Helgarpósturinn - 18.01.1980, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 18.01.1980, Blaðsíða 8
Föstudagur 18. janúar 1980 holrj^rpn^f, irinn KRÓNPRINS ALÞÝÐUBANDALAGS- INS REYNIR STJÓRNARMYNDUN 8 —helgar pásturínn.. útgefandi: Blaðaútgáfan Vitaðsgjafi sem er dótturfyrirtæki Alþýðublaðs- ins. en með sjálfstæða stjórn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guð mundsson. Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórnarfulltrúi: Jón Oskar Haf- steinsson. Blaöamenn: Guðjón Arngrímsson, Guðlaugur Bergmundsson, Guðmund- ur Arni Stefánsson og Þorgrímur Gestsson. Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason. Auglýsingar: Elín Harðardóttir. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir Dreifingastjóri: Sigurður Steinarsson Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðu- múla 11, Reykjavik. Simi 81866. Af- greiðsla að Hverfisgötu 8-10. Símar: 81866, 81741, 14900 og 14906. Prentun: Blaðaprent h.f. Askrift (með Alþýðublaðinu) er kr. 4.500.- á mánuði. Verð i lausasölu er kr. 300.- eintakið. A5 blaðra við sjálfan sig Eitt sinn var ég á gangi á Snorrabrautinni þegar ég mætti manni á fertugsaldri, grönnum, þunnhæröum og þreytulegum. Hann var i rykfrakka og þungum þönkum. Hétt áöur en viö mætt- umst, færöi hann stresstöskuna úr hægri hönd yfir i þá vinstri, rétti lausu hendina út ogsló henni til hiiöar. Sagöi um leiö stundar- hátt: ,,Þetta færöu mig aldrei tii aö gera”. (Hann stöö i rifrildi i huganum, lfklega viö yfirmann sinn, sem gæti hafa veriö skóla- stjóri). Hann var ekki fyrr búinn aö sieppa oröinu en hann kom auga á mig, og fór rosalega hjá sér. Ég leit öðru hverju aftur til aö fylgj- ast meö honum, og sá hann siöast þegar hann hvarf inn i Rikið. Maöurinn olli mér heilabrotum, ég varö forvitinn um hans hagi, langaöi aö vita viö hvern hann var aö rífast af hverju, hvaö þaö var sem hann vildi ekki gera. Þegar ég horföi á hann hverfa inn I rfkiö sagöi ég óafvitaö „jahá”, með sjálfum mér. Þetta var mjög hlutlaust jahá manns sem er aö hugsa. En i þann mund aö ég sieppti orðinu mætti ég ca. fjórtán ára gamalli stelpu, og fór f erlega hjá mér. Ég hlyti aö vera hælismatur I hennar augum — aö tala viö sjálfan mig úti á götu. Þetta varö til þess aö ég komst að merkri niöurstööu. Ég vissi aö sjálfsögöu aö ég haföi talað litil- lega við sjálfan mig áöur, og hef gert slðan. En eftir aö þetta átti sér staö hef ég spurt hóp af fólki hvort það tali nokkurn tima viö sjálft sig. Niðurstaðan er sú, að allir tala viö sjálfan sig. Hver ein- asti maöur. Bílar eru vinsæll vettvangur slikrar samræöu, gönguferöir sömuleiðis, en velfelstar einveru- stundir eru nothæfar. Þetta er spurning um aö finna sér um- ræðugrundvöll á þvi plani sem er hæfilega hátt fyrir alla aðila. Aö tala viö sjálfan sig virðist sem sagt vera ein af þessum skemmtilegu þverstæöum I sam- félaginu — eitt af þvi sem allir gera, en enginn má vita. Guö má vita hvers vegna. Senniiega er þetta partur af einkalffinu og fellur undir friöhelgi þess. Aö hugsa upphátt. Og hugsununum verður að halda leyndum fyrir náunganum. Afram meö blaöriö! —GA Þá er krónprins Alþýðu- bandalagsins Svavar Gestsson alþingismaður og fyrrverandi Þjóðviljaritstjóri búinn að halda einn stjórnarmyndunarfund i vonlausri stöðu. Stjórnarmynd- unartilraunirhans verða liklega að visu ekki eins vonlausar eins og þær tilraunir sem Geir Hallgrimsson stóð fyrir á dög- unum. Nú er Svavar Gestsson búinn að horfa upp á tvær lotur i þessum hring stjórnarmynd- unar og taka beinan og óbeinan þátt i þeim báðum. Svavar er það skynsamur maður að hann á aö hafa lært af mistökum þeirra sem stóðu