Alþýðublaðið - 07.01.1936, Qupperneq 4
ÞRIÐJUDAGINN 7. JAN. 193fi.
H OAMJLA BlO ■
ftrossfararnir.
Aðalhlutverkin leika:
LORETTA ¥OUNG og
HENRY WELCOXON.
ilörn innan 16 ára fá ekki
aðgang.
Fnndur
í Kveimadeild
Slysavarnafélags fslands,
rniðvikudaginn 8. þ. m. kl.
8y2 síðd. í Oddfellowhús-
inu, stóra salnum.
Stjórnin.
Stœrsta b esna i
Rejfkjavik.
Knattspyrnufélagið Fram hélt
þrettándabrennu á Iþróttavellinum
í gænkveldi, og hófst hún kl. 9.
Var mjög fjölment við brenn-
una og var áætlað, að þar mundi'
yera alt að 4 þúsundum. Var
þetta einhver stærsta brenna, sem
hér hefir verið haldin.
Hófst skemtunin á þvi, að
lúðrasveitin „Svanur" lék á Aust-
urvelli. Flyktist þangað múgur og
margmenni, sem streymdi síðan
suður á völl.
Á -vellinum söng Iðnaðarmanna-
kórinn og „Svanur" lék. Pétur
Jónsson óperusöngvari var álfa-
konungur, en 30 álfar dönzuöu
og sungu. Var skotið flugeldum,
sem drógu að sér athygli áhorf-
enda. Bálið var mikið, og mun
bjarminn af því hafa sést langt
að.
öripir brenna inni í
í Kolkuósi.
KOLKUÓSI, 5. jan. FO.
Á iaugardagsmorgun kviknaði
í fjósi í Kolkuósi og köfnuðu
ánni 3 kýr, 5 svin og 20 hænsn.
Eigendur voru Hartmann kaup-
maður Ásgrímsson og Sigurm-on
sonur hans. — Eldurinn kvikn-
^iði í moðnisli í inánd við ofn í
svííiastíunni. —
Frost og hreinviðri hefir verið
í Skagafjarðarhéraði imdanfarið
og hjarn er yfir alt. Næstuni hag-
|aust er í norðaustanverðu hérað-
' iinu, og hross eru komin á gjöf.
Bjöm heitinn Sigmundsson, er
druknaði af öldunni í ^mannskaða-
veðrinu á dögunum, yar jarðsung-
iinn við fjölmenni að Hofi 30. f. m.
Æsiogar gegn Lit-
hauen á Póilandi.
BERLÍN, 6. jan. FO.
1 Vilna í Póllandi héldu þjóð-
ornissinnuðu hermannafélögin-
mótmælagöngur í gærdag. Mót-
mæltu þau kúgun þeirri, sem
_. þau teija að eigi sér stað gagn-
vart pólska minnihlutanum í
Lithauen.
m.
Permanent-hárliðun. Höfum
,3 mismunandi tegimdir af
. permanent, Wella, — Eugen, —
Zotos. — Getum því gjört alla
ánægðá. — Hárgreiðslustofa
Lindís Halldórsson, Tjarnar-
ötti 11. Sími 3846.
Marlene Die-
trich flýr frá
Bandaríkjunum
KALUNDBORG, 5. jan. FÚ.
Þýzka kvikmyndaleikkonan
Marlene Dietrich kveðst muni
fara frá Bandaríkjunum svo
fljótt sem auðið er. Ber hún því
við, að lítt sé þar lifandi fyrir
þungum sköttum, og svo er bæði
dýrt og erfitt fyrir hana að
gæta dóttur sinnar, en hún hefir
fengið margar hótanir um að
henni skuli rænt. Er sagt að
hennar gæti sex blóðhundar dag
og nótt.
UÞfBHBUBIB
Nýíízku biireiðar
handa vegalögregl-
unni f Danmörku.
KALUNDBORG, 6. jan. FÚ.
Vegalögreglan í Danmörku
hefir nú fengið til notkunar ný-
tízku bifreiðar með stórum betri
útbúnaði en hún hefir áður haft.
Bifreiðarnar eru búnar tækjum
til þess að vega með bifreiðar,
mæla ökuhraða þeirra, og hafa
blásturshom af sömu gerð eins
og slökkviliðsbifreiðar.
