Alþýðublaðið - 27.02.1936, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.02.1936, Blaðsíða 4
FIMTUDAGINN 27. FEBR. 1936 GAMLA BlÓ H Sólskins- barnið. Gullfalleg og hrífandi mynd, þar sem aðalhlut- verkið leikur undrataamið SHIRLEY TEMPLE ennfremur CARY COOPER CAROIÆ LOMBARD miunic muimn jg að Dé trfmúrari? Eftir Arnold & Bach. Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir í dag eftir kl. 1. Sími 3191. Karlakór Reykjavíkur. Alt Heidelberg / eftir Wilh. MeyeríFörster (5 þættir). verður leikið í Iðnó annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó í dag kl. 4—7 og eftir kl. 1 á morgun. Pantanir sækist fyrir ld. 3 sýningardaginn. Aðgöngumiðasími: 3191. Höfnin: Max Pemberton kom af veiðum i nótt með 96 tunnur lifrar. Tveir enskir togarar fóru í morgun. Hvidbiörnen kom í morgun. Iþróttakvikmynd 1. S. I. og þýzka knattspyrnumyndin verður sýnd á sunnudaginn kem- fcr í K.-R.-húsinu kl. 51/2 síðdeg- is. Margir þættir úr ísl. íþrótta- myndinni hafa aldrei verið sýnd- ír hér áður. Áður en kvikmynda- sýningin hefst flytur forseti I. S. I. erindi um líkamsíþróttir, sem allir íþróttamienn þurfa að heym- lp. Skipfréttir: Guilfoss för frá Kaupmanna- höfn í dag áleiðis til Leith. Goða- foss er í Hamborg. Dettifoss. fer vestur og norður í kvöld kl. 8. Brúarfoss er væntanlegur hingað á morgun fyrir hádegi. Lagarfoss er á leið til Leith frá Kaupmanna- höfn. Selfoss er á leið til út- landa. ísland er væntanlegt til Kaupmannahafnar á morgun. Drottningin kom til Akureyrar í dag. Esja fer héðan á laugardag vestur um í hringferð. Árshátíð samvinnumanna verður á iaugardagskvöldið á Hótel Borg. Hefst hún með sam- eiginlegu borðhaldi kl. "iVa- Skíðafélag Keykjavíkur heldur afmælisfagnað sinn í Skíðaskálanum nk. laugardags- kvöld. Verður lagt af stað héðan í bílum kl. 19,30. Leikfélag Reykjavíkur sýnir gamanleikinn: Eruð þér frímúrari? i kvöld kl. 8. UPPREISNIN 1 JAPAN. (Frh. af 1. síðu.) beldisverkin, sem framin voru í gærmorgun. Ungu liðsforingjarnir í 3. her- sveit fyrstu herdeildar, og þeir sem þeirn fylgdu, hafa enn nokkrar opinberar byggingar á valdi sínu. Yfirvöld hers og ríkis hafa skipað þeim að hverfa til seta- liðsins, og er sagt, að þeir muni ! ekld verða reknir með valdi þaðan sem þeir eru, fyr en í síðustu lög. Annars hafa tvær flotadeild- ir verið kvaddar á vettvang, önnur til Tokio og hin til Osaka, til þess að þær séu við hend- ina, ef þörf gerist. Aðdragandi uppreisnar- innar. Þótt atburðirnir í gær séu biein afleiðing af sigri stjórnarflokk- þnna í síðustu kosningum, og þar á ofan sigri hins nýja „almúga“- flokks ^er hlaut 18 þingsæti, þá eiga þeir rót sína að rekja enn lengrá aftur í tímanin, að sögn kunnugra manna, og eru í be'nu áframhaldi af morðum þeim, sem framin hafa verið á japönskum stjórnmálamönnum af og til á undanförnum árum, en þau eru nú orðin 9 eða 10. Þó hafa að- eins einn eða tveir ofstækismenn verið við hin morðin riðnir, og hafa a!lir játað á sig ódáðaverkin og taiið sig hafa framið þau af ættjarðarást ,og til að losa