Alþýðublaðið - 28.10.1936, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.10.1936, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGINN 28. okt. 1936. ADÞýSUBL'A&IÐ Stntt andsvar Eftir Amgrím Kristjánsson. t Alpýðublaöinu í dag er birt ígrein frá Böðvari Péturssyni kennara, um barnaskólann i Skiklinganesi, og ér þess getiö í undirfyrirsögn, að hun eigi aö vera svar tii raín. Grein þessi mun þó eiga aö vera svar við grein í Alþbl., er út kom 20. þ. m. um skólamál Sldldinganess og Grímstaðaholts- byggöar, en í grein þessari var birt skýrsla mín til skólanefndar Miðbæjarskólans (nokkuð stytt), er ég sendi skólanefndinni 15. þessa mánaðar, um skólann í Skildinganesi. Ot af þeim athugasemdum í grein B. P., er varða skýrslu mína, vil ég taka fram eftir- farandi:.. ÖIl atriði, er máli skiftir, smá og stór, er um getur í skýrslu minni til skólanefndar, eru hárrétt og standa óhrakin, þrátt fyrir „leiðréttingar og skýringar" B. P. Ég geymi serii heimildir fyrir skýrslunni stundatöflur barna og kénnára óg. -yfirlit • yfir deilda- fjölda, barnáfjölda og notkun húsnæðisins, eins og það var, er og tók við stjórn stofnunarinnar i umboöi skólanefndarinnar. Gögn þau eru nægileg til sönnunar fyr- ir réttmæti skýrslunnar, er þau eru borin saman við skýrslur þær, er nú liggja fyrir um starfs- tilhögun í skólanum. En sá samanburður leiðir eftir- farandi staðreyndir í ljós: 1. Notkun lélegra skólahús- húsnæðisins hefir verið minkuð um 30—40«/o, miðað við það, sem áður var. 2. Notkun betra húsnæðisins hefir hins vegar verið aukin að sama skaþi, og meira þó; því nú eru við námj í því húsnæði nokk- uð yfir 100 böm, þaf sem áður voru rúm 40 börn. 3. Með breyttri starfstilhögun var hægt að auka barnafjöldann um n. 1. 40 börn, frá því sem áð- ur var, og þar með nota meir og betur sæmilega gott skólahús- næði og dýrmæta kenslukrafta í þágu skólans. (B. P. kendi t. d. 12 ellefu ára gömlum bömurn í stofu, er rúm- ar hæglega 24 börn. Pá er 24 börn verða komin í þann bekk, eykst notagildi að kenslu Böðv- ars um 100 o/o. Ég veit, að B. P. skilur þetta, og gleðst yfir, sjálfs sín vegna, barnanna vegna og bæjarfélags- ins vegna. Og þá vona ég einnig, að hann skynji aukningu barna- fjöldans! enda þótt að hann gefi það, í skýn í grein sinni, að hann hafi ekki tekið eftir því, að hann kenni nú 19 börnum, þar sem hann áður kendi 12 bömum.) 4) Þrátt fyrir þennan aukna barnafjölda, er nemur meira en heilum bekk, verður samanlagð- ur stundafjöldi kennara á viku ekki mieiri en hann hefði orðið án fjölgunarinnar, að óbreyttu skipu- lagi B. P., og fær því bærinn vegna breytingarinnar ókeypis kenalu fyrir meirn en heilan bekk. 5) Skólahúsnæði, er áður var ó- sæmilega illa hitað, er nú vel hitað. 6) Ellefu ára böm, *em hvorki kunna að lesa né rita sitt eigið móðurmál, eru nú frelsuð frá gagnslausum dönskuí.roðn- ingi, en aukin að þvi skapi ís- lenzku og skriftar-kensla. 7) Einnig minkað um 100% dönskunám 12 ára barnanna, eða úr 4 st. á viku og í 2 stundir. 8) Enn hefir verið minkuð er- lend málakiensla 13 ára barnanna um 2/7 parta, eða úr 7 St. í 5 st. á viku, og játa ég að það var of lítið, en það hefir víst verið vegna þess, að ég framkvæmdi þessa ráðstöfun eftir skipun B. P.