Alþýðublaðið - 09.09.1936, Page 3
MIÐVIIÍUDAGINN 9. sept. 1ÖJ6.
ALPÝÐUBLAÐIÐ
\
ALÞYÐUBLAÐIÐ
RITSTJORI:
P. R. VAJLDBMARSSON
RITSTJORN:
AlþýSabúainn.
jlnngangur írö Ingólfeatrætl)
APQREIÐSLA:
AlþýOutiúsina.
ílnngangur frá Hverfisgöfn).
SIMAR:
4800—4908.
4800: Afgreiösla, auglýsingar.
«>901: Rltavjom (imHenClar fróttlr)
4802: Ritstjóri.
4803: Viih-j. S. Vilhjálmss. (heima)
4804: P. R. Vaideraarason ihϒma) i
4803: Rltatjóm.
áSS§: AígrelOBla.
AlþýðBprentsmlöJan,
Iðiaðarieai og
veikameno.
IÐNAÐARMENN og verkamenn
standa fast saman að þeirri
kröfu, að leyfður verði innflutn-
ingur á því byggingarefni, sem
nauðsynlegt er til þess að ljúka|
við þær byggingar, sem í smíð-
um eru, að reisa þær byggingar
sem nauðsyn krefur á komandi
vetri, og að endurbæía eldri
byggingar eftir því sem þörf
krefur.
Pað er samhljóða álit þessara
stétta, að þó ekki verði hjá þvíf
komist eins og sakir standa, að
takmarka innflutning á ýmsum
vörum, þá megi ekki hindra inn-
kaup á nauðsynlegu byggingar-
efni.
Á þessum grundvelli hafa iðn-
aðarmenn og verkamenn hafið
samvinnu um þessi mál, og þeir
munu beita sér fast og ákveðið
fyrir því að fá kröfum sínum
framgengt.
Og kröfur þeirra eru: Að veitt-
ur verði innflutningur á því
byggingarefni, sem með þarf til
þess að lj*uka við þær byggingar,
sem1 í 'iSmíðum eru, og til þess að
hægt verði að reisa þær bygging-
ar á næstu fjórum mánuðum, sem
þegar er hafinn undirbúningur
að, og enn fremur til þess að
fram geti farið nauðsynlegt við-
hald á gömlum húsum.
Gegn þessum sanngirniskröfum
verkamanna og iðnaðarmanna
eru engin rök til. Skorti erlend-
an gjaldeyri til þess að fullnægja
þeim áætlunum ,sem gerðar hafa
verið um innflutning, verður
nauðsynlegur niðurskurður að
koma niður á öðrum liðum, mið-
ur þörfum. Pví skal heldur ekki
að óreyndu trúað, að þessum
kröfum verði ekki sint, og von-
andi þarf ekki að koma til þess,
að þessar stéttir neyðist til þess
að sýna mátt samtaka sinna til
þess að knýja þær fram.
En þess er vert að minnast, að
það er ekki aðeins í þessu máli,
sem iðnaðarmenn og verkamenn
eiga samieið. í allri menningar-
og hagsmunabaráttu eiga þær
sömu hagsmuna að gæta og
sama réttar að leita.
Pessi staðreynd verður mönn-
um ljósari og ljósari með degi
hverjum, og óðum dregur að því,
að allir verkamenn og iðnaðar-
menn standi saman eins og ein
órjúfandi heild í einum allsherjar
verklýðssamtökum, undir forustu
Alþýðusambands islands.
Verkamennirnir hafa þegar
fylkt liði sínu þar; iðnaðarmenn-
irnir eru að fylkja sínu; og þess
verður ekki langt að bíða, að þeir
verði einn sterkasti þátturinn í
samtökum verkalýðsins.
__
Hjónaband.
S.l. laugardag voru gefin sam-
an í hjónaband af lögmanniung-
frú Ingibjörg Magnúsdóttir og
Valdemar Hannesson málari.
Heimili ungu hjónanna er á Eg-
ilsgötu 10.
Tðfrar Krlstlns Biðrnssomr yfir-
læknís í lannanálnm læknanna.