aö þessum tveimur lotum, og þó ætti hann sérstaklega ab hafa lært af til- raun Steingrims Hermannsson- ar, sem yfirleitt sagöi i blöðun- um að kvöldi, það sem hann ætlaði að segja viö stjórnar- myndunarborðið aö morgni. Það má ekki gera litið úr hrein- skilni Steingrims, en hann má ekki haga sér i slikum viöræð- um svona rétt eins og hann sé aö kaupa sér Kók. Krónprins núna og for- maður í haust Það var annars mest gaman að fylgjast með þvi hver færi nú i stjórnarmyndunarfötin hjá Alþýðubandalaginu á miðviku- daginn og heilsaði upp á forseta lýðveldisins i gamla fangelsinu við Lækjartorg. Þaö voru að visu ekki nema tveir menn sem virtust koma tilgreina, hvað svo sem því veldur, Svavar Gests- son og Ragnar Arnalds. Auðvit- aö langaði Ragnar til aö fá aö spreyta sig, en það var margt á bak viö það sem olli þvi að hann fékk ekki að heilsa upp á forseta þarna á miðvikudagseftirmið- dag. Ragnar var sem kunnugt er formaður Alþýðubandalagsins nokkur kjörtimabil, þangað til hann gat alls ekki verið það lengur samkvæmt lögum Alþýöubandalagsins. Þaö þótti heppilegt á sinum tima að gera Ragnar að formanni. Hann var þá ungur og friskur maður, sem hann reyndar er enn, þrátt fyrir nokkur grá hár, sem bara hefur gert hann svolitið viröulegri. Og friskleikanum heldur hann meö þvi að fara i laugarnar svo til á hverjum degi, að þvi þeir segja þarna fyrir sunnan. Ragnar hef- ur heldur aldrei veriö harður „kommi”, og alls enginn harð- linumaður, hvorki innan flokks- ins né utan. Þessvegna tókst um hann eining i formannssæti Alþýðubandalagsins, þrátt fyrir að þar væru þá innanborðs, I Alþýðubandalaginu og i fullu fjöri, menn eins og Magnús Kjartansson og Lúövik Jóseps- son. í formannsraunum bandalagsins á siðasta lands- fundi, var svo reyndar gripið til þess ráðs að kjósa Lúövik i for- mannssætið, og fer ekki hjá þvi að margur hefur nagað sig i handarbökin fyrir það siðan og þá einkum nú siðustu vikur, þegar menn hafa gert sér ljóst hvert óhagræði er að þvi að hafa flokksformanninn sitjandi úti i Þórshamri, og vera utan þing- flokksins. A miðstjórnarfundi Alþýðubandalagsins um siöustu helgi var mikið hvislast á um nýjan formann i flokknum og hver ætti nú að veita stjórnar- myndun forystu. Eins og Hákarl skýrði frá um siðustu helgi þá voru stjórnarmyndunaráþreif- ingatilraunir Geirs Hallgrims- sonar þá i andaslitrunum og fór eins og spáð hafði verið að hann skilaði af sér um eða strax eftir helgina. Andstæðingar Svavars i þetta hlutverk komu að sjálfsögðu strax auga á það, að ef honum væri falið að leiða stjórnar- myndunartilraunir flokksins væri hann eiginlega sjálfkjörinn formaður hans i haust, þegar nýr formaður verður kosinn. Sumir menn i Alþýðubandalag- inu vilja gjarnan mikla umræðu um nýjan formann, en ekki að þeim sé afhentur hann á gull- diski eins og raunin varð á þegar Steingrimur Hermanns- son varð baráttulaust formaður Framsóknarflokksins i fyrra, og varaformaðurinn hvarf siðan til Kaupmannahafnar. Frumraun krónprinsins Þessi frumraun krónprinsins, þvi krónprins hefur hann ekki veriö fyrr en nú, á eftir að mis- takast. Staðan i stjórnarmynd- unartilraununum er vonlaus fyrr en allir flokkárnir eru búnir að reyna þá fyrst verður hægt aö fara aö takast á við þau vandamál af þeim sem hafa kjark, þrautseigju og þor til þess. Ef Svavar fer ekki út i samninga við Sjálfstæðisflokk- inn, semværi óviturlegt, i fyrstu umferð, þá taka þessar við- ræöur fljótt af, enda hefur Svavar lýst þvi yfir að hann ætli að ganga rösklega til verks. Meö þvi á hann viö að hann ætli að afhenda flokknum ekki aðeins stjórnarmyndunar- flokknum efnahagstillögur Alþýöubandalagsins