Helgarpósturinn - 28.03.1980, Side 10

Helgarpósturinn - 28.03.1980, Side 10
34 Viöar — byrjaði á pianó og uppgötvaöi ekki hornib fyrr en hann var kominn á fullorðinsár ég með öllum þessum toppmönn- um i Bretlandi, Engelbert Humperdinck og Tom Jones. Þetta var gifurlega skemmtilegt starf, passaði lika vel við mig þvl ég vil spila létta tónlist með. En slðan 1971 hef ég verið fyrsti hornleikari i Sinfóniunni.” — En hvenær byrjaðir þú Guö- mundur? — Ég byrjaöi aö spila með Ey- þóri Þorlákssyni gitarleikara I kringum 1945. Við spiluðum á dansæfingum í Flensborg og I Gúttó 1 Hafnarfiröi. Það var alltaf pakkað þar. Fólk kom ilr Reykjavik og fór með hálf tólf strætó innneftir. Ég spilaði einnig i Alþýöuhúsinu i Hafnarfiröi og i Mjólkurstöðinni ásamt Krist- jáni Magnússyni, Steinþóri Steingrimssyni, ólafi Gauk Svavari Gests á vibrafón, Halli Simonar á kontrabassa og fleirum góöum mönnum. Svo myndast KK sextettinn eins og allir vita. Kristján Kristjánsson, Svavar og Hallur fóru beint I hann, en við Eyþór fórum I hljóm- sveit Stefáns Þorleifssonar. Slöan hættu Svavar og Hallur i KK en viö Eyþór gengum i hann ásamt Gunnari Reyni Sveinssyni og Kristáni Magnússyni á pianó. 1 KK sextett var ég i 10 ár, eða þangað til ég byrjaöi með Hauki Morthens i Klúbbnum. Þar voru góðir menn. Það voru Jón Möller á planó, Sigurbjörn Ingþ'órssoná bassa og örn Armannsson gitar- leikari. Ég hef nú ekki veriö I Sin- fóniunni nema eitt tlmabil. ég hélt mig meira við dansmúsikina og aö sjálfsögöu jassinn.” — Lærðir þú á trommur? ,,Ég læröi á trommur og að lesa tónlist hjá Svavari Gests; þá var Föstudagur 28. mars 1980 halijrirpnczti irinn Guömundur — lærði að berja trumburnar hjá Svavari Gests. „SWING, BROTHER SWING” Gömlu jasskapparnir Viðar Alfreðsson og Guðmundur Steingrimsson í uppsveiflu hann nýkominn frá Juillard 1948. Hann var góður kennari. Þeir komu ferskir frá Ameriku hann og Kristján Kristjánsson. Einnig var ég I ameriskum skóla á Vell- inum, mjög ströngum skóla. Amerikanar og Englendingar eru bestu trommarar sem ég þekki, I dag að minnsta kosti.” — Var skemmtilegara að spila i gamla daga? Guömundur: „Já, ég myndi segja að það hafi veriö miklu skemmti- legra.” Viðar: „Já, þaö var þessi timi frá ’57-’59, þá var maður að byrja og múslkin heltók mann alveg.” — Munið þið eftir einhverjum skemmtilegum atvikum? Guðmundur: „Jú, ég get sagt þér frá einu. Ég fór með Hauki Morthens til Leningrad 1962 þeg- ar okkur var boðið á heimsmót æskunnar. 1 Leningrad spiluöum við I sjónvarpinu. Þetta var þegar tvistið var aðkoma. Nú, viö erum að spila þarna jass þegar Haukur vill endilega taka Let’s twist again. Hann fer úr út skerminum og talar við leikstjórann og segir að hann hafi lesiö á Islandi að tvistið væri bannað i Morsku. Þá segir leikstjórinn við hann: „sko þaö er i Moskvu, þetta er Lenin- grad.” iHaukur kom aftur inn og við spiluðum Let’s tvist again”. Viöar? „Ég man eftir einu atviki þegar viö vorum i Moskvu. Það var einhver litill náungi að þvæl- ast þarna. Siðar kom uppúr kaf- inu aö þetta var náunginn sem skrifaði lagiö Nótt I Moskvu. Þá var hann nýbúinn aö skrifa lagið og við vorum fyrsta hljómsveitin sem flutti það.” — Hvaða tónlistarmenn hafa haft mest áhrif á ykkur? Guðmundur: „Hvaö heldur þú Viðar?” Viðar: „Ég myndi ekki geta nefnt neinn sérstakan ., það eru svo margir góðir.” Guðmundur: „Égmyndi segja að mest áhrif,sennilega áokkurbáða væri þetta „bebop” timabil, t steingeldum diskótakti nútim- ans má ennþá heyra laufléttar jasssveiflur. Blaðamaður Helgarpóstsins gekk siðkvöld eitt á fund þeirra Guömundar Stein- grlmssonar trommuleikara og Viðars Alfreðsson blásara, en þeir hafa sennilega manna lengst dillað hjörtum jassunnenda hér á landi. — Hvenær byrjaöir þú að spila Vðar? „Ég byrjaði að spila eitthvað 9-10 ára gamall á pianó. Þá spil- aði ég m.a. I barnatlma og kom fram I mynd sem Loftur Guö- munds> gerði, kom inn I sjógalla og spilaöi boogie?woogie. Þetta var um 1948. 