Alþýðublaðið - 28.10.1936, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGINN 28. okt. 1036.
AL'^YÐVBLAðlS
ALÞYÐUBLAÐIÐ
SUTSTJORI:
V. E. VALDBMARSSON
RITSTJORN:
AiþJOahúalna.
fcíBBgaa^ur 2ré lagóUaatmU)
AFGRBIÐSLA:
Alþýóahújitaa.
Ctangangur trt, HverfUgóta),,
SHfAR:
4800—1000.
éSOöi AtgsraÍBiila, nugiymngM.
s.9(y : RitHtióm (toiiwiðar tréttix)
4900: RStetim.
«68: VlHiJ. a VUhjfilmM. (halœfi)
F. R. Valdemarsaon (toteci;
: íUUtJém.
aBii|iJ6'fil>nptiiaiðJ)ui.
■ im nWiAi.UL..i,i,! .i. i.. "
Alitið á Kveláálii.
A HVERJUM sunnudegi gæöir
X®" Morgunblaðið lesendum sín-
um á klausutetrum, sem það
kallar Reykjavíkurbréf.
Siðast liðinn sunnudag tók það
h.f. Kveldúlf til meðferðar í þfess-
um klausum.
Blaðið fer um það nokkrum
fögrum orðum, að þetta fyrirtæki,
hafi nú greitt um 30 miljónir kr. í
kaup, að það hafi greitt í ,skatt 3
milj. kr. og að þrátt fyrir þetta,
séu vondlr menn að tala um það,
að þetta fyrirtæki eigi að taka
ti! gjaldþrötaskifta og það sem
fyrst.
Og svo bætir blaðið við:
„Hvaða álit, sem merua kunna
að hafa á starfseml Ivveldúlfs,
þá verður það ekki hrakið, aö fé-
lagið hefir greitt meiri vinnulaun
og meira til opinberra þarfa en
itokkuð annaö fyrirtæki hér á
I«ndi.,r
Þó nokkuð mun vera til í því
hjá Morgunblaðinu, að Kveldúlf-
ur hafi met í launagreiðslum;
það muni t. d. vera landsmet,
jé, ef til víil heimsmet, að fyrir-
tæki af sömu stærð, greiða fram-
kvæmdastjórum í árslaun alt að
Vt mlljón kr.
En nú er bezt að hjálpa Morg-
unblaðinu um sumt af því, sem
menn annars álíta um Kveldúlf.
Um stjórnarkostnað fyrirtækis-
tns hefir þegar verið rætt. Pað
er almennt álitið, að þetta fyrir-
tæki skuldi um 5 miljónir kr. í
íslenzkum bönkum, það er álitið,
að skip þess séu „ryðkláfar", hús
þess á fallanda fæti, reitir þess
margir grónir grasi. Það er álitið,
að félagið muni halda áfram að
safna skuldum í bönkum með
hverjum degi, sem líður, smnir
halda, að forstjórunúm sé mjög
vel kært, þó skuldimar við bank-
ana verði sem mestar, þegar þeir
fá ekki annað en ryðkláfana upp
í þær.
Mönnum hefir jafnvel dottið í
hug, að forstjórar Kveldúlfs væru
nú sem óðast að koma fé bank-
anna (,slnu fé‘ á þeirra máll) í ýms
ný f>TÍrtæki, sem kynnu að geta
borgað þeim forstjóralaun að
Kveldúlfi látnum.
Og enn hefir mönnum dottið i
hug, að félagið Kveldúlfu?, sem
skuldar bönkunum hér um 5 miij-
ónir króna, haö af ríkdómi sínum
lánað Thorsbræðrum 1/2 miljón
og mönnum finnst þetta vera
að fara bakdyramsgin inn í 'trartk-
ann. Sumum hefir dottið í hug,
að Ólafur Thors væri korninn í
bankaréð, til þess að gæta þess-
ara bakdyra.
