Alþýðublaðið - 27.02.1936, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.02.1936, Blaðsíða 2
KMÍUDAGINN 27. FEBR. 1936 ALÞÝÐUBLAÐIÐ • •■'í; TÍIAEITIÐ Nýtt land kemur út sex sinnum á ári og kostar 5 kr. árgangurinn. Næsta hefti kemur um mánaðamótin marz—apríl. Áskriftarlistar liggja frammi hjá: ALÞÝÐUBLAÐINU, Skrifstofu Dagsbrúnar og Alþýðusambandi íslands. Aðaldaizleikir Slysavarnafélags Islands (kvennadeildin) verður haldinn að Hótel Borg, föstudaginn 28. þ. m. og hefst kl. 9 e. h. Tvær ágætar hljómsveitir: Borgarhljómsveitin og Aagé Lorange. Aðgöngumiðar hjá verzl. Guðbjargar Berg- þórsdóttur, Laugaveg 11, veiðarfæraverzl- Yerðandi og Geysir, og hjá Eymundsen. Skffafélag Reykjavfkur heldur afmælbfagnað sinn í Skíðaskálanum laugar- daginn 29. þ. ni Lagt verður af stað héðan úr bæn- um í bíium kl. V: 30. Áskriftarlisti lig ur frammi hjá formanni félagsins herra kaupm. L. H. Miiller, Austurstræti 17, til föstu- dags kl. 12 á hádegi. Stjórnin. Hitaveita Keyk- Javikur mesta nauðsynjamál bæjarins, Hitaveita til upphitunar er pað, siem Reykjavíkurbæ liggur nú nnest á. Hvernig sem á það mál er litið, er það knýjandi nauðsyn að hafist verði handa, þegar á komandi sumri. Þrátt fyrir það að virkjun Sogsins stendurnúyfir, er þörfin fyrir hitaveituna jafn- brýn. Við hitum aldrei Reykja- vík upp mieð rafmagni, við lýs- um, sjóðum og vinnum niieð raf- magninu, en hitum upp með hveravatni. Með hverju ári sem líður bíða Reykvíkingar stórtjón vegna vöntunar á hitaveitu. Við brennum að minsta kosti einni íuilljón króna á hverju ári til að hita upp bæinn, med\ pví verdi, rem N0 er á kolum. Þessu fé fleygjum við út úr landinu að ópörfu á hverju ári, og árlega eykst upphæðin. Það munar um mihna i gjaldeyrisvandræðunum. Fyrir nú utan þann þrifnað og þau ómetanlegu þægindi, sem hitaveitunni fylgja. Ekkert fyrir- tæki er jafn örugt fjárhagslega og hitaveitan. Samfara aukinni út- gerð og ræktun geta Reykvíking- ar ekki ráðist í neitt til að auka atvinnu nú í hallærinu, siem fljót- ar og öruggar gæfi arð í aðra hönd en einmitt þetta. Eins og nú er komið verklegri þekkingu á þessum -efnum, er það algerlega óafsakanlegt ráðleysi, að draga framkvæmd þessa fyrirtækis. Og svo er annað. íslendingar mega semiilega reikm með yfirvofandi heims- styrjöld. Öll Hkindi til að ekki geti dregist lengur en til næsta árs, að hún skelli yfir. Ætli að bnezku kolin fari ekki að hækka óþægilega i verði eftir það? I síðustu styrjöld fór tonnið ttpp í 300 krónur, ef ég man rétt. Hvað siegir gjaldþol bæjar- búa ium þetta? Hvað segir gjald- eyrisnefndin ? Hvað segir bæjar- stjóm Reykjavíkur og rikisstjórn íslands? Ekki þarf að gera ráð fyrir að verðið verði lægra nú. Og það er jafnvel rnikið vafamál, hvort við eigum kost á að fá út- lend kol eftir að styrjöldin er skollin á. Að minsta kosti er það ærið nóg, sem kaupa þyrfti þá til togaranna og alls annars, þó að upphitun Reykjavíkur dragist frá. Við ættum að læra af undan- gienginni reynslu og vera nú bet- ur undirbúnir en síðast, þegar ó- sköpin dynja yfir næst. Vitanlega er margt, sem íslendingar geta gert til viðbúnaðar, ef þeir vilja sýna fyrirhyggju. Hér er aðeins minst á þetta eina. Eins og nú standa sakir er at- vinnuleysið mesta áhyggjuefni, bæði hér og annars staðar. At- vinnulaus alþýða biður um vinnu, og skorturinn vofir alt af yfir. Eitt mesta vandamál, sem ráðandi menn þjóðfélagsins verða stöðugt að glíma við, er þetta, að sjá at- vinnulausurn