Helgarpósturinn - 28.09.1979, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 28.09.1979, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 28. september 1979 helgárpósfurínn.. MATARVERÐ NIÐURGREITT UM MILUARÐA — en engir sérstakir reikningar fyrirliggjandi Mötuneyti rikis- og bæjar- starfsmanna hafa á stundum ver- iö umdeild fyrirtæki. Þar er seld- ur matur á niöursettu veröi, þannig aö kúnninn þarf aöeins aö greiöa hráefniskostnaö, en rfki og bær greiöir allan annan kostnaö, svo sem launakostnaö starfs- manna, hita og rafmagn, tækja- búnaö og annaö tilfallandi. Þeir sem seöja hungur sitt á þessum kjörum eru aöeins — eöa eiga aö vera — starfsmenn ríkis og bæjarfélaga og er þessi þjönusta bundin I þeirra kjarasamninga. Ýmsum finnst aö meö þessu sé veriö aö mismuna vinnandi fólki þessa lands, auk þess sem veit- inga — og gistihúsaeigendur telja mötuneytin hættuleg frjálsri samkeppni i matarsölu og stuöli aö dauöa veitingahúsareksturs I landinu. t þessari samantekt veröur rætt viö þá aöila sem þessi mál varö- ar, auk þess sem reynt er aö upp- lýsa hve stórar fjárfúlgur fara úr rikissjóöi og frá bæjarfélögum til aö unnt sé aö halda þessari þjóri- ustu gangandi. Arlega Kostnaður ekki ljós Svo viröist sem mjög erfitt sé aö fá tæmandi upplýsingar um þessi mötuneytismálefni. Kostn- aöur viö þau er settur á hverja stofnun fyrir sig og heildarkostn- aöur fyrir riki og bæ liggur ekki fyrir i reikningum þessara aöila. Enfyrst skal litiö á mötuneytis- mál rikisins. Helgarpósturinn haföi samband viö Guömund Karl Jónsson deildarstjóra hjá fjár- málaráöuneytinu og spuröi um þær peningaupphæöir sem rikiö þyrfti aö punga út vegna mötu- neytarekstursins. „Ég get engar heildartölur gef- iö þér þar aö lútandi. Mötuneytin eru rekin innan viökomandi stofnana rikisins og i reikningum þeirra er kostnaöur vegna mötu- neyta ekki sérgreindur,” sagöi Guömundur Karl. „Rikiö greiöir tæki og heldur þeim viö. Þaö ligg- ur ljóst fyrir aö t.d. rafmagn og hita mötuneyta ákveöinna stofn- ana er aldrei hægt aö reikna sér- staklega, heldur er sá kostnaöur inni heildarorkukostnaöi þessara sömu stofnana.” Erfitt að reikna launa- kostnað Deildarstjórinn sagöi i fram- haldi af þessu aö einnig væri erfitt aö færa launakostnaö starfs- manna viö mötuneytin sérstak- lega. 1 Arnarhvoli, þar sem ráöu- neytisstarfsfólk boröar sinn mat, er launakostnaöur t.d. færöur á húseignina Arnarhvoli og rekstur hennar. bvi væri illsjáanlegt hver kostnaöurinn viö þaö mötuneyti væri sérstaklega. Þannig væri þetta um fleiri staöi. Ekki gat Guömundur Karl Jónsson heldur greint frá þvi ná- kvæmlega hve mörg mötuneyti væru rekin á vegum rikisins. Sagöi hann þaö matsatriöi, hvaö kalla skyldi mötuneyti og hvaö ekki. A einni stofnun væri mötu- neyti meö gamla laginu, þar sem matráðskonur og aöstoöarfólk sæju um matseldina, en annars staöar kæmi maturinn aösendur i bökkum og væri siöan hitaöur i þar til geröum blástursofnum. Heföi siöarnefnda aöferöin reynst ódýrari fyrir rikissjóö. í kjarasamningum rikis og bæja viö BSRB er kveöiö svo á, aö sá starfsmaöur sem er i föstu starfi og vinnur meira en 25 klukkustundir vikulega, skal eiga aögang aö mötuneyti, eöa fá aö- sendan mat. Þá segir einnig að hiö opinbera skuli sjá um rekstur þessara mötuneyta, en starfs- menn greiða hráefniskostnaö. Þeir sem ekki hafi aðgang að mötuneyti skulu fá matai — eöa fæöispeninga og skulu þeir dag- lega nema 1/2 dagvinnustund i 1. launaflokki. Er þaö um 700 krón- ur á dag. Mötuneyti eins og ritvél- ar Helgarpósturinn haföi tal af Höskuldi Jónssyni ráöuneytis- stjóra i fjármálaráöuneytinu og spuröi hvort hann teldi eölilegt aö mötuneytiskostnaöur rikisins væri hvergi samantekin og þar með engar heildartölur finnan- legar. „Já, ég tel