jap- önsku þjóðina við menn, sem hafi orðið þjóð sinni til vanvirðu vegna undirlægjuháttar við erlend ríki, eða vegna þess að peir hafi viljað rýra vald keisarans. En þetta er í fyrsta skifti, sem samtökin um slík ódáðaverk eru jafn-víðtæk, og er gert ráð fyrir, að afleiðingin verði sú, að strang- ar ráðstafanir verði nú gerðar til þess að bæla riiður þenna anda innan hersins, en hann hefir þó nokkuð gert vart við sig meðal yngri hermanna, og sumar skær- urnar á landamærum Mongólíu og Manchukuo bieinlínis raktar þangað. FRAKKLAND. Frh. af 1. síðu. sáttmálann, eða væri á nokkurn hátt hernaðarbandalag gegn Þjóðverjum eða nokkurri ann- ari þjóð. Flandin hélt því fram, að sáttmáhnn væri fulikomlega í samræmi við Þjóðabandalags- sáttmálann, og aðeins einn lið- ur í því að tryggja sameigin- legt öryggi. Hann kvaðst harma mjög þá afstöðu, sem þýzka stjórnin hef ði tekið í þessu máli, og það, að núverandi stjórn Þýzkalands hefði hvað eftir annað slegið hendinni á móti til- boðum annara þjóða um sam- viimu og vináttu, í stað þess að sýna friðarhug sinn með því, að hjálpa til að tryggja sameigin- legt öryggi þjóðanna, sem eitt geti komið í veg fyrir stríð. „SkáIholt“ á ensku. I enska blaðinu Sheffield In- dependent er getið „The Virgin of Skalholt“, en svo nefnist „Skál- holt“ Guðm. Kambans í hinmi ný- útkomnu ensku þýðingu. Blaðið fcelur hana frábæra sem lýsingu á íslandi á 17. öld og frá sagn- fræðilegu sjónarmiði hafi Kamb- an uninið svo gott verk, að ekki verði betur á kosið. Blaðið fcelur þó, að bókin hefði verið betri, ef hún hefði verið styttri, og jafn- vel þótt menn fallist ekki á það með útgefendunum, að hún eigi eftir að verða talin eitt af bók- mentalegum listaverkum 20. ald- ALÞÝÐUBIAÐI Sklpstjðrinn ð brezka togaraasn prœtir. RÉTTARHÖLD yfir skipstjór- anum á enska togarainum „Leicester City“ hófust í gær kl. 6, en fyr gátu réttarhöldin ekki byrjað vegna þess, að „Ægir“ kom ekki hingað til Reykjavíkiur fyr en kl. um; 3 í gær. Réttarhöldin stóðu yfir í 5V2 klukkustund, og neitaði skipstjóri algerlega að hafa verið í land- helgi og stýrimaður og skipstjóri kváðust lekkert vita. Skipherrann á „Ægi“ bar að fcogarinn hefði verið fyrir innan landheigislínu; hann hafi þó ver- ið fyrir utan línu er hann var tekinn, en að hann befði siglt út frá landi, er hann sá til varðskips- ins. Rannsókn málsihs heldur áfram. Manninum, sem slasaðist á tog- aranum, líður þolan!ega. Lækniar telja að tveir hálsliðir hafi brotn- að, en að mænan hafi þó ekki skiemst. 600 hænsBÍ bmmin Ibbí í ásheimoBi. Rannsókn fór fram í gær viegna bmna hænsnabúsins Ásheimar á Selási í zfyrri nótt. Húsið var löng skúrbygging, timhurþiljuð og var tréspónum stoppað milli þilja. Loftið var einnig timburklætt en gluiur voru milli fjala í loft- inu, og stóðu tréspænir út úr glufunum. Á bitum undir lofti héngu gas- luktir, og er álitið að kviknað hafi í spónum út frá gasluktun- um. Slökt var á gasluktunum kl. rúmlega 9, en húsið var orðið al- elda kl. 1. Hænsnin, sem inni þrunnu, voru rúmlega 