Alþýðublaðið - 29.10.1937, Side 3

Alþýðublaðið - 29.10.1937, Side 3
FÖSTUBAGINN 29. ÖKT. 1937. ACÞTDUBCAÐIÐ ALÞÝÐ UBLAÐIÐ ritstjóiui F. 8. VALDEMARSSQN AFORBIÐSLAí A LJÞYSUHUSINU (Iangacjrnr trá HverH8gðta>. SÍMAKi 49C0 — 4936. 4900: Afgreiðt.a, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innlendar fréttir). 1902: Ritstjóri. 03: Vilhj. S.Vilhjáimsson(heima) 4904: F, R. Valdemarsson (heima) 4(03: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsia, ALÞVÐUPBENTSMIÐJAN Norski AlþýðaMk- nrina og kommán- istarnir hér. JÓÐVILJINN hefir nýlega verið að vitna í stefnuskrá norska Alpýðuflokksins og hald- ið því frara, að afstaða hians til byltingarinnar væri alt önnur en sú, sem samninganefnd Alþýðu- f'okksins vildi halda fram í sam,- einingarsamningunum. Röksemd- ir blaðsins eru sumpart „orð- hengilsháttur" af verstu tegund og útúrsnúningar, sumpart bein fölsun. í stefnuskrá flokksins er talað um hina „þjóðfélagslegu bylt- ingu“ (den sociale revolusjon), sem flokkurinn vilji leiða til sig- urs, þ. e. hinn endanlega siguir sósíalismans. Byltingu í þeim skilningi eru vitanlega allir sós- íalistar fylgjandi, hitt greinir menn á um, hvort stefna beri að hinni þjóðfélagslegu byltingu með friðsamlegri þróun, eða hvort henni skuli komið á með ofbeldi og meira og. minna blóð- ugri pólitískri byltíngu og völd- unum síðan haldið með einræði. Það er sú leið, s-em af söguleg- íum ástæðum var farin í Rúss- landi, og slíkar bardagaaðferöir álíta kommúnistar að geti einnig feít við hér. En Þjóðviljinn hugsar sér að sanna að sameinaður íslenzkur alþýðuflokkur geti vel bygt stefnuskrá sína á slíkum kenn- íngum, þar sem norski Alþýðu- flokkurinn sé reiðubúinn til að beita hvaða meðulum sem er — og þá líka ofbeldi — til að koma á hinni þjóðfélagslegu byltingu. Þessu til sönnunar tekui' Þjóð- viljinn eftirfarandi setningar upp úr stefnuskrá norska Alþýjþu- flokksins: „Á tímabilinu (overgangsperio- de) þegar úrslitabairáttan um völdin fer fram, er flokkurinn reiðubúinn til að beita öllurn þeim ráðum (bruke alle de mid- ler), sem verkalýðurinn ræður yf- xr, til að brjóta á bak aftur mót- spyrnu borgarastéttarinnar og leggja grundvöllinn að uppbygg- ingu sósíalismans." Þjóðviljinn gleymir bara að geta þess, að í fyrri hluta þess- arar sömu greinar, sem hann vit- anlega fellir niður, er yfirlýsing um það, að flokkurinn vilji forð- ast alt ofbeldi í starfsemi sinni. IJpphaf greinarinnar er þannig: „í starfsemi sinni óskar flokk- urinn að nota félagslegar, hag- skipu'.egar og pólitískar baiátfu- aðferðir og forðast ofbeldi." Þetta eru þau meðul, sem norski Alþýðuflokkurinn vill nota, hann vill einmitt ekki nota ofbeldi, sú baráttuaðferð kemur ekki til greina. Falsanir Þjóð- viljans fá ekki breytt þeini stað- reynd. Sú röksemd hefir verið færð gegn því, að hinn sameinaði flokkur starfaði á grundvelli laga og þingræðis, að slíkt væri ekki hægt ef andstæðingamir brytu lögin og stjómarskrána og virtu ekki þingræðið. Ef hinir ekki virða lög og þingræði, getur vit- anlega engínn flokkur starfað á grundvelli laga og þingræðls, þá kemur hln viðurkenda regla til greina, að „nauðsyn brýtur öll Iög“. En það er skiljanlegt, að andstæðingar sósíalismans telji sér heimilt að fara út fyrir lög og þingræði í baráttu við flokka, sem neita að viðurkenna lög og þingræði. Einmitt þess vegna vill Alþýðuflokkurinn lýsa þvi yfir, að hann starfi á grundvelli