Hafofirðíngsrt
Eins og yður ier kunnugt um,
ieru nú mjög erfiðar ástæður hjá
aðstandendum þeirra, sem urðu
fyrir mestum slysförum og tjóni
í eldsvoðanum í Kefiavjík 30. des-
ember s. 1. Mun því listi verða 1
borinn um bæinn næstu daga til
samskota handa hinu bágstadda j
fólki. Sömuleiðis munum við und-
irritaðir góðfúslega veita gjöfurn
viðtölku í þessu augnamiði.
Hafnarfirði, 7. jan. 1936.
Ámi Mathíesen, Ásgeir Stefáns-
son, Bergur Jónsson, Emil Jóns-
son, Fr. Hansen, Garðar Þor-
steinsson, Guðmundur Einarsson,
Jón Auðuns.
fskyggilegir vaína-
vextir á Frakklandi
LONDON, 6. jan. FÚ. I
Vatnsborð í Signu heflr hækkað
um 3 fet síðast liðinn sólarhring, !
og eru menn nú hræddir um að
vatnið komist í meðanjarðarjárn- ’
brautargöing í borginni. Er borg- j
árstjómin nú að gera ýmsar ráð- I
stafanir, sem líklegar þykja til
þess að geta komið í veg fyrir
tjón af völdum vatnsflóðs.
Þjóðverjar smiða
nýja tegund her-
skipa.
LONDON, 6. jan. FÚ.
1 dag tók þýzka flotamála-
stjómin til notkunar í þjónustu
flotans herskipið „Graf Spee". En
það er hið þriðja í röðinni af
hinum litlu nýtízku orustuskipum,
sem Þjóðverjar eru nú teknir að
smíða.
Á skipinu eru sex 11-þumlunga
fallbyssur, 12 byssur til varnar
gegn flugvélum, átta tundur-
sikeytabyssur, ein árásarflugvél og
útbúnaður til þess að hleypa
hienni í loft upp frá skipinu.
Fjárskaðar á Suður
Frakkiandi.
KALUNDBORG, 6. jan. FÚ.
1 Suður-Frakklandi verða vatns-
flóðin með hverjum degi ískyggi-
legri. Hefir margt kvikf jár drukn-
að í sumum hémðum, og ekki
taldar líkur á að flóöin réni fyrst
úm sinn.
Landburður af siid
við þýzku Norður"
sjávarströndina.
BERLlN, 7. jan. FÚ.
í fyrsta sinni í mörg ár vaða
nú þéttar síldartorfur í Helgo-
landflóanum fyrir Norður-
Þýzkalandi.
Fiskiskip frá Hamborg veiða
nú þama meiri síld en áður eru
dæmi til. Sum h fa fyllt netin
hvað eftir annað á sama blett-
inum.
Mikíl sildveiðl
í Noregi.
OSLÓ, 8. jan.
Frá Bergen er símað, að mikil
síld aflist nú fyrir sunnan Stad.
Aðfaranótt sunnudags og í gær
komu til Bergen 25 snurpinóta-
skip með um 20.000 hektolítra
af síld og auk þess 3000 hekto-
lítra af reknetasíld. Síldin er
aðallega flutt til Þýzkalands og
Englands. Mikið af henni er
fryst og er verðið 11—12 kr.
hektolítrinn. (NRP.—FB.).
70 ára
var í gær Guðm. Bjamason
frá Stykkishólmi, nú til heimilis
á Lokastíg 19.
Starfsmannafélag
Reykjavíkurbæjar
minnist 10 ára starfsemi fé-
lagsins að Hótel Borg n. k. laug-
ardag. Um fyrirkomulag afmæl-
ishátíðarinnar verður síðar aug-
lýst hér í blaðinu.
Skipafréttir:
Gullfoss er í Kaupmannahöfn.
Goðafoss er í Vestmamiaeyjum.
Brúarfoss er í Kaupmannahöfn.
Dettifoss er í Hamborg. Lagar-
foss er í Kaupmannahöfn. Sel-
fos er í Reykjavík. Drottningin
fer frá Leith á morgun. Island
er 1 Kaupmannahöfn. Esja er í
Reykjavík, fer í strandferð
austurum þann 10. þ. m. Súðin
fór frá Hamborg kl. 5 í gær á-
leiðis til Kristianssand.
Bíif ært um Bröttubrekku.
I gær kom bíll frá Borgamesi
yfir Bröttubrekku. — Bíllinn
var frá Bifreiðarstöð Borgar-
ness. Bílstjóri var Halldór
Magnússon. Var hann 4 tíma
milli bæja og þurfti lítið að
moka. Mestur var snjórinn nið-
ur undir bygð að sunnan, en
mjög lítill á fjallinu. Þrír far-
þegar voru í bílnum frá Borgar-
nesi, en níu verða úr Dölum
suður. (FÚ.).