Loks hefir mönnmn flogið í
hug, að Kveldúlfur væri ekki rek-
inn með alþjóðarhag fyrir augum,
bg þessi grunur er- þó nokkuð
vel rökstuddur.
Af öllu þessu Leiðir það, að
alþýðan í landtnu krefst þess, að
Kveldúlfur verði tekinn til gjald-
þrotaskifta og að forstjórar hans
verði látnir gera reikningsskíl
.ráðsmennsku sinnar, og það án
alls undandráttar. Alþýðan krefst
þess, að nú þegar verði gerður
fendi á þessari meðferð í fjár-
málum almennings, sem Thors-
bræður hafa beitt við það fé, sem
þeir hafa fengið handa á milli,
sem forstjórar Kveldúlfs.
Petta er álit manna á Kveld-
úlfi.
Gamla Btó
sýnir um þessar mundir hina
ágætu mynd „Uppreisnin &
„Biounty‘Y‘ sem byggist á sann-
sögulegum viðburði. Aðalhlut-
verkin leika Charles Laughton,
Clark Gable og Eranchot Tione.
Nýja Bíó sýnir ennþá Gleym-mér-
■tí með frægasta tenórsöngvam
heimsins, Benjamino Glgli, i að-
alhlutverkinu.
LeKkhúslð:
ReikningssklL
LEIKFÉLAG Reykjavíkur hefir j
undanfarin kvöld sýnt leik-
ritið „Reikningsskil“ eftir Carl
Gandrup.
Efni leikritsins hefir áður verið
rakið hér í blaðinu og skal því
lítið á það minst, heldur rætt um
leikinn á víð og dreif, og skal
þá byrjað á leikskránni.
Undanfarna vetur hefir Leik-
félagið haft þann ágæta sið, að
láta fylgja leikskránni stuttar rit-
gerðir um höfund leiksins og
jafnvel leikritið sjálft. Að þessu
sinni hefir þetta, einhverra orsaka
vegna farist fyrir, og er miður
að svo skuli vera. Leikskráin er
ekkert annað en nöfn persónanna
og leikendanna að viðbættum
auglýsingum.
Auðvitað sér enginn maður eft-
ir 25 aurum, en hins vegar virðist
óþarfi að fleygja þeim út fyrir
auglýsingar frá Steindórí, Litlu
bílastöðinni, ölgerðinni Egill
Skallagrímsson, um Fatapressun
Reykjavikur og hið ágæta nagla-
lakk, Amanti, jafnvel ’þótt upp
á þetta sé puntað með nöfnum
nokkurra vinsælla leikara. Væri
vel, ef Leikfélagið sæi sér fært
að láta fylgja næstu leikskrá
stutta grein um höfund leiksíns
og helztu verk hans, og er svo
útrætt rnn þetta mál.
Það hefir verið brosað að ýms-
um leikritahöfundum fyrir það,
hve gjarnir þeir hafa verið á að
láta persónur sínar deyja í tima
og ótíma á leiksviðinu. Carl
Gandrup hefir í þessu tilfelli
válið aðra leið, því að aðalper-
[sónumar I 2. 3. og 4. þætti eru
állar dauðar, þegar 1. þáttur
byrjar, og deyja síðan allar aftur
í 2. 3. og 4. þætti, eins og ekkert
væri sjálfsagðara.
Leikritið snýst um ekkju
þriggja manna, sem á dauða-
stundinni glímir við þá gátu,
hvem þeirra hún eigi að hafa
samvistir við hinum megin; en
þessum mönnum hennar var
þannig farið, að ekki var bein-
línis ástæða til að óska henni
til hamingju með þá alla. Hún
er jafnvel smeyk um, að einhver
þeirra kunni að hafa lent á stað,
þar sem sagður er nógur hiti.
Að sjálfsögðu er ekki á með-
færi nokkurs leikritahöfundar að
gefa lausn á því vandamáli, sem
þar er brugðið upp, og er því
leikritið sem heild alveg út í hött.