lagai og þingræðis, en sú yfirlýsing gildir auðvitað eltkn lengur, ef hinir ráðandi flokkar brjóta lög og þingræði. Að þetta atriði er ekki beinlínis tekið fram í nú- verandi stefnuskrá Alþýðuflokiks- ins stafar vitanlega af því, að hún er samin áður en nokkur byltingarflokkur var til hér á landi, áður en nokkur flokkur var hér, sem taldi sér heimilt að koma fram stefnu sinni með of- beldi og byltingu og áður en of- beldishreyling borgarastéttarinn- ar, fasisminn, hafði skotið upp höfðinu í nokkru landi í veröld- inni. Annars er það harla hlálegt af Þjóðviljanum að ætla sér að telja fólki trú um að norski Alþýðu- flokkurinn sé hálfkO'mmúnistisk- ur byltingaflokkur. Aliir, sem fylgst hafa með þróun hans, vita, að stefna hans hefir síðustu' árin verið sú sama og hinna Alþýðu- flokkanna á Norðuxlöndum. Upp á síðkastið hafa staðið yf- ir umræður um sameiningu mill'i hans og Kommúnistaflokksins, og Þjóðviljinn ætti að fræða lesend- ur sína um þau skilyrði, sem kommúnistum í Noregi hefir ver- ið boðið upp á, og bera þau saman. við það, sem samninga- nefnd Alþýðuflokksins lagði til. „Arbeiderbladet" norska skýrði ný’.ega frá þeim skilmálum, sem Alþýðuflokkurinn myndi setja fyrir sameiningunni. I fyrsta lagi að sameiningin færi fram Lman Alþýðuflokksins norska, þ. e. að meðlimir Kommúnistaflokksins gengju í hann, og á þeim grundvelli, sem lagður væri meö „stefnuskrá, starfsskrá og pólitík“ norskaAl- þýðuflokksins. Að engin kllku- starfsemi yrði leyfð. Samanber að kommúnistar hér vildu áskilja sér rétt til að vinna áfram fyrir hinni byltingarsinnuðu túlkun „marxismans“ og þannig að þvi að flokkurinn yrði byltingarflokk- ur. Enn fremur, að leyfð yrði fullkomin gagnrýni á Sovét-Rúss- landi, en kommúnistar hér kröfð- ust þess, að tekin yrði skilyröis- laus afstaða með Rússlandi. Loks var því lýst yfir, að norski Alþýðuflokkurinn ætli sér ;að ganga í Alþjóðasamband jafn- áðarmanna (II. Inlemationale), og að ekki komi til mála að leita samvinnu við alþjóðasamband kommúnista. Kommúnistar hér heimtuðu ekki aðeins að Alþýðuflokkur- inn gengi úr II. Intemationale, og það var nefnd Alþýðuflokks- ins einnig fús til að vinna til samkomulags, heldur heimtuðu þeir að flokkurinn „leyfði ekld neina fjandsamlega afstöðu til alþjóðasambands1 kommúnista innan sinna vébanda", og einnig að tekin væri ofsóknagrein al- þjóðasambands kommúnista um „trotzkista", en það er á máli kommúnista allir þeir innan verkalýöshreyfingarinnar, sem gagnrýna réttarfarið í Rússlandi, inn í stefnuskrána. Þannig er afstaða norska Al- þýöuflokksins gagnvart kommún- istum. Hann er sannarlega ekk- ert útibú frá Moskva, eins og Þjóðviljinn vill vera láta og eins dg samninganefnd kommúnista vildi að sameinaður íslenzkur al- þýðuflokkur væri. Útbrelðlð Alþýðublvöiö! Meöal norrœnna alþúðutoringja. Samvinna alÞýðnsamtakanna á Norðnrlöndnm jarí að ankast. Viðtal við Jða A. Pétursson, fuiltrúa Aiþýðusambandsins á ráðstefnunni í Stokkhólmi. T SUMAR var í Stokk- hólmi haldin ráðstefna með fulltrúum frá öllum Norðurlöndum, sem hafði það að markmiði að auka samvinnu og samstarf Al- pýðuflokkanna og verka- lýðssamtakanna á Norð- urlöndum. Fyrir Alpýðu- samband íslands og Al- pýðuflokkinn sátu ráðstefn- una Jón Axel Pétursson og Stefán Jóh. Stefánsson. Alpýðublaðið hefur beð- ið Jón Axel Pétursson að skýra nokkuð frá starfi pessarar ráðstefnu. „Ráðstefnuna sóttu fulltrúar frá öllum