Helgarpósturinn - 28.09.1979, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 28.09.1979, Blaðsíða 18
18 Föstudagur 28. september 1979 —helgarpásfurínrL. Bræðsla John Williams— Travelling/Sky Einsog flestir þeir, sem ein- hvem áhuga hafa á tónlist al- mennt, hafa oröih varir viö, þá hefur lengi rikt og rikir enn mikill rlgur milli þeirra sem fylgja klassikinni aö málum og þeirra sem fylgja alþýöutónlist samtímans (rokki osfrv.) — og erU þá ekki alltaf vandaöar kveöjurnar sem oft má lesa 1 blööunum. An þess aö ég ætli aö fara nánar útl þessa sálma, slikt krefst meira rúms en þessi plötukynningarpistill minn leyf- ir, þá vil ég bara segja þá skoö- un mina, aö mér þykir þessi metingur fáránlegur og útl hött, — og aöeins neyöarleg opinber- un á þröngsýni þeirra sem láta hafa sig úti slikt. En sem betur fer eru til menn — og ég held þeim fari fjölgandi gltarleikari og Tristan Fry trommari og leikur hann einnig á alls kyns önnur ásláttarhljóö- færi. A Sky má finna sex verk, flest eftir meölimi hljómsveitarinn- ar, og rls þar hæst aö minunv dómi Where Opposites Meet eftir Monkman og spannar al- veg aöra plötuhliöina. Sem fyrr eru báöar þessar plötur, þó kannski aöallega hin slöarnefnda, tónlistarlegar til- raunir um blöndun kiassiskrar Popp eftir Pál Pálsson — sem láta allar kreddur um æöri og óæöri músik sem vind um eyru þjóta, en kunna aö not- færa sér og sameina á listrænan máta þá möguleika sem gömul tónlist og ný býöur uppá. Einn þeirra er ástralski gltarleikar- inn John Williams, — og langar mig nú aö segja örlltiö frá tveimur plötum, nýlegum, sem hann hefur sent frá sér, sóló- plötu hans Travellingog plötuna Skymeö samnefndri hljómsveit sem John Williams ofl. settu á laggirnar I byrjun þessa árs, einmitt meö þaö markmiö fyrir augum aö gera tilraunir meö blöndun klassiskrar og nútlma- tónlistar. Platan Travelling er greini- lega um margt undanfari Sky. Travelling inniheldur mest verk eftir Bach i útsetningum Stan- ley Myers (sem sá m.a. um tón- listina viö kvikmyndina Deer Hunter) ss All at Sea Minor, The Swagman, J.S.B. (sem er kynn- ingarlag Morgunpóstsins i út- varpinu),Airona „G”String og fleiri. En á Travelling leiöa þeir fyrst saman hesta slna John Williams, bassistinn Herbie Flowers (sem ma. hefur leikiö meö Elton John, Bryan Ferry, Blue Mink og T. Rex) og hljóm- borösleikarinn Francis Monk- man (leikiö meö Curved Air, David Essex ofl.), en þeir stofn- uöu hljömsveitina Sky. Aörir meölimir Sky eru Kevin Peek og nútimatónlistar. Og láta mjög vel i eyrum. Þetta er mjög ljúf og innileg tónlist. Og vil ég hvetja alla — ekki sist þröng- sýnismennina sem talaö var um i upphafi — til aö kynna sér þessi verk. Ég á bágt meö aö trúa aö þau valdi vonbrigöum. Weather Report— 8:30 Bandariska djass-rokkhljóm- sveitin Weather Report hefur nýlega sent frá sér tvöfalt hljómleikaalbúm sem kallast 8:30. Þaö er nú ekki alls kostar rétt aö kalla Weather Report djass- rokkhljómsveit, þó þaö sé yfir- leitt gert. Weather Report er nefnilega eitt stærsta nafniö i þeirri nýju bylgju nútimatón- listar sem kallast á engilsaxn- esku „fusion” og ég fjallaöi fyr- ir skömmu sérstaklega um i grein hér I blaöinu. Djassrokkiö er miklu eldra afbrigöi og aö- eins einn þáttur — þó kannski megi meö réttu segja sá veiga- mesti — þeirra tónlistaráhrifa sem „fusion”, eöa „bræöslan” einsog ég lagöi til aö þessi bylgja yröi kölluö á Islensku, byggir á. Allt um þaö, þá var Weather Report stofnuö áriö 1970 af hljómborösleikaranum Josef Zawinul og blásaranum Wayne Shorter, sem alla tlö hafa veriö kjarninn I þessari hljómsveit . sem er sifellt aö taka manna- breytingum, en I seinni tlö má þó segja aö bassaleikarinn Jaco Pastorius hafi runniö inni þenn- an kjarna. 