Ekkjuna, frú Beate, leikur
Sofijía Guðlaugsdóttir. Er leikur
hennar víða góður og sums stað-
ar ágætur, t. d. í fjórða þætti á
móti Haraldi Bjömssyni og I síð-
asta þætti.
Anton prest, son hennar af
fyrsta iijónabandi, leikur Sigurð-
ur Magnússon. Slgurður er nýr
maður á leiksviðinu, og hiutverk
hans erfitt. Verður ekki annaö
sagt, en að hann valdi þvi eftir
vonum.
Þorsteín Wahi, óperusöngvara
og tónskáld, fyrsta mann frú
Beate, leikur Bjami Bjarnason.
Bjarni hefir stirðar hreyfingar og
röddin er of gjaliandi. Munhann
hafa verið valinn í þetta hlutverk
vegna söngsins.
Lauritz Hoff, konunglegan hirð-
vinsala, annan mann frú Beate,
leikur Brynjólfur Jóhannesson.
Er leikur hans sléttur og áferðar-
fallegur og fekki hægt að gera
meira úr þeirri persónu en Bryn-
jólfur gerir.
Eirík Rung yfirréttarmá’aflutn-
ingsm., þriðja mann frá Beate, leik-
ur Har. Bjömsson prýðisvel. Tekst
honum ágætlega að sýna hinn
kaldrifjaða og valdagráðuga fjár-
aflamann. Þó væri ekkert á móti
þvi, að Haraldur skifti u n göngu-
lag á leiksviðinu og liðkaði sig
ofurlítið í hnjáliðunum.
Prófessor Thingsted, húslækni
hjá frú Beate leikur Gestur Páls-
son. Þessi persóna frá höfundar-
ins hendi vekur einna mesta sam-
úð leikhúsgesta, þrátt fyrir dá-
lítið barnalega ástaróra.
Hin smærri hlutverk er ekki
ástæða tii að fjölyrða um. Block
lögfræðing leikur Gunnar Möller,
Abel óöalseiganda Lárus Ingó'lfs-
son, jómfrú Kirkegaard, ráðs-
konu hjá Wahl, leikur Gunnþór-
unn Haildórsdóttir, hr. Severings
Indriði Waage, Alslev innheimtu-
mann Valdimar Helgason, systur
Ölmu leikur Regína Þórðardóttir
og Kamiilu þjónustustúlku leik-
ur Ragna Bjarnadóttir.
Það er ekki hægt að krefjast
þess af leikendunum, að þeir geri
meira úr þessu leikriti en raun
ber vitni um, en þegar tjaldið
fellur eftir síðasta þátt, þá man
maður í raun og veru ekki eftir
nema einu andliti og einni rödd,
og þessa rödd og þetta andlit á
Gunnþórunn Halldórsdóttir.
Plausor.
! stúdentaráðiua dan a
fjórír ibaldsæeim eftir
pipn eins nazista.
StððeotarððsbosninBar t
fyrraðag.
OSNINGAH í Stúdentaráð
* » háskóLans fóru fram í íyrrad.
Fóru þær fram með nokkuð
öðrum hætti en venja hefir vér-
ið. Aður hefir tíðkast, að hver
deild hefir kosið sinn fulltrúa
og fimm hafa verið kosnir með
almennu kjöri. En samkvæmt
nýju stúdentaráðslögunum, sem
samþykt voru í haust, eru allir
níu fulltrúar kosnir hlutbundn-
um kosningum.
Voru bomir fram þrir listar,
írá félagl róttækra stúdenta, frá
íhaldsmönnum, sem kalla sig
„lýðræðissinna“ i háskólanum,
og frá ógrimuklæddum nazistum.
Orslit kosninganna urðu þau,
að listi róttækra háskólastúdenta
hlaut 72 atkvæði og kom að 4
mönnum, þeim Helga Laxdal,
Ragnari Jóhannessyni, Halldóri
Halldórssyni og Karli Strand.