mönnum fyrir vinnu. Mestu örðugLeikarnir liggja í því að finna verkefni, sem gefi fljót- an og tryg’gan arð í aðra hönd. Hér er, alveg einstœtt atvinnutœki- fœri, par sem hitaveitan sr. Arð- Urinn er fyrirfram vís, fljóttekinn og öruggur. ÖIl atvinnubótaverk- efni, sem hafa verið og eru á döfinni, eru harla léttvæg á móti þessu. Frá hvaða hlið sem þetta er skoðað, er það þýðingarmesta málið, sem Reykvíkingar geta tek- i‘ð á dagskrá. Það má kalla, að það sé hreint og beint lífsspurs- mál. HagfræðiLega skoðað er það hið glæsilegasta fyrirtæki. Frá heil- brigðis og hreinlætis sjónarmiði er það ómetaniegt. Atvinnuiega séð ier það lífsnauðsyn. ÞniAkur ófeigsaon. festor-IsIeidÍDpr 102 ðra. Elstur Islendinga í Vestur- heimi er vafalaust Einar Guð- mundsson í Cavalier, North Dakota, en hann varð 102 ára í janúarmánuði s. 1. Hefir dr. phil. Richard Beck skrifað grein um Einar Guð- mundsson í Almanak Ölafs S. Thorgeirssonar í Winnipeg fyrir árið 1936. Segir Beck m. a. svo í grein sinni: „Einar er, eins og nánar mun verða greint frá, Austfirðingur að ætt og uppruna, og er svo að sjá sem sumt fólk nái óvenju- lega háum aldri austur þar . . . Einar Guðmundsson er fæddur að Koifreyjustað í Páskrúðs- firði, Suður-Múlasýslu 29. jan. 1834, sonur þeirra hjónanny Guðmundar Magnússonar og Margrétar Pétursdóttur. Er hann fæddist voru foreldrar hans vinnuhjú hjá síra Ólafi Indriðasyni og fyrri konu hans, Þórunni Einarsdóttur, en árið eftir fóru þau að búa að Brim- nesi þar í sveit, og dvaldi Ein- ar hjá foreldrum sínum fram yfir tvítugs aldur. Voru þau sex systkinin . . . Upp úr tví- tugsaldri fluttist E. G. frá for- eldrum sínum og varð vinnu- maður á Hallfreðarstöðum í Hróarstungu hjá Páli skáldi Ólafssyni og fyrri konu hans, Þórunni Pálsdóttur. Dvaldist hann þar í 3 ár. Þarna kyntist Einar Guð- rúnu, dóttur Ásgríms bónda Guðmundssonar á Hrærekslæk í Norður-Múlasýslu, en Guð- mundur Bjarnason og kona hans, er einnig bjuggu á Hall- freðsstöðum, en þar var þá tví- býli, höfðu tekið Guðrúnu til uppfósturs. Var Guðrún Einari gefin 1860. Bjuggu þau að Galtastöðum í Hróarstungu 17 ár. Einar og kona hans fluttust vestur um haf 1878 með syni sínum Guðmundi. Voru þau fyrst í Nýja íslandi, en fluttust svo til Ilenselbygðar í Dakota og bjuggu þau- Einár og kona hans þar 34 ár. Er hún lést, flutti Einar til Guðmundar son- ar síns. Undanfarin 15 ár hefir Einar átt heima í Cavalier. Hann misti sjónina 1928, en er að öðru leyti við góða heilsu. Einar var dugn- aðarmaður og bókhneigður og lét félagsmál til sín taka um lángt skeið.“ „Móðurjörðin hefir búið hann vel úr garði,“ segir Beck um hann í grein sinni, „að líkam- legri hreysti, eins og fleiri land- nemana íslenzku vestan hafs, sem haldið hafa drengilega á lofti merki íslenzks manndóms, sjálfum þeim og þjóð þeirra til sæmdar.“ (F.B.) r Oþægilegur nágranni. OSLO 25. febr. F.B. Dómur var upp kveðinn í dag í lögmannsréttinum í Fagernes í Noregi í máli, sem hefir vakið mikla athygli. Mál hafði verið höfðað gegn bónda að nafni Gudbrand Berge, sem um langt áraskeið hafði valdið íbúunum í bygðinni Vestre Slidre skelfingu með starfsemi sinni, þ. e. sent ýms- um nafnlaus hótunarbréf eða bréf með ýmiskonar upplognum og fölskum ásökunum. Ákærði var sekur fundinn um 14 af 17 kæruatriðum. Hann var dæmdur í 18 mánaða fang- elsi og missi borgaralegra rétt- inda um 10 ár. Þegar dómur hafði verið upp kveðinn lýsti Berge sakleysi sínu og brast í grát. (NRP). Ný