ALPÝÐUBLAÐIÐ birti í gær
grein frá Kristni Björnssyni
yfiriækni um læknana og Sjúkra-
samlagið; en hann er einn í
samninganefnd lækna við það.
Alþýðublaðið birti þessa grein
vegna þess, að það vildi gefa
lesendum sínum kost á að kynn-
ast sjónarmiði lækna, eða öllu
heldur þessa læknis í þess-
um málum, og þó verður að
segja það, að I greininni er harla
lítið, sem skýrir málin fyrir al-
menningi.
Yfirlæknirinn gerir að aðaiat-
riði greinar sinnar, að reyna pð
hrekja þau ummæli Alþýðublaðs-
ins fyrir nokkru, að læknar gerðu
kröfu til að fá frá S. R. 15—18
þúsund króna árslaun. Þetta þyk-
íst yfirlæknirinn hrekja ineð
þessari algerlega rakaláusu full-
yrðingu:
„ . . . hafa þeir farið fram á
að fá nál. 7000 kr. að meðaltali
fyrir heimiislæknisstörf sín, ef
gert er ráð fyrir að 80% þeirra,
sem réttindi eiga að hafa í
Sjúkrasaml. greiði gjöld sín og
sem er hámark þess, sem skrif-
stofustj. S. R. gerir ráð fyrir að
verði."
Pessi ummæli sín reynir yfir-
læknirinn ekki til að rökstyðja
með einu einasta orði — og er
það furðulegt um svo ágætan
mann og getur ekki skýrzt á ann-
an veg en þann, að honum láti
betur læknisstörfin en rökræður
og blaðaskriftir.
Enda er þetta alrangt.
Læknarnir hafa í samningaum-
leitunum sínum við S. R. krafist
þess að fá 12 krónur fyrir hvert
númer og aukagjald fyrir börn.
Mun það svara til 14 króna fyrir
hvert númer.
Jafnframt hafa lækná’rnir sjálfir
talað um að gert væri ráð fyrir
að hver læknir hefði 1200 manns
til að stunda.
Nú skulu menn margfalda 1200
sinnum 14. Verður útkoman þá
16800 krónur — sextán þúsund
og átta hundruð krónur.
Þetta er grundvallarkrafa
lækna, en við þetta bætast svo
aukagreiðslur, sem áður hefir
verið skýrt frá hér í blaðinu.
Stendur því umsögn Alþýðu-
blaðsins óhögguð:
að læknar krefjast a. m. k. 15—
18 þúsund króna árslauna frá
Sjúltrasamlagi Reykjavíkur.
En hvernig hefir svo þessi á-
gæti og vinsæli yfirlæ»knir farið
að því að töfra fram þessar litlu
7000 krónur?
Hann fer aö því með þeim
hætti, að deila með tölu allra
iæknai í bænum, sem munu vera
um 40, í þá upphæð, sem gert
er ráð fyrir að S. R. greiði iækn-
um alls.
Petta er auðvitað hin mesta fá-
sinna.
í fyrsta lagi er talan 1200 nr. á
hvern lækni alt of lág. I Kaup-
mannahöfn hafa læknar t. d. 2000
númer hver. Og þarf því S. R.
hér alls ekki á öllum læknum i
bænum að halda.
I öðru lagi munu engir 40
læknar vera hér í bænum til
starfa fyrir S. R.
1 fyrstu röð koma þeir, sem eru
sérfræðingar og hafa ekki ein-
göngu tekjur af því að stunda
sjúklinga í Reykjavík, heldur af
öllu landinu (magalæknar, augn-
læknar og jafnvel háls-, nef- og
eyrna-læknar) og i annari röð
koma þeir læknar, sem eru ým-
ist sérfræðingar og á föstum
launum hjá ríkinu og bænum, og
sjúkrahúsalæknar, sem einnig eru
á föstum launum hjá ríkinu.
Ekki þarf S. R. að borga þeim,
og það er því rangt af yfir-
lækninum að vera að reyna ab ,
blekkja fólk með því að gera ráð
fyrir launum handa þeim. ,
Og enn koma til viðbótar þeir 1
læknar, sem ekki viija mikinn
praksis, læknar, sem eru að
hætta störfum smátt og smátt, og
einnig þeir, sem ekki hafa læknis-
störf að fullkóminni atvinnu, þó
að þeir séu ekki margir, þá eru
þeir þó til og verða til frádráttar
í útreikningi hins ágæta yfir-
læknis.