þaö ekki óeölilegt. Þetta er aðeins hluti rekstrar- kostnaöar hverrar stofnunar fyrir sig. Þaö mætti þá eins taka sam- an allsherjarkostnaö rikisins vegna ritvéla- eöa tölvunotk- unar,” svaraöi ráöuneytisstjór- inn. Höskuldur bætti þvi viö, aö þráttfyrir þetta mætti gera sér á- kveönar hugmyndir um kostnaö rikissjóös af mötuneytunum. Fyrir tveimur árum hefði veriö gerð athugun á þvi hve stór hlut- ur hins opinbera væri i matar- veröi til starfsmanna. Heföi þá komiö i ljós aö starfsmenn greidduum helming (hráefni), en rikissjóöur hinn helming matar- verðsins. Höskuldur Jónsson sagöi að langflestir rikisstarfsmenn heföu aðgang aö mötuneytum og einnig aö sáralitiö væri um þaö, aö aörir en rlkisstarfsmenn boröuðu þar. 1 Arnarhvoli kostar heit máltlð, 500 krónur hver skammtur og er sama hvort um kjöt- eöa fiskrétt er að ræöa. Ef þetta er fram- reiknaö og gengið út frá þvi aö hér sé um hráefniskostnað aö ræöa og rikiö sé þá búiö aö greiöa STAÐAN í MÁLUM SEM HELGARPÓSTURINN VAKTI MÁLS Á: Nigeríumúturnar: MÚTUR TEUAST TIL ÓLÖG- MÆTRA VIOSKIPTAHATTA Ríkissaksóknari hafði ekki heyrt um malio Mörgum er enn i fersku minni umfjöllun Helgarpóstsins á við- skiptum skreiðarseljenda við mögulega skreiðarkaupendur i Nigeriu. Kom þar fram aö við- skiptahættir voru með öðrum hætti en menn eiga að venjast. Einn skreiðarseljenda, Bjarni Magnússon lýsti þvi yfir i viötali við blaðið, að skreiðarseljendur hefðu orðið að múta ákveönum aðilum til að kaupin næðu fram að ganga. Opinberir aðilar, þá aðal- lega innan viöskiptaráðuneytisins vildu ekki taka svo djúpt i árinni og töluöu um að umboöslaun þau sem hefðu verið greidd vegna þessarar skreiðarsölu hefðu ef til vill verið of há. Samkvæmt isleriskum lögum um viöskiptahætti, þá mun þaö refsivert aö bjóöa mútur til aö koma ákveönum hlutum I gegn. Helgarpósturinn haföi samband viö Eirik Tómasson aöstoöar- mann dómsmálaráöherra vegna þessa máls og spuröi fyrst hvaöa reglur giltu almennt um mútur i viöskiptum manna I millum. Mútur refsiverðar Eirikur sagöi almennu regluna vera þá, aö óheimilt væri aö bjóöa eöa láta I té kaupbæti (mútur, innskot HP) til aö hafa áhrif á viöskipti. Væri þetta refsivert athæfi og varöaöi sektum eöa fangelsisvist allt eftir þvi hve brotiö væri alvarlegt. Eirikur tók þó fram aö oft réöust þessi mál af málsatvikum og þvl væri erfitt aö setja fram einhverja regiu sem hina einu réttu. Eirikur Tómasson var næst inntur eftir þvl hvernig máliö horföi viö ef islenskur ríkisborg- ari viöheföi viöskiptahætti sem þessa á erlendri grund. „Verknaöurinn er öllu jöfnu jafn refsiveröur þótt framinn sé erlendis” svaraöi Eirlkur. „Ef Islendingur býöur öörum Islendingi eöa erlendum manni kaupbæti til aö liöka til fyrir viöskiptum i útlöndum, þá er heimilt aö sækja þann einstakling til saka, enda brýtur hann þar gegn isienskum hagsmunum. Eirikur sagöi þó, aö i þeim löndum sem mútugreiöslur væru ekki refsiveröar, þar væri ekki hægt aö refsa Islenskum rikis- borgara fyrir slikt athæfi eftir Is- lenskum lögum. //I hendi ríkissaksóknara" Loks var aöstoöarmaöur dóms- málaráöherra spuröur hvort dómsmálaráöuneytiö heföi ekki séö ástæöu til athugunar vegna upplýsinga Helgarpóstsins um meintar mútur Islendinga I Nig- eriu á sinum tima. „öllu jöfnu er þaö ekki verksviö dómsmálaráöuneytisins aö óska eftir rannsóknum af þvi tagi. Samkvæmt lögum er þaö I hendi rikissaksóknara aö gæta aö af- brotum og óska eftir rannsókn ef honum þykir ástæöa tií. Aö visu kemur þaö fyrir aö ráöuneytiö beinir tilmælum til rikissaksókn- ara og óskar eftir rannsókn á einu eöa ööru, en I þessu tilfelli hefur ráöuneytiö ekki séö ástæöu til þess aö óska athugunar á þessu tiltekna máli, enda óljóst meö þær reglur sem gilda um viö- skiptahætti I þriöja heiminum, þ.