Helgarpósturinn - 28.09.1979, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 28.09.1979, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 21. september 1979 hnlrjr^rpn^tl irinn ALBERT FORSETI EÐA FORSÆTISRAÐHERRA? —he/gar pósturinn— Útgefandi: Blaðaútgáfan Vitaðsgjafi sem er dótturfyrirtæki Alþýðublaðs- ins, en með sjálfstæða stjórn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guö- mundsson Rítstjórar: Arni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson Ritstjórnarfulltrúi: Jón Oskar Haf- steinsson. Blaóamenn: Guðjón Arngrímsson, Guðlaugur Bergmundsson, Guðmund- ur Arni Stefánsson og Þorgrlmur Gestsson Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason Augiysmgar: ingiDjorg Siguroaraonir Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir Dreifingarstjóri: Sigurður Steinars- son Ritstjórn og auglýsingar er'u að Síðu- múla 11, Reykjavik. Simi 81866. Af- greiðsla að Hverfisgötu 8-10. Simar: 81866, 81741, 14900 og 14906. Prentun: Blaðaprent h.f. Askrift (með Alþyðublaðinu) er kr. 4.000 - á mánuði. Verð i lausasölu er kr 200,- eintakið. Farald sfóturinn Ég er á þeirri skoðun, og hef rcyndar lýst henni áður i þessum dálkum að tslendingar séu alveg dýrlegir. Allir þeir leiðaraskrif- arar og greinahöfundar vaða reyk sem sýknt og heilagt eru að fjasa i biöðunum hversu vonlaust lið þessi þjóð er.Einstaka sinnum er að visu eðlilegt að þessi mis- skilningur komi upp. En þá er það engu að siður vegna misskiinings. Mér virðist það koma einna best og skýrast fram þegar islendingar eru erlendis hversu spes þeir eru. Enda gjarnan auðvelt um samanburð við annarra þjóða kykvendi. Þá stirnir á hin þjóðlegu sérkenni og fölnar flest annað f þeim bjarma. Þegar tslendingar fara til út- landa þá skilja þeir tsland ekki eftir heimaÞeir taka það meðsér Til er spakmæli eða heilræöi sem hljóðar eitthvað á þá leið að þegar menn séu i Róm þá sfe vænlegast aö haga sér eins og Rómverjar gera. tsiendingar taka ekkert mark á þessu. Enda væri sllkt þjóðernislegur afslátt- ur. tslendingar eru á tslandi hvar sem þeir eru. Og haga sér sam- kvæmt þvl. Þessi aðdáunarverði eiginleiki kom mjög berlega I ljós um dag- inn þegar ég skaust rétt sem snöggvast yfir loftbrúna sem svo er kölluð af litillátum feröaskrif- stofukóngum og liggur frá Kefla- vfkurflugvelli til Kostadelsól á Spáni. A þeirri strönd er yfir sumartfmann aðalútibU tslands ht.ril dæmis gerðist það I glæsi- legum næturklúbb að spengilegir dansarar voru að reyna að troða einhverjum spænskum kúnstum sem kallast flamencó eða állka upp á landann. Þetta fólk áttaði sig ekki á þvi að landinn var á balli. Hann vildi skemmta sér. Hann vildi bara meira fjör. Og svo þegar tslendingar voru I miðjum þjóðsöng sinum (Tvær úr Tungunum heitir hann og er eftir ástmegi þjóðarinnar Halla og Ladda) þá leyfði þetta nætur- klúbbaliö sér að vlsa söngflokkn- um út á þeim forsendum að hann truflaði þetta spænska sveita- tjatjatja. Það vill til að við sýnum littdönnuöum þróunarlöndum umburðarlyndi og virðum þeim svona villimennsku tii vorkunnar. Að visu er ekki jafn ljóta sögu að segja af öllum viöskiptum okk- ar við innfædda. Til dæmis eru nokkrir barir þarna sem eru með á nótunum. Þar geta þjónarnir tjáð sig á mannamáli. Segja;Takk, Bjór, Brennivin, Rommogkók, og Skál á Islensku, Og glvmskrattinn sDÍlar lög með Lummunum og öðru alvöru listafólki á íslandi. En þróunin er greinilega I þá átt að landinn taki þessi mál alfarið I sinar hendur. Þannig er nú fram- sýnn athafnamaöur að stofna al- islenskan menningarbar á Kosta- delsól, og heitir samkomustaður- inn þvi þjóðlega nafni Bar Sex. Þessi islandsbersi okkar daga veit hvað hann syngur. A Bar Sex fá ferðalangar á loftbrúnni Island með öllu. Þar eigum við að geta fengið islenskt