Töluverðlr kuldar
hafa gengið undanfarið og
ísalög komin á Hvammsf jörð og
Gilsfjörð. Á laugardag komu
tveir menn frá Bjarnareyjum í
Breiðafirði til Salthólmsvíkur
og hafa þeir ekki komist heim
aftur sökum íss. (FÚ.) .
Félag ungra Jafnaðarmanna
hieldur framhalds-aðjaifund í
OddJBellow-húsinu uppi á fimtu-
dagskvöld kl. 8Va.
I Dá®
Næturlæfcnir er í nótt Gunn-
laugur Einarsson, Sóleyjaigötu 5.
Sími 4697.
Næturvörður er í [nótt í Lauga-
vegs- -og Ingólfs-apóteki,
Veðrið: Hiti í Reykjavík — 2
st. Yfirlit: Grunn lægð við norð-
urströnd Islands á hreyfingu aust-
ur eftir. önnur lægð um 1500
km. suðvestur af Reykjanesi. Út-
lit: Hæg norðaustan átt. Úrkomu-
laust.
ÚTVARPIÐ:
15,00 Veðurfregnir.
19,10 Veðurfregnir.
19,20 Hljómplötur: Létt lög.
19,45 Fréttir.
20,15 Erindi: Heilbrigðismál, VI:
Berklaveiki, I (Sigurður
Sigurðsson berklayfirlækn-
ir).
20,40 Sónata fyrir fiðlu og pianó,
eftir Veracini (Hallgrímur
Helgason og Margrét Ei-
riksdóttir).
21,05 Erindi: Endurreisn islenzku
glímunnar (Helgi Hjörvar).
21,30 Hljómplötur: Danzlög (til
kl. 22,30).
Jóiatrésskemtun
Sjómannafélagsins í gæikveldi
var mjög fjölsótt. Var þar yfir
500 böm.
Höfnin:
Geir, Gulltoppur og Belgaum
komu af veiðum í gær og fóru til
Englands. Fantoft fór í gær. —
Sindri fór á veiðar í gær. Kári
var tekinn af Skerjafirði í gær.
Skrifstofa Vetrarhjálparinnar
við SSkúlagötu, gegnt Sænska
frystihúsinu, tekur á móti gjöf-
um til starfseminnar alla virka
daga kl. 10—12 f. h. og kl. 1—6
e. m.
Peningagjafir
til Yetrarhjálparinnajr.
Landssmiðjan 15 kr., G. Helga-
sön & Melsted h. f. 200 kr., Ó-
nefndur 5 kr., S. 10 kr., Bama-
skólinn Bnekkustíg 19 kr. 500,
Helgi Helgason, Miðey, Landeyj-
um, 30 kr. Kærar Þakkir. Stefám
A. Pálsson.
Farþegar
með Goðafoss frá Rvík til
Hull og Hamborgar: öm John-
son. Sigríður Einarsdóttir. Guð-
björg Hjörleifsdóttir. Þór Sand-
holt. Héðinn ' Valdimarsson.
Guðm. Jónsson. Geir Sigurðs-
son. Páll Briem. Banks. Hjörtur
Fjeldsted. Guðrún Briem.
Hjónaband.
Síðast liðinn laugardag voru
gefin saman í hjónaband af séra
Garðari Þorsteinssyni imgfrú
Margrét Ólafsdóttir og Torfi
Þorbjömsson. Heimili þeirra er
á Hofsvallagötu 20.
Jólatrésskemtun
Matsveina- og veitingaþjóna-
félags Islands verður á Hótel
Borg miðvikudaginn 8. þ. m. kl.
5. Aðgöngumiðar seldir á Hótel
Borg (suðurdyr).
Hjónaefni.
Á gamlárskvöld opinbemðu
trúlofun sína Gyða Grímsdóttir
verzlunarmær, Ránargötu 12, og
Stefán Jónsson á varðskipinu
„Ægi“.
Frá Sauðárkróki
hefir hvem dag, sem veður
hefir leyft verið leitað að bátn-
um Nirði, er fórst í ofviðrinu
14. dez. Það er ætlan manna
að hann hafi sokkið á höfninni,
eða mjög nálægt henni. Á það
benda meðal annars þeir hlutir,
sem úr honum ráku. FÚ.
Farsóttir og manndauði
í Reykjavík vikuna 15.—21.
dezember (í svigum tölur næstu
viku á undan): Hálsbólga 94
(41). Kvefsótt 114 (113).
