Helgarpósturinn - 28.03.1980, Blaðsíða 1

Helgarpósturinn - 28.03.1980, Blaðsíða 1
blað 2 ___hefgarpásturinn______________ Föstudagur 28. mars 1980 Snævi þakið Álftanesið hvilir i tiginni einsemd daginn sem við Friðþjófur heim- sækjum forsetann. Hvita mjöilina á þaki Bessastaðastofu ber við bláan himin, en úti er ekkert kvikt utan ráðsmaður stað- arins og heimilishundur. Ung stúlka hleypir okkur inn i bjarta viðhafnarstofu, þar sem skær síðvetrar- sólin leikur sér á gylltum stólbrikum og myndarömmum. Forsetinn birtist von bráðar, elskulegur og blátt áfram. Eftir að við höfum aðeins litið inn f biómaskáia og bókhlöðu veröur það ofan á að samtal okkar skuli fara fram i einu horni viöhafnarstofunnar þar sem eru sófar og kaffiborö I kóngastil. ,,Við erum hér aldrei hversdagslega”, segir Kristján. Hann sýnir mér aöeins upp I einkaibúð þeirra á loftinu fyrir ofan eftir að hafa gert frú sinni viðvart með þvi aö kalla „Dóra, Dóra!”. Þar rikir alit annað andrúmsloft. i andstæðu við léttan hefð- arstilinn niðri er hér þyngri og jarðbundn- ari svipur, og málverkin dimm og mögn- uð — Jóhannes Geir, Kjarval og Kristján Daviðsson o.fi. Frú Halldóra. hlær stillilega við gestun- um. Þegar hún heyrir að ég sé'send út ai örkinni til að kryfja sálina i eiginmanni hennar þá segir hún: ,,Þú getur þá kannske sagt mér heilmikið um hann sem ég veit ekki.” En úr þvi varð litið, þvf eftir þessa dag- stund með forsetanum var mér oröið ljóst að sá maður sem i tólf ár er sameiningar- tákn þjóðar sinnar ber ekki innstu hug- renningar sinar á torg. Hin æðsta veg- semd krefst mikils sjálfsaga og háembætt- ismaðurinn verðuroft aö sveigja persónu- legar tilfinningar og duttlunga til sam- ræmis við kröfur starfsins. Hann getur heldur ekki i viötali iátið móðan mása um menn og málefni — allt sem hann segir verður að vera óaðfinnanlegt. Kristján Eldjárn hefur verið mjög far- sæll maöur á lifsleiöinni. Varla haföi hann lokið stúdentsprófi, þegar stjórnvöld minntust þess, að landið skorti fornleifa- fræðinga og buöu hinum unga manni sæmilegan styrk til slíks náms. Hvarf hann þá frá fyrri ætlun sinni að gerast enskukennari. Seinna varð hann þjóð- minjavörður I rétt tuttugu ár, eða þangað til hann sveif inn i forsetaembættið á yfir- burðafylgi. Hann giftist fremur seint, um þritugt, en hjónabandiö lukkaðist vel. („Við erum bæði svo venjulegar mann- eskur” segir hann) og börnin fjögur eru öll virk og skapandi:Þórarinn hefur vakið athygli meðal yngri ljóðskáldanna, Ólöf stjórnar bóksölu stúdenta af myndarskap og þýðir sjálf bækur, Sigrún er teiknari og grafíker, en sá yngsti Ingólfur, finnur sér sjálfsagt eitthvað til. Það er heldur ekki hægt aö segja að Kristján sé veðurbarinn og úfinn eins og ýmsir sem lent hafa á krókóttari stigum — hann er glaðlegur og viröist#liða prýði- lega, og gjarna óska öðrum þess sama, Trúir hann á forsjónina? „Ég get svo sem ekki neitað þvl að mér hefur oft dottið i hug að eitthvert gott afl héldi verndarhendi yfir mér — og ég held að það sé hollt fyrir hvern mann að hugsa sér slikt,” svarar hann. I raun og veru treystir hann