Yfirlæknirinn gerir ráð fyrir að
80% af sjúkrasamlagsmeðlimum
séu um 20 þúsund. Hann rnarg-
faldar þá tölu með 14-og deilir
síðan með 40, sem hann telur
vera tölu læknanna í bænum, sem
er ekki rétt.
Og til að kóróna þetta, sleppir
hann alveg að bæta við öllum
skurðlækniskostnaði og sérfræð-
inga-aðgerðum, sem mun síðast
liðin ár hafa numið 40,18 % af
útgjöldum S. R.! Sjá því allir,
hve laun læknanna hækka, þegar
þessi liður bætist við útreikning
yfirlæknisins sjálfs, sem þó er
rangur.
Pað er óþarfi að hafa fleiri orð
um þetta atriði greinar Kr. B.
Hann verður að sætta sig við
það, að honum sé svarað, þegar
hann ber slíka fásinnu á borð.
Og það er sannað, að læknar
krefjast 'af S. R. 15—18 þúsund'
króna árslauna. w ■
En áður en skilist er við grein
læknisins verbur að taka eitt at-
riði enn til aihugunar.
Hann segir í upphafi greinar
sinnar, að það hefði verið fróð-'
legt fyrir höf. greinarinnar hér í
blaðinu að snúa sér til einhvers
úr stjórn gamla S. R. og fá upp-
lýsingar um framkomu Lækna-
félagsins við S. R. á undanförn-
um árum.
Pví er nú yfirlæknirinn aö
brjóta upp á þessu?!
Getur hann ekki verið ánægður
með þær viðræður, sem læiknar
hafa sjálfir haft við stjórn hins
gamla S. R. og þann árangur,
sem þær viðræður gáfu?
Svo skulum við ekki tala meira
um þetta!
Meistaramöí I.S I.
f gærkveldi kl. 6 fór fram síð-
asti liður mótsins, keppnin í
fimtarþraut.
Keppendur voru þrír. Mætti
Georg L. Sveinsson ekki til leiks,
én i hans stað kom Júlíus Stein-
dórsson.
1. Kristján Vattnes (K. R.) 2454
stig.
2. Gísli Sigurðsson (F. H.) 1785
stig.
3. Júl. Steindórsson (K. R.) 1759
stig.
Metið á Karl Vilmundsson (Á)
frá Allsherjarmótinu í fyrra:
2971,89 stig eftir eldri stigatöfl-
unni, en 2578 stig samkvæmt
þeirri nýju finnsku, sem nú er
reiknað eftir.
21 þús. pakkar af
norskumfiski seldir
til Portúgal.
Eftir langvarandi samningaum-
leitanir hafa Norðmenn nú selt 21
þús. pakka af saltfiski til Lissa-
bon. A fiskurinn að fara af stað
frá Noregi 20. september. í Nor-
egi er talið, að öll fisksala til
Spánar sé algerlega útilokuð
fyrst um sinn.
Pýzkir kaupendur bjóða Norð-
mönnum nú svo lágt verð fyrir
síldarmjöl, að Norðmenn telja sér
ekki unt að selja við því verði.
SANNLEIKURINN UM OLYM-
PIUFÖRINA.
(Frh. af 2. síðu.)
Aðriir töldu það sjálfsagða kurt-
eisisskyldu við hinin gestrisna
Þjóðvierja, að hieilsa með kveðj-
urani hans. Engin fullnaðar á-
kvörðun va'r saimt um þietta tekin.
Þýzka söngnum Deutschland,
Deutschland, að viðbættum Horst
Wtessiel er fokið og nú hefjast
hinir þýðu unduirsamlegu tónar,
ö guð vors lands, sem stinga
mjög í stúf: við hinn harkalega
Nazistasöng.
Alil.t í einu kveður við þirumandi
skipun frá foringja okkar, eins
og hann hefði verið herþjálfari í
mörg ár, og skipunin var:
Símaskráin 1937.