Norðuxlönduan: Svíþjóð, Danmörku Noregi, Finnlandi og tslandi. Meöal full- trúanna frá Svíþjóð voru Per Albin Hanson forsætisráÖherra Svía og formaður Alþý&uflokiks- íns þar, Gustav Möller, félags- málaráðherra og fyrverandi rit- ari flokksins, Lindberg, fo'rseti verkalýðssambandsins og ýmsir aörir þektir menn og mikils ráð- andi í hreyfingunini. Meðal full- trúanna frá Danmörku voru Al~ sing Andersen landvarnaráðh., Hedtoft-Hansen, ritari flokksins, Klúwer gjaldkeri flokkslns og Chr. Jensen forseti verkalýðssam- bandsins o. fl. Frá Noregi mættu: Oscar Torp félagsmálaráðherra, og formaður norska flokksins, Magnús Nielsen varaformaður flokksins, Martin Tranmæl, rdt- stjóri Arbeidexblaðsins og Olav Hindahl forseti verkalýðssamb., o. fl.; og frá Finnlandi VainD Tanner fjármálaráðherna og for- maður finnska Alþýðuflokksins, en hann er eins og kunnugt er forseti Alþjóðasambands sam- vinnumanna, formaður verka- lýðssambandsins og fleiri. Aðalumræðuefni ráðstefnuranar var um vinnutíma verkaxnanna. kaup þeirra og kjör og sumar- leyfi, verkamannaskifti, þaninig að verkamenn gætu farið úr einu landi I annað, eftir því, hvar at- vinnumarkaðurinn væri rúmastur, faglega samvinnu milli kvenna á alþjóðagrundvelli og mörg önnur álíka mál. En auk þess var mikið rætt um aukna samvinnu alþýðuisam- takanna á Norðurlöndum og aukna þátttöku þeirna á alþjóð- legum grundvelli. Fundurinn stóð í tvo daga og var honum stjórnað af Per Al- bin Hansson forsætisráðherra og Lindberg, formanni sænska verkalýðssambandsins. Það kom mjög berlega fram á fundinum, að fulltrúar allra landanna óskuðu eindregið eftir því, að samstarf alþýðusamtak- anna á Norðurlöndum gæti auk-r ist mikið og það væri fram- kvæmt á fullkomnum jafnréttis- grundvelli. Fulltrúamir lögðu mikla á- herzlu á það, að allt yrði sam- starfið að miðast við það, að auka menningu alþýðurmi'ar í löndunum og undirbyggja og styrkja lýðræðið og mátt þess til röggsamlegra framkvæmda.“ — Hvemig leizt þér á alþýðu- hreyfinguna í Svíþjóð? „Þó lað auðvitað sé ekki auövelt að kynnast miklu á svo stuttum tínua, sem ég dvaldi í Svíþjóð, þá get ég ekki nógsamlega dá- samað allt það góða skipulag, alla þá miklu reglusemi, sem þar er á öllum sviðum. Þar virðist vera valinn maður í hverju sæti. Hreifingin byggir líka á göml- um merg og verkalýðurinn er ákaflega vel lesinn og mennt- aður, svo að það er enginn hægðarleikur fyrir afturhaldið að blekkja alþýðuna með lýðskmmi, eins og virðist hafa borið ótrú- lega mikinn árangur hér heima. Pólitíska hreifingin, verkalýðs- hreifingin og geysi-öflugt fræðslustarf meðal alþýðunnar ásamt öflugri 6amvinnuhreyfíngu helst alt í hendur og kemur jafnhliða. Þetta skapair öfluga og heilstsypta, volduga hreyfingu, sem virðist ósigrandi, þar ssm sbefnan er í fullu samræmi við þarfír líðandi stundar, ástandið í þjóðfélaginu, og kröfur, bæði hinna eldri og yngri. Þetta allt einkennir alþýðuflokkana á Norð- urlöndum og þiess vegna vinna þeir sína glæsiLegu sigra. I sam- anburði við okkur hér, er vert að muna það, að alþýðuflökkamir á Norðurlöndum hafa starfað nú í 50—60 ár, og að ekki gekk þeim betur fyrst framan af en okkur hér, en þeir störfuðu látlaust, J Fulltrúar Alþýðuflokksins, J. A. J P. og St. J. St. fyrir utan eitt stór- hýsi verkalýðssamtakanna í Stoklý- hólmi. hægt en vel, og hver ósigur sem þeir biðu til að byrja með, varð til þess, að veilumar voru rann- sakaðar