brennivin, harð- fisk, skyr, prins póló, lesið islensku blööin, eins og Samúel og Sakamál, horft á nýlegar sjón- varpsfréttir af myndsegulbönd- um að heiman þannig að við vit- um hvaö er að gerast I heiminum, og á uppáhaldsframhaldsþættina okkar, þannig að við þurfum ekgi að missa þráðinn. Og þegar við komum heim er eins og við höfum aldrei fariö burt. Góða ferð. Þá er Albert Guðmundsson stórkaupmaður, alþingismaður og borgarráðsmaður með meiru liklega endanlega búinn að koma i veg fyrir aö doktor Kristján Eldjárn forseti tslands gefi enn á ný kost á sér til em- bættis forseta Islands, og eigin- lega hrekja Kristján úr em- bætti. Þetta þykja mörgum slæm tíðindi, og einkum og sér I lagi þó þeim sem höfðu hugsað sér að skora á doktor Kristján Eldjárn að gefa kost á sér á- fram. Fræðimaður og forseti Þaö hefur lengi verið vitað að doktor Kristján vildi geta helg- að sig fræðimannsstörfum I rlk- ari mæli, en hann getur á meðan hann situr á Bessastöðum. Þar á hann að sjálfsögöu slnar tóm- stundir en þó mun færri en margur heldur. Stöðugur gesta- gangur þar á staðnum og alls- konar skyldur sem forsetaem- bættinu fylgja valda þvl að tóm- stundirnar eru færri, en hann gæti hugsað sér. Þetta er ein aðalástæða þess að doktor Krist- ján er sagður hafa haft við orð að hann myndi ekki gefa kost á sér áfram. Þá hefur verið talað um aö Halldóra forsetafrú væri ekkert fyrir þetta llf gefin. Vist er að Halldóra er hlédræg kona, en hún hefur staðið með sóma við hliö manns slns bæði utan- lands og innan og þau bæði eru góðir fulltrúar lands og þjóðar hvar sem þau fara. Þá er ekki annað aö sjá á Bessastöðum en Halldóra kunni vel við sig þegar gesti ber að garði, hvort sem um er að ræða innlenda eða erlenda gesti. Það var talað um þaö hér á fyrstu forsetaárum Kristjáns að Halldóru félli ekki hlutverk- ið, en sem sagt, nú á siðari árum er ekki annað að sjá en henni falli það býsna vel. Nú er fyrir dyrum opinber heimsókn forsetahjónanna til Belglu, og ekki er óliklegt að það verði slðasta opinbera heimsókn þeirra til annarra landa, þvl ekki á ég von á þvl að Kristján kæri sig um að fara I opinbera heimsókn á slðustu vikunum I embætti. Tilkynningar að vænta við þingsetningu eða i áramótaávarpi í sumar þegar fyrst var farið að tala um forsetaframboð á næsta ári, sagði doktor Kristján Eldjárn eitthvað á þá leiö, að hann myndi gefa yfirlýsingu um hvort hann hygðist gefa áfram kost á sér, á viðeigandi stað og stund. Þá mun hann hafa haft I huga að gefa þessa yfirlýsíngu I áramótaávarpi slnu til þjóðar- innar á nýjársdag. Eftir slöustu atburöi I þessu máli er ekki ólík- legtað forsetinn gefi yfirlýsingu slna við þingsetningu sem aö venju fer fram 10. október. For- setinn getur gefið yfirlýsingu þar að lútandi við það tækifæri, og hann hefur oft notað þann stað og stund til að fara nokkr- um orðum um þjóðmálin. Það má þvl búast við að beöið verði með mikilli eftirvæntingu eftir ávarpi Kristjáns Eldjárns við setningu Alþingis nú I haust. Kannski hefur hann ekki geð I sér til þess að gefa yfirlýs- inguna beint fyrir framan Al- bert Guðmundsson alþingis- mann og kýs heldur að gera þaö fyrir framan sjónvarpsmynda- vélarnar að fáum viðstöddum rétt fyrir áramótin, þegar ára- mótaávarpið er venjulega tekiö upp. Keppir ekki við Albert ÓHklegt þykir að Kristján hafi geð I sér til að keppa við Albert Guðmundsson um forsetastól- inn, og er það að mörgu leyti skiljanlegt. Kristján veit eins og margir aðrir aö Albert mun sækja þetta mál af miklu kappi, liklega meira af kappi en forsjá. Hann á ótrúlega mikil Itök I fólki, en hvort þau Itök nægja til Bessastaðaferðar, skal ósagt látið. Þá er rétt að menn geri sér grein fyrir þvl að ekki mun skorta fjármuni I kosningabar- áttu Alberts. Hann er vel