600 að tölu. . Eigandi þeirra var Sveinn Svein son í Reykjavík. Hænsnin voru hátt vátrygð. Eigandi hússins var Jón Gunn- arsson verkfræðingur. Húsið var sömuleiðis vátrygt. Einn frægasti lffeðlis- fræðingar beimsins látlan. LONDON, 27/2. (FO.) 1 morgun andaðist í Sovét- Rússlandi einn frægasti lífeðlisr fræðingur heimsins, Ivan Pavloff, 86 ára að aldri. arinnar, muni hún vissulega aukia mjög álit höfundarins. — Kambam hafi það í sér, sem þurfi til þess að ná eins hátt og Sigrid Undset, Selma Lagerlöf og Björnson. (FB.) Til Hallgrímsltírkju í Saurbæ hefi ég móttekið frá kaupm. Einari J. ólafssyni, Fneyjugötu 26, Reykjavík, eftir- farandi Avísun: „Gegn framvísun ávísunar þessarar, afhendið hr. kaupm. Einari Ólafssyni, eða þeim er hann vísar, kr. 200,00 — tvð hundruð krónur — í byggingar- efni, þá er óskast. Reykjavík, 27. janúar 1936. Pr. p. H. Benedikts- son & Co. Þorlákur Björnssom.“ Fyrir þiessa stórmyndarlegu gjöf þakka ég innilega fyrir kirkjunn- ar hönd. Hér er gengið inn á nýja braut í fjársöfnun og lausin máls- ins, sem jafngildir kirkjunni sem peningar væru, og vafalaust verð- ur mörgum til eftirbreytni. Kærar þakikir. Ól. B. Björnsaon. K DAi Næturlæknir er í nótt Þórður Þórðarson, Eiríksgötu 11. Sími 4655. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-apóteki. Veðrið: Hiti í Reykjavík 1 stig. Yfirlit: Hæð yfir Norður-Græn- landi, en lægð yfir Skotlandi. Ný lægð við Suður-Grænland á hreyi'- ingu norður eða norðaustur eftir. Útlit: Minkandi norðanátt. Bjart- viðri. ÖTVARPIÐ: 19,20 Ertndi Búnaðarfélagsins: Heysparnaður og kjarnfóð- lurgjöf (Þórir Guðmundsson búfræðikennari). 19,45 Fréttir. 20.15 Erindi: Hvað kosta ný- lendustríð? (séra Sigurður Einarsson). 20,40 Lúðrasveit Rvíkur leikur. 21,05 Lesin dagskrá næstu viku. 21.15 Upplestur: Saga eftir Mau- passant (Helgi Hallgríms- son). 21,35 Útvarpshljómsveitin (Þór. Guðm): Lög ef.ir Millöcker. 22,00 Hljómplötur: Danzlög (til kl. 22,30). Sameiginlegt kaffikvöld halda F. U. J. og Jafnaöar- mannafél. Islands n. k. mánudag. Margt verður þarna til skemtun- ar. M. a.: Uppiestur: Brynjólfur Jóhannesson leikari. Söngur: Mar- inó Kristjánsson. Gamanleikur, leikinn af nokkrum F. U. J.-fé- lögum. UppLestur: Karl Halldórs- son. Eininig munu verða ræðu- höld, fjöldasöngur og danz. Hljómsveit Aage Lorange leikur. Fastliega er skorað á Alþýðu- flokksfólk að mæta, því þarma verður áreiðanlega góða skemtun að fá. Embættispróf í læknisfræði Þessir kandídatar luku embætt- isprófi í læknisfræði hér við há- skólann 21. febrúar: Björm Sig- urðsson, Kjartan Guðmundsson, Theódór Skúlason 0g Úlfar Þórð- arson, allir með 1. einkumn. Agn- ar Johnson og Þórarinn Sveins- son með 2. einkunm taetri. Alt Heidleberg var leikið síðastliðinn þriðjudag við mikla aðsókn og góðar við- tökur. Næst verður leikurinn sýndur aninað kvöld kl. 8. Sjá augl. Háskólafyrirlestur á frönsku. Franski siendikennarinn, lic. Fanný Petibon, flytur í kvöld kl. 8,15 fyrirlestur mieð myndasýn- fngu í háskólanum. Efni: „L’école romantique". Farsóttir og manndauði í Reykjavík vikuna 2.