siellvirki ð enska herfiotaiim. LONDON 25. febr. F.U. I morgun var opinberlega frá því skýrt í Englandi, að kom- ist hefði upp um skemdarstarf- semi á enskum tundurspilli í Chatham. Fyrir viku varð einnig upp- víst um skemdir, sem framdar hefði verið á herskipinu „Cum- berland", sem einnig lá í Chat- ham. Uppvíst varð um tvær slíkar tilraunir skemdarstarf- semi í desember. Til Hornafjarðar ieru nú nýlega komnir tveir Austfjarðabátar, Friðþjófur frá Eskifirði og Auðbjörn frá Norð- firði. Friðþjófur réri í dag og fiskaði 4 skippund. Áður hafði vélbáturinn Björgvin róið þrisvar sinnum, isn fiskað lítið, enda eru látlausir stormar. (FC.) 100 Grímubúnmgar eru til leigu. Herrahattar litaðirogbreytt i móðins dömu- hatta. HATTÆSAUMASTOFAN Laugaveg 19. Sími 1904. í ‘smááúglýsingar j ! ALÞÝÐUBL AÐSIN S j FASTEIGNASALA JÓSEFS M. THORLACIUS er í Austurstræti 17. Sími 4825. 2307 er símanúmerið hjá Ódýru fiskbúðinni, Klapparstíg 8. — Bálfaraiélag Islands. Innritun nj'rra félaga í Bókaverzlun Snœbjarnar Jónssonar. Argjald kr. 3.00 Æfitillag Itr. 25,00. Gerist félagar. Sparið peninga! Forðist ó- þægindi! Vanti yður rúður í glugga, þá hringið í síma 1736, og verða þær fljótt látnar í. Tveir heitir réttir með kaffi á kr. 1,25. Matstofan, Tryggva- götu 6. 4 herbergja íbúð til leigu. Sími 2501. Stúlka óskast í vist, sem fyrst. Sími 9069. Odýrar kvenregnypur og drengja og unglinga rykfrakkar. SokkabAðin Laugaveg 42. Þægileg erfðafestueign nálægt Sundlaugunum er til sölu, með mjög þægilegum greiðsluskilmálum. Upplýsingar gefur Skúli Guð- laugsson, Hverfisgötu 106 A. E. PHILIPS OPPENHEIM: I spilavitinu. 1. KAPITULI. Sir Hargrave Wendel, barón og sveitahöfðingi, mikilsmetinn maður í f jármálaheiminum, hallaði sér upp að arinhillunni í biðstofu nafkunns læknis í Harley Street, og skemti sér við að skoða gamalt eintak af Punch. Hann var maður hár vexti og grannvaxinn, skarpleitur, hörundslitur brúnn og augun gráblá. Á þunnvanganum var hárið ofurlítið farið að grána, að öðru leyti var ekki hægt að sjá það á útliti hans, að hann væri orðinn 39 ára gamall. Hann var aleinn á biðstofunni — og stakk ein- kennilega í stúf við hið þungbúna umhverfi og virt- ist alls ekki eiga þar heima, því að hann var ímynd hreystinnar, og var auðséð að hann var eigi haldinn af kvíða þeim, er venjulega gagntók sjúklinga, er biðu eftir viðtali við Sir James Harridge lækni. Þvert á móti varð hann með ánægjusvip við bendingu dyra- varðarins um að ganga inn í lækningastofuna. Læknirinn, sem var samanrekinn og stórskorinn, hvasseygur og brúnamikill, leit upp, þegar hann kom inn og benti honum að setjast. „Fáið yður sæti hr. Hargrave“, mælti hann. „Hvað get ég gert fyrir yður? Það virðist ekki vera mikið að yður.“ „Ég held nú raunar að það sé ekki“, svaraði Wendel og hagræddi sér í sjúklingastólnum. -— „Fyrir hálfum mánuði var ég á veiðum og fekk þá slæmt áfall á vinstri hliðina. Síðan hefi ég fengið eitt eða tvö köst og Dudley — staðarlæknirinn — taldi skynsamlegast að leita til yðar.