(!!), eftir því sem hann sjálfur hefir skýrt frá. 9) Pá hefir feinnig verið sam- ræmdur daglegur kenslustunda- fjöldi hverra aldursflokka, skv. því, sem gert er ráð fyrir í gild- andi lögum, þótt þvi verki sé reyndar ekki fyliilega lokið, m. a. af ástæðtun, sem B. P. ætti að vera kunnar, þar sem það atriði snertir persónulega hagsmuni hans sjálfs. Annað eöa mieira óska ég ekki að taka fram við lesendur Al- pýðublaðsins út af pessum þönk- um Böðvars Péturssonar um starfrækslu Skildinganesskóla. Reykjavík, 24 10 '36. Arngrímur Kristjánsson. Ivar Veimerstrðm laodshðlðingi í VernaUidi. ¥ VAR VENNER5TRÖM, fyrver- andi ráðherra í Sviþjéð, heíir verið skipaður laiidshöfðingi í Vermaiandl með aðsetri í Karl- stad. Er þetta mikil tignarstaða, því að landshöfðinginn er æðsti valdsmaður í hverju héraði. Eru venjulega skipaðir reyndir og mikilhæfir stjórnmálamenn. Enda hefir embættið mikla póli- tíska þýðingu. Hafa jafnáðarmenn lagt' mikla áherzlu á það ,að koma sínum mönnum í þessi embætti undan- farið. Það samrýmist ekki, að sami maður sé ráðherra og landshöfð- ingi. Hins vegar geta landshöfö- ingjar verið þingmenn. Robinson Krusoe í íslenzkri þýðingu eftir Stein- gríin Thorsteinsson, er nýkom- in út í 3. útgáfu með mörgum myndum. Útgefandi er Isafoldar- prentsmiðja. Jafnaðarmannafélag íslands heldur SKEMTIFUND, í kvöld miðvikudaginn 28. þ. m. kl. 8 V2 í alþýðuhúsinu Iðnó. Dagskrás Erl. Vilhjálmsson; Störf verkalýðs og jafnaðar- mannafélaga í Noregi. Pétur Pétursson: Upplestur. Kaffidrykkja, söngur og músik. Allir alþýðuflokksmenn velkomnin STJÓRNIN. nýkomin, 3 teg. Pðntnnarfélag verknmanna ALÞÝÐUHÚSINU við Hverlisgötu. Nýjar bækur Lesbókaútgáfan: LesKefti I. Síidin. Eftir Árna Friáriksson fiskifræáing. Verð 50 aurar Leshefti II. Olían. Eftir ]óhann Skaftason sýslumann . — 50 — Matvælaeftirlit ríkisins: Lög um eftirlit með matvælum og öðrum neyzlu- og nauðsynjavörum. Almerv reglur um tilbúning og dreifingu á matvælum og öðrum neyzlu- og nauðsynja vörum. Lög um varnir gegn óréttmætum verzlunarháttum. . . Verð 50 a r<>r Reglugerð um aldinsafa og aldinsöft............... Reglugerð um aldinsultu og aldinmauk ............ ’.eglugerð um gosdrykki.......................... Reglugerð um kaffi ............................. . 'eglugerð um kaffibæti og kaffilíki ............. pglugerð um kakaó og kakaóvörur .............. .. 25 25 25 25 25 25 \ðalútsala: Fásl hjá bóksöiura Rikisprentsmiðjan Gutenberg ■ “W3SJS! Hrossakjðt, Trippakjöt, Folakjöt hefi ég á á boðstél- nni núsanæsta daga. Gerið pmtaoir strsx! Verzl. Framtíðia, Hafnarfirði. Simi 9091. Ouðmanður Maguússou. ani Laigaveg 19 Símar 1904 og 4035. Fyrsta hattasaumastofa þessa lands býður yður nú breytlngar á gömlum herrahöttiun í kven- hatta eftir nýjustu geröum, lit- iaða í knöiguimi litum.. sjaaxir kvæmt óskum. Munið að nota yður herrahatta. Sent gegn póst- kröfú um alt land. Helga Vilhjálms. $&lékdáM er þjóðfrægt fyrir gæði. Munið 1 krónu Heitt & Ealt. máltíðirnar. um leið og þér greiðið ið- gjöld yðar til Sjúkrasamlags- ins, að tilkynna bústaðasklfti. Borðið sjólaxpylsur og hið á- gæta fiskfars, aðeins 50 aura y3 kg. Fiskpylsugerðin. Sími 3827. Oddur sterki 57 ára. Ég er borinn og barnfæddur anno 1879 29. október að Páls- húsum. Ýmislegt man ég úr upp- vaxtarsögu minni, og gæti það verið eins fróðlegt að ég segði frá því útvarpið eins og margt annað, sem þar er flutt. Gæti það heitið t. d. Þættir