Helgarpósturinn - 17.08.1979, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 17.08.1979, Blaðsíða 22
22 Föstudagur 17. ágúst 1979 ,helgarpústurinn- son. Writers hafa nýveriö sent frá sér plötuna All In Fun. Stanley Clarke, Chick Corea, Herbie Hancock, Arthur Blythe, Wilbert Longmire, Lonnie Liston Smith, Tony Williams, Richard Tee, Mark Colby, Hubert Laws, George Duke, Mongo Santamaria og blástur- sveitin Lips tilheyra einnig New York— fjölskyldunni. Lee Ritenour Gitarleikarinn Lee Ritenour er eitt þekktasta nafnið úr Los Angeles—fjölskyldunni. En það má geta þess að Jakob Magnús- son telst einnig til hennar. Lee Ritenour, sem gengur undir nafniu Captain Fingers, er 27 ára gamall og einn þekktasti stúdiógitarleikari Writers „Hin nýja alþýðutónlist” — 4. grein BRÆÐSLAN á sitt eigið útgáfufyrirtæki, Tappan Zee Records, og gefur út, auk sinna platna, mikið af plötum meö öðrum bræöurum. Bob James hefur nýlega sent frá sér sina þriðju sólóplötu og kallar hana Lucky Seven. Á henni koma fram með Bob James margir úr forystusveit bræðara t.d. gitarleikararnir Eric Gale og Steve Khan, en þeir eru lika um þessar mundir með mjög góöar sólóplötur i gangi, trommuleikarnir Steve Gadd og Andy Newmark og saxistinn David Sanborn svo einhverjir séu nefndir. Þessi nýja plata Bob James, Lucky Seven, er til- vaiin plata fyrir þá sem ekki þekkja bræðsluna. Hún gefur góöa hugmynd um þessa tón- list. Það hefur ekki farið framhjá þeim sem fylgjast náið með alþýðutónlistinni (poppinu), að undanfarin ár hafa verið miklar hræringar innan hennar — sumir hafa kallað það lægð — og engin ákveðin stefna ríkjandi öðrum fremur. Pönk, nýbylgjurokk, diskó, reggae ofl. afbrigði hafa komið upp í þessum hræringum, en ekkert þeirra orðið eins yfirgnæfandi og t.d. tónlist Bítlanna á síðasta áratug. En nú er komin upp stefna í Bandaríkjunum sem margir spámenn þar vestra telja tónlist morgundag- sins. Þessi stefna kallast „fusion" (fusion— bræðsla, fljótandi ástand). Tónlistin er „bræðsla" djassrokks, diskós og suður—amerískra áhrifa (einkum brasil- iskra). Útkoman er taktföst en fljótandi tónlist, yfir- leitt byggð í kringum ákveðið stef eða laglínu, en veitir þó hljóðfæraleikurunum svigrúm til að leika af fingrum fram (spinna-impróvísera). Amerikunnar undan farinna ára. Ef telja ætti upp ailar þær kvikmyndir og plötur sem hann hefur komið nálægt þyrfti elgarpósturinn aögefa út aukablað til þessað alltkæmisi með. Og hann er jafnvigur ; hvaða tónlist sem til er (klassfl ekki undanskilin). En hann e nú að mestu hættur að spili undir fyrir aöra þvi hann va kominn I þá aðstöðu aö ven spurður hvernig hann mynd gera hlutina i staö þess að vers sagt fyrir verkum. Lee Ritenour er nú með eigin hljómsveit sem heitir Friend- ship og i henni eru Ernie Watts (saxar), Abraham LaBoriel (bassi) Don Grusin (hljóm- borð), Alex Acuna (trommur) og Steve Forman (ásláttar- hljóðfæri), en tveir þeirra, hinn siðasttaldi og Ernie Watts komu fram á plötu Jakobs Magnús- sonar, Special Treatment, sem er nú ein vinsælasta bræðslu- platan i Los Angeles og ná- grenni. Weather Report, Tom Scott og hljómsveit hansL.A. Express eru einnig stór nöfn úr Los Angeles—-fjölskyldunni. Að lokum má geta þess.aö þessa dagana er bræðslan aðskjótast upp vinsæld arlista heimsbyggðarinnar. Það ernýjasta plata Spyro Morning Dance. Hún var siðast er ég vissi til komin inná Top 30 bæði i Bretlandi og Bandarikj- unum og á uppleið. Þá er þaö bara spurningin: er bræðslan tónlist morgundagsins eða bara enn ein stefnan i hafi stefnu- leysisins? Það mun timinn leiða i ljós. Texti: Páll Pálsson Hérlendis vilja margir kalla „fusion" djassrokk, en þaö er ekki alls kostar rétt skilgreining. Djass- rokkið er eldra, kom upp i kringum 1970 með hljóm- sveitum s.s. Blood, Sweet And Tears og Chicago, og er aðeins einn hluti þeirra áhrifa sem „fusion" er sprottið úr. Undirritaður leggur til að hugtakið verði annaðhvort íslenskað, þ.e. fusion verði skrifað f júsjon (sambr. rock—rokk og jazz—djass), eða þýtt bræðsla eða bræðingur sem er auðvitað íslenskara. New York — Los Angeles Af þeim sem einna mestan þátt hafa átt i þróun bræðsl- unnar má fræga nefna bassa- leikarann Stanley Clarke, hljómborðsleikarann Chick Corea, trommarann Billy Cobham, hl jómsveitina Weather Report. En bræðslan hefur aðallega þróast I tveimur borgum i Bandarikjunum þ.e. New York og Los Angeles. Þar hafa undanfarin misseri verið hópar manna að móta þessa nýju tónlistarstefnu. Og þetta eru i raun tvær stórar „tón- listarfjölskyldur”, hvor i sinni borg, þarsem allir spila með öllum og enginn aðeins i einni á- kveðinni hljómsveit. Bob James „Pabbinn” i New York-fjölskyldunni er hljóm- borðsleikarinn, lagasmiðurinn, útsetjarinn og upptöku- stjórnandinn Bob James. Hann Ralp MacDonald—Writers Ralp MacDonald er einnig stórt nafn i New York. Hann leikur á aðskiljanleg ásláttar- hljóðfæri ((percussion), og þykir einstakur á sinu sviði ( t.d. kosinn besti trommarinn og ásláttarhljóðfæraleikarinn i timaritunum Modern Drummer og Cash Box). Ralp MacDonald hóf feril sinn 17 ára gamall i hljómsveit Harry Belafonte og var þar til 1970 þegar hann varð 26. Þá gerðist hann stúdiómaður og vann með mörgu stórmenni t.d. söngkonunni Roberta Flack. 1977 gaf hann út sina fyrstu plötu, Sound Of A Drum, en á henni voru lögin Calypso Break- down og Jam On The Groove sem bæði fóru i fyrsta sæti diskólistans og fyrir hið fyrr- nefnda fékk MacDonald grammiverðlaunin i fyrra, en þetta lag var notað i kvikmynd- inni Saturday Night Fever. Ralp MacDonald er einnig aðalsprautan i hljómsveitinni Writers sem er upprennandi hljómsveit i bræðslunni. Writers eru.auk Ralps, Hug McCracken sem lék um tima i Wings, Jeff- ery Mironov, Jerry Peters, Frank Floyd og Anthony Jack-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.