Alþýðublaðið - 26.02.1936, Síða 2
MIÐVIKUDAG 26. .FEBR. 1936
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Sæmnndur Biarnbéðinsson
prófessor.
I fyrra dag barst hingað and-
láttsfnegn Sæmundar Bjarnhéðins-
sonár prófessors, eins af mætustu
mönnum hinnar íslenzku lækna-
stéttar. Hann dó í Kaupmanrva-
höfn, en þangað hafði hann fluzt
fyrir tæpu 1J,4 ári með konu sinni,
til jiess að geta verið samvistum
með einkadóttur þeirra hjóna,
Gerði, sem er læknir og stundar
nú framhaldsnám í Danmörku.
Sæmundur Bjarnhéðinsson var
bóndasonur norðan úr Húnavatns-
sýstu. Sennilega mun paö ekki
hafa verið tilætlunin í bemsku
hans, að hann gengi m-entaveginn,
og fiað er ekki fyr en hann er
kominn um tvítugt, að hann fer
að læra undir skóla, en pá var
hann um hríð búinn að vera hjá
Júlíusi lækni Halldórssyni í
Klömbrum og hjálpa þar til við
að taka til meðul. Hann verður
stúdent tæpra 27 ára gamall og
kandidat í læknisfræði við há-
jskólann í Kaupmainnahöfn 33 ára,
í janúar 1897. Hann var því orð-
inn proskaður maður þiegar hann
lauk námi. Strax næsta vor var
hann skipaður héraðslæknir í
Skagafirði, en pví embætti gegndi
hann ekki nema stutta stund, pví
að 8. júlí 1898 gerðist hann lækn-
ir við Holdsveikraspítalann í
Laugarnesi. Par vann hann lífs-
starf sitt og gerði pað svo, að fá-
ir mundu hafa betur gert.
Pað var ekki áhlaupaverk að
taka við læknisstörfunum í
Lauganesi. Sjúklingarnir voru
margir og síður en svo, að peir
kæmu pangað allir af fúsum vilja.
Auk pess voru peir mjög margir
afarilla útleiknir af holdsveikinni,
máttu heita flakandi í sárum, ó-
hneinum og illa hirtum. Þarna
varð pví brátt mjög mikið að
gera fyrir Sæmund sem lækni
Jíkamliegra meina 5g ekki síður
andlegra.. Líkamlegu meinin
stundaði hann með mikilli kost-
gæfni, enda fylgdist hann mjög
vel með öllu pví, sem gerðist í
holdsveikilækningum um allan
heim. Hann sýndi pað i verkinu,
að hægt var að græða flestöll sár
sjúklinganna, pótt illa væru út-
leikin og svo hafa peir sagt, sem
til pekkja, að hvergi geti að líta
bietur hirta holdsveikisjúklinga á
holdsveikispítölum en í Lauga-
nesi. Strax eftir að Sæmuhdur
kom að Lauganesi fór hann að
kenna holdsveikifræði við Lækna-
skólann og síðan viÖ Háskólann.
Kensla hans og ástundun um að
ná holdsveikum sjúklingum í
spítalann hafa borið pann árang-
ur, að nú má heita svo, að holds-
veiki, og seinast nú 1 fyrra kom
landi. En Sæmundur kendi ekki
.að eins íslenzkum læknum, hann
varð líka kunnur utain landsstein-
anna af ritum sínum um holds-
veiki, og seinast nú í fyrra kom
út stór handbók í húð'sjúkdómum
á frönsku, par sem Sæmundur
ritaði kaflann um holdsveiki.
Auk holdsveikifræðinnar kendi
Sæmundur læknisfr;æðingunum
líka lyfjafræði.
En Sæmundur var ekki ein-
göngu læknir líkamlegra meina.
Margir sjúklinganna komu, eins
og áður er sagt, ófúsir í spítalann.
slitnir frá ástvinum sínum og
starfi, eins og dæmdir til æfi-
langrar fangelsisvistar.
Það parf sérstakt lag til pess
að stjórna svona sjúklingum og
til piess að reyna að sætta pá við
tilveruna. Þarna var Sæmundur
líka rétti maðurinn vegna næmra
tilfinniinga og hlýju í viðmóti.