um basl og menn með guðsfriði aftan í, og við alþýðu hæfi gæli það verið ekki síður en sál og mál og því um líkt fimbulfamb. Ég var t d. 4 ár hjá Birni Gunnlaugssyni á Holtinu. — Hann var formaður og druknaði beint undan Odd- haga; var að sækja hey fyrir Sigurð fangavörð, með honum druknaði vinnukona frá Sigurði og maður sem Guðmundur hét. Hjá Guðmundi í Ánanaustum var ég í 6 ár. Ég kom oft í Stein- húsið til Sigurðar frænda mins. Hann hafði mikið skegg; náði það honum í neðri nafla og not- aði hann það stundum fyrir beisl- istauma og þótti hentugt. Reyndu margir að rækta á sér slikt skegg en það gékk illa, enda reyndu söðlasmiðir að spilla fyrir þeirri ræktun; þóttust hafa einkarétt á að búa til beislistauma — og svp var ekki nitrophoska uppfundið þá. Ég hefi víða á sjó veriö, á róðrabátum, tók þar maigan haín- ínginn, á skútum og halaði í þorskinn bæði á sjó og landi, á mótorbátum og verið svikinn uni kaup; verið á Austfjörðiun með Sæmundi slfulla og Stjána bláa; jLent í jslag við Franzmenn, er þó lifandi. enn og gæti frá mörgu pagt í útvarpið, 'Og rödd hefl ég ekki verri en Gvendur á Sandi. Ég verð á ferð í bænum á afmæl- isdaginn minn iog hitti kunningj- ana. Dagurinn er 29. okt. næst- koxuandi. Oddur Slgurgeirs&on, Oddhöfða við Kleppsveg. Upp á líf op danða. Leynilögreglusaga eftir „Seamark44. annað borö, þá hlut.u þeir að vera búnir að ná honurn innan 24 klukkutíma. En þáð eru til leiðir út úr öllum ógönguim, og þegar Gartery var að enda við að graiða sér, hafði hann eygt leið til undankomu. Hann bjó út umbúðir um hvora gimsteinaöskjuna fyrir sig úr- pappír, sem hann fann í iklæðaskápnum sinum. Svo fór hann út og lét sjálfur böggiana í póstinn. Og þegar gimsteinarnir voru einu sinni komnir í póst- inn, þá voni þeir eins öruggir þar og þó að þeir væru geymdir í banka. Seinna þennan sama dag kom annað babb í (bátinn. Herra Elroyd var týndur. Hann las það í kvöldútgáfu sama blaðs og hafði flutt fregnina um áfall barónsins. Læknarnir höfðu skipað herra Elroyd að vera i rúm- inu og það hafði verið símað eftir hjúkrunarkonu til þess að stunda hann. Alt i einu hafði hann risið upp í rúminu, farið fram úr og byrjað að klæða sig. Hjúkrunarkonan reyndi að fá hann ofan af þessu uppátæki, en það var ó- mögulegt. Baróninn hélt áfram að klæða sig. Hann virtist hafa alleinkennilegan smekk í 'vali klæða sinna. Skyrtumar virtust ekki nógu marglitar handa honum, svo að hann fór í náttjakka, sem var purpura- rauður, grænn, svartur og gulur. Annað var það, að hann vildi ekki láta reima skóna, sína. Hann var í röndóttum buxum og tveim vestum. Hjúkrunarkonan elti hann og var aldrei ineir en tvö skref á eftir honum. Hann átti dálítið .erfitt með að rata um sín eigin hús, og gat ekki almennilega áttað sig á þvi, hvar hann væri niður kominn. Af til- viljun fann hann útidyrnar og fór út. Hann virtist ánægður með að ganga hringinn í kring um blómabeð upp aftur og aftur og hafði gaman af að skoða. blómin. I meira en klukkutíma hafði baróninn gengið í kring um blómin eins og barn. Það hafði verið simað eftir lækni, og hann sagði þegar í stað, að þetta værii vonum betra og væri það bezta, sem fyrir hefði getað komið. Hreyfingin myndi hafa góð áhrif á hann og það væri bezt að láta hann ganga sig þreyttan. Svo myndi hann söfna og þegar hann væri vaknaður aftur, ætluðu læknarnir að reyna við hann aftur. Þannig gekk baróninn lengi. Hjúkrunarkonan fór upp í svefnherbergi hans tii þess að laga í herberginu. Frá glugganum gat hún fylgsjt með hreyfingum sjúk- ling^ins, sem var á sveimi um blómabeðin. Það yðasta, sem hún sá til hans, var það, að hann sat á bekk í garðinum. Þar sem hún hélt, að hann væri öruggur, þar sem hann var, hélt hún áfram að laga til í herberginu. 