar hæfustu leikurum og honum mistekst aldrei með hlutverk. En Krist- ján hlýtur Haraldur Björnsson að hafa sett í hefilbekk og rennibekk, áður en honum var hleypt inn á leiksviðið. Nú var hann ekki eins og í Æfintýrinu. Nú lék hann vel, kunni að snúa sér við á senunni og hneggjaði ekki nema tvisvar. Söngur hans var auðvitað prýðilegur. Margrét: Jóhanna Jóhaninsdótt- ir: Margrét varð lifandi í meö- ferð Jóhönnu, og er ekkert hægt að Jsetja út á meðferð hennar á hlutverkinu yfirleitt: Og nú er ég kominn að vin- sælustu hlutverkunum: Haraldi og Ástu. Þau leika Hermann Guð- mundsson og Guðrún Þorsteins- dóttir. Bæði eru þau viðvaningar. enda kom það berlega fram. Bæ'ði hafa ágæta söngrödd, bæði eru þau falleg og tíguleg. Hann þó öllu fremur. En bæði voru hik- andi og óviss og þð sérstaklega hann. Óg leikur hans var gall- aðri. Hann fceipaði um að fá að komast í bygð. keipaÖi eins og krakki. Hann átti vont með aö snúa sér við. Þetta er eðlilegt. Það er ekki hægt að búa til leik- ara á svipstundu. Þrátt fyrir þessa ágalla ier það víst, að Hert- mann Guðmundsson ver'ður vin- sæll í hlutverkinu. Hann er svo fallegur. Guðrún er meiri leikari en Hermann. Það bar minna á viðvaningnum í fari hennar en hans. Þó voru spurningar hennar stundum barnalegar í framsetn- ingu. Heildarsvipur leiksins varð á- gætur og betri en hann hefir ver- ið sýndur hér áður. Áhorfendur tóku leiknum fá- dæma vel, og var hvað eftir ann- að klappað fyrir einstökum leik- endum, og að lokum t voru aliir leilkendurnir kaliaðir frám þrisvar sinnum. í Bðkartreqn. Vorboðar eftir Pétur Jakobsson. Sundlaugarnar okkar hér i Reykjavík eru gamlar og úr sér gengnar, og þægindi þar með minsta móti; það vita allir. En vatnið í þeim er gott og heilsusamlegt. Og þangað kemur lítill hópur menna á hverjum morgni, vetur, sumar vor og haust, hvernig sem viðrar, til að sækja þangað hreysti og lífsafl fyrir strit dagsins. Þar er oft glatt á hjalla í sólSkýlinu á morgnana, jafnt á glampandi björtum vormorgnum, þegar döggin glitrar á túnunum, og á dimmum, hráslagalegum vetrar- morgnum, þegar snjór og svell liggur yfir laugalæknum. En hrófcur alls fagnaðar þar inn frá er Pétur Jakobssm, síkátur og kvikur. I þrettán ár höfðum við hizt þar hvern morgun, þegar ég hefi getaö því við fcomið, því að þar er Pétur á hverjum morgni, hvernig sem viðrar, nema á sumr- in nú upp á síökastið. í fyrra eða hitteðfyrra sumar hurfu þeir úr sundlaugunum, hann og Valdi- mar Norðfjörð. En það hefir frézt til þeirra suður í Skierjafirði. Þar synda þeir í sjónum hvern morg- un alt sumarið. En þrátt fyrir þessi löngu kynni mín af Pétri, vissi ég það ékki fyr en í vor, að hann fcunni fleiri íþróttir en sund. Hann fæst líka við ljóðagerð í fri- stundum sínum. Og nú hefir hann gefið út ljóðabók, sem hann kall- ar Vorboða. Ég var forvitinn, þeg- ar ég fékk bókina, að sjá ljóðin hans Péturs. Ég rendi augum yfir efnisyfirlitið og staldraði við fyr- irsagnir tveggja kvæða, sem heita Sundhvöt og 1 Nauthólsvik. Ég les þau fyrst, og eftir að ég hefi lesið al’a bókina, þykja mér þau SKemtilegust. Þar kveður Pétur urn Sundlaugarnar: Heim til lauga lít ég þá lúnum augum mínum, þar sem baugabrjótar fá borgið taugum sinum. Um Nauthólsvík segir Pétur: Gæt hvar runninm geislafoss greitt að unni líður; himinsunna hlær við oss, heilsubrunnur fríður. Þessar glaðlegu, hressandi og karlmannlegu íslenzku hringhend- ur, með gömlum og fallegum rímnakenningum, lýsa Pétri svo vel, glöðum og reifum, hvar sem hann hittist. Kvæðin í bókinni eru um sjö- tiu að tölu, enda er hún allstór, um 10 bls. Mörg eru kvæðin tæki- færisljóð, en veigamestu kvæðin eru oifct út af þjöðsögum, svo sem Álfkonan í st|einin!um, Silfur- gjá, Stafnesbóndinn, Nautavað, Narfi í Þembu o. fl. t mörgum þeirra eru góðar náttúrulýsingar, svo sem þessi visuorð: Veltur bára um Borgarsund, brimi þrunginn heyrist hvinur. Skekinn vindi skelfur hlynur. Válegt glymur vetrargrand. Narfi í\ Pembu er eitt þrótt- mesta kvæðið. Þar í pr þiessi karl- mannlega vísa um sjómenn á Stafnnesi: Þeir námu gull úr gneipum Þeim gamla Ægi karl. Þótt kólga syði á keipum, Frh. á 4. síðu. Frumsýningin á miðvikudags- kvöldið var mjög háti'ðleg. Áður en sýningin hófst söng Karlakór Reykjavíkur þjóðsönginn undir stjórn Sigurðar Þórðarsonar, og risu áhorfendur úr sætum sinum. Að þes susinni mun Skugga- Sveinn verða sýndur lengi. V. S. V.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.