Alþýðublaðið - 27.11.1935, Side 2
MIÐVIKUDAGINN 27. nóv. 1935.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Stórbrim og hríð við Húnaflóa.
2 bátar ónýtast og margír sKemmast
BLÖNDUÓSI, 26./11. FO.
Síðast liðna nótt gerði norð-
vestan stórbrim og hríðarveður
við austanverðan Húnaflóia. Gökk
sjór yfir bryggjuna á Blönduósi
og vörupall, sem varnargarður
hlífir þó fyrir brimi. — Uppskip-
unarbátar og smærri bátar flutt-
ust til, og 2 smábátar ónýttust.
Skemdir urðu og á sumum
hinna stærri báta, en þó ekki
verulegar.
Búið var að flytja þangað kjöt
og gærur frá Magnúsi Stefánssyni
kaupmanna, og átti að senda það
með Lagarfossi. Einar Thorsteins-
son kaupmaður átti þar einnig
kjöt, en því var bjargað. — Við
björgun bátanna varð eimn maður,
Ólafur Jónsson, á milli þeirra, er
þeir hentust saman, og hlaut af
nokkur meiðsl, en ekki hætíuleg.
— Við bryggjuendann hefir brim-
ið skoláð burtu nokkru af vegin-
um á 2—4 metra vegalengd, svo
að ófært er bílum.
Á Skagaströnd var álíka sjó-
gangur. Bátar hentust hver á ann-
an en skemdust lítið. Einin mað-
ur, Haraldur Nikulásson, rifbrotn-
aði við björgun bátanna.
Bátar eyðileggjast
á Sandi.
SANDI, 26./11. FO.
Síðast liðna nótt gerði á vestan-
verðu Snæfellsnesi storm og ó-
venjumikið brim í Lendingarstöð-
íerksmlíjan Bún
Selur beztu og ódýrustu
LIKKISTURNAR.
Fyrirliggjandi af öllum
stærðum og gerðum.
um, og tók út marga árabáta.
Tveir bátar brotnuðiu í spón. Var
anriar eign bræðranna Péturs og
Gísla Guðbjartssona, en hinn áttu
bræðurnir Jóhannes og Kristvin
Guðbrandssynir. — Aðrir bátar
brotnuðu meira og minna, og
hefðu flestir árabátar frá Sandi
farist, ef menn hefðu ekki komið
í tæka tíð á vettvang.
Verkameao á Seyð-
isfiröi aloeita konnD-
nnistam.
Frá fréttaritara Alþýðublaðsins.
SEYÐISFIRÐI.
ERKAMANNAFÉLAGIÐ Fram
hér á Seyðisfirði hélt fund
á sunnudag til að ræða mn hið
svokallaða „samfylkingartilboð“,
sem Kommúnistaflokkurinn sendi
Jón Rafnsson með hingað austur
um daginn.
Eftir allsnarpar umræður var
„samfylkingar“-tillögu Jóns
Rafnssonar visað frá með rök-
studdri dagskrá.
Jón Sigurðsson, erindreki Al-
þýðusambands Islands, er vænt-
anlegur hingað með Esju 29. þ.
m.
Gl.
Italir kenna rign-
ingunum í Ogaden
um ósigurinn.
LONDON, 26. nóv. FB.
Itölsku blöðin birta fregnir um
það, að vegna feiknamikillar úr-
ftomu í Ogadenhéraði hafi fram-
sókn ítala stöðvast. Segir, að
fregnir frá Modagisco bermi, að
svo sé úrkoman mikil, að vöxtur
hafi hlaupið í ár og læki og
sums staða hafi flætt yfir heil
svæði. (United Press.)
Athuflasemd.
Huxley Ólafsson útgerðarmaður
og meðfram'kvæmdarstjóri í hf.
Sandgerði skrifar sl. laugardag
í Alþýðublaðið um toll á fiskbein-
um. Ég kemst ekki hjá að gera
örlitla athugasemd við þessa
grein, af þvi hún birtist á þessum
vettvangi.
