Helgarpósturinn - 18.01.1980, Side 3

Helgarpósturinn - 18.01.1980, Side 3
3 holrjrirpn^tl irinn Föstudagur 18. ianúar 1980 Erla bætir þvi við, að þessi reynsla hennar þarna varðandi atburðina á Hamarsbrautinni standi sér alls ekki ljóslifandi fyr- ir sjónum. Þó væri ekki um upp- spuna úr henni að ræða. Hún segir þetta vera eins konar martröð i sinum huga og erfitt að skýra. Hún hafi að öllum likindum upp- lifað eitthvað sem gerði hana svo hrædda að hún hafi kæft það i undirmeövitund sinni. Þess má geta, aö samkvæmt framburði sakborninga i Guð- mundarmálinu, mun Erla ekki hafa verið vitni að meintum átök- um Guömundar við þá ákærðu, Sævar, Tryggva Rúnar Leifsson og Kristján Viðar Viðarsson, heldur séð þá bera eitthvað sem liktist mannslikama, i laki út fyr- ir húsið. /<Fengin á móti Sævari" Eftir að þessi frásögn Erlu lá fyrir var henni sleppt úr gæslu- varðhaldi, en Tryggvi Rúnar og Kristján Viðar handteknir. Sævar sat þá ennþá inni vegna póstávis- anamálsins og var gæsluvarð- hald hans framlengt. Þetta gerðist rétt fyrir jólin 1975. Erla segir, að þegar henni varð ljóst við þessar yfirheyrslur um Guðmundarmálið, að allt eins væri liklegt að þeir Sævar, Tryggvi og Kristján hefðu oröið j Guðmundi að bana — fyrir gá- leysi eða ekki — þá hafi henni verið brugðið. ,,Mér fannst ég ekki þekkja þá og að þeir stæöu langt frá mér," heldur Erla á- fram. ,,Þegar þeir siöan játuðu, þá trúði ég nánast öllu illu sem um þS var sagt. Það var alið á andstöðu minni gagnvart Sævari og ég fengin á móti honum sem var ekki erfitt miðað við aðstæð- ur. Lögreglan reyndi það m.a. i yfirheyrslum og sagði t.a.m. að Sævar hefði sagt við yfirheyrslur að ég hefði brotist inn i tiltekna sjoppu. Hann væri sem sagt að klina sinum brotum yfir á mig. Ég veit ekki enn i dag hvort hann hefur sagt þetta, en það skiptir ekki aðalmáli núna. Tilgangur lögreglunnar meö þessari frásögn er mér hins vegar augljós nú. Þetta varö siöan til þess að ég varð mjög andsnúin Sævari, fannst að hann hefði alla tið fariö á bak við mig og verið að ljúga að mér. Og mig hryllti við þeim möguleika, að hann hefði gerst sekur um stórkostlega glæpi og ég hafi ekki áttað mig á þvi, heldur haldið áfram að búa með honum.” Sævar og Erla bjuggu saman i hartnær tvö ár og eiigia saman dóttur, sem nú er hjá móður sinni. Erla segir, að þau Sævar hafi nokkuð rætt það að slita sam- bandi sinu, en ekki hafi orðið af þvi, þegar þau voru hneppt i gæsluvarðhald vegna póstávis- anamálsins. Erla er spurð um kunningskap hennar við hina grunuðu i Guðmundar og Geirfinnsmálinu. Hún svarar þvi til, að Sævar og Kristján Viðar hafi verið góðir kunningjar meðan hún bjó meö Sævari. Þannig hefði hún kynnst Kristjáni nokkuð. Hins vegar hefði hún kynnst Guðjóni Skarp- héðinssyni minna. Tryggva Rún- ar segist hún ekki hafa þekkt. Erla bætir þvi við, að einmitt á þeim tima, sem Geirfinnur hafi horfið, þá hafi andað mjög köldu milliSævars og Kristjáns Viðars, vegna ósættis sem kom upp á milli þeirra vegna sameiginlegra bilakaupa. Þeir hefðu af þeim sökum varla talast við i nokkra mánuði og það hefði einmitt verið i vetrarbyrjun 1974. Þá er Erla beðin aö lýsa þvi hvernig hún byrjaði að tjá sig um Geirfinnsmálið. Hún segist hafa verið að flytja dót úr ibúð sinni i Kópavoginum og við þessa