Helgarpósturinn - 17.08.1979, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 17.08.1979, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 17. ágúst 1979 —helgarpústurinrL. „Borgarfrumskógi lýsa götutungl” ..Blika samt lengi, líkt og sól i heiöi. / ljós þin um biíðar- glugga, fulla af vörum...” kveö- ur Tómas Guðmundsson um Ijósin i Austurstræti. Ljósastaurar og önnur götu- lýsing eru orðnir svo sjálfsagðir hlutir i ndtima borgum, að inenn eru hættir að taka eftir þcim . Stundum komast menn þó illilega að þvi, aö þeir eru til. Sumir verða fyrir þvi aö vefja ökutækjum sínum utan um þá, aðrir fá kúlu á cnnið þegar þeir horfa á eftir fallegri stúlku, og gæta ekki að sér. Þá gerist það, að öll Ijós á þeim slokkna upp úr þurru, og mannfólkið verður hjálparvana eins og blindir kettlingar. Ljósastaurar eru llka hin ákjósanlegustu skotmörk fyrir strákana i hverfinu, á köldum vetrarkvöldum. Hver hefur ekki hnoöað snjóbolta eftir snjóbolta til þess aö reyna aö stúta per- unni i staurnum uppi á horni? Og hlaupið i felur lafhræddur ef einhverjum tókst það? Eöa þá menn reyndu bara að hitta staurinn. Þaö geröum við, en strákarnir hinum megin viö Miklubrautina voru svoddan villingar, aö þeir voru alltaf aö stúta perum. Svo venjuleg sem götulýsing er nú oröin, þá varekki kveikt á fyrsta götuljóskerinu i Reykja- vik nema fyrir rétt rúmum eitt hundrað árum, eða þann 2. sept- ember 1876. Þetta fyrsta ljósker var staðsett viöBakarabrúna og þótti það auka virðuleikabrag bæjarins. Reykjavikhaföi stigiö stórt skref i borgarátt. Götuljóskerunum fjölgaöi smátt og smátt. Voru það Bak- arabrekkan og nærliggjandi götur, sem fyrstar fengu sin ker. Það varsteinolia, sem logaði i þeim. Akveðnir menn i bænum, svo sem næturverðir, höfðu þann starfa að kveikja og slökkva á luktunum. Steinoliuljóskerin lifðu hér til ársins 1910, eða þar til Gasstöð- in tók til starfa. Gasluktirnar leystu þá steinoliuljóskerin smám saman af hólmi, enda mun betri að öllu leyti. Fyrst i stað munu það hafa verið ákveðnir mertn sem sáu um að kveikja ogslökkva á gas- luktunum, eins og þeim sem brenndu steinoliu. En þegar ár- iö 1911 var kynntur búnaður til „fjarkveikju á götuljóskerin”. Ariö 1915 var ákveðið i bæjar- stjórn, aðslökkva skyldi á götu- ljóskerunum kl. 11 að kvöldi. Nokkrum árum stðar, segir að kveikja skuii ljósin „ávallt nema þegar bjart er af tungli” og skuli þau „loga til kl. 11 1/2 að nóttu”. Rafmagnsveita Reykjavikur tók til starfa áriö 1921, er kon- ungur vor vigði stöðina inn við EUiðaár. Rafmagnsveitan tók alia götulýsingu aðsérogvar þá meöal annars hætt að slökkva ljósin á miðnætti, heldur voru þau látin loga alla nóttina. Ljós- kerum fjölgaði til muna frá þvi sem áður var, og Reykjavik steig enn eitt skrefiö i átt til nú- tima borgarmenningar. Það myrkur, sem siðförlir nátt- hrafnar höfðu mátt búa við, var nú á hröðu undanhaldi. A fyrsta starfsári Rafmagns- veitunnar, var fjöldi ljóskera rúmlega 300, en i dag eru ljósa- staurar á veitusvæði hennar tæplega 15000, þar af eru um 0*4 j 12500 staurar i Reykjavik einni. |En Rafmagnsveitan hefur á sin- íum snærum götulýsingu i fimm öðru in bæjar- eða sveitarfélög- um. Götulýsing i Reykjaviker öll i eigu gatnamálastjóra, en Raf- magnsveita Reykjavikur ann- ast uppsetningu