Huxley er illa við fiskbeina-
tollinn, og telur að hann lendi all-
ur á útgerðannönnum, teða „þeim.
I sem framleiða hráefnið", eins og
j hann orðar það. Það kemur ber-
lega í ljós, að það, sem hefiri
knúð hann til að skrifa þessa
fróðlegu grein, er hin mikla
spurning, hvernig útgerðarmenn
geti grætt sem mest á beinunum.
Og þessi spurning leiðir hann út
á þær vegleysur, að gera m. a.
tillögu um, að tollínum verði af-
iétt. Hann öfundar fiskimjöls-
framleiöendurna, af því hann tel-
ur að þeir losni við tollinn með
því, að greiða útgerðarmönnum
því minna, sem honum nemur,
fyrir beinin. Hann segir, að þeim
sé ekki trúandi til annars. Þietta
er nú alt gott og blessað.
En svo brýzt áhugamál útgerð-
armannsíns út í eftirfarandi til-
lögu, sem á að ráða bót á þessum
tollavandræðum: „Að ríkið hafi
strangt eftirlit með að útgerðar-
menn fái fult qg rétt sannvirði
fyrir sína vöru, þannig að ágóð-
inn af mjölinu skiftist milli
þeirra, sem framleiða hráefnið.
Það er bersýnilegt, að þegar hann
talar um þá, sem framleiða hrá-
efnið, þá á hann ekki við hina
upprunalegu framleiðendur, svo
arðurinn á ekki að skiftast milli
þeirra. Hann á við útgerðarmenn
og hann vill að rikið tryggi gróða
þeirra. Hann gleymir sjómönnun-
mn, eins og þeir séu ekki til.
Það virðist þó hafa legið nokkuð
beint við að geta þeirra áhrifa.
sem tollurinn befir á hlut sjó-
manna, fyrst um þetta mál var
talað. Það var þessi gleymska,
sem mér fanst dálítið raunaleg,
og sem kom mér til að gera
þessa afsökun. Annars langar
mig til að gefa hr. Huxley ól-
afssyni útgerðarmanni og með-
f ra mk væm darstjóra hf. Sand-
gerðis þá bendingu, að ef hann
hygst að gera lukku á ritvelli
veilkamanna, þá verður hann að
læra að dyljast betur en það, að
sauðheimsikur og ósvifinn kapi-
talismi gjóti á mann augunum
frá hverjum pennadrætti.
Að lokum vil ég, af því Hux-
ley talar svo mikið um tolla í
sínu skrifi, beina eftirfarandi
spurningu til hans, og vona ég að
honum sé Ijúft að leysa úr benni:
Hvað tók hf. Sandgerði mikinn
toll af sjómönnum veturinn 1934,
þegar það borgaði þeim 5 krónur
fyrir hvert tonn af beinum?
Gísli H. Erlendsson.
Bílar fara í fyrsta
sinn yfir Lónsheiði.
Nýlega fóru tveir bílar frá
Hornafirði yfir Lónsheiði til
Djúpavogs. Gekk ferðin vel. Bíl-
stjórar og eigendur bílanna eru
Helgi Guðmundsson og Guðm.
Guðjónsson. 1 förinini voru nokkr-
ir farþegar.
Garðar Guðnason bílstjóri úr
Hornafirði kom s. 1. sunnudag til
Djúpavogs frá Reykjavík norður
og austur um land. Flutti hann
bílinn á báti yfir Berufjörð og
fór áleiðis til Hornafjarðar sam-
dægurs. (Eftir FO.)
Séð um jarðarfarir.
MT Sími 4094,
Georg fyrverandi konnngnr
kom heim til Grikklands í fyrrad.
Stðrkostleg hðtiðahöíd i Aþeniihorg.
EINKASKEYTI TIL
ALÞÝÐUBLAÐSINS.
KAUPMANNAHÖFN í gær.
EOKG fyrrverandi Grikkja-
konungur kom til Aþenu í
gær til þess að taka við kon-
ungdómi á Grikklandi á ný und-
ir nafninu Georg annar.