Listi íhaldsmanna fékk 64 at-
kvæði og kom að fjórum mönn-
um, þeim Ólafi Bjamasyni, Baldri
Möiler, Stefáni Snævarr og Jó-
hanni Havsteen.
Listi nazista kom að einum
manni, Sigurjóni Sigurðssyni.
Þess má geta til skýringar við
þessar kosningar, að miklum
fláttskap hefir verið beitt við
undirbúning þeirra af hálfu í-
haldsmanna. Hafa þeir komið til
manna og sagt þeim, að þeirra
listi væri sameiginlegur listi
þriggja flokka, sem berðust á
móti öfgaflokkunum til beggja
hliða! En núna eftir kosninguna
eru það Sjálfstæðismenn, sem
hafa sigrað. Verða þeir nú að
gera sér að góðu að danza eftir
pípu þessa eina nazista, sem er i
stúdentaráðinu, oddamannsins,
Hvort sem þeim þykir það ljúft
eða leitt.
Störkostleot herðt-
boí 00 straogor ber-
agi i Kítalofiía.
LONDON í gær. FB.
RÁ Barcelona berast þær
fregnir I morgun, að Kata-
Ioníustjórnln hafi fyrirskipað víö-
tækar ráðstafanlr til þess að efla
her lýðveldissinna í baráttunni
gegn upprelsnarmönnum.
I Hefir verið birt tilskipun þess
’ efnis, að kveðja skuli til vopna
þegar I stað árgangána 1932,
1933, 1934 og 1935.
Enn fremur heflr verið ákveð-
ið, að strangar heragareglur skull
framvegis gUda i öllum her-
sveitum og vamarliðssveltum.
(United Press.)
Bðssar hafa ekki beðifl
imi lejfi til að nota
franskar hafalr.
LONDON, 26/10. (FO.)
Nokkur blöð álfunnar birtu i
dag þá fregn, að Sovét-Rússland
hefði heðið Frakka um leyfi til
þess að mega nota franskar hafn-
ir fyrir skip sin, sem þeir kynnu
að senda til Biscayaflóans.
í opinberri y'firlýsingu frá
stjóminni í Moskva er sagt, að
fréttin sé uppspuni frá rótum,
og af illvilja sprottin. Franska
stjórnin hefir leinnig tilkynt, að
ekJd sé minsti fótur f>’riT þessari
fregn.
Seljum mikinn og góöan mat
fyrir 1 krónu. Getum eimþá bætt
við mönnum í fast fæði. Matatof-
an Ægir. Sími 4274.
Fyrst og síðast: FATABÚÐIN
UTLITIÐ er ískyggilegt. Sjálf-
sagt reyna uppreisnarmenn-
irnir nú að slíta jámbrautarsam-
bandið milli Madrid og Valencia
til þess að stöðva aila matvæla-
flutninga til höfuðborgarinnar.
Nú þegar er fólkið í [Madrid farið
að standa í halarófum fyrir utan
matvælaverzlanímar. — Sykur,
smjör, mjólk og kjöt fæst ekki
nema af mjög skomum skammti.
Rétt éðan fór ég fram hjá langri
röð af konum, sem vom að bíða
eftír því að fá hrossakjöt. Um-
sátur um Madrid yrði undir slík-
um kringumstæðum enginn barna
leikur fyrir íbúana.
En jafnvel þó að stjómin yrði
að gefa Madrid upp, væri borg-
arastyrjöldin þar með hvergi
nærri á enda. Það væri að vísu
ægilegur ósigur, en hann myndi
þó ef til vill verða til þess að
framkalia á hlið stjómarinnar þá
miskunnarlausu hörku, sem
spönsku byltinguna hefir hingað
tU vantað. Sigrar í Astúríu og
Andalúsíu gætu, að minnsta kosti
að nokkru leyti, vegið upp á móti
þeim ósigrí, sem það væri fyrir
stjórnina, að \’erða að yfirgefa
Madrid. Og hvað sem öllu öðm
liði, myndi það taka uppreisnar-
mennina marga mánuði enn, að
leggja undir síg Kataloníu og alla
austurströnd Spánar. Þar og víð-
ar gæti stjómin skipulagt her
sinn á ný bak við skotgrafir og
búið sig undir nýjan þátt borg-
ara s t yr jald arinnar meö n.iklu
A vígstöðvunum við Madrid.
meiri sigurmöguleikum heldur en
hún hefir haft hingað til.