flutn- inga hefði ákveðinn rannsóknar- lögreglumaður aðstoðaö sig. ,,Ég fer þá að segja þessum lögreglu- manni frá þvi. að Sævar hafi stundum verið aö tala um Geir- finnsmálið og þóst vita eitthvað um það. Sannleikurinn var sá, að Sævar hafði velt þvi máli fyrir sér eins og hver einasti maöur annar, þegar Geirfinnur hvarf. Hann hafði ákveðnar skoðanir á þvi og spáði i það hvernig hvarf hans heföi boriðað höndum. Þetta voru svona itarlegar vangaveltur um málið og Sævar vildi stundum láta llta þannig út að hann vissi um flest það sem gerðist i undir- heimunum. Sannleikurinn var nú sá, að svo var ekki. En eins og ég segi, þá fer ég aö tala við þennan rannsóknarlögreglumann um Geirfinnsmálið og segi honum svona undan og ofan af hugleið- ingum Sævars um málið.” Erla segir siðan að strax næsta morgun hafi þessi sami rann- sóknarlögreglumaður komið heim til sin ásamt rannsóknar- dómara og þeir viljað fá meira að vita um þetta Geirfinnstal henn- ar. ,,Ég sagði þeim að ég vissi ná- kvæmlega ekkert um það mál, annað en vangaveltur i blööum og sögusagnir úti i bæ. Þeir fóru þá sömu leiðina og þeir höfðu gert áður og sem þeir geröu oft siðan. Þeir sögðu eitthvað á þá leið ,,að kannskihefði ég upplifað eitthvað höfmulegt, sjokkerast og bað liðið mér úr minni”.” r/Vildi allt fyrir lögregluna gera" Og Erla heldur áfram frásögn sinni um upphaf vitnisburðar sins i Geirfinnsmálinu: ,,Ég var orðin hysterisk á þessum íima og mjög langt niðri, eftir að mér fór að birtast ný mynd af Sævari og strákunum. Ég trúði öllu um þá og þegar ég var spurð .hvort ég myndi ekki óglöggt eftir einhverri Keflavikurferð, þá vildi ég allt fyrir rannsóknarlög- reglumennina gera, enda voru þeir mér mjög hjálplegir á þess- um tima; hjálpuðu mér að flytja, gengu frá meðlagsúrskurði, til- kynntu fyrir mig aðsetursskipti og voru mjög liðlegir. Ég svaraöi þvi eitthvað á þá leið, að það gæti vel verið aö ég hafi farið með strákunum til Keflavikur. Og þar með var boltinn farinn að rúlla og ég dottin inn i lygavefinn. Það er nú einu sinni þannig, að þegar þú ert farinn af stað með einhverja lygi, sem fólki þykir jafnvel trú- leg, þá er allt annað en auðvelt að kippa að sér hendinni og fara skyndilega aö segja sannleikann, — sem er kannski allt annar og alls ekki það sem fólk eða lögregl- an vill trúa" Siöan segir Erla frá þvi að hún hafi soðið upp einhverja sögu um Keflavikurferð hópsins og stuöst við sögusagnir um spira, blaöafregnir um sendi- ferðabifreið og annaö þaö sem hefði komið i blööum. Erla tekur það fram að þessi fyrsta frásögn hennar hafi verið gjörólik þvi, sem hún hefði orðið i lokin, þegar lögreglan var búin að yfirheyra hana og aöra sakborninga fram og til baka. Bendir Erla á, að fyrst hafi hinir grunuðu neitaö harölega, en loks látið undan þrýstingi og sifelldum spurning- um, byggöum á hennar eigin framburði og játað Keflavfkur- ferð. „Okkar frásagnir af þessum at- burði voru gjörólikar i fyrstu, en siðan undir handleiðslu lögreglu og við samprófanir, þar sem viö vorum öll samankomin, var reynt að búa til heildstæða sögu. Málið tók sifelldum breytingum og ég var orðin svo föst i minum lyga- vef, að ég héit áfram að ljúga og ljúga til að gera sögu mina lik- legri. Þaö má eiginlega likja þró- un þessa máls viö margar lyga- uppsprettur