8:30 nýjasta plata Weather Report og hljóörituö var á hljómleikaferö hljómsveitar- innar vltt og breitt um heims- byggöina, inniheldur gömul og ný verk. Af þeim má nefna Birdland, Black Market, Scarlet Woman, Brown Street, The Orphan og Thanks for the Memory. Þessi plata er aö mln- um dómi einstaklega velheppn- uö hljómleikaplata og gefur góöa mynd af tónlist þessarar merku hljómsveitar og hug- myndirum hvernig „bræöslan” gerist best. Cheap Trick — Dream Police Cheap Trick, sem er eitt vin- sælasta nýstirniö I heimi rokks- ins, voru aö senda frá sér plöt- una Dream Police. Cheap Trick vöktu fyrst á sér verulega athygli rokkunnenda i byrjun þessa árs meö hljóm- leikaplötunni At Budokan, sem hljóörituö var i samnefndri hljómleikahöll I Japan, en af henni uröu lögin I Want You To Want Me og Surrender mjög vinsæl. Cheap Trick byggja mikiö á andstæöum, bæöi I tónlist og textum, en ekki sist I útliti og sviösframkomu. Aöalsöngvar- inn og gltarleikarinn Robin Zander og bassaleikarinn Tom Peterson eru sætir súkkulaöi- drengir sem ganga i augu veika kynsins (!), á meöan gitarleik- arinn Rick Nielsen og trommar- inn Bun E. Carlos eru afkára- legar týpur, sem einkum höföa til hláturtauga fólks, — en þaö er enn eitt einkenni á Cheap Trick þe. húmorinn. Tónlist Cheap Trick er kraft- mikiö og melódiskt rokk fyrst og fremst, og ég held megi segja aö þeir standa mjög vel viö þaö sem þeir ætla sér. Lögin á Dream Police eru eiginlega öll vel fallin til vinsælda en ef ég ætti aö nefna einhver lög öörum fremur þá eru þaö I’ll Be With You Tonight, Writing On The Wall og titillagiö Dream Police. „Stefnum að sterk- ari sýningu næst” segir Orn Þorsteinsson, formaður sýningarnefndar FÍM Haustsýning Félags tslenskra Myndllstarmanna, sem lauk aö Kjarvalsstööum um sföustu helgi, hefur sætt töluveröri gagnrýni. Hefur mörgum þótt hún heldur siakt sýnishorn af Islenskri myndlist, og hreinlega ekki þess viröi aö fara aö sjá hana. Helgarpósturinn haföi sam- band viö örn Þorsteinsson, for- mann sýningarnefndar, og leit- aöi álits hans á þessari gagn- rýni. „Sýningarnefndin hefur gert sitt besta I sambandi viö þessa sýningu, og er orsakanna ekki aö leita hjá henni”, sagöi örn, „Þaö er fyrst og fremst þreyta I þessu sýningarformi, þar sem þaö er oröiö gamalt, og félags- menn eru kannski ekki farnir aö bera nógu mikla viröingu fyrir haustsýningunni. Þaö er kominn rétti tlminn til aö breyta þessu sýningarformi eitthvaö svolltiö, en viö trúum alveg á þaö^” örn viidi ekki meina, aö þaö væri komin þreyta I listamenn- ina sjálfa. Þaö væru margar á- stæöur fyrir þvl, aö sýningin væri ekki sterkari en raun ber vitni. Þaö mætti nefna aö á Kjarvalsstööum hafi veriö haldin sumarsýning, Septem hópurinn heföi llka veriö meö sýningu, svo og myndhöggvarar og graflklistamenn. Þetta væri mikiö skarö, sem væri hoggiö I raöir myndlistarmanna, þar sem þetta fólk væri nýbúiö aö sýna og heföi ekki önnur verk. Markmiö Haustsýninganna er aö sýna gott úrval af nýjustu verkum félaga I FIM, og einnig aö kynna ný verk manna sem standa fyrir utan félagsskapinn. Þessi sýning náöi ekki mark- miöi sinu, þrátt fyrir aö sýning- arnefndin hafi gert sitt besta. „Viö erum bjartsýnir og aldeilis ekki á þvl aö gefa okk- ur. Sýningarnefnd og stjórn FIM eru aö ræöa einhverjar breytingar á sýningarformi, sem þarf aö gera. Þeir sem hafa: veriö I sýningarnefndinni, finna það virkilega vel, aö félagarnir geta gert miklu betur og líka utanfélagsmenn. Og viö stefnum aö sterkari sýningu næst”, sagöi örn Þorsteinsson aö lokum. — GB FJALAKÖTTURINN: Dylan um þessa helgi, en uppistaðan er jap- anskar, franskar og þýskar kvikmyndir Fjalakötturinn, kvikmynda- klúbbur framhaldsskólanna hóf starfsemi slna i slöustu viku meö sýningu á myndinni Allonsanfan eftir þá bræöur Taviani frá ttaliu. Megin uppistaöa myndanna á þessum vetri veröa japanskar myndir, franskar gamanmyndir og myndir frá