Alþýðublaðið - 19.11.1935, Page 4

Alþýðublaðið - 19.11.1935, Page 4
fcRIÐJUDAGINN 10. n<5v. 1933. g GAMJLA BlO ■ Æskuár. Gullfalleg og hrifandi sænsk talmynd um frelsis- þrá æskulýðs nútímans og hið sanna lögmál lífsins, sem ávalt stendur óhagg- að. — Aðalhlutverkin leika hinir góðkunnu s æ n s k u leikarar: HAKAN WESTEKGREN. GEORG BLICKINGBERG ANNE-MARIE BRUNIUS annaðUdkl.9 @ í Oddfellowhöllinni. Kristmann Guð- mundsson les upp. Pétur syngur. Helga og Hermann, dúett-söng. Alfreð: Cabarett- þættir. Sketch, leikið af fjórum. Harmoniku-dúett. Lárus Ingólfsson: Konferencier. Anna Péturs: Við hljóðfærið. Eftirhermur. |Mandolín og gítarspil o. fl. Aðeöngum. á 2,00 í Hljóðfærahúsinu, sími 3656. Nýjungar í veiting- Sum. H Keisla. Tvær lærðar saumakon- ur óskast til að kenna við væntanlegt saumanám- skeið V. K. F. Framtíðin í Hafnarfirði. Umsóknir verða að vera komnar ekki síðar en fimtudaginn 21. þ. m. í Lækjargötu 18. Sveioafélag HAsgagnasmiða. Fundur í baðstofu Iðnað- armanna miðvikud. 20. nóv. kl. 8 e. h. Fundarefni: Urslitatillaga frá meistarafélaginu. Mætið allir! Stjórnin. VEGGMYNDIR, Rammar og inuramm- anir, bezt á FREYJUGÖTU 11. Sími 2105. KOMMUNISTAR A SEYÐISFIRÐI. (Frh. af 1. síðu.) Talaði hann aðallega um hin alkunnu samfylkingartilboð kommúnista. Ræða hans og „samfylking- ar“-tillögur mættu svo öflugum andmælum Alþýðuflokksmanna að kommúnistum mun ekki hafa þótt árennilegt að bera fram „samfylkingar“-tillögur sínar. Atvinnnbótavlnna stöðug s ðan í sept. Unnið hefir verið stöðugt í atvinnubótavinnu hér síðan í september og vinna nú daglega 25 menn, aðallega að vegagerð og endurbyggingu á vatnsveitu bæjarins. Vinnunni mun verða haldið áfram meðan fært er og fé er fyrir hendi. IHALDSMENN KUSU NAZISTA. (Frh. af 1. síöu.) tvo menn kosna, þá Gunnlaug Pétursson og Odd Ólafsson, Nazistar fengu 24 atkvæði og fengu kósinn einn mann, Gutt- orm Erlendsson. Síðar kom í ljós, að eitt at- kvæði nazistanna var ógilt og kærðu því róttækir stúdentar kosninguna og var hún úrskurð- uð ólögmæt. Fóru þá fram kosningar í gær. Þá urðu úrslit þessi: Félag róttækra háskólastúdenta fekk 78 atkvæði og fekk þrjá menn kosna, þá: Bjöm Sigurðsson, Benedikt Tómasson og Kjartan Guðmundsson. Unnu þeir því glæsilegan sigur. Ihaldið fekk 51 atkvæði og tapaði öðra sætinu. Nazistar fengu 33 atkvæði og komu inn einum manni, Gutt- ormi Erlendssyni. Bersýnilegt er að íhaldið hef- ir lánað nazistum mörg atkvæði, því yfirlýstir nazistar í háskól- anum eru varla yfir tuttugu. Félag róttækra stúdenta hef- ir nú hreinan meirihluta í stúd- entaráðinu, eða 5 af 9. I deildakjörinu fekk það tvo fulltrúa kosna, í læknadeild Friðrik Einarsson og í heim- spekideild Svein Bergsveinsson. Ihaldið fekk tvo fulltrúa deilda- kjöma, Jóhann Havsteen í laga- deild og Helga Sveinsson í guð- fræðideild. Af þessu má sjá, hve óglögg- ar línur eru milli íhalds og naz- ista hér sem annars staðar. Þar sem nazistar hafa veikt fylgi, styðja íhaldsmenn þá og gagn- kvæmt. MENNINGARSJÓÐUR. (Frh. af 1. síðu.) brot á áfengislöggjöfinni, verði bætt það sem á vantar úr ríkis- sjóði, ef sektiraar nema ekki nefndri fjárhæð. Tilgangur Menningarsjóðs er að styðja almenna mennmgu í landinu, rannsókn íslenzkrar náttúru og þróun þjóðlegrar hstar. Segir svo í bréfi Mentamála- ráðs til Alþingis: „Vér vonum því, að hið háa Alþingi haldi enn fram hinni sömu stefnu, sem mörkuð var með stofnun