sem renna i smá- sprænum, en eru siðan virkjaöar af manna höndum i eitt samfellt stórfljót. Þannig má segja aö fer- ill þessarar Geirfinnsrannsóknar og yfirheyrslanna yfir okkur hafi verið.” Erla leggur á þaö rika áherslu i samtali okkar, aö likamlegt og andlegt ástand hennar á þessum tima hafi verið mjög bágborið. //Aðeins í sambandi við lögreglumenn" „Barn mitt var á þessum tima aðeins fárra vikna gamalt og minar aðstæður allar slæmar. Ég var ekki I persónulegu sambandi við einn eða neinn, nema rann- sóknarlögreglumenn, og ástandið á mér og minn karakter var ekki upp á marga fiska. I dag finnst mér þessi Erla Bolladóttir vera mér óviðkomandi persóna. Ég var tilbúin til að ljðga og ljúga að- eins ef ég fengi betri meðhöndl- un”. Erla var ekki sett i gæsluvarð- hald eftir að hún skýröi frá þess- ari umræddu Keflavikurför. Hún bjó hjá móður sinni frá janúar- byrjun er þessi mál bar fyrst á góma og þangaö til hún játaði i yfirheyrslu i byrjun mai, aö það 'nefði verið hún sjálf sem hefði banað Geirfinni með byssu i fjör- unni i Keflavik. Þá var hún sett i gæsluvarðhald. Fyrst fjóra mán- uði i Siðumúlafangelsinu, en sið- an aðra fjóra I fangelsinu við Skólavörðustig. 1 samtalinu við Helgarpóstinn virtist Erla vera tilbúin að tjá sig um alla þætti þessara mála og neitaði ekki að svara neinni spurningu. Hún skýrði frá öllu fumlaust og án hiks. Hins vegar tók hún fram að allt það sem hún skýrði mér frá þarna gæti hún ekki heimilað að birtist i blaða- viðtalinu. Hún væri i viðkvæmri aðstöðu, þar sem Hæstiréttur fjallaði nú um mál hennar og þvi væri það ekki rétt að skýra ná- kvæmlega frá t.d. öilum sam- skiptum hennar viö lögreglu- menn. Rangar sakargiftir Erla er innt eftir þvi hvernig sú hugmynd hefði fæðst að búa tii upplognar sakir á þá Einar Bolla- son, Magnús Leópoldsson, Sigur- björn Eiriksson og Valdimar Oisen. „Þaö hafði allt sinn að- draganda. Eins og ég sagði, þá var ég mjög róttæk i þjóðfélags- skoðunum og taldi t.d. alla þá, sem ættu einbýlishús og Mercedes Benz hljóta aö vera glæpamenn og afætur á þjóðfé- laginu. Svona var maður barna- legur þá,” segir Erla og brosir litillega. „Maður sá allt i svörtu og hvitu. Þegar ég var svo farin að ljúga þessu Geirfinnsmáli upp á mig og strákana, þá þótti mér réttara að fleiri fengju að sviða. Þaö voru langtum fleiri nöfn nefnd en þeirra fjögurra sem voru hnepptir i gæsluvaröhald. Eg var búin að nefna háttsetta menn i þjóðfélagskerfinu og fleiri og fleiri og allir áttu þeir aö hafa verið þarna i fjörunni um nóttina. Ástæöurnar fyrir þvi að ég nefndi þessa fjóra voru margvislegar. Ég hafði t.d. átt i útistöðum við Einar hálfbróður minn, vegna fjölskyldumála og út af sambandi minu við Sævar. Honum var aldrei gefiö um það, að ég væri i sambúö meö Sævari. Þaö andaöi þvi mjög köldu á milli okkar og ég hugðist ná mér niðri á honum meö þessu. Nú, Magnús Leopoldsson hafði verið nefndur áður vegna þessa máls i kjafta- sögum úti i bæ og þá aðallega vegna leirstyttunnar og að Klúbburinn væri i einhverju spiramáli. Sigurbjörn og Valdi- mar voru i tengslum við veitinga- húsin og illa um þá lalað meðal þess fólks sem ég hafði umgeng- istV Erla segir mér, að hún hafi fljótlega farið að sjá eftir þessum röngu sakargiftum og þvi farið aö draga i land með þessa