-8. fe- brúar (í svigum tölur næstu viku á lundan): Hálsbólga 43 (33). Kvefsótt 104 (139). Gigtsótt 1 (1). Iðrakvef 9 (6). Kveflungnabólga 3 (2). Taksótt 4 (0). Skarlatssött 1 (1). Hlaupabóla 4 (2). Heima- koma 0 (1). Ristill 1 (0). Kossa- geit 1 (0). Mannslát 6 (5). — Landlæknisskrifstofan. (FB.) Ný neðanmálssaga „1 spilavitinu“ heitir neð'amr málssagan, sem hefst í blaðinu í dag. Er hún eftir E. Philips Op- penheim og gerist að miklu leyti í Monte Carlo. Frá Hafaarfirði. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. HAFNARFIRÐI, 27/2. Mótorbáturinn „Már“ frá Reykjavík lagði afla sinn á land í gær hjá Jóni Gíslasyní útgierð- armanni. Botnvörpungurinn „Haukanes" kom af veiðum í gær 0g fór á- leiðis til Englands. Skipið hafði fuilfermi. „Júní“ seldi afla sinn síðastliðinn þriðjudag í Englandi fyrir 836 pund. Verkakvennaféiagið ’ Framtíðin hélt öskudagsfagnað sinn með samkomu í bæjarþingssalnum í gærkveldi að viðstöddu fjöl- menni. Væntanlegt ter skip með salt til útgerðarmanna hér. Sjómannafélag Hafniarfjarðax lætur fara fram allsherjar at- kvæðagreiðslu um hvort stofna skuli atvinnuleysissjóð í félaginu, og hefst atkvæðagreiðslan 1. marz og verður lokið 15. maí. Fyrir nokkru var aðalfundur Pöntunarfélagsins hér. 1 stjórn voru kosnir: Magnús Kjartainsson formaður, og mieðstjórnendur NÍJA BlÖ Litli Ofurstinn. Amerísk tal- og tónmynd frá FOX-félaginu. Aðalhlutverkið leikur eftir- lætisgoð allra kvikmynda- vina, undrabamið: SHIRLEY TEMFLE ásamt Lionel Barrymore, Evelyn Venable o. fl. Aukamynd: Talmyndafréttir. Sýnd í kvöld kl. 7 og 9. Bamasýning kl. 7. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4. Hefi stcr og smá hús til sölu bæði hér og í Hafnarfirði, með góðum skilmálum. Eignaskifti möguleg. Gísli Björnsson, Bar- ónsstíg 19, sími 4706. 2 samliggjandi herbergi til leigu. Uppl. í síma 4051. Eignaskifti. Hefi kaupanda að húsi eða jörð gegn vörugreiðslu. Húsið má vera utan Reykjavíkur. Vör- umar geta verið það miklar að hægt sé að byrja verzlim með þeim. Gísli Björnsson, Barónsstíg 19. Sími 4706. Guðjón Gunnarsson og Ólafur Þ. Kristjánsson. Félagið hafði selt alls vörur fyrir 93 þús. kr. á ár- inu, og vex umsetning þiess ár frá ári. Innilegar þakkir fyrir hluttekningu og samúð við fráfall og jarðarför konunnar minnar og móður okkar Sigríðar Rafnsdóttur. Arnbjöm Gnnnlaugsson og dætur. Hitseigendur. Látið ekki gusta lengur inn með hurðum og gluggum. Við þéttum þá fullkomlega með málmþéttilistum, sem hafa þrotlaust fjað- urmagn. Leitið nánari upplýsinga. Tfésniiilasa FJölair, við Bröttugötu. Sími 2336. W Arshátíð samvinnumanna verður haldin að Hótel Borg 29. p. m. og hefst með sameiginlegu borðhaldi kl. 7,30 síðd. Til skemmtunar verður: Ræðuhöld, söngur, dans. Vœntanlegir pátt-takendur eru vinsamlegast beðn- ir að rita nöfn sín á áskriftalista, er liggja frammi á pessurn stöðum: Kanpfélagi Reykjaviknr, Bankastr. 2 Afgr. Nýja Dagblaðsins, Austnrstr. 12

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.