og svo eiga þeir bara að segja já eða nei viö þeim. Kannski ekki alveg viö þeim sem beinagrind I stjórnar sáttmála, en sem umræðu- grundvelli. Gengislækkun „Halda menn” svo notuö séu tvöaf uppáhaldsoröum Lúðviks, að hægt sé að koma i veg fyrir gengislækkun nú við ákvörðun fiskverðs eins og gert er ráð fyrir i tillögum Alþýöubanda- lagsins. Það er af og frá. Þetta er hin eilifa Lúðviska. Þaö er eins og tillöguhöfundur hafi ekki gert sér grein fyrir afleiðingum þess ef oliugjaldið verður fellt niður. Almenningur i landinu skilur kannski ekki svona reiknings- kúnstir, og kannski er hægt að ljúga þvi upp i opið geðið á þjóð- inni i kastljósi á föstudagskvöldi að hægt sé að koma i veg fyrir allt að 20 prósent gengisfellingu með þvi að fella niður 9 prósent oliugjald. Þetta hefur að visu verið gert, en nú er bara hætta á að þjóðin sé hætt að láta ljúga i sig i kastljósi á föstudagskvöldi og fari á Þorrablót i staðinn, en þau fara nú eins og eldur i sinu um landið eftir rúma viku. hákarl Eitt fyndnasta atriöið i efna- hagstillögum þeirra Alþýðu- bandalagsmanna er nú klausan um 5-10% lækkun þjónustu- gjalda ýmissa þjónustustofn- ana, og siðan á aö leggja veltu- skatt á þessar stofnanir og fyrirtæki i ofanálag. Það er likast þvi sem vasatölvurnar hjá þeim á miöstjórnarfundin- um hafi verið rafmagnslausar, þegar efnahagsnefndin hefur reiknað þessi dæmi. Þessi nefnd starfaði undir forystu Svavars Gestssonar, en ekki Ragnars Arnalds, takið eftir þvi. Já það á sem sagt að lækka þjónustu- gjöld ýmissa þjónustustofna, bæði opinberra og einstaklinga. Þessar sömu stofnanir eiga nú, eða eru að senda inn verð- hækkunarbeiðnir upp á 20 til 30 prósent, vegna þess hve allt var skoriö niður hjá þeim fyrir jól hjá stórn litla krataflokksins Hvað skyldu annars fulltruar Alþýðubandalagsins i borgar- stjórn Reykjavikur segja i alvöru um þessar lækkunar- tillögur. Hvernig skyldi þetta nú koma viö Rafmagnsveituna, Hitaveituna og allar þessar stofnanir, að maður tali nú ekki um Strætó, sem Alþýðubanda- lagið er alltaf að reyna að eigna sér Nei um þessar tillögur ná vinstri flokkarnir aldrei sam- komulagi, hvernig svo sem Svavar reynir. En það verður samt gaman aö fylgjast með hvernig verkstjórnin við þessar viðræður ferst krónprinsinum úr hendi. Förumaðurinn Það varannars góð mynd sem birtist af aðal „farandverka- manni” landsins um siðustu helgi. Hann hefur nú hingaötil ekki búið við nein farandverka- fólkskjör, og það var ekki annað að sjá en hann væri mættur þarna á fundinum hjá farand- verkafólkinu i stjórnarmynd- unarfötunum. ólafur Ragnar var nefnilega lika tilbúinn til þess að taka hlutverkið að sér, en sá sig um hönd og „allieraði” með Svavari Gestssyni. Eftir að 'krónprinsinn kom til sögunnar er enn erfiðara en áður að átta sig á valdaskiptingunni innan Alþýðubandalagsins. Uppsetn- ingin er eitthvað á þessa leið: Krónprins: Svavar Gestsson Formaður: Lúðvik Jósepsson Formaöur framkvæmda- stjórnar: ólafur Ragnar Grimsson Formaður miðstjórnar: Kjartan Ólafsson Formaður þingflokks: Ragnar Arnalds Verður það svo Sighvat- ur? Mogginn hefur eitthvað veriö aö bera það upp á Tómas Arna- son og Sighvat Björgvinsson að þeir hafi verið að ræða um stjórnarmyndun Framsóknar og Krata. Þeir hafa báðir þver- tekiö fyrir þetta. En nú er það bara spurningin hvort Hvati krefst þess ekki fyrir hönd Alþýðuflokksins að reyna stjórnarmyndun, þegar Svavar skilar umboðinu. Benedikt get- ur bara farið á einhverja erlenda ráðstefnu, eins og þegar ungkratarnirkröfðust kosninga. Kannski rætist þá frétt Mogga um Sighvat og Tómas. Hákarl

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.