Helgarpósturinn - 18.01.1980, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 18.01.1980, Blaðsíða 24
__fie/garpósturinrL. Föstudagur 18. janúar 1980 ® Kvikmyndahúsin á höfuð- oorgarsvæöinu auglýsa sem kunnugt er sýningar sinar dag- lega, flest þeirra i öllum blöö- unum. Þau hafa komist aö sér- stöku afsláttarsamkomulagi viö öll dagblööin nema Morgunblaöið, sem krefst hærra verðs fyrir bióauglýsingar en hin blöðin. Nú hefur heyrst aö kvik- myndahúsin hyggist bindast samtökum um að þrýsta á Morgunblaöiö til að fá hagstæöari taxta, jafnvel meö þvi aö hætta aö auglýsa iblaöinu... ® Islenskt popptónlistarfólk á vegum Hljómplötuútgáfunnar varö býsna svekkt yfir undir- tektum stjórnvalda við ósk um opinberan fjárstuðning viö ferö þess héöan á mikla popp- kaupstefnu, sem MIDEM nefnist og haldin er um þessar mundir i Cannes iFrakklandi. Einhverjum fjármunum tókst þó að skrapa saman til fararinnar og liöiö lagöi i hann i vikunni. Aftur á móti hefur fariöminna fyrir feröahug- leiöingum eins af keppinautum Hljómplötuútgáfunnar i fjölmiölum. Þeir munu semsagt hittast i Cannes Jón óiafsson i Hljómplötuútgáfunni og Steinar Berg.hjá Steinum hf. sem þar mætir ásamt Jónatan Garðars- syni, starfsmanni sinum, og Gunnari Þóröarsyni, tónlistar- manni, en þeir munu leggja áherslu á að kynna metsölu- plötuna Ljúfa lif á alþjóöa- markaöi og hafa verið settir enskir textar viö lögin i þeim tilgangi... # Popparar telja víðar sinn hlut fyrirborð borinn. Þannig mun nú i bigerð aö umsjónarfólk popp- þátta i hljóövarpi taki sig saman um aö mótmæla lágri greiðslu fyrir þáttagerö sína. Poppfólkiö fær um 16.000 krónur fyrir hvern þátt, en bendir á t.d. að Svavar Gests fái um 46.000 krónur fyrir laugardagsþátt sinn, sem sé tiu minútum styttri. Þótt aö visu sé ljóst aö Svavar leggi meiri vinnui sina þætti en poppfólkiö, viröist einatt gera, þá er greiöslan sem þaö fær varla mikill hvati til vandaöra vinnubragöa... # Það þykir alltaf talsverö upp- hefö i þvi aö vera 1. þingmaöur hvers kjördæmis. Þeir eru á þingi sjálfkjörnir forystumenn viðkom- andi kjördæmis oghafa öllu jöfnu forystu um mikilvægustu mál viökomandi landsvæöis. Forsetar þingdeilda kynna t.a.m. aldrei þingmenn meö nöfnum, þegar þeir kynna næsta ræöu- mann, heldur aö næst tali 1. þing- maöur Reykjavikur,4. þingmaöur Reyknesinga o.s.frv. Fyrir skömmu geröist þaö á Alþingi.aö Páll Pétursson 1. þingmaöur Norðurlandskjördæmis vestra haföi látiö skrá sig á mælenda- skrá. Þegar aö honumkomsiöaná mælendaskrá sagöi forseti, Jón Heigason, aö næst tæki til máls 1. þingmaöur Noröurlands vestra. Enginn i þingsalnum sýndi neina hreyfingu i átt til ræöu- púltsins og viökomandi fyrsti þingmaður — Páll Pétursson — sat sem fastast i sæti sinu út i sal. Forseti áréttaöi þaö, aö 1. þing- maöur Noröurlandskjördæmis vestra tæki til máls. Ekki breyttist Páll neitt viö þessa ítrekun, en aörir þingmenn voru / FULLT HÚS MATAR Svínakjöt á tilboðsverði x/2 skrokkar 1.790 kr. kg. útbeinað, pakkað og merkt DSciJCö)! DDsS Laugalssk 2. REYKJAVIK, Simi 3 5Ó2o æm í upphafi nýs áratugs orkukreppu DAIHATSU CHARADE t>pir mi/nu fáir eftir sem gæln enn við þá von í fcrjösft aö.áflUr korni l/rnnr óclýrs eldsnoyUt. A íslandi hoekkoöi beriiínlítrinn á ?l ári.úr 101 kr. f 370 og ekki mun fjarri Ingi míöaö viö nkjandi verðbólgu svo ekki r>é anUflö tekiÖ meö í reiknmgirtn. aö í lok (.tossa árs veröi Iirtun kommn í 550—600 kr ..' DAIHATSU CHARADE ef svanó viö þcsSum vanda Bifreió 9. árdfugslnS er til solu í dag Margfaldur 'íigur í sp.iraksturskeppnum hérlemlis og á alþjóöavettvancji staöfostir mikilvmgi CHARADE í barátlunni gegn orkukreppurmi. DAIHATSU CHARADE er 5 mftrina Ifamhjóladrlfinrv meö 52 ha þriggja strokka fjórgengisvéb vegur t'>60 kg og vmnm léttiloga flost þau verk. sem miklu stærri bifreiöar gera Ótrúlega atlmlkill. rúmgóöur, lipur og sparneylinln áfm aó be&t t*r aö spyrja n.'ostá rnrtnn. sem á CHARADE til aö-flönnfœrast. x:' ‘V, f 'i héÉiá m ARMULA 23, 8IMI 85Í70 farnir aö gjóa til hans augum, uns sessunautur Páls hnippir i hann og segir: „Páll, það er beöiö eftir þér.’’ Já auövitað er ég orðinn 1. þirigínaður”. Þess má geta til skýringa aö goðinn sjálfur — Ólafur Jóhannesson — hefur ávallt veriö hingaö til i þessari viröingarstööu en Páll Pétursson staðiö aftar í rööinni. Svona fer þegar viröing manna stígur hraöar en þeir sjálfir átta sig • Eins og kunnugt er af fréttum er Lárus Jónsson alþingismaður nú í frii, sem stjórnarformaöur Sölustofnunar lagmetis, en það fyrirtæki viröist nú vera aö liöast i sundur. Helgarpósturinn hefur hlerað, aö þaö hafi ekki veriö Lárus sjálfur sem hafi viljaö i fri, heldur hafi iönaðarráðuneytiö lagt fast aö honum aö hætta i stjórninni. Þaö vildi Lárus ekki og þaö varö þvi málamiölun aö Lárus tók sér ótímabundið leyfi frá formannsstarfinu... # Aöilar vinnumarkaöarins hafa undanfariö haldiö aö sér höndum, enda þótt kaupkröfur séu fram komnar, i von um aö fljótlega sæi fyrir endann á þeirri stjórnarkreppu sem rikir I land- inu um þessar mundir. Hins vegar mun mörgumvera farinaö leiöast biöin og forystumenn verkalýöshreyfingarinnar telja aö ekki veröi unnt aö láta samningsmálin dankast lengur en fram I miöjan næsta mánuö. Þá veröi ASI og Vinnuveitenda- sambandiö aö hef ja hrinuna hvort sem starfhæf rikisstjórn veröur þá sest aö völdum eöa ekki. Hins vegar segja menn eitthvaö lengra i þaö aö tekiö veröi til viö samn- inga viö ópinbera starfsmenn... # Þaö er töluverður samdráttur i blaöaheiminum og kenna fróöir menn þar um stórfelldum tilflutn- ingi á auglýsingum, til rikisfjöl- miðla aöallega. Morgunblaöiö mun þö hafa haldiö sinum hlut og vel þaö. Þjóöviljinn er eitt þeirra blaöa sem þarf að mæta þessum fjárhagsvanda en býr svo vel aö hafa sérstakan rekstrarstjóra, Olfar Þormóösson, sem iiefur þegar gert ýmsar tillögur um niöurskurð innan blaösins i þessu skyni. Þess vegna vakti þaö tölu- veröa athygli þegar fréttist að tJlfar væri aö láta af störfum. Starfsbróöir Úlfars á öðru blaði spuröi hann þvi hvernig á þessu stæöi. ,,Ja, þaö vill þannig til aö ég er sennilega eini rekstrar- stjórinn sem um getur, sem tekur starf sitt nægilega alvarlega tilaö leggja til aö starf sitt veröi lagt niöur. Hef þess vegna sagl sjálfum mér upp störfum frá og með 1. júni næstkomandi.” svaraöi Úlfar aö bragði... # Og af þvi aö við erum að tala um úlfar Þormóðsson þá geröi pólitikin honum þann grikk að væntanleg metsölubók hans um Frimúrararegluna á Isiandi og valdauppbyggingu hennar varð af jólabókaflóöinu. úlfar var nefnilega ekki tilbúinn meö hana, þegar kratar slitu stjórninni og Úlfar varð aö gerast kosninga- stjóri Alþýöubandalagsins i Reykjavik. En nú hyggst hann taka til viö skriftir á nýjan leik, segist eiga um sex vikna starf fyrir höndum til aö raöa gögnum saman. Úlfar segist ekki óttast aö hann veröi i vandræöum meö aö finna útgefanda aö bókinni... # Póstur og simi hefur sérpantaö frá sænska framleiö- andanum L.M.Erikson, sem framleiöir allan simaútbúnaö á Islandi, útbúnaö sem settur veröur upp til aö telja skrefa- fjölda simtala I þéttbýlinu viö Faxaflóa. Búnaöur þessi kostar um 40 milljónir kr. aö viöbættum kostnaöi viö uppsetningu, og aö sögn Jóns Skúlasonar, Póst- og simamálastjóra, er þaö hugsun stjórnvalda að auka meö þessu jafnræöið I simamálum landsins. Jón sagöi lika talsvert vera um aö bankar og skyldar stofnarir notuöu simalinur fyrir tölvur sinar, og þá stööugt, jafnvel árum saman, og þessi nýi búnaöur auöveldaöi meöferö slikra tilfella. Jón sagöi óákveöiö hversu löng skrefin yrðu, en tók fram aö þau yröu helmingi ódýrari á kvöldin, eins og lang- linusamtöl eru núna...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.