“ Læknirinn kinkaði kolli. — „Farið úr treyjunni og vestinu", sagði hann. Um hálfri klukkustund síðar gekk Hargrave Wendever gegnum skrauthlið hússins í Harley Street og staðnæmdist á tröppunum. „Viljið þér, að hringt sé eftir vagni fyrir yður, herra minn,“ spurði dyravörðurinn, án svipbreyt- inga. „Þakka yður fyrir, ég ætla að ná í hann á leið- inni,“ svaraði Hargrave. Hargrave reikaði niður götuna —, sömu götuna og áður, og beggja vegna voru húsin nákvæmlega hin sömu og áður, regnið hið sama og þunglama- legt loftið hið sama. Og þó fanst honum þetta alt vera sér svo undur f jarlægt, rétt eins og hann væri kominn í ókunnugt land, þar sem hann að vísu væri sjónarvottur að einhverju, sem hann þekti, en þó tilheyrði raunverulega lífi einhvers annars. Hinn dapurlegi úrskurður læknisins hefði getað átt við einhvern annan, í skáldsögu hefði hann getað lesið um slíkt, án þess að komast við, en að úrskurður- inn gæti átt við sjálfan hann, það var lítt hugsan- legt og næsta óskiljanlegt, eins hraustbygður og heilsugóður og hann ávalt hafði verið. Hann gekk hugsandi eftir breiðri gangstéttinni og rétti ósjálf- rátt upp hendina, þegar hann kom auga á vagn. Hann hallaði sér aftur á bak í vagninum og reyndi að hugsa. Hann kallaði fram í hugsun minninguna um slysið, er hann ætlaði að láta hest sinn stökkva yfir skurð, er reyndist breiðari en honum hafði sýnst í fyrstu. Hann hafði fallið af baki, sortnað fyrir augum og snöggvast mist meðvitundina. En að ör- stuttri stund liðinni hafði hann raknað við og þrátt fyrir þetta ætlaði hann að hafa kveldboð með vinum sínum, en var talinn af því! Og nú — hvað var það eiginlega, sem læknirinn hafði sagt við hann — já hann, Hargrave Wendel, og engan annan. Það var ótrúlegt, hræðilegt! Um kvöldið hafði Hargrave Wendel boð inni í íbúð sinni, Bsrkeley Square, fyrir þrjá gamla skóla- bræður og vini. Á hægri hönd hans sat Philip Gorse prestur með framkomu fágaðs nútímamanns, óvenju mikill starfsmaður, svo að orð var á gert. Fyrir fá- um árum hafði hann tekið að sér prestþjónustu í fátæklegri kirkju og hjá fámennum söfnuði í Lundúnaborg, en nú var svo komið að kirkja hans fyitist áheyrendum þrisvar sinnum á hverjum sunnu- degi og auk þess á tveim rúmhelgum dögum. Hann hafði til að bera þá hæfileika, er miklu varða — var í senn alvöru- og mælskumaður — með megnri fyrir- litningu á táli og hégómaskap. Hann var maður svip- hreinn og frekar snotur, vel rakaður og með skarpa andlitsdrætti, augun skýr. Hann var í venjulegum samkvæmisfötum, gerðum eftir nýjustu tízku og með látbragði kurteisinnar svaraði hann gestrisni húsbóndans. Við hlið hans sat svo Edward lávarður Pellingham, ungur maður, er fengist hafði við stjóm- mál, skemtinn og með löngun til að njóta lífsins. Sá síðasttaldi. samkvæmisgestanna, John Marston, var bústinn, sællegur og velmegandi með ljósgult aftur- kembt hár, hluthafi í firma víxlakaupmanna, er stofn- að hafði verið af langafa Hargraves, og hann sjálfur átt hiutdeild í fram að síðustu. — Þeir höfðu verið að ræða um hinn mikla sigur Philips Gore, og á með- an hlé varð á samtalinu bar Hargrave upp fyrir hon- um þessa spurningu: — „Segðu mér Philip, hefirðu aldrei reynt að gera þér grein fyrir, af hvaða ástæð- um fólkið þyrpist svona til þín. Að sjálfsögðu vitum við það allir, að þú hefir mælskugáfu — það vissum við þegar í Oxford — en eitthvað fleira hlýtur að koma til greina. Mælska einvörðungu finnur fyrst og fremst hljómgmnn hjá þeim, er ímyndunarafli eru gæddir, en mér er sagt, að áheyrendur þínir séu úr þeim flokkum manna, er einna örðugastir eru viður- eignar — smákaupmenn, skrifarar og stúlkur, sem stunda misjafna atvinnu í borginni.“ — „Eitt af því sem augunum mætir hér í Lundúnaborg er aragrúi fólksins, sem þyrpist í kirkju á sunnudagskvöldin,“ sagði Marston. — „Ég þekki náunga, «r sleppir kvöld-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.