Helgarpósturinn - 18.01.1980, Page 23
23
halrjarpri^tl irinn Föstudagur 18. janúar 1980
Nú stendur yfir siðasta lota i
umfangsmesta sakamáli sem
komiö hefur upp á Islandi — á
seinni áratugum aö minnstakosti.
Hæstiréttur hefur til meöferöar
hin svonefndu Guömundar- og
Geirfinnsmál og þarf aö fara i
gegnum þúsundir siöna af máls-
skjölum frá undirrétti. Og i undir-
rétti var þetta mál einmitt sögu-
legt aö þvi leyti aö hann dæmdi i
fyrsta sinn eftir aö dauöarefsing
var numin úr gildi, árið 1928, sak-
borningi ævilangtfangetsi. Slikan
dóm hlutu tveir hinna ákærðu i
þessum málum. Samkvæmt þeim
upplýsingum sem viö höfum aflaö
okkur þýðir þaö ekkert annað en
ævilangt fangelsi, sem ekkert
getur leyst menn undan annaö en
dauöinn. Um möguleika á náðun
er ekkert hægt aö segja þar sem
ekkert fordæmi er til á íslandi
fyrir slikum dómum.
Þessi mál eru ekki bara um-
frrá réttarhölddunum i Guðmundar og Geirfinnsmálum I Hæstarétti I
gær.
HVAÐ GERIR HÆSTIRÉTTUR?
fangsmikil, þaueruaöýmsu leyti
sérkennileg og ólik öörum glæpa-
málum sem hafa komið upp á siö-
ustu áratugum. Bæði málin byrj-
uðu með mannshvarfi, árið 1974,
annað átti sér stað i janúar, hitt i
nóv. Siöan voru þau óleyst þar til
i desember 1975. Við yfirheyrslu á
fjársvikamáli veitti annar sak-
borninga i þvi máli, Erla Bolla-
dóttir, upplýsingar um Guð-
mundarmáliö, sem leiddi til þess
að nokkrir menn voru handteknir.
Seinna gaf Erla upplýsingar sem
bentu til þess, aö einn þeirra væri
lika viðriöinn Geirfinnsmáliö. Þá
rak hver atburðurinn annan.
Sakborningar geröu ýmist aö játa
á sig þessa tvo verknaöi eöa
draga játningar sínar til baka.
Sjálf flæktist Erla meir og meir i
málið og játaði að hafa sjálf orðið
Geirfinni Einarssyni að bana með
riffli, i dráttarbraut suður i
Keflavik, Þ'á játningu dró hún
reyndar litlu siðar til baka.
Fjölmiðlar fylgdust náiö meö
framvindu rannsóknar málsins,
sem er ekki að undra, þegar þess
ergætt aö það tók sifellt á sig nýj-
ar myndir. Fljótlega var málið
oröið svo flókið, að erfitt var að
henda reiður á þvi. En „almanna-
rómur” bætti nokkuð þar um og
kviksögur um það, sem „raun-
verulega gerðist” fengu byr undir
báða vængi. En niðurstaða alls
almennings held ég hafi verið sú,
aö skýringar rannsóknaraðila á
atburðarásinni væru allt aðrar en
þær sem sakborningar ýmist
staðhæfðu eða neituðu. Málið var
of laust i reipunum og of margir
endar þess lausir til þess að menn
legðu trúnað á þá skýringu, sem
varð niðurstaðan á yfirheyrslum
yfir sakborningunum.Menn settu
það ekki sist fyrir sig að hvorugt
likið hafði fundist þrátt fyrir
itrekaða leit, samkvæmt ábend-
ingum sakborninganna.
Þá kom að þvi að hinni islensku
réttvisi barst sú hjálp sem um
munaði. Þýskur rannsóknarlög-
reglumaður á eftirlaunum, Karl
Schutz, var fenginn til landsins og
leiddi rannsóknina eftir það. Eftir
að hafa unnið i málinu nokkurn
tima virtist hann hafa „fest alla
enda” og fékk fram játningar
sakborninganna. En hann fann
ekki likin frekar en islensku
starfsbræður hans. Málið var sið-
an tekið til dóms i Sakadómi
Reykjavikur, en áður en dómur-
inn féll höfðu allir sakborningar
nema tveir dregið játningar sinar
til baka. Annar þeirra var Erla
Bolladóttir.
Viðbrögð fólks við þessum
endalyktum voru misjöfn. En
mörgum varð það á að fá á til-
finninguna, að málið væri jafn
óleyst og áður. En það gekk sinn
gang, og tveir dómanna hljóðuðu
upp á ævilangt fangelsi eins og
fyrr segir. Aðrir dómar voru væg-
ari og Erla hlaut þriggja ára
fangelsi. Málinu var siöan áfrýj-
að til Hæstaréttar, þar sem mál-
flutningur er nú hafinn. En þá
gerðist aftur óvæntur atburður.