gullaldarskeiöi þýskrar kvikmyndageröar upp úr 1920 og flokkast undir expressi- ónisma. Auk þess veröa sýndar myndir úr ýmsum áttum. Af japönskum leikstjórum, sem kynntir veröa, má nefna gamla meistara eins og Kenji Mizoguchi og Akira Kurosawa. Mynd Miz- oguchi heitir Ugetsu Monogatari og er hún af kunnugum talin ein- hver besta mynd sem gerö hefur veriö. Mynd Kurosawa er Dodeska Den og var hún sýnd sem mánudagsmynd I Háskólabl- ói fyrir nokkrum árum. Ekki má gleynia hinum þekkta unga leik- stjóra Nagisa Oshima, en mynd- in sem Fjalakötturinn sýnir heitir Veldi ástrlönanna, sem menn skulu ekki rugla saman viö Veldi tilfinnipganna, sem bönnuö var hér á kvikmyndahátiöinni f fyrra, sælla minninga. Fulltrúar franskra gaman- mynda eru René Clair og myndir hans Miiijónin og Undir þökum Parisarborgar, og ungur leik- stjóri, Jean-Pierre Mocky, meö Borg hins takmarkalausa ótta. Þýski expressiónisminn hefur allt frá því hann kom fram I verö- bólguhrjáöu Þýskalandi eftir fyrra striö, haft mikil áhrif á kvikmyndagerö samtlmans. Þaö er þvi vel til fundið hjá forráöa- mönnum Fjalakattarins aö kynna þær Islenskum kvikmyndaá- Islensk grafík ttu ára Tiu ár eru nú liöin frá stofnun hins nýja félags grafíklista- manna, Islensk graflk. Aö gefnu tilefni heldur nú félagiö veglega sýningu I Norræna hús- inu. Sýningunni lýkur þann 30. þessa mánaðar. A sama tlma fer önnur sýning meö sömu verkum vltt og breitt um hin Noröurlöndin. Hefur veriö haft samráö viö Norræna menn- ingarsjóðinn og Norræna húsiö, svo sýning þessi mætti ná til sem flestra Skandinava. Viögangur graflklistar á lslandi er mikill um þessar mundir. Undanfarinn tug ára, eöa allt frá því aö nýja félagiö var stofnaö, hefur þessari list- grein veriö aö vaxa ásmegin. Nú er svo komiö, aö grafik er einna vinsælust myndlista hér á landi. Astæöurnar eru margar og misjafnar. Einn vina minna benti á þá staöreynd, aö þrykkiö geröi venjulegum launamanni kleift aö eignast myndverk á viöráöanlegum pris. Grafík næöi þvi til miklu fleiri en önn- um myndlist. Sennilega ræöur þaö, hví svo margir myndlistar- menn leggja nú stund á þessa iðju. Segja má aö þrykkiö sé myndlistamanninum llkt og hljómplatan tónlistamanninum. Ég ætla mér ekki ab rekja sögu graflklistarinnar hér á landi. Þaö hefur veriö gert I ágætum formála sýningarskrár þeirrar sem gefin er út vegna sýningarinnar. Þessi formáli var svo betrumbættur I Morgunblaöinu frá 23. septem- ber. Til aö móöga engan sleppi ég þvi þriöju útgáfunni af þess- ari merkilegu en vægast sagt flóknu sögu. A sýningu þessari er aö finna nær flestar geröir þrykks. Hún er þvf mjög góö yfirlitssýning á grafík og gefur mönnum tæki- færi á aö kynnast flestum gerö- um þessarar listar. 1 anddyri salarins hafa veriö hengdar töflur, sem glöggva menn á helstu aöferöum þrykkgeröar. Þannig gefst fólki tækifæri á aö kynnast þeirri vinnu sem aö baki verkunum liggur. Sautján manns sýna hér verk sin og kennir margra grasa. Mest ber á ætingarmyndum, akvatintu og sáldþrykki. Þó sækir steinþrykkiö á og er þaö góös viti. Einnig er mikiö um dúkristur. Fólki gefst einnig kostur á aö sjá hér messótintur og offsetlitógrafiur, sem ég minnist ekki aö hafa séö Islend- inga fást viö áöur. Leiöandi afl I ætingu og akvatintu er Ragn- heiöur Jónsdóttir. Myndir henn- ar eru sterkar og heilsteyptar. Flinkheit yfirbuga ekki inni- haldiö, heldur er fullkomiö jafn- vægi milli tækni og tjáningar. Björg Þorsteinsdóttir á einnig mjög vel unnar myndir meö sömu tækni. Björg ræöur yfir miklum myndbyggingarhæfi- leikum og nýtir hún þá I flókn- um myndum slnum. Edda Jóns- dóttir ræöur yfir mikilli tækni. Hún má þó vara sig á aö tefla henni ekki of djarft, á kostnaö uppbýggingar og myndefnis. Frámlag Jennýar Erlu Guö- mundsdóttur og Lisu K. Guö-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.