Menningarsjóðs, enda þarf ekki orðum að því að eyða, að sjaldan hefir þess verið meiri þörf en nú á þessum erf- iðu krepputímum, að íslenzk menningarviðleitni njóti styrks og aðhlynningar ríkisins“. Undir þetta erindi hafa ritað: Jónas Jónsson, formaður Menta málaráðs, Barði Guðmundsson, ritari, Árni Pálsson og Pálmi Harmesson. IIÞfBUBUÐni fi MG ÞORMÓÐUR EYJÓLFSSON. (Frh. af 1. síðu.) hin nýja síldarverksmiðja, sem reist var á Siglufirði á síðasta ári, ætti að standa, reit Júlíus Havsteen, sýslumaður á Húsa- vík grein, þar sem hann and- mælti því eindregið, að Siglu- fjörður yrði valinn, og færði þær ástæður, sínu máli til stuðn- ings,að vinna mundi ekki ganga eins vel og æskilegt væri þar. Þessari grein svaraði Þor- móður í Einherja, blaði Fram- sóknarmanna á Siglufirði, 5. jan. 1934. Þar farast honum m. a. þannig orð: „Eða heldur hann að verkamenn ríkisverksmiðj- unnar vinni af minni trúmensku en verkamenn annars staðar?" Svo bætir Þormóður því við í svargrein sinni, að hann viti að hann (þ. e. J. H.) mundi verða manna fúsastur til að leiðrétta þann misskilning, ef hann vildi koma og horfa stundarkorn á vinnubrögð verkamannanna. „Og hvað hafa nú verkaménn |i unnið sér til óhelgi? Er verið að víta vélamenn fyrir það að þeim tókst að gera þær endur- bætur á verksmiðjunni, að hún vinnur nú úr nokkur hundruð fleiri málum á sólarhring en hún gat fyrst? Eða skrifstofu- stjóra fyrir þá árlegu sýningu á niðurstöðum reikninga verk- smiðjunnar og með sérstaklega prýðilegu reikningshaldi ? Eða stjórn verksmiðjunnar og fram- kvæmdarstjóra fyrir það, að hagur verksmiðjunnar hefir far- ið batnandi ár frá ári“. Á þennan veg ritar Þormóður Eyjólfsson um starf verksmiðj- unnar 5. jan. 1934. Og ennþá er sami skrifstofustjórinn, sami vélstjóri og sami verkstjóri og þá var. Og starfsmennirnir, sem Þormóður talar um, eru undir stjóm þessa verkstjóra, er Þor- móður segir nú, að hafi verið ónothæfur frá byrjun. Það verð- ur erfitt að sjá af þessari skýr- ingu, hvemig hægt hefir verið að gerbreyta starfsháttum verk- smiðjunnar, a. m. k. til batn- aðar. Og nú vil ég aðeins spyrja: Hvor haldið þið að segi sann- ara, Þormóður frá 5. jan. 1934 eða Þormóður frá 7. nóv. 1935. Eða kannske að líta beri á um- mæli frá 1934 sem svæsna árás á starfsmennina, fyrst Þormóð- ur heldur því nú fram, að um- mælin frá 1935 séu sögð þeim til heiðurs. Langt seilst. . Þar sem Þormóður talar um að tveir af þeim, sem undir yfirlýsinguna rita, hafi verið sektaðir fyrir brot á áfengislög- gjöfinni, virðist hann seilast nokkuð langt eftir ágreiningsat- riðum. Með þessum ummælum sínum hefir hann að vísu gefiö ástæðu til málssóknar, þar sem um enga tvo er þaraa að ræða. En sökum þess, að drengskapur hans og sannleiksást stendur á svo gömlum og traustum grund- velli, hvað svo sem dómstólarn- ir um það kunna að segja ,að enginn sem til þekkir, trúir því, að hann viljandi halli réttu máli, má búast við, að honum verði þetta fyrirgefið. Þessi áfengis- saga hefir að vísu verið skrif- uð áður. En það ætti ekkert að rýra gildi hennar, þó að hún sé endurtekin hér með þeirri viðbót, sem snýr að Þormóði sjálfum. Veturinn 1932, tveim árum áður en Þormóður skrifaði lof- greinina í Einherja, fluttu 4 Næturlæknir er í nótt Þórð- ur Þórðarson, Eiríksgötu 11. Sími: 4655. Næturvörður er í Reykjavík- ur og Iðunnarapóteki. Veðrið: Hiti í Reykjavík 5 st. Yfirlit: Lágþrýstisvæði frá Suð- ur-Grænlandi til Irlands. Útlit: Hvass suðaustan og austan. Sumstaðar dálítil rigning. ÚTVARPIÐ: 15,00 Veðurfregnir. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Þingfréttir. 19,45 Fréttir. 20,15 Erindi: Hvers vegna er- um vér bindindismenn ? (arai Sigurðsson). 20,40 Einleikur á píanó (Carl Billich): Fr. Chopin: Scherzo No. 3 í cis-moll; Ballade No. 2 í F-dúr; Fr. Liszt-Rossini: Cujus animam; Verdi: Miserere úr óp. „Troubadour“. 21,05 Erindi: Úr stjömufræði (Steinþór Sigurðsson). 21,30 Danzlög til kl. 22,30. starfsmenn verksmiðjunnar 7 flöskur af áfengi úr skipi, sem tók lýsi hjá verksmiðjunum Lögi-eglan tók flöskurnar og geymdi þær óákveðinn tíma, en það féll í minn hlut með hlut- kesti, að svara til saka. Það er ekki nema eðlilegt, að Þormóði sé þetta minnisstætt, þó aldrei sé nema vegna þess, að áður en flöskurnar voru fluttar úr skipinu var það ákveðið okkar á milli, að hann fengi eina þeirra. Þetta get ég að vísu ekki sannað með vitnum, en það er hér sagt með eiðstilboði. Veðrabrigði. Bardagaaðferð Þormóðs hefir breyst. Við, sem fylgst höfum með þroskaferli hans undanfar- in ár, erum óvanir því, að hann hafi sig opinberlega í frammi við andstöðumenn sína. Hinar árásirnar hafa gef- ist svo vel um áratugi, að treg- gáfuðum mönnum eins og mér verður erfitt að átta sig á því, hver hagur honum má vera að breytingunni. Hann hefir öðru hvoru verið að reyna að telja mér trú um, að það væri sér að þakka, að mér hefði ekki verið fyrir löngu sagt upp verk- stjórastarfinu. Jafnframt hefir hann verið að reyna að skapa meiri hluta fyrir því í verk- smiðjustjórninni, að mér yrði sagt upp. Það lengsta, sem hann hefir komisl, er það að fá bók- uð ummæli í gerðabók stjórnar- innar um það, að framkvæmda- stjóri hefði leyfi til að segja mér upp. Slík ósk kom aldrei frá Ottesen framkvæmdastjóra, enda var samvinna á milli okk- ar ávalt hin bezta, og á ég ein- hversstaðar í fórum mínum á- gæt meðmæli frá honum. — Nokkru eftir að þetta uppsagn- arákvæði var bókfært, héldu starfsmenn verksmiðjanna sam- j sæti og buðu þangað hinum ■ ágæta stjóraarformanni. Þar j hélt hann mikla lofræðu um mig og störf mín við verksmiðj- ! urnar, en þegar hann hafði sof- ið úr sér túrinn, símaði hann til i Lofts Bjarnasonar í Hafnarfirði sem þá var í verksmiðjustjóm- inni og vildi fá hann og Hlíð- dal til þess að samþykkja, að mér yrði sagt upp. Lofræðan hefir að líkindum átt að vera sönnun fyrir því, að hann hefði ekki komið nærri uppsögninni. Kafað dýpra. Að þessu sinni ætla ég ekki að ræða um vanrækslur þær, er Þormóður segir, að ég hafi gert mig sekan um á þessu ári, þar sem ég hefi fulla ástæðu til að álíta, að þar sé, auðvitað óvilj- andi, hallað réttu máli. Á. m. k. á ég bágt að trúa því, að heim- ildin sé komin frá framkvæmd- arstjóra. Eða kannske ummæl- in eigi að skoðast sem sögð mér til heiðurs, eins og óstundvísi og drykkjuskapur frá fyrri ár- um. Hvort ég hefi rétt til þess að vera nefndur yfirverkstjóri, eftirlæt ég Þormóði að ræða um, m. a. vegna þess, að ég hefi aldrei nefnt mig því nafni. Hinar dulbúnu aðdróttanir Þormóðs um það, að ég eigi sök á því, að Jóni Gunnarssyni var sagt upp starfi, eru, vægast sagt, bjánalegar. Vilji Þormóð- ur halda þessu fram í alvöru, þá verður hann einnig að við- urkenna, að aðstaða mín við verksmiðjumar sé svo sterk, að ég ráði gerðum meirihluta verk- smiðjustjómarinnar. Bezta sönnunin fyrir því, að