fjór- menninga. Þeim var siðan sleppt lausum fljótlega eftir að Erla hafði játað á sig að hafa skotið Geirfinn. Þaö var eins og fyrr sagði, snemma i mai mánuði 1976 og höfðu þeir fjórmenningar þá setið að ósekju i gæsluvarðhaldi i fjóra mánuði. „Ég get vel skilið að þessir menn séu heitir út i mig og þá kannski sérstaklega Einar bróðir minn,” segir Erla. „Það er ekk- ert skritið þótt hann geti aldrei fyrirgefið mér þetta, en ég vona að það geti einhvern tima orðið. Eg hef breyst og sé nú hve græti- legan hlut ég hef gert.” //Ósamræmi í bilstjórasög- unni" — Erla, nú segir þú að Kefla- víkurferðin hafi aldrei verið far- in. En hvað um þessa bilstjóra tvo sem sögðust hafa tekið þig upp á leið frá Keflavik og ekið þér til Hafnarfjarðar? Nú bar annar þeirra kennsl á’þig við sakbend- ingu? „Það er heilmikið ósamræmi i þessum bilstjórasögum sem ég skáldaði. Ég sagðist hafa farið á puttanum með tveimur bifreiöum frá Keflavik til Hafnarfjarðar. Fvrst saeðist ée hafa verið tekin upp i Moskvits.bifreið með V númeri. Það reyndist ekki vera. Sá sem gaf sig fram og kvaðst hafa tekið upp stúlku á þessari leið var á Skoda bif- reið. Þessi bifreið átti að hafa ek- ið mér aö Grindavikurafleggjar- anum og þá hefði ég átt að hafa fengið far meö grjótflutningsbif- reið sem var að aka grjóti i Esjuna. Einnig sagöi ég að i þeim bil heföi verið pipa i ösku- bakkanum og ég verið látin út á endastöð Hafnarfjarðarstrætis- vagnsins i Hafnarfiröi, þ.e. á Hvaleyrarholtinu. Sá ökumaður sem þá gaf sig fram, ók ekki grjótflutningsbifreið, engin pipa var i öskubakkanum og hann sagðist hafa hleypt stúlku út við „Bolluna” i miðbæ Hafnarfjarð- ar. Þegar mér var bent á þetta ósamræmi milli min og bilstjór- anna, þá söðlaði ég um. Hafði enga pipu séð, bfllinn sem ég átti að hafa ekiö i var engin grjót- flutningsbifreið og ég sagði að liklega hefði billinn hleypt mér út við Bolluna. Þannig breytti ég framburði minum til þess aö hann yrði samhljóða frásögn bilstjór- anna.” Og Erla heldur áfram með bil- stjórana: „Siöan var annar þess- ara bilstjóra látinn finna mig i sakbendingu. Mér var stillt upp ásamt nokkrum stúlkum öðrum, þ.á.m. stúlkum sem vinna á skrif- stofu Sakadóms. Ég var sú eina af þeim, sem var klædd eins konar hippaklæðum, var föl og tekin og óskaplega taugaóstyrk. Það hefur ekki verið erfitt fyrir bilstjórann að koma auga á stúlku, sem haföi ekki hreina samvisku i þessum hópi. Ég skar mig úr.” „A sama hátt skar þessi bil- stjóri sig úr þegar ég var látin visa á hann við sakbendingu. Það voru 5-7 menn leiddir inn og ég átti að benda á þann rétta. Tvo þessara manna kannaðist ég við. Hafði séð þá á gangi niðri i Saka- dómi, þegar ýfirheyrslur voru þar. Þessi bilstjóri var mjög ólik- ur hinum, bæði i fasi og útliti. Hann var taugaóstyrkur, leit mikið i kringum sig og var svona sveitalega klæddur i samanburði við hina. Ég tók þá áhættu aö þetta væri rétti maðurinn — og það var raunin. Þó hafði ég aldrei séð þennan mann áöur i lífinu. En ég lék þennan leik þá.” „ Hugmyndin sótt i annað ferðalag" „Annars sótti ég hugmyndina að þessari ferð minni á puttanum til ákveðins atburöar i lifi minu. Það hafði þá gerst ári áöur, að ég og vinkona min höfðum farið á puttanum til Grindavikur og til baka aftur. Þá höföum við einmitt stöðvað