Honum pótti vænt um sjúklimga
sína og reyndi að styðja pá á alla
lund, og peir lærðu að meta hann
að verðleikum.
SÆM. BJARNHEÐINSSON.
Fyrstu árin bjó Sæmundur í
Lauganesi, en fluttist síðan til
bæjarins og stundaði líka alnienn-
ar lækningar. Hann var um
langt skeið eini íslenzki læknir-
inn, siem lagt hafði stund á húð-
sjúkdómalækningar að nokkru
ráði. Skoðunarlæknir Sjúkrasam-
lags Reykjavíkur og læknisfræði-
legur ráðunautur var hann frá pví
að samlagið var stofnað og pang-
að til hann lét af störfum.
Sæmundur var rúmlega meðal-
maður á hæð, grannleitur og
friemur stórskorinn í andliti. Hann
var langhöfði, svo að óvenjulegt
var um ísliending og pví áberandi.
Hann var pýður og hlýr maður og
sáttfús, en gat pó vel skift skapi
og hélt vel á sínu máli, frjáls-
lyndur í skoðunum.
Sæmundur kvæntist árið 1902
eftirlifandi konu sinni Christo-
phine M. Jiirgensen, sem hingað
kom sem yfirhjúkrunarkona
Lauganesspítala frá Danmörku.
Hún var skörungur, sem beitti sér
mjög fyrir hjúkrunarmálum og
hefir unnið hér mikið og gott
starf, en heimiii peirra var á-
nægjuiegt og gott par að koma.
Þau eignuðust eina dóttur, sem
fyr er getið.
Sæmundur var löngum heilsu-
hraustur og gekk alt frain á síð-
ustu ár fram og aftur milli hieim-
ilis síns og spítalans, og sjaldajn
mun vieður hafa verið svó slæmt,
að ekki færi hann gangandi inn-
eftir. .Árið 1934 sagði hann lausu
starfi sínu við spítalann, og var
pá hieilsu hans að byrja að hn'gina,
enda var hann þá rúmlega sjötug-
ur, en heilsa hans versinaði hröð-
um skrefum eftir að hann hætti
störfum, og pó mest efíir að hann
fluttist til Kaupmannahafnar, svo
að sennilega hefir dauðiinn orðið
honum kærkomin hvíld eftir langt
og gott æfisíarf.
Rvík, 23. febr. 1936.
Gudm. Thoroddsen.
Norræna félagið
hjelt aðalfund
sinn á fimtudag.
Norræna félagið hélt aðalfund
sinn i Oddfellowhúsiou s. I.
fimtudagskvöld.
Gaf ritari félagsins, Guðlaugur
Rósinkranz, fyrst ýtarlega skýrslu
um starfsemi pess á síðast liðnu
ári og gerði jafnframt grein fyrir
starfsáætlun félagsins á árinu,
sem nú er að líða. Mun greinar-
gierð hans verða birt innan
skamms.
Því næst fór fram stjórnarkosn-
ing, og var stjórnin öll endurkos-
in, að formanni félagsins, Sigurði
Nordal prófessor undanteknum,
sem baðst leindiegið undan endur-
kosningu. Var Jón Eypórsson veð-
urfræðingur kosinn í stjórnina
í hans stað.
Stjórnin er nú þannig skipuð:
Stefán Jóhann Stefánsson formað-
ur, Guðlaugur Rósinkranz ritari,
Pálmi Hannesson, Vilhjálmur Þ.
Gíslason og Jón Eypórsson.
Sænski sendikennarinn Áke Ohl-
marks flutti mjög fróðlegan og
sbemtilegan fyrirlestur á fundin-
um um sænska fyndni og sýndi
skuggamyndir af teikningum Al-
berts Engström og margra annara
sænskra grínteiknara.
Ungfrú Guðrún Þorsteinsdóttir
söng nokkrar sænskar pjóðvísur,
og lék frú Guðrún Sveinsdóttir
undir á píanó.
Að endingu var danzað langt
fram á nótt.
Fundinin sóttu um 200 manns,
og mun pað vera fjölsóttasti
fundur félagsins hingað til.
Noiska stiéfBia bann
ar ðll árásaríið!
OSLO, 22. febr. FB.