17-18 ára fór ég svo aö spila með jasshljómsveit Gunnars Ormslevs ásamt Bjössa bassa, Arna Elfar, Guöjóni Inga i- Sigurðssyni og Hauki Morthens. ir Við spiluðum mikiö I Tjarnarkaffi ir og Breiöfirðingabúö. 1957 fórum tt við frábæra ferð til Sovétrlkj- j. anna á heimsmót æskunnar. Þar ,g spiluöum við á mörgum stöðum n en mest I Moskvu. Svo ég fari nú st hratt yfir sögu, þá fór ég 22ja ára á gamall til Hamborgar og ákvað aö fara aö taka hljóðfærið virki- a lega alvarlega. 1 Hamborg var ég tvö ár I skóla, en kom slðan heim ð I eitt ár og spilaöi meö Sinfónlu- 1- hljómsveitinni. Þaðan fór ég til n Englands IGuildhall School of )- MusicandDrama. Þegar ég haföi a veriö þar I eitt ár uppgötva ég þaö a sem mig var lengi búiö að gruna, o að franska valdhornið passaöi it miklu betur við mig. Ég lauk a pfófi úr skólanum 1963, eftir a fjögurra ára nám. Þá gerðist nokkúð sniöugt. Það er auglýst staða I Sadlers Wells Opera sem égsækium ásamt 13öðrum og ég fæ djobbið. Þetta var geysifínn skóli fyrir mig I faginu. Þarna spilaöi ég 72 óperur og balletta. Það er yfirleitt sagt að það sé góður tlmi aö vera I óperu i f jögur — fimm ár, þannig að eftir fimm ár hætti ég. Þá gerðist ég lausa- A; maður i London I 6 mánuöi. "tr Mér var þá boðin vinna, hjá BBC radio ogvarég þar til 1971 Þar spilaöi Dizzy Gillespie og Miles Davis. Nátturlega hefur Buddy Rich alltaf verið mitt uppáhald.” —-Er mikill munur á aö spila klassiska tónlist og jass? Viðar: „I klassískri tónlist er allt nákvæmlega skrifað og úthugsaö en I jassinum er maður alveg frjáls og spilar eftir sinu eigin höfði af fingrum fram.” — Kennið þiö á hljóðfæri? Viðar: „Ég er búinn að kenna I 2 ár við Tónlistarskóla Keflavlkur. Skólastjóri þar er Herbert H. Agústsson. Viö stofnuöum barna- lúörasveit þar fyrir u.þ.b. 2 árum Þar er ég meö ca 40 börn á aldrin- um 8-11 ára Þau byrja öll frá grunni, hafa aldrei séö hljóðfæri áöur. Þetta gengur mjög vel og ég hef virkilega gaman af þvl að vinna meö börnum og kynnast þeirra heimi. I allt er ég með 97 krakka. Ég er með alla blokk- flautukennslu og allan blástur.” Guðmundur: „Ég kenndi þegar Páll Kr Pálsson var meö Tónlistarskóla Hafnarfjaröar. Ég hef helst ekki viljaö fást mikiö viö kennslu þvl þetta er svo bindandi starf.” — Er grundvöllur fyrir jassllfi hérna? Viðar: „Þaö hefur alltaf veriö mikill áhugi.” Guðmundur: „Já, Esjuberg, Djúpið og Stúdentakjallarinn eru komin með þetta.” Viðar: „Þaö er mjög vinaleg stemmning þarna. Maður finnur hvað fólk hefur gaman af þvi sem viö spilum og hlustar virkilega. Og maður hefur gaman af þessu lika.” Guðmundur: „Jassklúbbur Reykjavlkur var til á sínum tima og með Jassvakningu hefur kom- iö nokkurs konar vakning. Við höfum fengið erlenda gesti sem er mikil lyftistöng fyrir okkur og kitlar mann mikiö. Og nú er Niels Henning örsetd Pedersen að koma 19. aprfl með braslliskri söngkonu og planóleikara, við vonum bara aö þetta verði ekki skattplnt. Og hver veit nema þaö verði lifandi jass á Listahátið I sumar.” Viöar: „Þetta er nauðsynlegt i svona fámennu landi.” — Ætlið þið að halda lengi áfram? Viðar: „Halda áfram meöan aldur leyfir og svo lengi sem fólk nennir að hlusta á mann. Þetta er okkur áhugamál.” Guömundur: „Swing, brotner, swing.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.