Leiðréttingar og breytingar við síraaskrána
óskast sendar til ritstjóra símaskrárinnar fyrir
15. sept. n. k. Eyðublöð undir skrásetningar-
tilkynningar í stafrófsskrána og atvinnu- og
viðsklftaskrána eru í símaskránni bls, 379 og
381. Klippið eyðublöðin úr bókinui og sendið
þ'au útfylt til þess að tryggja rétta og ná-
kvæma skrásetningu.
Bezta
„Hieilsið!“
Er hann villaus mannfjandinu,
hugsaði ég; ætlast hanin ti! að!
við heilsum þjóðsöngnum okkar
með Nazistakveðju, en ekki Naz-
istasöngnum. Eldsnöggt skotra ég
augunum til hliðar. Sumiir hafa
þegar lyft hiendinni, aðffir eru að
silast með hana upp eius og hálf-
nauðugir.
Augnablik er ég í vafa en |að-
eins augnablik, ég bít saman
tönnum og rétti enn fcetuir úr
tnér. Aldirei skal ég hieilsa ís-
lenzka þjóðsöingnum með Nazista-
kveðju. Sá, sem stendur fyrir aft-
an mig hnippir í mig, en héðan
af bneytir ektoert m-inni ákvörðun.
En aldnei hefi-n mér fyr 'ieiðst að
hlusta á þjóðsönginn olckar. Loks-
Munntóbakið
er frá
Brödrene Braun.
KAUPMANNAH0FN.
Biðim kaupmann yða um
B. B. munntóbak
Fæst alls r *staða
ins var hann búinn. Við marnsér-
um í hljóðri fylkingu beim að
tjaldinu, sem ísienzki fáninn blakt
ír á. Sieinna um kvöldið vam tölu-
vert inætt um þetta, en þeim um-
ræðum sleppi ég hér.
Litlu s-einna toom farangur -ukk-
ar og við fórum að koma iotoku,r
'fyriir í tjaldinu. Rúmin eru hvert
upp af öðru og hveirju fylgdi all-
rúmigóður skápur. Áður en við
höfðum lokið að tooma okkur fyr-
ir, vair kallað á okkur í (miation,
en vegna þess að matartjaldið
var ekki tilbúið, borðuðurn við
þetta kvöld í feikna rniklu húsi,
rétt hjá tjaldbúðunum, s-em hét
Deutschlandshalle. Var það bæði
veitingahús og sýiningahöll. Mat-
urinn va;r framreiddur á einum
diski .djúpum vel, og lítil hvieiti-
brauð á stæirð við bollur borin
með. Á diskinum var jemhvar
baunakássa með anokkrum kjöt-
tættlum í. Mér ireyndist óklieiftí
að torga af diskinum, etoki vegna
þiess, að. maturinn væiri vondur,
hieldur af því að svo langt neynd-
ist til biotns. Pó fóru söguir af því,
að einhver hefði torgað af tveim-
ur — f ógáti.i
Eftir matimi vair lokið við að
koma sér fyirir í tjaldinu og isvo
fóru flestiir að hátta, því við vor-
um þneyttiir eftir langt ferðalag
og langan dag.
. Ég halla mér á hálmdýnuna.
Fyrsti dagurinn í Pýzkalandi er
liðinn. Hvað gerist á morgun?
22.252 toan af
barfa.
Allinn i síðustn viku
nam 3363 toni.
ALLS eru nú komin á land
22 252 tonn af karfa, eða
164 830 mál.
í síðustu viku nam aflinn sam-
tals 3363,1 tonni.
Skiftist aflinn í síðustu viku
þannig á verksmiðjuinar:
Patreksfjörður 397,3 smál.
Flateyri 587,2
Hesteyri 804,5
Djúpavík 451,0
Siglufjörður 923,1
Neskaupstaður 200,0
Undanfarna daga hefir veður
verið óhagstætt á Halanum, og
hefir aflinn þvi verið Iítill.
Ljéð Jakobs Smðra,
HandM storms og straoma.
Eftir H. K. Laxness.