Umræður. byrjuðu í gær um
nýju lögreglulögin, sem dóms-
málanefnd deildarinnar hefir haft
til meðferðar. Dómsmálaráðherr-
ann lýsti yfir pví, að hann væri
persónulega sampykkur breyting-
arttillögum nefndariinnar, og hann
taldi víst, að verkalýðsfélögin
myndu sætta sig við lögin, eins
og stórpingið sampykti pau.
I dag var sampykt í deildinni
gegn 33 atkvæðum sú breyting,
að banna sjálfboða .,vaxmarsveitir“
felaga til pess að halda uppi
reglu. (NRP.)
Bílstjórafélag Akureyrar
hélt ársfagnað sinn í Skjald-
borg síðastliðinn laugardag.
Skemtunina sóttu 150 manns.
Ótti við fóðurskort
í pingeyjarsýslum.
HOSAVÍK. (FÚ.)
Vegna harðinda og ótta við fóð-
ursbort í Þingieyjarsýslum hefir
sýslumaður Þingeyinga sótt um
30 púsund króna lán úr Bjarg-
ráðasjóði til fóðurbætiskaupa ef
nauðsyn krefur. Skiftist láinið
pannig, að Suðursýslan fær 20
púsund og Norðursýslan 10.
Stjórn sjóðsins gaf sýslumanni í
gær fyrirheit um iánið.
Harðfiskur með kex-
kökumaccaronilagi.
KAUPMANNAHÖFN, 21./2. FÚ.
Fiskiiðnaðar rannsóknarstofian í
Biergen er nú að gera tilraunir
mieð að framleiða úr porski harð-
fisk mieð kexköku- og maccaroni-
lagi.
Enn fremur er rannsóknarstofan
að fitja upp á ýmsu nýju að pví
er snertir framleiðslu meðalalýsis,
síldarlýsis og síldar- og líjiski-
mjöls..
Þrjátíu norsk verzlunarhús hafa
nú tilkynt pátttöku sína í sjávar-
afurðasýningunni, siem haldin
verður í Tel Aviv í Palestinu í
vor.
Hiu ufja samviDna
Hitiers eg Massoiinis
BERLÍN 24. febr. F.Ú.
Italska blaðið ,,Stampa£‘ held-
ur því fram í forystugrein í
gær, að fransk-rússneski vin-
áttusamningurinn sé brot á
Locarno-sáttmálanum. Samn-
ingnum sé beint gegn Þýzka-
landi.
Segir blaðið, að ekki geti ver-
ið hægt að varðveita friðinn í
Evrópu til lengdar, þegar þjóð-
irnar sitji á svikráðum við ítalíu
og ógm Þýzkalandi með sllkum"
samningúm.
30 Dðs. pólitiskir fangar
iátnir lansir i Spáni.
KrPfugSnonr n (agnaOartnnðir nm alit landiS.
SlMFREGNIR frá Madrid
herma, að í gærkvöldi hafi
verið talið að 22 menn hafi beðið
bana í óeirðum, en um 100
særst, frá því kosningarnar til
þjóðþingsins byrjuðu fyrra
sunnudag.
Vonir manna eru, að smám
saman dragi úr æsingum í land-
inu.
IJppþot hafa víða orðið, þar
sem vinstriflokkamenn hafa
safnast saman í fagnaðarskyni
yfir kosningaúrslitunum, haldið
fundi, kröfugöngur o. s. frv., er
hefir leitt til átaka við andstæð-
ingana eða lögregiuna.
Eins og getið var í skeyti fyr-
ir helgina var búist við, að
Azanastjórnin léti lausa alla þá,
sem settir hafa verið í fangelsi
á undanförnum mánuðum af
pólitískum ástæðum. Þetta á-
form sitt framkvæmdi ríkis-
#
stjórnin. Tala hinna pólitísku
fanga, sem frelsi hlaut af nýju,
er um 30.000.
Fangarnir voru
íátnir lausir á föstu-
daginn og laugar-
daginn.
I tilefni af því, að þeir voru
látnir lausir, var mikið um j
fagnaðarsamkomur á Spáni í
Þægileg
erfðafestueign
nálægt Sundlaugunum er til
sölu, með mjög þægilegum
greiðsluskilmálum.