á.m. Nlgeriu,” sagöi Eiríkur Tðmasson. /,Sendu mér Helgarpóstinn" Helgarpósturinn haföi i fram- haldi af þessu tal af Þórði-- Björnssyni rikissaksóknara og spuröi hvort hann heföi ekki séö ástæöu til rannsóknar á mútu- málunum i Nigeriu. „Ég þekki þetta mál ekki,” svaraöi Þóröur. — En nú hefur einn aöila máls- ins játaö að um mútugreiöslur hafi verið aö ræöa. Þaö geröi hann i Helgarpóstinum. Þegar jafnframt er ljóst aö mútur I viö- skiptum eru ólögmætar, er þá ekki ástæöa til aögeröa af þinni hálfu? „Jú, ef til vill, en ég kannast bara ekki viö þetta mál. Þaö hef- ur enginn bent mér á þaö.” — Meö hvaöa hætti koma mál inn á borð til þln? „Þaö er meö ýmsum hætti.” — Þá I sumum tilvikum aö dagblöö upplýsi einhver saknæm tilvik. •« Ég les nú ekki blöö I þvi skyni.” — Nú skýri ég þér frá þessum uppljóstrunum f Helgarpóstinum. Finnst þér ekki ástæöa til neinna aögeröa i þessu tiltekna máli á grundvelli þeirra upplýsinga? „Ég get ekkert talaö um þétta mál, þar sem ég veit ekkert um þaö.” — Meö hvaöa hætti mætti vekja athygli þina á meintum mútum Islendinga I Nígerlu? , „Nú t.d. meö þvl aö senda mér blaðiö, þar sem um mál þetta er fjallaö.” Vegna þessara svara rikissak- sóknara voru þau tölublöö Helg- arpóstsins, þar sem var fjallaö um skreiöarviöskiptin i Nigeriu, send til Þóröar Björnssonar rikis- saksóknara. Mun Helgarpóstur- inn hafa samband viö Þórö siöar I vikunni, er hann hefur lesiö blöðin yfir og leita ‘álits hans og afstööu til mútumálanna. — GAS Grundarmálið: _______________ OF FAH HJUKRUNARFOLK OG MIKIL ÞRENGSLI „Það hefur verið gerð nokkur rannsókn á starfsemi elliheimil- isins Grundar I framhaldi af fréttum Helgarpóstsins nú I vor,” sagði Skúli Johnsen borgarlæknir Isamtali viö Helgarpóstinn. „Það reyndist Ijóst að það var of fátt hjúkrunarfólk á Grund miöað viö fjölda sjúklinga. Ég veit til þess að undanfarið hefur Grund veriö að auglýsa eftir hjúkrunarfólki, svo ég geri ráö fyrir þvi aö þar sé nú veriö aö bæta viö fólki.” Helgarpósturinn skýröi frá þvi á slnum tlma og haföi þaö eftir starfsfóiki Grundar, aö aöbúnaö- ur vistfólks væri á ýmsum deildum langt frá þvi aö vera viö- unandi, auk þess sem umönnun væri fyrir neöan lágmark. Þá var taliö aö hreinlæti væri I ýmsu á- bótavant. Gengur illa að fá hjúkrunarfólk Borgarlæknir sagöi þaö ávallt hafa veriö vandamál á Grund, hve illa gengi aö fá hjúkrunarfólk þangaö til starfa. Grund heföi á siöustu árum þróast æ frekar út I þaö aö veröa hjúkrunarstofnun frá þvi aö vera elliheimili. Aö - staöa til sjúkrahjálpar væri þó ekki eins góð eins og viöa annars staöar og þaö geröi þaö aö verk- ! um aö hjúkrunarfólk væri tregt til starfa. Skúli Johnsen tók þó fram aö aöstaöan væri þó ekki þannig aö sjúklingar liöu fyrir hana. Þró- unin frá elliheimili út I hjúkrun- arstofnun heföi fyrst og fremst oröiö vegna vöntunar á sjúkra- plássum almennt og heföi þá Grund oröiö aö hlaupa undir bagga. Aö sögn Skúla fóru landlæknir, borgarlæknir og fleiri aöilar fyrir skömmu i heimsókn á Grund og var þá aðstaöan þar almennt skoöuð. Sagöi Skúli aö ljóst væri að þrengsli væru þar nokkur og reynt yröi aö fækka enn plássum á sjúkradeildum, en frá 1974 heföi oröiö nokkur fækkun plássa og þá vegna tilmæla frá landlækni. ,,Ekki eins og best gerist” „Þaö kemur semsé til álita aö fækka þarna plássum enn frekar en á móti kemur, aö viö sllkar ráöstafanir stækkar vandi aldr- aöra og verr gengur fyrir þá aö fá inni á stofnunum sem þess- um,” hélt Skúli Johnsen áfram.' „Þaö hafa miklar endurbætur veriö geröar á Grund á undan- förnum árum og þá m.a. vegna tilmæla frá landlækni áriö 1974.Þaö er ljóst aö aöstaöan þarna er ekki eins og hún best geristá sjúkrastofnunum, en eng-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.