Með þessum orðum mætti i
stuttu máli lýsa þeirri stemningu,
sem nú rikir i Madrid þrátt fyrir
hið skuggalega útlit augnabliks-
ins, sem er að líða. Allir hafa
það á tilfinningunni, að það sé
ekki hægt að bæla byltinguna
niður, að sagan sé þegar fyrir
löngu búin að kveða upp dauða-
dóm yfir þeim stéttum, sem í ídag
standa á bak við uppreisn herfor-
ingjanna. Að vísu er „sagan“
vetk röksemd á mót! þilggja mót-
ora flugvélum og blóðþyrstum
málaliðsmönnum sunnan úr Mar-
okkó. En i þessu tilfelli felur
„sagan“ þó fullkomna vissu í sér
um það, að þær yfirstéttir, sem
hingað til hafa ríkt ú Spáni, muni
hvorki vera færar um að friða
landið né festa sig í sessi á ný.
í þessu tilfelli þýðir „sagan“: ó-
stöðvandí barátta alls fjöldans
fyrir nýju og betra þjóðfélagi. —
Ekkert amiað en alger sigur
stjórnarinnar getur eftir þetta
tryggt friðinn og velferð fólksins
á Spáni. Og verði stjómin imdir í
borgaxastyrjöldinni, þá heldur al-
þýðan áfram að berjast upp á
eigin spýtur, af því að hún á ekki
um neitt arrnað að velja. Árum
sarnan getur sú barátta haldið á-
' T TINN þekti amerískl biaða maður, Louis Fischer, sem nú
| i X er staddur á Spáni, lýsir í eftirfaraadi grein ásíandinu
og stemningunni í Madrid og á vígstöðvunum sunnan við barg-
ína í byrjun þessa mánaðar.
fram, án þess að taka nokkum
enda.
Þessi barátta byrjaði strax í
april 1931, þegar konungsvald-
inu var steypt. Þær stoðir, sem
konungsvaldið hvíldi á — ka-
þólska kirkjan, jarðeignaaðallinn
og herforingjaklíkan — stóðu eft-
ir sem ábur, þótt yfirbyggingin
væri fallin. í fyrri stjórnartið
sinni, sem stóð frá því í okitóber
1931 og þangað til í september
1933, gerði Manuel Azana ýmis-
legt til þess að bæta kjör smá-
bændanna og landbúnaðarverka-
lýðsins. Hamr tók jarðeignir nokk
urra stærstu aðalsmannanna eign-
amámi og skifti þeim upp á milli
á að gizka 10 þúsund smá-
bænda. Hann setti herforingja,
sem ofaukið var, á eftirlaun, án
þess að draga af þeim einn ein-
asta eyri af hinum venjulegu em-
bættismannalaunum. En jafnvel
þótt ekki væri harkalega af stað
farið með þessum umbótum,
nægðæþær tii þess að æsa aðals-
mennina og stóratvinnurekend-
uma upp á móti stjóminni. Þeir
skutu fé sínu undan tii útlanda
eða stöðvuðu atvinnurekstur sinn
og juku þannig atvinnuleysið og
hina almennu neyð. ihaldsflokka-
stjómin, sem tók við af Azana
i september 1933, tók aftur um-
bætur hans, lækkaði laimin og
stjórnaði landinú með ofbeidi,
sem enn er i fersku minni.