Upplýsingar gefur Skúli Guð-
laugsson, Hverfisgötu 106 A.
gær. Má raunar segja, að um
gervallan Spán hafi í gær verið
margskonar samkomur og fagn-
aðarlæti af þessu tilefni.
Sumir fanganna voru látnir
lausir á föstudag, en flestir á
laugardag. (United Press).
Borah sakar
Englendinga um
eigingjarna
pólitík.
LONDON, 24/2.- (FÚ.)
Borah, öldungaráðsmaður á
þingi Bandaríkjanna, dieildi opin-
berlega á brezku utanríkisstjórn-
málastefnu, í ræðu, sem hanin
flutti á laugardagskvöldið í am-
fefiska útvarpið.
Bar hann saman afskifti Breta
í Manschuriudeilunini og í Abessi-
níudeilunni og hélt því fram, að
í báðum tilfellum hefðu peir Játið
stjórnast af eigingjörnum hvötum.
Þá sagði hann, að Bretar rækju
ísmeygilega undirró ðurs starfsemj
gegn Bandaríkjunium, vegna af-
skiftalieysis peirra í stjórnmálum
Evrópu, og hvatti Bandaríkja-
menn til pess, að halda sér fast
við pá stefnu, að láta ekki flækj-
hst inn í stjórnmáladeilur Evrópu.
Komið hefir til rnála, að Borah
'verði í kjöri sem forsetaefni Re-
1 publicana við forsietakosningarniar
á komandi hausti.
Öskudagsfagnaður
glímufélagsins Ármann er 1
kvöld kl. 91/2 í Iðnó. Hin f jöi’uga
hljómsveit Blue Boys spilar
undir danzinum.
Grhnudanzleikur Ármanns
verður að þessu sinni haldinn
í Iðnó laugardaginn 14 marz.
| SMÁAUGLÝSINGAR j
j ALÞVöUBLAÐSINS j
FASTEIGNASALA
JÖSEFS M. THORLACIUS
er í Austurstræti 17. Sími 4825.
jj y Q fiytux- margar ágætar
skáldsögur eftir beztu höfunda
heimsins, margskonar merkan fróð-
ieik, kýmnissögur o. fl. Hún er sér-
staklega ódýr, kostar aðeins 50 aura
á mánuði. Afgreiðsla i Víkingsprenti.
Sími 2864.
2307 er símanúmerið hjá
Ódýru fiskbúðinni, Klapparstíg
8. —
Stúlka óskast í vist A. v. á.
Saumastofa
mín hefir stækkað og tek-
ur nú að sér saum á kápum
og drögtum ásamt alskon-
ar kjólasaum. Kappkostað
vönduð vinna og gott
,,snit“ ásamt sanngjörnum
saumalaunum.
Láretta Hagan,
Austurstræti 3. Sími 3890.
fer héðan fimtudaginn 27. þ. m.
kl. 6 síðdegis til Bergen um
Vestmannaeyjar og Thorshavn.
Flutningi er veitt móttaka til
hádegis á fimtudag.
Farseðlar sækist fyrir sama
tíma.
Hic. Bjarnastn & Snitli.
Happdræfti
Háskóla islands.
5000 vinningar - 1 miijön 50 þúsund krönur.
Fimti hver hlutur fær viiming.
Vinniíigarnir eru útsvars- og tekjuskattsfrjálsir.
Leitið upplýsinga hjá umboðsmönnum happdrættisins:
Anna Ásmundsdóttir og Guðrún Björnsdóttir, Tún-
götu 3, sími 4380.
Dagbjartur Sigurðsson, Vesturgötu 45, sími 2414.
Einar Eyjólfsson, Týsgötu 1, sími 3586.
Elís Jónsson, Reykjavíkurveg 5, sími 4970.
Helgi Sívertsen, Austurstræti 12, sími 3582-
Jörgen Hansen, Laufásveg 61, sími 3484.
Maren Pétursdóttir.Laugaveg 66, sími 4010.
Stefán A. Pálsson & Sigbjörn Ármann, Varðarhúsinu,
sími 3244.
I Hafnarfirði.
Valdimar Long, sími 9288.
Verzlun Þorvalds Bjarnasonar, símí 9310.
Kaupið miða í dag. - Sjaldan hltýnr Mkandi happ