1 um 10 minútur hafði hún ekki litið út um glugg- ann, en þegar hún leit út aftur, s,á hún hann hvergi. Hún flýtti sér út og fór að leita xuxihverfis húsið. Garðurinn umhverfis. Glaire Hall er afar stór og ar er þéttur skógur, og þegar búið var að ieita í um tvær klukkus.tundir, þóttist heimilisfólkið þess fullvíst, að herra Elroyd hefði farið út á veginn. Yfirþjónninn þóttisf viss um, að baróninn gæti ekki verið í skógmum. Hann kvaðst þekkja hvert fótmál þar og alls, staðar hafði verið Leitað. Lögreglustöðvunum í umhverfinu var óðara tilkynt hvarf barónsins, og þær sendu þegar i stað út menn til þe&s að leita. En um það leyti, er blaðið fór í pressuna, hafði engin fregn borist um það, að baróninn væri fundinn. Baróninn var auðþekkjanlegur á klæðnaði sinum. Lögreglan hafði stöðvað hjólreiðamenn og bílstjóra, &em þeir mættu á veginum, og spurt þá um baróninn, en enginn hafði séð hann. Margir höfðu boðið aðs,toð sína og fjölmenn leit var hafin um alt umhverfið. Maðurinn hlaut að vera í mikilli hættu s,taddur, Jrar eð hann gat ekk ibjargað sér að neinu leyti í þes.su ástandi, sem hann var. Gartery lagði frá sér blaðið og varð sem eitt spum- ingarmerki í framan. — Jæja, hvað getur nú hafa orðið af honum? taut- aði hatin. — Gamli maðurinn getur aldrei hafa farið langt af sjálfsdáðum. Honum hefir verið rænt, það er alt og sumt. Og það hefir einhver framið, sem hafði taugar til að fara inn í garðinn, upp að húsinu og ræna honum um hábjartan dag. En spumingin er bara, hver það hefir verið. XXVII. KAFLI. Hver var það? Hann hugsaði sig um og neri hökuna. — Manello? Hann lagði mikið á sig um nóttina til þess að ná þessum demöntum. En nú vissi hann, aö baróninn hafð iekk idemantana lengur. Manello vissi vel, að Cartery hafði náð demöntun- um. Hvaða hagur, var Manello þá að þiv, að ræna Horle? Nei, það gat ekki verið Manello. — En var það þá einhver annar af glæpamarina- hópnum. Manello hafð ialt af verið milligöngumaður milli Horle og glæpatnannanna. En einn eða fleiri af íoringjunum hlutu að vita, að Horle var- Flicker og enginn annar. Og auðvitað hlutu þeir líka að vita um Vantine- demantana, því að flokkur Slugger Williams haföi framkvæmt ránið. Enginn af þeim hóp gat vitað, að það hafði misheppnast að korna þeim i réttar hendur. Hópur Williams vissi, að Dubois hafði farist. Þeir vissu að Dimble og Cartery höfðu náð demöntunum á sitt vald um stund. En svo ivssu þeir líka, að de- mantarnir höfðu komist til Glaire Hall. Og það var eng- inn vaf á þvi, að þeir höfðu frétt það, að demantana vantaöi, þegar öskjumar voru opnaðar ú lögreglustöð- inni. Að öllu þessu athuguðu var ekki ómögulegt, að einhver af glæpamönnunu>n hefði lagt saman tvo og tvo og komist að þeirri inðurstöðu, að demantamir væru njiðurkomnir á Glaire Hall. Það var því ber- sýnilega enn þá verið að berjast um þessa demanta.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.