Frá Halldóri Kiljan Lax-
ness rithöfundi, sem nú er á
leið til Argentínu á rithöf-
undaþing þar, hefir Alþýðu-
blaðinu borist eftirfarandi rit-
dómur:
Jakob Smári þarf aidrei að
flýja á náðir tilfinningaseminnar,
þaðan af síður einkamála sinna,
til þess að geta ort, og er þá
mikið sagt. Viðkvæmni hans er
alt af fullkomlega skáldleg — og
almenn. Ljóð hans bera fyrst og
fremst öll merki tigins anda.
Skynjun hans er dulræn eins og
allra mikils háttar ljóðskálda,
hann sér landslag leysast upp í
goðverar eins og Jónas Hall-
grímsson í Hulduljóðum, Jóhann-
es Kjarval í sínum ljóðrænustu
málverkum, sjá t. d. kvæðið um
Drotningu berglandsins. Hann
hefir á valdi sínu hið háleita
skáldamál endurvakningarinnar,
sem kostar langt mál að lýsa, en
auðveldast er að gefa hugmynd
um, með því að vitna í kvæðis-
upphöf eins og t. d. Éi glóir æ
á grænum lauki eða Ó, bliknuð
mær í blóma hrein. Pað er
tungumál á hærra stigi, tónar,
sem sjaldan hljóma á vorum
dögum, vegna þess, að svo fá nú-
tímaskáld hafa sálarrósemi til að
leika á fiðlu meðan borgin er
að brenna, þeir æða ósjálfrátt út
á torgin og hrópa eldur. En þótt
kvæði eins og þessi láti ekki
hátt í glaumi dagsjns, þá mun
það sannast, að einmitt af þess-
unr toga era spunnir hinir eilífu
hörputónar skáldskaparins, tónar
hins fyrsta og siðasta ljóðs, það
er rödd fegurðar og friðar, og
rödd göfugs manns, og hún mun
halda áfram að hljóma að baki
öðrum hljómum eFtir að margt
er þagnað.
Nú heyri ég minnar þjóðar
þusund ár
sem þýt í laufi á sumarkvöldi
hljóðu.
Hér hittir maður ekki aðeins
skáld, sem hefir skilningarvit
sin í lagi, bæði dulræn og nátt-
úrleg, en loksins hittir maður hér
nútímaskáld íslenzkt, sem nennir
að vinna, sem nennir að ríma,
án þess að láta málið yrrkja fyrir
sig, kann að heya sér orðafor'ða,
og það, sem er enn meira um
vert, hefir þolinmæði til að leifa
hins rétta orðs, unz hann hefir
fundið það, fellir mál sítt saman
af óþreytandi natni, atkvæði fyrir
atkvæði, í vandmeðfæriiegustú
ljóðháttimr, eins og t. d. sonnett-
unni, unz lítið kvæði stendur fyr-
ir sig sem lifandi heild, alformað
og í jafnvægfi.
Las Palmas, 21. ág. 1936.
Haiidór Kíijan Laxness.
Málmiðnaðarmenn
i París gera mót-
mælaverkfalL
BERLIN, 7/9. (FO.)
Málmiðnaðarmenn í París
gerðu skyndiverkfall einaklukku-
stund í gær, til þess að mótmæla
hlutleysisafstöðu frönsku stjórn-
arinnar, með því að þei'r telja
hana jafngilda refsiaðgerðum
gegn spönsku stjórninni.
Víða söfnuðust verkamenn
saman framan við verksmiðjum-
ar og hrópuðu einum rómi: „Fall-
byssiu' og flugvélar handa
Spáni.“
Engar óeirðir urðu í sam-
bandi við þetta verkfall.
HOSSTÖRF. Stúlkur, sem hafa
í hyggju að taka að sér aðstoðar-
störf á hieimilum hér i bænum
á toomandi vietri, ættu i tíma að
leita til Ráðningarstofu Reykja-
víkurbæjar, þar eru úrvals stöður
við hússtörf o .fl. fj'rir.liggjandi
á hverjum tíma. Ráðningaistofa
Reykjavfkurbæjar, Lækjærtorgi 1,
sími 4966.
Veggmyndir, rammar ög in'ál-
verk, fjölbreytt úrval, Freýju-
götu 11.