efnum búinn, og hefur auk þess nægan tlma til að sinna áhugamálum sinum, hvort sem það er að komast I borgarstjórn eða á Alþingi. Sem stórkaupmaöur hefur Albert verið mest umtal- aður sem umboðsmaöur nokk- urra áfengis- og tóbakstegunda. Hann hefur meðal annars um- boð fyrir Kent slgarettur. Það eru þóhreinir smápeningar sem hann fær fyrir innflutning ATVR á þessum vörum. Aöal- tekjurnar eru af innflutningi ailskonar vinnuvéla og einkum og sér I lagi þó Grove — krana sem mikið er til af viö Reykjavikurhöfn. Það er þó ekki höfnin sjálf sem á þessa krana, heldur Eimskip — óska- barn þjdöarinnar. Albert hefur þvl ekki áhyggjur af þvl að framfleyta sér og sínum, öfugt viö þá aðstöðu sem Kristján Eldjárn var i þegar hann gaf kost á sér til forsetakjörs á moti Gunnari Thoroddsen árið 1968. hákarl Hvildi sig i Svarfaðar- dal Heimkynni Kristjáns Eldjárn eru i' Svarfaðardal sem kunnugt er, og þar býr bróðir hans Dr. Kristján var I Svarfaöardal um tlma I sumar. Blaðið Dagur á Akureyri átti þá viötal við for- setann heima á Tjörn. Þar var meöal annars rætt um áhuga- mál hans, á sviði fornleifafræði og þjóðhátta. Ennfremur kom fram I viðtalinu að þeir bræöur Kristján og Hjörtur ætluðu á skak á Eyjafirði. I lok viðtalsins er svo vikið að næstu forset- akostningum. Kristján segir: „Nokkurt umtal hefur um málið orðið hvort við hjónin bjóðumst til að vera áfram á Bessa- stöðum eða við breytum til. Ég hef áður veriö spuröur um þetta, en ég hef ekki enn treyst mér til að segja af eða á og þannig stendur málið ral I dag. Á meöan svariö liggur ekki fyrir, veröur að llta svo á, aö þaöséóákveöiö hvað viö gerum. Alltaf getur eitthvað komið fyrir, áður en timi er til þess kominn að ákveða sig. En ég mun hafa þann tima rúman á hvornveginn sem ræðst. Ennþá get ég ekki svarað spurningu þinni á annan hátt”, segir dokt- or Kristján Eldjárn að lokum I viðtalinu viö Dag á Akureyri. Þetta voru hógvær orö og ólik yfirlýsingum knattspyrnuhetj- unnar fyrrverandi, sem nú læt- ur ekkert tækifæri ónotað til að gefa yfirlýsingar um að hann gefi kost á sér I forsetakjöri á næsta ári. Stuðningsmenn Kristjáns safni Liði Nú er ekki seinna vænna fyrir stuðningsmenn Kristjáns fyrir ellefu árum, og aðra þá sem eru svipað þenkjandi og núverandi forseti, að fá það fram hjá hon- um hvort hann ætlar að sitja á- fram, eða setjast að I húsinu við Skothúsveginn á móti Hljóm- skálanum, sem hann festi kaup á fyrir ekki mörgum árum. Þrátt fyrir það sem sagt var I upphafi, að Albert væri llklega endanlega búinn að koma i veg fyrir að Kristján gefi kost á sér áfram, þá er það alveg ljóst, að Kristján myndi sigra glæsilega á forsetakosningum á næsta ári, jafnvel þótt fjármálamaðurinn Albert byði sig fram á móti hon- um. Aö bera þessa tvo menn saman I ræðustól, er eins og að bera saman svart og hvltt. Það er ekki það að Albert sé ekki á- sjálegur og hafi margt gott gert, heldur hitt að hann á ákaf- lega erfitt að koma fyrir sig orði, þrátt fyrir mikla æfingu á undanförnum árum, og flytur mál sitt auk þess ekki áheyri- lega. Ef Kristján verður harður á þvi að gefa ekki kost á sér, þurfa fyrrverandi stuöningsmenn hans og aðrir þeir sem eru á svipaðri linu að fara að huga alvarlega að þvl að finna mót- frambjóðanda. Þrátt fyrir hægri sveiflu vlða I nágrannalöndunum, og llkleg- ast einnig hér i næstu alþingis- kosningum er ekki þar með sagt að þessi sveifla nái til Alberts Guðmundssonar i forsetakosn- ingum, — sem betur fer segja kannski margir. En hún nægði kannski til þess að gera hann að forsætisráðherra og hvort vilja menn nú að hann verði forsætis- ráðherra eða forseti Islands. Þetta er hlutur sem kjósendur verða að gera upp við sig á næsta ári. ....hákarl.... -AÞ

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.