Þor- móður trúir þessu ekki sjálfur er sú, að hann hefir ekki núið sér upp við mig neitt að ráði. En það mundi hann hafa gert, ef hann hefði álitið að mín að- staða réði úrslitum. Þetta er hans gamla og góða herbragð, sem honum hefir oft heppnast svo prýðilega. Sannleikurinn er sá, að ég látið þetta mál afskiftalaust, þótt ég hafi fylgst með gangi þess. En þessi aðdróttun Þor- móðs á dýpri rætur. Kona mín og Jón Gunnarsson eru bæði bræðra- og systrabörn. Fyrir utan skyldleikann hafa þessar fjölskyldur ávalt verið tengdar sterkum vináttuböndum. Það eru þessi vináttubönd, sem Þor- móði virðist vera svo ant um að slíta. Þó að okkur Jóni Gunn- arsyni hafi ekki að öllu leyti fallið vel hvorum við annan, þá er það algerlega mál okkar tveggja, en ekki fjölskyldna okkar. Tilraun Þormóðs í þessa átt er ein sönnun enn fyrir því, að hann er furðulegur maður. Jóhann F. Guðmundsson. Þýzki sendikennarinn, dr. Walter Iwan, flytur í kvöid háskólafyrirlestur með myndasýningu um skóga í Þýzkalandi. — Fyrirlesturinn verður fluttur í háskólanum og hefst kl. 8,05 og er lokið kl. 8,50. Alþýðuf lokksmenn! Jafnaðarmannafélagið heldur sfcemtifund í Jkvöld í Iðnó. Allir Alþýðuflokksmenn enu velkomnir meðan húsrúm leyfir. NYJA BlÓ . Þeir sera guðir- nir tortíma. Stórfengleg og hrífandi amerisk tal- og tónmynd, samkvæmt hinni heims- frægu sögu „Whom The Godsdestroy" eftir Albert Dayson Terhune. Aðalhlutverkin leika: Walther Conolly og Doris Kenyon. Aukamynd: KAPPRÓÐRAHESTAR. Skemtileg íþróttamynd. Leshringur Alþýðuskólans um þjóðfélagsfræði og marx- isma kemur saman í húsnæði skólans, Austurstræti 14, á fimtudagskvöld kl. 8,15. Kvöldskemtun jafnaðarmanna Á kvöldskemtun Jafnaðar- mannafélags Islands í Iðnó í kvöld verður sýnd kvikmynd frá 1. maí í Reykjavík síðast liðið vor. F. U . J.-félagar! I kvöld eiga eldri og yngri flokksfélagar Alþýðuflokksins að sfcemta sér samciginlega í Iðnó þar sem Jafnaðarmannafélagið heldur kaffikvöld með ýmsum fjölbreyttum sfcemtiatriðum. Allir F, U. J. félagar í Iðnó í kvöld. Stjómin. Skipafréttir: Gullfoss fer vestur og norður annað kvöld. Goðafoss fer frá Hull í dag til Vestmannaeyja. Dettifoss kom að vestan og morð- an kl. 8 í gærkveldi. Brúarfoss fór frá Grimsby í gærkveldi til Oslo. Lagarfoss var á Seyðisfirði í gærkveldi. Selfoss kom til Stokkhólms í gærmorgun. Drottn- ingin er væntanleg hingað 21. þ. m. ísland fór héðan i gærkveldi. Esja fer í 'kvöld í 'hringferð vest- ur um. Súðin fór frá Finnlandi i dag áleiðis hingað. Gunnar Salómonsson úr Reykjavík sýndi aflraunir á Akranesi síðastliðinn laugardag og sunnudag. Áhorfendur voru margir, og fanst mönnum mikið til um afl hans. (FU.) Isfiskssala: Karlsefni seldi í Grimsb'y í gær 1029 vættir fyrir 440 sterlings- pund. Hávarður Isfirðingur seldi í gær á sama stað 650 vættir fyrir 460 sterlingspund. I. ©. G. T. St. Verðandi nr. 9. Félagar fjölmennið á fundinn í kvöld. Systurnar komi með kökur vegna heimsóknarinnar. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við and- lát og jarðarför konunnaF minnar og”móðir okkar7 Laufeyjar Guðmundsdóttur. Símon Bjarnason og börn. Danzskóli Rigmor Hanson, byrjar á morgun í K.R.-húsinu uppi, fyrir yngri börn kl. 4— 5y2, mánaðargj. 4 kr., fyrir eldri böm kl. 6—8, mánaðargj. 5 kr. Upplýsingar í síma 3159. 12 epli á 1 krónu. MT Drífandi Laugav. 63, simi 2393. # #

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.