viðhald og allan rekstiir hennar. Gatnamála- stjóri greiðir siðan fyrir það samkvæmt gjaldskrá Raf- magnsveitunnar. A þessu ári er gert ráð fyrir að kostnaður gatnamálastjóra vegna þessar- ar lýsingar verði um 300 mill- jónir króna. Mikill hluti ljósastauranna, eða um 12000, eru járnstaurar og rafmagnið er leitt til þeirra i köplum sem eru undir yfirboröi jarðar. Aður fyrr voru þetta tré- staurar og rafmagnið leitt i þá með loftlinum. Sumum finnst það fegurðarauki aö hafa þessar jarðlinur, en þær eru fyrst og fremst betri, að þvi leyti, að bil- anatiðnin minnkar. ,,Júni og hitabylgjurnar byrj- aðar / borgarfrumskögi lýsa götutungl”, segirSigurður Páls- son i einu kvæða sinna. Sú tið er senn á enda, að við sjáum við- gerðarmennina klifra upp tré- staurana, sem væru þeir apar i öðrum f rumskógum, og gera viö linur eða skipta um perur. Nú eru það körfubilar, sem lyfta mönnunum upp i mót tunglum þessum. Borgarbúar hafa kannski stundum furðað sig á því, aö sjá logandi götuljós um hábjartan daginn. Þegar svo er, er ekki um aö ræöa neitt orkubruðl eða bilun, heldur er þetta gert reglulega til að fylgjast með hve mikiðafperum eru orðnar ónýt- ar, og siðan skipt um. A fjög- urra til fimm ára fresti, er skipt um allar perur i götulýsingu bæjarins. Þá er búnaðurinn hreinsaður og flikkað upp á hann að öðru leyti. Eftir að pera hefur logað i 4-5 ár, gefur hún frá sér litiö ljósmagn, en tekur mikla orku. Götulýsingin logar á ári hverju um 4500 stundir. 1 sakleysi sinu gætu menn haldið að nokkrir menn hefðu þann starfa, að kveikja og slökkva á götuljósunum eins og forðum. En i'stað þess að ganga frá staur til staurs, sætu þeir i þar til gerðu stjórnherbergi og ýttu á takka við sólarlag og sól- arupprás. Þvi er vist ekki þann- ig farið, og hefur aldrei verið. Það er sérstakur ljósnemi, sem sendir merki til sérstakra mót- tökuliða sem sjá um að kveikja og slökkva. Heyrst hefur, að nokkrir gárungar hafi farið af staðmeðsterkanljóskastara og lýst á þennan ljósnema og þar með búið til „dag” um hánótt, með þeim afleiðingum, aö öll ljó6 slokknuöu. Hér áður fyrr voru notaðar glóðperur i ljósastaurana, en það eru perur eins og fólk er með i heimahúsum, nema hvab styrkleikinn er allt annar. Nú hefur tekist að finna betri ljós- gjafa, þar sem eru kvikasilfurs- perur. Nýtni þeirra er miklu betri* geta þær verið helmingi minni en gömlu perurnar. Glóð- perum fækkaði um 47% á sið- asta ári og eru nú aðeins eftir 221 slik pera. Þá hefur enn ein ný tækni haldið innreið sina hér, en það er gul lýsing. Það eru há- þrýstnar natriumperur. Stefrit er að þvi að setja slikar perur á allar stærri götur. Gangbrautalýsing hefur mik- iö verið bætt á undanförnum ár- um og mikill kostnaður-verið lagður i það. Eins og áöur segir, hafa margir það að leik, að skemma götulýsingu. Virðist það ganga yfir i bylgjum og er tjónið metið á milljónir króna á ári hverju. Með ört vaxandi byggð, fjölg- ar ljósastaurum á hverju ári. 1 fyrra fjölgaði þeim um 512 og i ár er gert ráð fyrir uppsetningu fyrir 75-80 milljónir kröna. Er núsvo komiðað Reykjavik mun verá með best lýstum borgum i heiminum. Ekki veitir sjálfsagt af, þvf óviða er skammdegið meira. eftir Guðlaug Bergmundsson mynd: Friðþjófur i' M'

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.