Moskvits bifreið með V númeri. Sá maður hafði talað um Vestmannaeyjagosið og kvaðst vera frá Vestmannaeyjum. Til baka höföum viö vinkonurnar siö- an feiigið far með grjótflutnings- bifreið, sem var að aka efni i Esj- una. Ég hafði sem sagt ferðast á puttanum með bilum eins og þessum, en það var á leiö til og frá Grindavikur meö vinkonu minni og löngu áður en Kefla- vikurferðin átti að hafa verið far- in. Þessi vinkona min er fyrir hendi og getur staðfest sögu mina, ef máliö er rannsakaö.” — En finnst þér ekki furðuleg tilviljun að tveir bilstjórar skuli hafa tekið upp stúlku á Kefla- vikurveginum þennan sama morgun og þú kvaðst hafa verið þar á ferli? „Annar bilstjóranna gat ekki fullyrt að það hefði verið nákvæmlega þennan dag, sem hann heföi tekið upp stúlku á Keflavikurveginum. Þessi maður var aldrei látinn bera kennsl á mig. Hinn bilstjórinn á Moskvits bifreiðinni, sá er bar kennsl á mig, staðhæfði hins vegar að það hafi verið þennan sama morgun, sem hann hefði tekið mig upp i. Hann sagðist hafa rætt við mig um Vestmannaeyjagosið i bilnum og kom það heim og saman við það sem ég haföi sagt. Ég var aftur á móti, að segja frá samtali minu við manninn sem keyrði mig og vinkonu mina i Grinda- vikurferö árið áður.” „Ég get auðvitað ekki svarað fulinægjandi um tilviljanir sem þessar, en bendi á, að ekkert er óeölilegt að ókunnugt fólk tali um almenna hluti eins og Vest- mannaeyjagosið, þegar það situr saman i bil stutta stund. Þá má einnig benda á, aö það er dagleg- ur viðburöur að fólk ferðist á puttanum þessa leið. Þetta þarf þvi kannski ekki að vera eins furðulegt og þaö litur út. Einnig er vert að minna á það, að þetta var og er eina styrkingin á sögu minni, sem lögreglan hefur kom- istyfir og eina vitnið sem lögregl- an hefur. Það er þvi ekki fjarri lagi að lögreglan hafi lagt mikið kapp á það, að þessi maöur staö- festi þá sögu sem ég haföi áður sett saman. En ég tek það fram, að ég hef engar haldgóðar skýr- ingar á þessari tilviljun frekar en aðrir — nema ef vera skyldi sá bilstjóri sem á i hlut.” Erla var þvi næst spurð um framburö Guðjóns Skarphéðins- sonar I þessu máli, en hann, einn sakborninga, hefur ekki dregið framburö sinn til baka. Erla seg- ist fáu geta svaraö um hans hugs- anir. „Ég þekki Guðjón ekki vel og veit þvi ekki hvað honum gengur til meö þessum fram- burði. Hann veröur aö skýra sina hlið sjálfur.” segir Erla. ,,Lögreglan alúöleg en beitti brögöum" Erla minnist siðan á nokkur dæmi úr yfirheyrslum lögregl- unnar. Hún kveður lögregluna hafa að öllu jöfnu veriö alúðlega við sig, en engu að siöur beitt ýmsum brögðum. „Oftar en einu sinni hafði ég ákveðið að snúa við blaðinu og hætta þessari lyga- þvælu allri og segja sannleikann. Ég kom i yfirheyrslu og sagði aö allt sem ég hefði sagt um Kefla- vikurferöina og eftirmálann væri uppspuni frá rótum. Rannsóknar- lögreglan var ekkert of hress með þessi sinnaskipti min og sagði mér, aö ekkert þyddi að láta svona. Einu sinni man ég t.d. eftir E}© Kristján Viðar Viðarsson og Sævar Ciecielski við réttarhöldin i Hæstarétti i gær. Erla segir, að ein- mitt um þaðleyti semGeirfinnur Einarsson hvarf, hafi slest upp á vinskap þeirra Kristjáns og Sævars og þeir varla talast við i nokkra mánuði.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.