Óánægjan svall undir niðri hjá
fólkinu og að endingu logaði upp
úr í uppreisninni i Astúríu og
Kataloníu í október 1934. Blóðið
rann i striðum straumum. Upp-
reisnin var bæld niður, en aftur-
haldið var stefnulaust og úrræða-
laust gagnvart erviðleikum lands-
ins og þjóðárinnar, og fólkið
lærði loksins að fylkja sér sam-
an. 1 febrúar 1935 vann alþýðu-
fylkingin hinn fræga kosningasig-
sigur, sem gerði enda á ihalds-
stjórninni. Hin nýja stjórn Man-
uels Azana varð að grípa til rót-
tækari ráðstafana heldur en sú
fyrri, þvi að bændurnir heimtuðu
uppskiftingu á aðalsjörðunum. í
apríl síðast liðnum var ég sjálfur
sjónarvottur að því, hvernig
bændurnir í Estremadura tóku að
alsjaröimar eignarnámi upp á eig
in spýtur og skiftu þeim á milU
sín til ræktunar. Azana, sem gat
ekki stöðvað þessa hreifingu, við-
urkenndi hana með lögum sem
leigunám á jörðunum. Ég sá líka
kirkjur, sem lítið var eftir af
nema sviðnir og svartir veggirnir.
Azana skýrði þetta fyrirbrigði
fyrir mér. „Kaþólska kirkjan hef-
ir verið og er pólitísk stöfnun á
Spáni; og sá sem er á vigstöðv-
umtm, verður að vera við þvi bú-
inn að ’fá kúlu.“
En Azana snerti ekki við hem-
um. Þ. 4. apríl 1936 spurði ég
hann, hversvegna hann hreinsaði
fekki til í hernum, og hann svar-
aði að hann sæi ekki „að úr
þeirri átt væri neitt að óttast.“
En hann bætti hlægjandi við:
„Og þótt svo væri, þá myndi ég
ég ekki segja það við yður . . .“
Hann vissi vei að þessi hætta var
fyrir hendi; ég vissi það og hver
einasti inaður í Madrid vissi það,
enda var það þar opinbert um-
talsefni. Sá, sem fyrir hálfu ári,
hefðl látið til skarar skríða, og
tekið tvö hundruð herforingja al-
veg fyrirvaralaust fasta hefðiget-
að bjargað lífi þeirra áttatiu þús-
und Spánverja, sem féllu í borg-
arastyrjöldinni fyrstu tíu vikurn-
ar. En Azana, hámenntaður og
göfugur maður, sem ekki má
vamm sítt vita, lét sitja við hálf-
ar ráðstafanir; öll harðstjóm er
honum á móti skapi. Umbætur
hans á landbúnaðarlöggjöfinni
vöktu reiði aðalsmannanna, enda
þótt þær létu eignarrétt þeirra
og yfirráð yfir jörðuntmi að
; mestu leyti óskertan. Hógværar
áminningar til uppivöðslusamra
herforingja, sem komu fram I
því, aö þeir voru fluttir frá stærri
sfetuíiðsborgum i minni, urðu að
eins til þess að vara þá við þeirri
hættu, sem klíkuvaldi þeirra stóð
af áframhaldandi þróun lýðræðis
, íns, og æsa þá til uppreisnar ámóti
því. Hræðsla aðalsmannanna ura
jarðeignir sínar og Ótti hershöfð-
ingjanna við það að vera sviftir
sérréttindum sínum og klíkuvaldi
skýrir algerlega uppreisn þeirra,
gegn hinni löglegu stjórn lýð-
veldisins. Frá sögulegu sjónar-
miði skiftir það litlu, hvor í þessu
tilfelli hefir réttinn á sinni hlið
— í raun og sannleika era þeir
viðburðir, sem nú eru að fara
fram á Spáni, síðasta tilrausn
gamla jai-ðeignaaðalsins, herfor-
ingjanna, fasistanna og banda,-
manna þeírra tii þess að stöðva
þá byltingarkendu frelsishreifingu
fólksins, sem byrjaði með því að
(Frh. ú 4. síðu.)