Barnaveiki 1 (0). Iðrakvef 32
(10). Kveflungnabólga 1 (3).
Skarlatssótt 1 (0). HOlaupabóla
3 (0). Kossageit 1 (0). Þrímla-
sótt 0 (1). Mannslát: 0 (4). —
Landlæknisskrifstofan. (FB.).
Danz í Iðnó
vierður amnað kvöld á eftir jóla-
trésskemtun Sjómannafélagsins.
I Hafnarfirði
heldur O. Frenning samkomu
í Góðtemplarahúsinu í kvöld kl.
8. Állir velkomnir.
Vetrarhjálpm.
1 sambandi við brennu „Fram“
á rnorgun h«efir Vetrarhjálpin
fengið leyfi til að hafa samskota-
kassa til styfktar starfaemi sinni.
Trúlofun.
Á gamlársdag opinberuðu trú-
lofun sína ungfrú Vigdís Guð-
brandsdóttir og Guðmundur Berg-
mann Guðmundsson, kyndari á
togaranum Rán, Hafnarfirði.
nyja bio
Raoða Akarliljan
Ensk stórmynd samkvæmt
skáldsögu með sama nafni,
eftir barónsfrú Orczy.
Aðalhlutverkin leika:
MERLE OBERON og
LESLIE HOWARD.
Böm fá ekki aðgang.
I Hólaskóla
eru nú um 40 nemendur. 20
þeirra fóru heim í jólaleyfinu. I
vetur hafa skólasveinar stundað
útiíþróttir, knattspyrnu, skauta-
hlaup og skíðaferðir. Skíði sín
hafa þeir smíðað sjálfir ásamt
fleiru. Snjólög hafa verið með
mesta móti. I þessum mánuði
starfar við skólann Alþýðudeild
og stendur í 3 mánuði. FÚ.
Til Hallgrímskirkju í Sanrbæ:
Móttekin gjöf frá Sesselju
Helgadóttur kr. 10,00. Bestu
þakkir. — Ásm. Gestsson.
Ouðmundur Viborg, gullsmiður,
andaðist á heimili sínu, Suðurgötu 20, laugardag 4. janúar.
Aðstandendur.
Maðurinn minn og faðir okkar,
Jón Guðmundsson,
andaðist í dag, 6. janúar, í Landakotssþítalanum.
Ragnheiður Kristófersdóttir og börn.
Laugaveg 20 B.
Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
Jóhannesar Sveinssonar.
F. h. aðstandenda.
Bjöm Jóhannesson.
Sjómannafélag Reykjavíkur.
Tilkynnin^^i^félagsmanna
Samkvæmt ákvörðun félagsins aðvarast félags-
menn um að lögskrást á mótorbáta fyr en samn-
ingar eru komnir á.
Ennfremur má enginn lögskrást á línugufubáta
fyrir önnur kjör en þau, er félagið ákvað á síðastlið-
inni vertíð.
Rvík, 6. jan. 1936.
Stjórnin.
Tllkynning.
Hér með tilkynnist, að mér er eftirleiðis bannað, með dóm
uppkveðnum í gær, að selja mínar velþektu heimabökuðu köku
hér í íbúð minni á öðrum tímum en venjulegar brauðsölubúði
gera, og sel ég því hér eftir ekki þessar kökur lengur en til kl
7 á rúmhelgum dögum og kl. 1 á sunnudögum.
Jafnframt eru það vinsamleg tilmæli mín, til minna mörgc
kæru viðskiftavina, að þeir athugi eftirleiðis þennan lokunartím;
og gæti þess að gera innkaup sín nógu tímanlega. Vænti ég þess
þrátt fyri r takmörkun þessa, að ég megi áframhaldandi verð
viðskiftanna aðnjótandi og mun framvegis, ekki síður en hinga
til, gera mér far um að vera ávalt birg af allskonar góðum heima
bökuðum kökum.
Ég mun ef til vill síðar, í blaðagrein, gera nánar grein fyri
málaferlum þeim, er undanfarið hafa staðið yfir út af kökusöi
minni, og einelti því, sem bakarameistaramir hér í Reykjavík haf
látið sér sæma að leggja mig i frá því er ég fyrst hóf kökusöl
hér.
Virðingarfylst
GUÐMUNDA NIELSEN.
Tjamargötu 3. Sími 2477.
15 Appelsínur fyrir 1 krónu. Drifandi Laugavegi 63, sími 2393.