Símskeytin frá Aþenu herma
í sambandi við þennan viðburð,
að öll þjóðin sé eins og hún væri
viti sínu f jær af gleði og hrifn-
ingu yfir heimkomu konungsins.
Stórkostleg hátíða-
höld i Ajjemi.
Aþena sjálf er öll skreytt
flöggum og blómsveigum. Hvað-
anæfa úr landinu hefir fólkið
streymt til höfuðborgarinnar og
það 'því fremur sem stjórnin lét
lækka fargjöldin með járnbraut-
unum í þeim tilgangi.
Fyrsta verk konungsins á
grískri jörð var að leggja krans
á leiði hins óþekta hermanns.
Þegar vagn konungsins stanz-
aði við Hadrianshliðið, var kon-
ungsfáninn dreginn að hún og
konungsmarsinn leikinn af
hljómsveit. Síðari var skotið af
fallbyssum og öllum kirkju-
klukkum borgarinnar hringt.
En eftir það hélt borgarstjórinn
í Aþenu, Kodizas ræðu og bauð
konunginn velkominn.
I svarræðu sinni sagði Georg
konungur meðal annars:
„Ég þakka kærlega fyrir hinr
ar hjartanlegu móttökur. Ég er
hamingjusamur yfir því að vera
kominn aftur heim til föður-
landsins, að fá að sjá mína elsk-
uðu Aþenuborg og taka á móti
hamingjuóskum yðar hér við
ræturnar á Akropolis. Ég tek
með djúpri geðshræringu á móti
þessum hamingjuóskum, og
skoða þær sem tákn þeirrar
þjóðlegu einingar og bróðernis,
sem í framtíðinni muni sameina
alla Grikki í starfi þeirra fyrir
föðurlandið."
STAMPEN.
ÍHAAiiOLYiíNCAR
viTOim
Telpupeysur allar stærðir,
sérstaklega fallegar og ódýrar.
Verzl. „Dyngja“.
Silki- og ísgamssokkar frá
2,25 par. Bómullarsokkar 0,95
par. Silkisokkar í úrvali frá 2,90
par., misl., og 1,75 par., svartir.
Barnasokkar, sérlega góðir, frá
1,55 par. Hosur á börn.
Verzl. „Dyngja“.
Kvenbolir í úrvali frá 1,75
stk. Kvenbuxur á 2,25. Sokka-
bandastrengir, breiðir og mjó-
ir.
Verzl. „Dyngja“.
Tvistar í Svuntur og Morgun-
kjóla, góðir og ódýrir. Tilbúnir
Morgunkjólar.
Verzl. „Dyngja“.
Kjóla- og Blússusilki frá 2,25
mtr. Georgette í Kjóla og Blúss-
ur frá 2,80 mtr. Nýkomið svart,
nýtt efni í Kjóla og Upphluts-
skyrtur.
VerzL „Dyngja“.
Munlð súna 1974, Fiskbúðin
Hverfisgötu 37. Ávalt nýr fisk-
ur. Sólberg Eiríksson.
Borðið í Ingólfsstræti 16. —
Sími 1858.
Hér skeður aldrei neitt
Sagan cr cftir lækninn A. J. Cronin;
hún gerist á sjúkrahúsi, og er endur-
sögn atburða frá læknisáimn lians.
MaMng úr íslenzk-
mn hráefnam.
Iönaðarnefnd neðri deildar flytur
frumvarp um eirikaleyfi til að
vinna málningu úr íslenzkum
hráefnum.
Samkvæmt þessu frumvarpi er
þeim Einari Gíslasyni og Ósvaldi
Knudsen málarameisturum veitt
um næstu fimm ár eirikaleyfi til
þess að vinna málningu úr ís-
lenzkum hráefnum.
Á þessum tíma er öðrum ó-
heimilt að vinna málningu úr ís-
lenzkum hráefnum til lölu.
Nokkur huiti
Norður-Kína
segir skilið við
Nanking.
LONDON, 25. nóv. FB.