sér þó ekki til að skýra orsakasamhengi ævi sinnar. Hann heldur þvi til dæmis fram, að það sé mestan part tilviljun hvernig konur og karlar veljist saman, hver felli ástarhug til hvers. „Fólk vafsast fram og aftur. Þú ferð i gönguferð einn sunnudag og þá kynnistu persónu, sem þú heföir annars aldrei hitt. Eöa það eru tveir rútubllar að leggja af stað norður — og það skiptir sköpum upp i hvorn þú sest.” Ekki vill hann með nokkru móti fara lengra út i þá sálma og náttúrlega alls ekki segja mér hvort hann hitti konuefni sitt I rútubil eða á gönguferð, en hinsveg- ar er forði hans af málsháttum og visum jafnóþrjótandi á þessu sviði sem öðrum, þótt ekki verði tiundað hér. Siðan vikur hann tali að einkennilegum tilviljunum ævi sinnar: „Fyrir nær tólf árum voru forsetakosningar á Islandi. Kosiö var um tvo frambjóöendur, oghaföi annar betur og annar miður, eins og geng- ur. Siöan liða öll þessi ár, og þá má kalla að verði meðal siðustu embættisverka hins fyrrnefnda aö gera hinn siðarnefnda að forsætisráöherra. Margir hafa haft orð á aö þetta sé athyglisverð rás sögunnar, og ég held að þessum tveimur mönnum hafi þótt býsna merkilegt.” Og ekki óskemmtilegt? „Nei, það veit heilög hamingja, ööru nær.” Svo skritið er það, aö Kristján varíá sin- um tima kjörinn sem maður alþýðunnar móti fulltrúa úr hópi stjórnmálamanna. Nú er Kristján að hætta, en Gunnar Thor- oddsen aftur á móti oröinn maður alþýð- unnar. Eftir að hafá fariö nokkrum orðum um duttlunga örlaganna og vitnað I Einar Ben.: „Höpp og slys bera dularliki”, segir Kristján: „Það er undarlegt að minnast þess, þeg- ar Nixon og Pompidou héldu fund sinn hér á tslandi og tveir voldugustu menn heims- ins sátu saman kvöldverðarboð hér á Bessastöðum. Fáum mánuðum seinna voru þau umskipti oröin að Pompidou lá á banabeði, en Nixonvar fallinn á Water- gatemálinu.” Þótt Nixon sé fallinn stendur enn fugl hans I stofu Bessastaða, handgerður úr postulini. „Fuglinn var borinn hér inn i feykistór- um kassa” segir forsetinn, „og börnin min ætluöu að ærast úr hlálri, en sann- leikurinn er sá að þetta er listasmiði og ó- skaplegur vandi aö búa þetta til”. Snemma beygist krókurinn, segir mál- tækið, og ég spyr Kristján hvort hann hafi þótt forsetalegur i vöggu. Hann telur það af og frá. „Sem barn var ég með afbrigð- um seinþroska. Og i menntaskóla lang- minnstur I bekknum, næstminnstur var Björn Jónsson seinna.forseti Alþýðusam- bandsins.” Bekkjarsystkinin grunaði ekki að Eld- járnsnafnið ætti upphefð fyrir höndum, áttu til að striða honum á þvi, kölluöu hann eldskörunginn og sögöust vera hrædd viö að brenna sig á honum. Hvernig er nafniö til komið? „Það þekkist sem mannsnafn i miö- aldaritum og merkir e.t.v. upphaflega lit- ið verkfæri til að slá neista úr tinnu,” svarar Kristján. „Einn af forfeðrum min- um hét Eldjárn Jónsson, prestur til Möðruvallaklausturs og var uppi á fyrri hluta 18. aldar, en siöan hefur þetta verið tekið upp af ræktarsemi. Ég heiti i höfuðiö inga Huld Hákonardóiiir ræðir viö dr. Hrístfán Eidfárn Myndir: FriOfýölur

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.