Erla Bolladóttir dró til baka fyrri
játningar um aðild, að Geirfinns-
málinu, en stóð áfram við þaö
sem hún hafði sagt um Guð-
mundarmálið.
Og þessa dagana, þegar sak-
sóknari rikisins er að flytja hina
löngu sóknarræðu sina, spyr fólk:
Hvaða stefnu tekur málið nú? Er
framburður Erlu Bolladóttur ekki
orðinn mikilvægari en svo i hinu
26 binda „verki” Sakadóms um
málið, að það breytir engu um
niðurstöðu Geirfinnsmálsins, þótt
hún dragi hann til baka? Eða er
ekki ástæða til að taka þessi nýju
viðhorf hennar til greina? Sam-
kvæmt okkar bestu lögfræöilegu
heimildum er það einmitt þetta,
sem dómarar Hæstaréttar þurfa
að vega og meta á næstunni. Það
er siðan þeirra að ákveöa hvað af
orðum hinnar ákærðu skuli tekið
til greina.
Þetta er vandasamt mat, og þvi
fylgir mikil ábyrgð, en
„Sönnunarbyrði um sekt söku-
nauts og atvik sem telja má hon-
um til óhags, hvilir á ákæruvald-
inu...” segir i lögum um meðferð
opinberra mála. Sá möguleiki
sem er fyrir hendi, til að full-
nægja öllu réttlæti er aö visa máli
Erlu Bolladóttur til Sakadóms
aftur, til frekari rannsóknar.
Málinu i heild, þ.e. Geirfinnsmál-
inu, verður hinsvegar ekki visað
til baka til undirréttar. Til þess að
það megi gerast þurfa að vera
formgallar á þvi frá hendi dóms-
ins, en slikt hefur að minnstakosti
ekki komið fram ennþá. Með
formgalla er átt við, að málið hafi
ekki gengið fyrir sig eins og
skyldi, t.d. að ekki hafi verið rétt
að kröfum staðið.
Fyrir þvi að visa einstökum at-
riðum máls, sem er komið fyrir
Hæstarétt til frekari rannsóknar,
eru mörg fordæmi. Eitt hæsta-
réttarmál sem varðar meinta
öivun við akstur, hefur nú frestast
i næstum heilt ár, vegna öflunar
nýrra gagna. Þegar málið var
komið fyrir rétt þótti sýnt að afla
þurfti ákveðinna gagna, sem
vörðuðu töku á blóðsýnum, og
gáfu dómararnir nákvæm fyrir-
mæli um hvaða gagna skyidi afl-
að.
önnur leið, sem fara má i máli
Erlu Bolladóttur er að taka sið-
asta framburð hennar trúanlegan
og sýkna hana. Hinn lögfræðilegi
heimildarmaður okkar sagði
reyndar, aö sú leið væri ekki úti-
lokuð, þegar þess væri gætt, aö
fyrri framburðir sakbornings,
hafi verið mjög á reiki. Þó benti
hann á, að fyrri framburöur Erlu
hafi verið talinn það trúlegur, að
héraðsdómur hafi talið þær upp-
lýsingar sem þar komu fram hafa
verið réttar. Hann taldi þvi, að sé
litið almennt á málið hafi það litla
þýðingu að hún skyldi draga játn-
ingu sina til baka núna.
Komist Hæstiréttur samt að
þeirri niðurstöðu, að taka beri
fráhvarf Erlu frá játningunni til
greina vaknar sú spurning, hvort
hún kunni þá aö verða dæmd fyrir
ljúgvitni. 1 hegningarlögunum
eru viðurlög við sliku þriggja
mánaða til fjögurra ára fangelsi,
en allt að átta ára fengelsi sé ljúg-
vitnið staðfest með eiöi. Sakborn-
ingur verður aldrei dæmdur fyrir
að gefa rangar upplýsingar við
yfirheyrslu, samkvæmt þessari
grein hegningarlaganna. Erla
Bolladóttir hefur þvi ekki tekið þá
áhættu að fá dóm sinn þyngdan
fyrir Hæstarétti fyrir að bera
ljúgvitni, eftir þvi sem við kom-
umst næst.