af kostgæfni og síðan hafið öflugt umbótastarf, þax sem þess var þörf. Þetta fékkst hinsvegar ekkj nema mieð miklum fómum allrar alþýðu. Nú fær hún uppskeruna. Kjör alþýð- unnar eru hvergi í hdiminum' eins góð og á Norðurlöndum og fnelsi og menning þegnanna hvergi eins mikil. Og þetta era verk alþýðu- flokkanna fyrst og fremst. Það vakti athygli mína á ráð- sbefnunni hvernig menn ræddu málin. Þeir gátu orðið ósammála, en hver fulltrúanna sem var, — neyndi að draga fram rök þess aem hann deildi við, benda á það sem jákvætt væri og gott í þieim' og túlka síðan sitt eigið mál á þiessum grundvelli. Þetta varð tii þess, að sameiginleg lausn fékkst í hverju máli. Þannig eiga ment- aðir lýðræðissinnar að starfa. — Þetta útilokar klíkuskiap og ó- þarfa orkueyðslu milli félaga. Að- alatriðið verður baráttan fyrir hinu nýja þjóðfélagi og sköpun sósíalismans. En hún er framund- an á Norðurlöndum, þó að Al- þýðuflokkamir tali ekki um hið sósíalistiska þjóðfélag eins og eitthvað dásamlegt himnaríki, þá stefna þeir óðfluga í áttina, eins og meðal annars sást af ræðu Staunings, nú er danska ríkis- þingið var sett. Ég get ekki nógsamLega þakkjxð Svíum fyrir gestrisnina aem okk- ur var sýnd, fannst mér jafnvel að þeir tækju okkur tsLcndingun- um allra bezt. Við eigum góða vini og féLaga, þar s,em Svíar eru, enda era forvigismenn þeirra hin- ir mikilhæfustu. Meðan við Stefán dvöldum í Stokkhólmi, keypti Alþýðusam- bancíið sænska bréf Sogsviikjun- arinnar, sem þá voru til sölu. Maður lærir margt í slíkum ferðum sem þessari. En fyrst og friemst hefi ég lært það, að án öflugrar fræðslustarfsemi er til- gangslaust að búast við því, að Alþýðuflokkarnir geti komið mál- imi sínum fram. Fræðslan á áð geta útrýmt hindurvitnunum.', en á þeim byggist tilvera íhaldsins og afturhaldsins fyrst og fremst. Síðar vil ég gjarna, er ég fæ hentugleika til, drepa á ýmislegt, sem mér fanst lærdómsríkt og ég tel að eigl erindi til okkar hér beima." Sumdnámsfoeið fyrir sjómenn. Blaðið vill vekja eftirtekt allra sjómanna á því, að nú gefst þeim. gott tækifæri til þess að læra ókeypis, bæði sund og lífgun draknaðra á námskeiðum þeim, sem Slysavarnafélagið og Sund- Laugarnar hafa séð um að haldin verða fyrir sjómenn og byrja um ■ þessar mundir. Engum er það | eins mikið lífsspursmál og ein- mitt sjómönnum, að kunna að syndia, og hljóta þeir því að nota sér þessi ágætu boð. Ferðabækur Vilhjálms Stefánssonar, Il.hefti er nýkomið út, og er það fram- hald af heftinu „Veiðimenn á hjara veraldar", Er þetta hefti prýtt myndum, eins og hið fyrra. Hln listræna ljós- mynd hefir slgrað! Ekki með yfirlætislegum fullyrðingum og orðagjálfri, heldur með kostum sínum. Á siðustu 98 árum hefir ljósmyndun tekið sífeidum framförum og tekniskar endurbætur verið gerðar árlega. Geta menn pví nú borið fult traust til peirra fagmanna, er reyna að halda uppi listrænni ljósmyndun, gagnvart þeim stefnum, sem ganga í öfuga átt og miða til hnign- unar og afturfarar í listinni. Hefst sú starfsemi helzt við í kjallaraholum borganna og er framleiðslan oft par eft- ir. Ég er einn af þeim, sem hafa reynt að halda á lofti gildi hinnar sönnu ljósmyndunar gagnvart pessum skrípaleik, og er pví reynandi, að koma til mín, þegar kjallaraframleiðslan dugar ekki. Virðingarfyllst. Sigurðnr Guðmundsson i ljósmyndarL Lækjargötu 2, Sími 1980. Heima: 4980.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.