LIÐLEGA VIKU hafa
staðið yfir samkomulags-
umleitanir með það mark fyrir
augum, að stofna sjálfstætt
ríki í Norður-Kína, þ. e. að
fimm Norður-Kína-fylkin hefði
sína eigin stjóm, óháða Nan-
kingstjórninni. Hafa Japanar
verið taldir standa hér á bak
við, þeir sé hér að stofna nýtt
leppríki, eins og þeir gerðu í
Mansjúríu.
Mjög óvíst þótti þó í síðustu
viku, hvort haldið mundi verða
áfram með stofnun nýs ríkis í
Norður-Kína, vegna mótspyrnu
þeirrar, sem þetta sætti í Kína,
og óttuðust menn jafnvel, að til
blóðugrar styrjaldar mundi
koma, ef haldið yrði áfram við
þessi áform.
Nú hefir það nýtt gerst í mál-
inu, að lýst hefir verið yfir
stofnun óliáðs ríkis í austur-
liluta þess svæðis Norður-Kína,
sem Japanar hafa afvopnað, en
markið er hið sama, að gera alt
Norður-Kína að ríki óháðu Nan-
kingstjórninni. Heppnist áform-
in búast menn við, að samband
hins nýja ríkis við Japan verði
svipað og nú er milli Mansjú-
ríu og Japan. (United Press).
íiamall maður verð-
ur fyrir reiðhjóli og
fótbrotnar.
Um kl. 1 e. h. síðast liðinn
laugardag varð gamall miaður fyr-
i reiðhjóli í Kirfcjustræti.
Hjólreiðamaðurinn hélt leiðar
sinnar, án þess að grenslast eftir
því, hvort maðurinn hefði meitt
sig eða ekki.
Maðurinn, sem fyrir hjólinu
varð, var Skúli Árnason fyrrum
héraðslæknir. Hafði hjólið lent á
vinsta fæti hans og brotið fótinn.
Gat Skúii sjálfur komist af
götunni. Hjólreiðamaðurinín hefir
ekki fundist enn þá.
Ægileg spreng-
ing í úthverfi
Oslo.
Fimm verkamenn
farast.
OSLO, 23. nóv. FB.
Fimm verkamenn biðu bana af
völdum sprengingar, sem varð í
gær hjá hinu nýja; mikla leiguhúsi
Johnsensbræðra rétt fyrir utan
Oslo. Kassi með dynamiti hafði
verið lagður inn í hvíluskála
verkamanna. Sprengingin var
stórkostleg, og biðu fjórir verka-
menn, er nærstaddir voru, þegar
bana, en sá fimti slasaðist svo, að
hann lézt á leiðinini i Ulevaal
sjúkrahús. (NRP.)
Duglegur söíumaður óskast
til að selja bækur. Há sölulaun.
Umsóknir sendist í póstbox 144
sem fyrst.
Barnavagnar og kerrur tekn-
ar til viðgerðar. Verksmiðjan
Vagninn, Laufásveg 4.
Smíða trúlofunarhringa.
Jón Dalmannsson, gullsm.,
Vitastíg 20.
VESTMENN
eftir I>. f>. I>. er koruið út.
G6ð kápa. Betra band. Bezt guli.
Verð: 7,00 og 9,50.
Ingóltur Jónsson
cand. juris fyrv. bæjarstjóri.
Allskonar lögfræðisstörf, mál-
færzla, innheimta, samninga-
gerðir, kaup og sala fasteigna.
Bankastræti 7 (næstu hæð yfir
Hljóðfærahúsinu). Sími 3656.
Viðtalstími kl. 5—7 sd.
Eikarskrtiorð.
Nokkur ný og vönduð eikar-
skrifborð til sölu á kr. 125.00.
Góðir greiðsluskilmálar. Einnig
alls konar húsgögn smíðuð eftir
pöntun.
Upplýsingar á Grettisgötu 69
frá kL 2—7.
w ■■F' Drífandi Laugav. 63, simi 2393. 9 0
12 epii á 1 krónu.