Helgarpósturinn - 28.03.1980, Page 14

Helgarpósturinn - 28.03.1980, Page 14
Föstudagur 28. mars 1980 38 Jielgarpásturinn__- PÁSKAR HÉR OG PÁSKAR ÞAR PÁSKAR HÉR OG PÁSKAR ÞAR PÁSKAR HÉR OG P4SK og liklega elst meöal slavn eskra þjóöa, enda geta mörg þeirra tab'st listaverk. Þegar sælgætisiönaBinum óx fiskur um hrygg, var tekiB aB hagnýta páskaeggin i hans þágu. Eldra stig þess er egglaga öskjur fylltar meB sælgæti. Yngra stigiB ersvosúkkulaBieggin, sem nú eru almennust. Málshættirnir sem inni i þeim eru, eiga sér einnig langa sögu, þvi aB álika visdóms- orBum var stundum smokraB inn i áBurnefnda eggjaskurn. PáskaeggjasiBurinn virBist hafa veriB svotil óþekktur hér á landi þar til i kringum 1920. Li'kur benda til, aB Björnsbakari I Reykjavik hafi oröiö fyrst til aö innleiBa hann en heimildir frá svipuöum tima eru lika til frá Eyrarbakka og Stykkishólmi. í öndverBu ti'Bkuöust öskjurnar fyrrnefndu en siöan súkkulaöi- eggin. baö hefur aldrei orBiB al- gengt hér aö skreyta hænuegg, þótt undantekningar finnist og þá helst harösoöin egg, sem siöar mátti boröa. Fyrir utan hina kirkjulegu at- höfn er naumast hægt aB benda á islenskar venjur eöa þjöBtrú, sem ööru fremur sé tengd páskunum. Helst er aö nefna sólardansinn, en á Dáskadaesmoreun á sólin aö dansa af gleöi nokkur augnablik nákvæmlega á sömu stundu og frelsarinn reis upp frá dauBum Sumir segja reyndar, aö þetta gerist ekki nema páskadaginn beri upp á sama dag f almanakinu og áriö sem Jesús reis upp. Fáir telja sér hafa auönast aö sjá sólardansinn, enda á hann aö vera flestum mennskum augum ofviöa sakir birtu og ljóma, svo aö þeir fái þau varla heil siöan. Þó eru til lýsingar á honum, og sagöi kona ein gömul austan úr Hrepp- um, aö hún ásamt fleira fólki heföi séB, hvernig „sólin hefBi stigiö upp og fram og til baka og fariB nokkrar sveiflur i hring. Þessar hreyfingar, sagöi hún heföu veriBendurteknar nokkrum sinnum ogljóminn, sem stafaöi út frá þessum hreyfingum heföi ver- iö undurskær og fagur.” Þetta átti aö hafa skeö laust eftir 1850. Sagnir um sólardansinn eru kunnar i öBrum löndum, en sum- staöar er hann talinn eiga se’r staö á hvitasunnunni. Astæöa þess, aö litill vor- hátfBarsvipur var á páskahaldinu hér miBaö viö önnur lönd, er vafalaust aöallega sú, aö Islend- ingar áttu sér frá fornu fari sína eigin vorhátiö, sem var sumar- dagurinn fyrsti. Páskar á Kanaríeyjum: Likneskin koma út úr kirkjunum „Páskarnir á Kanarleyjum eru allt ööru vlsi en hér. Þar setja ævagamlar trúarvenjur fyrst og fremst svip sinn á hátlöina,” sagöi Maria Teresa Jónsson, eiginkona Páls Heiöars Jóns- sonar útvarpsmanns, en hún er ættuö frá þessari sólarparadls okkar islendinga. Hátiöarhöldin á Kanarieyjum hefjast strax á pálmasunnudag. Þá ganga börnin um göturnar meö pálmagreinar, sem eru sprautaöar hvitar. Þessar greinar eru seldar I fjölmörgum söluvögnum á göngugötunum. A skirdag er siöur aö vigja allt vatn, sem notaö verBur í kirkj- unum næsta áriB. Þá heimsækja allir kirkjurnar og bera saman hvar bestu skreytingarnar eru. Þaö er lika mikiö vandaö til þeirra i hverri kirkju. Blóm og kerti eru látin hvar sem þau komast fyrir. Pislargangan Föstudagurinn langi er mikill sorgardagur. Þann dag er pislar- ganga Jesú viöa sett á sviB og fólk gengur um göturnar meö llkneski af Kristi og Mariu mey I broddi fylkingar. Margar stúlknanna eru svartklæddar, meö kamba i hárinu aö gömlum spönskum siö og hvita blúnduklúta á höföinu. Maria Teresa sagöi, aö þegar hún hafi veriö aö alast upp, heföi ekkert mátt gera á föstudaginn langa. Þá var meira aö segja bannaB aö syngja. EitthvaB taldi hún nú aö heföi dregiB úr þessum bönnum, en þó setur sorgin enn svip sinn á daginn. A páskadaginn léttir yfir fólki. Þá er öllum kirkjuklukkum hringt og skipsflauturnar óma i höfnunum.LikneskiKrists kemur aftur út