Það breytir lika heldur litlu i
Geirfinnsmálinu i heild, þótt leik-
manni virðist sem málatilbúnað-
ur þess hafi hrunið að mestu til
grunna rétt einu sinni. Eftir
stendur reyndar játning eins sak-
bornings og vitnisburður nokk-
urra lykilvitna. Lik fyrirfinnst
hinsvegar enn ekkert. Ef við leit-
um aftur i lögfræðilegan
heimildarmann okkar kemur i
ljós, að það skiptir ekki höfuð-
máli, „Ef lik finnst ekki verður aö
bæta það upp með öörum sönnun-
um" sagði hann. Og það er erfitt
að staðihæfa að rannsóknar-
mönnum og dómurum undirrétt-
ar hafi skjöplast það alvarlega i
umfjöllun málsins, að þær sann-
anir sem nú liggja fyrir séu ekki
nægilega haldbærar.
Samt verður okkur að leyfast
að lita með gagnrýni á máliö,
ekki sist þegar framvinda þess i
gegnum árin er höfð i huga.
Stjórnmálaferill Indiru Gandhi
er eitt af undrum Indlands. úr
pólitiskum ósigri og persónulegri
niðurlægingu hefur hún risið og
sigrað i' nýafstöðnum þingkosn-
ingum með glæsibrag. Hún tekur
nú á ný við stjórnartaumum i
Nýju Delhi viö aðstæður sem
veita stefnu og afstööu Indlands-
stjórnar i alþjóöamálum meiri
áhrif og þýöingu en fyrr.
Fyrst og fremst sýna þó úrslit
þingkosninganna á Indlandi styrk
og starfhæfni lýðræðis i öðru fjöl-
mennasta riki heims. Þjóð sem
telur 547 milljónir manna hefur
reist við á ný i almennum kosn-
ingum stjórnandann sem hún
felldi áöur. Má ætla aö bæði
Indverjar og Indira Gandhi hafi
nokkuð lært af sviptingum siöustu
ára.
Kynslóðaskilin i indverskum
stjórnmálum hafa mætt af feikna
þunga á þessari einu konu. Það
hefur komið i' hennar hlut að yfir-
buga hvern hópinn eftir annan af
öldungum indverskrar sjálf-
stæðisbaráttu, sem sátu fastir i
fortiöinni og reyndu að setja fast-
heldni viö hindúasið eöa
ogutanri'kismálum hljóta aövega
upp óvinsældir alræðistimabils-
ins. En indverskir kjósendur
reyndust á öðru máli. Þeir felldu
Þjóðþingsflokkinn frá völdum i
fyrsta skipti frá þvi Indland hlaut
sjálfstæði oglndirasjálf datt út af
þingi. Til valda komst Janata-
flokkurinn, sambræðingur gömlu
Þjóðþingsflokksforingjanna,
sem Indira hafði ýtt til hliðar,og
herskárrahindúa.
Nýju valdhafarnir voru
staðráðniri aö láta Indiru gjalda
ofrikisins á alræðistimabilinu.
Þegar hún komst aftur á þing i
aukakosningum, var hún
umsvifalaust svipt þingsætinu og
færð i fangelsi um skeið.
Sérstakir dómstólar voru settir á
stofn til að dæma 1 málum sem
búin voru á hendur henni og
Sanjay syni hennar fyrir fram-
feröi þeirra á alræðistimabilinu.
En Indira lét ekki bugast.
Asamt tryggðustu fylgismönnum
slnum tók hún sérfyrir hendur aö
koma á laggirnar nýjum Þjóð-
þingsflokki. I þvi varð henni svo
vel ágengt, að þegar Janata-
flokkurinn liðaöist sundur og ekki
STÁLFRÚIN SPRETTUR UPP
kenningar Mahatma Gandhi i
stað stjórnmálastefnu.
öldungaliðiö fékk sitt siöasta
tækifæri, þegar Indira Gandhi
fyrirgeröi trausti þjóðarinnar á
tuttugu mánaða alræðistlmabili.
Ritskoðun, fangelsanir stjórnar-
andstæöinga, og sér i lagi vald-
boðnar vananir sem þáttur I
baráttu gegn fólksfjölgun, komu
forsætisráðherranum og fylgis-
mönnum hennar I koll I kosn-
ingunum 1977. Þá rauf Indira þing
mjög sigurviss og taldi árangur
stjórnar sinnar I efnahagsmálum
varðundan vikistaöefna til nýrra
kosninga, var Þjóðþingsflokkur
I svo vel viðbúinn aö hann
náöi strax forustu 1 kosninga-
baráttunni og hélt henni fram á
kjördag meö þeim árangri, aö
flokkurinnhefurriflega tvo þriöju
þingsæta og þar meö liöstyrk til
að breyta stjórnarskránni.
Indirá Gandhi átti meginþátt i
þessum fræga sigri. Húnferöaöist
um Indland þvert og endilangt og
hélt allt að 20 kosningafundi á dag
I borgum og þorpum. 1 málflutn-
ingi baðst hún afsökunar á þvi
sem meö rangindum hefði verið
gert í sinu nafni á alræöistlma-
bilihu, en lagði megináherslu á
þörfina fyrir styrka stjórn á
Indlandi til að ráða viö vaxandi
verðbólgu, kveða niöur upplausn
oglögleysuriþjóðllfinu oghefjaá
ný sókn til eflingar tæknivæddra
atvinnuvega.
Meginmunur á stefnu Indiru og
gömlu stjórnmálaforingjanna
sem hún hefur att kappi við frá
upphafi stjórnmálaferils sins er
sá, að hún leggur megináherslu á
aðleysa vandamál Indverja, sem
yfirsýn
eru gifurleg, meö aðferðum tækni
og visinda, þar sem þeir halda
aftur á móti dauðahaldi I kenn-
ingar Mahatma Gandhium aftur-
hvarf til fyrri þjóðlífshátta, aö
menn spinni þráðinn I fatnaö sinn
á eigin rokk og vefi voðina í eigin
vefstól. Dæmigerður fulltrúi
þessahóps var Desai, sem tók við
forsætisráöherraembættinu af
Indiru. Helsta kappsmál hans var
að koma á áfengisbanni um allt
Indland, og þegar hann geröi hlé
á bindindisboöskap var það
einkum til að hvetja landa slna tU
að taka upp það húsráö sitt aö
drekka morgunpissuna á f astandi
maga sér tU heilsubótar.
Nú hefur indverska þjó.ðin
kveðiö upp endanlegan úrskurð
um aö hún kýs Indiru og stefnu
hennar um rlkisvald óháö kenni-
setningum strangtrúarhópa
hindúa fram yfir öldungana sem
sátu forðum viö rokkinn ásamt
Mahatma Gandhi (rétt erað taka
fram að Indira er ekkert I ætt viö
hann). I endurteknum klofningi
Þjóöþingsflokksins hefur skilist
frá honum alitgamla forustuliðið.
Þegar Indira myndaöistjórn eftir
nýafstaöinn kosningasigur, valdi
hún i' ráðherraembætti nær
einvöröungu nýja menn og lltt
þekkta. Athygli vakti, að hún
gekk rækUega framhjá öllum
þeim sem gátu sér illt orð fyrir
valdnlðslu á alræöistlmabilinu.
Indira segir sjálf, aö bæöi hún
og aðrir ættu að hafa lært nóg af
þvl sem liöiö er til að giröa fyrir
að aftur komi upp ástand eins og
þaö sem leiddi til að hún tók sér
alræöisvald. Mestu máli skiptir I
þvl sambandi, hve indverskir
kjósendur hafa reynst ákveönir I
dómum slnum. Þeir felldu Indiru,
þegar hún brást trausti þeirra, en
þegar þeir sem viö tóku reyndust
Eftir
Magnús
Torfa
Ólafsson
ófærir um að stjórna, sneru kjós-
endur sér ti) hennar á ný, þótt
ekki væru liðin nema rúm tvö ár
frá þvl að þeir lýstu á hana
vantrausti. Og allar hafa þessar
sviptingar átt sér stað án þess að
komið hafi til tbðsúthellinga.
Kosningarsigur Indiru kemur á
þeirri stundu, þegar miklu skiptir
hversu mikil festa rikir I
stjórnarfari á Indlandsskaga.
Innrás Sovétrikjanna I
Afghanistan átti sér stað rétt
fyrir indversku kosningarnar. Nú
hefur Indira,sem á sfnum tima
leitaði stuönings hjá
Sovétrikjunum, þegar Banda-
ríkin hölluðu sér aö Pakistan, lýst
þvi yfir aö afsökun geti engin
fundist á herferö sovéthersins, og
hún hefur meira að segja gefiö I
skyn, aö til þess geti siöar komið
að Indland og Pakistan taki upp
hernaöarsam vinnu gegn
sameiginlegum háska, þtítt nú sé
það ekki timabært. Það sem
Indver jar setja sérstaklega fyrir
sig, er bandalag Fakistans og
Kina, sem þeir telja fyrst og
fremst beint gegn sér.
Carrington lávaröur, utan-
rlkisráöherra Bretlands, er fyrsti
málsmetandi stjórnmálamaður
erlendis frá sem sækir Indiru
Gandhi heim eftir aö hún endur-
heiimti völdin. Taliö er aö breska
stjórnin hafi það langtíma-
markmið i Suður-Asiu, að koma á
samsteypu fyrrverandi nýlendna
sinna og verndarrlkja, Indlands,
Pakistans, Sri Lanka,
Bangladesh og Nepal , I þvl skyni
að Sovétrlkin geti siöur <teygt
klærnar suður og austur á bóginn
frá nýju stöðvunum I
Afghanistan.