úr kirkjunum og dýrö- lingastytturnar eru líka bornar út. Lúörasveitir leika á götunum, allir fánar eru dregnir aö húni og mikill fjöldi blóma setja svip sinn á göturnar. Kökuhús Til skamms tfma var venja aö fasta vikuna fyrir páska og þá bragöaöi fólk ekkert kjöU Þetta runflal RUNTAL OFNAR ERU HEIMILISPRYÐI. VÖNDUÐ FRAM- LEIÐSLA ER YÐAR HAGUR VARMAAFKÖST SAMKVÆMT íst. 69 Runtal ofnar hf. Síðumúla 27 Reykjavík. Sími 84244 Ofnasmiðja Norðurlands Kaldbaksgötu 5, sími 21860/ pósthólf 155 Akureyri Ofnasmiðja Suðurnesja hf. Vatnsnesvegi 12 Keflavík. Simi 92-2822 VARIST eftirlíkingar RUNTAL er orginal For VK49 v'' For VKM 49 hefur breyst á Kanarieyjum eins og hér, en fólk boröar sig ennþá satt á páskadaginn, rétt eins og áöur. Maria Teresa sagði aö ekki væri venja að boröa neinn sér- stakan mat á páskadaginn, en margir heföu þá fugla á boröum, kjúklinga eða kalkún. Fremur litiö er um páskaegg á Kanarieyjum og þá aöallega fyrir útlendinga. Hins vegar nóg um kökur og tertur af öllum geröum. Þaö sem mesta gleöi vekur hjá börnunum eru stórar kökur, sem geröar eru Ur súkkulaöi. Þær eru látnar likjast stórum byggingum, svo sem kirkjum, eöa frægum styttum. Kökur þessar eru nefndar Mona de Paska og er mikil samkeppni milli bakara i gerð þeirra, enda veita borgar- stjórnirnar verölaun fyrir glæsi- legustu kökurnar. Maria Teresa sagöi, aö þessi siöur heföi oröiö til i Barcelona á Spáni. „Þaö var stórkostlegt aö skoöa kökurnar i gluggum bakarianna. Þarna stóöu þær I rööum i öllum stæröum og geröum,” sagöi hún. Maria Teresa læröi aö gera svona kökur 1 hUsmæöraskól- anum, en ekki kvaöst hUn nú hafa lagt í aö búa þær til fyrir páskana hér. 1 staðinn keypti hún páska- egg handa börnunum og heföi máluö egg. „En súkkulaöiðköku verö ég aö hafa á páskadag. An hennar finnst mér engir páskar.” Páskar i Noregi: Marsipanhérar og skíðaferðir „1 Noregi þykir lambakjöt til- heyra páskunum, en aö ööru leyti eru engar sérstakar matarvenjur þá. Þaö eru miklu fleiri heföir varöandi mat á Islandi,” sagöi Anne Marie Lorenzen, sendiherra Noregs á islandi. „Þaö er sérkennilegt hvernig kristni og heiöni blandast saman um páskana. Páskalambið til- heyrir vist kristninni, þótt rekja megi þann siö aftur fyrir kristni. Sá siöur aö boröa egg á páskum tengist hins vegar dýrkun frjó- semisgyöjunnar. Viömálum eggin i skrautlegum litum til aö gera þau meira aölaö- andi og borðum mikiö af þeim og svo auövitaö súkkulaöieggjum. 1 Noregi er lika mikiö framleitt af marsTpanhérum fyrir páskana, bæöi heima og fyrir verslanir. Þaö má sjá langar raöir af þessum hérum, litlum og stórum, I öllum verslunum dagana fyrir páska. Þaö aö hérar og kaninur tengj- ast páskum, býst ég viö aö sé vegna þess aö þau dýr eru þekkt fyrir aö auka kyn sitt ört. Þetta á þvl sömu rætur og eggin.” Meira öl Um páskana er drukkiö meira öl en á nokkrum öörum hátiöum i Noregi. „Þetta er lika siöur frá gamalli tiö,” sagöi Anne Marie. „Aöur fyrr var öliö bruggaö heima og þá var ilögnin miöuö viö jól og páska. Og þótt heimabruggunin sé nú að mestu lögö niöur, er páskaöliö enn mjög vinsælt.” Gult og grænt „Viö leggjum llka mikiö upp úr skreytingum um páskana. Þá er allt skreytt meö gulu og grænu. Dúkurinn, kertin og servietturnar eiga aö vera i þeim litum og svo koma páskaliljumar. Þessi hluti páskasiöanna teng- ist vorinu, heldég. En allir þessir siöir hafa djúpar rætur, sem viö höfum gleymt hverjar eru, þótt viö höldum sjálfum siöunum. Eitt er þaö I viöbót, sem tengist nýju lifi og er mjög til siös I Noregi. Viö tökum bjarkargrein- ar inn I stofu og þar eru þær látnar springa út. Þeir, sem ekki eiga garö, geta keypt sér sllkar greinar, þvl þær eru til I hverri blómabúö.” Auðir bæir Anne Marie sagöi, aö páskarnir væru sá tími, sem flestir Norö-

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.