Alþýðublaðið - 19.03.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.03.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Alþýðublaðið er óðýrasta, fjölbreyttasta og bezta dagblað laodsins. Kanpið það og lesið, þá getið þið aldrei án þess verið. jfltvæðagreiðslan i Snðnr-Jitlanði. Khöfn 16. marz. í 2. kjörsvæði Suður-Jótlands féllu atkvæðin svo sern hér segir: dönsk 13.025, þýzk 48 148. í Flensborg féllu atkvæðin þann- ig: dönsk atkvæði 8 947, þýzk atkv. 29911. Dönsku blöðin segja að þjóðin hafi orðið fyrir miklum vonbrigð- um, er hún heyrði niðurstöðu at- kvæðagreiðslunnar, þar eð hún hafi lagt trúnað á skrif þeirra manna, sem haldið hafa því fram, að fyigið væri aðallega með Dön- um. Blöð íhaldsmanna svo sem Kjöb- enhavn, Nationaltidende, Dagens Nyheder og Kristeligt Dagblad vilja að alþjóðanefndin lati Dan- mörku fá Flensborg þratt fyrir at- kvæðagreiosluna. þar eð hún fjár- hagslega og landfræðislega heyri landinu til, og biðja nefndina að taka ekki tillit tii hins kaldlynda og hjartalausa(l) Zahleráðaneytis, sem sé fulltrúi ríkisins, en sé ekki tákn tilfinninga þjóðarinnar. Berlingske Tidende lætur lítið uppi, en segir að niðurstaðan bendi aðeins á hve erfitt danska þjóð ernið eigi uppdráttar (þar syðra). Politiken virðist vera á báðum áttum; segir að enginn muni efast um að alþjóðanefndin geri það í máiinu sem réttast sé, og að ekki sé rétt að taka afstöðu með eða rnóti þeim úrskurði, sem enn sé óþektur, en sem muni tákna rétt- læti, þó ekki sé orðið við öllum þjóðernislegurn vonum. Social-Demokraten (aðalblað jafnaðarmanna) segir: „Það, að óska Fiensbofg til Danmerkur, eins og komið er, væri giæpsam- leg glópska, þvert ofan í orð og anda friðarsamninganna. Innlimun Fiensborgar væri sá landvinning- ur, sem haft gæti í för með sér hinn mesta háska fyrir Danmörku." Jfý nppástunga. Hvernig ná má sokknum skipum úr sjó. Kafbátahernaðurinn var, eins og kunnugt er, mjög áhrifaríkur; eink- um varð hann til þess, að marg- falt fleiri skipum var sökt á stríðs- árunum, en ella mundi. Hafa menn brotið heilann yfir þvf, hvernig takast mætti að ná einhverju af ölium þeim aragrúa af skipum, sem sökt var, upp aftur. í desemberhefti „Electric&l ex- perimenter" 1919 ér sagt frá því, að ameriskur maður að nafni Ge- org Well hafi komið fram með uppástungu um það, hvernig tak- ast megi að ná sokknum skipum upp af sjávarbotni. Hann leggur til, að neðansjáv- arbátar séu útbúnir þannig með Ioftþéttum rúmum, að raeð því að fylla rúm þessi megi sökkva þeim, en þegar búið sé að festa skípið við þá, sem hetja á upp, þá sé sjónum dælt út með samanþjöpp- uðu lofti. Byrjar þá báturinn, eða bátarnir (það má festa tvo saman, með þar til gerðum festum), að hefja sig upp og draga skipið með sér. Bátarnir geta farið áfram með geysihraða, jafnframt því sem þeir hefjast upp, og þegar skipið kemur á grynnra vatn, eru fest- arnar milli þess og bátanna stytt- ar þannig, að dregið er af þeim inn í bátana, jafnframt þvf, sem þeim er sökt nær því. Sjónum er svo dælt aítur út og saini leikur- inn hefst á ný. Þannig má sel- flytja skipin á grynnra og grynnra vatn, unz hægt ar að ná þ:im al- gerlega upp. Það sem meðal annars vinst við þessa aðferð er það, að hægt er að ná skipum upp úr meira dýpi en áður, Kafarinn á auðveldara með að athafna sig, því útbúnað- ur er f neðansjávarbátnum þann- ig, að hann getur gengið úr hon- um eftir að hann er kominn f kaf. Er. útbúið sérstakt loftþétt rúm, sem kafarinn fer inn í alklæddur; þegar hann svo er þangað kominn, er hleypt sjó inn í klefann og hann getur auðveldlega gengið út. Loftleiðslur allar verða miklu styttri til hans en ella og nægilegt Ijós verður sent til hans frá bátnum. Komist uppástunga þessi í fram- kvæmd, er enginn vafi á því, að mörgum skipum verður komið aftur upp á yfirborðið, sem ann- ars fengju óáreitt að liggja á mar- arbotni. Og Ameríkumönnum er trúandi til að koma þessu í kting Að kaupa köttina í sekknum. Eg var að labba um göturnar í þessum »keng“-leiðinlega bse, þar sem maður getur hvorki verið né farið, lifað né dáið. Eða er ekki von eg segi það, þegar varla fæst kaffisopi, og matur ekki nema fyrir náð, ef þessar „uppartnings"- píur og herrar (heitir það víst á Rvíkurmáli) eru ekki í mjög bölv- uðu skapi út af pólitík eða maka- leysi. Ekki að tala um að nokkurs- staðar fáist húsaskjól, ekki einu sinni í hesthúskofa, því hér eru hrossin húsvilt eins og fólkið. Það er víst eitt af því, sem er móðins í höfuðstaðnum. Ef maður svo verður veikur, sem ekki er að undra í þessu pestarbæli og með slíkri hundameðferð, þá er ekkert sjúkrahúsið til. Og ekki tekur betra við, ef maður drepst, þá er ekki hægt að jarða mann á lög- legan hátt, því það sagði Hafliði mér, að hvergi væri hægt að fá dýpri gröf en l1/* alin í nýja garð- inum, þá tekur við klöpp, og ofan á henni beljar vatnið. Ja, þvílíktf Jæja, eins og eg segi, eg var að eigra um göturnar úrvinda af „ergelsi" og leiðindum, vitandi ekkert hvað eg ætti af mér að gera. Því að lenda hér, saklaus sveitamaður, í sóttkví, það er ekk- ert spaug, og vita ekkert hvar þeirra er að leita, sem maður einu sinni þekti. En nú hélt ég að mundi rætast úr því, því alt í einu heyri eg strák hrópa: „Bæj- arskráen"! Eg hrópaði í stráksa og hugði nú gott til fróðleiks. Hvað kostar hún, drengur minnf „3 krónör" var svarið. Hjálpi okk- ur! Hérna á árunum kostaði liún 50 aura, og i hitt eð fyrra 1 kr. En kaupa varð eg hana samt, og eg taldi út 3 krónur í peningum og fékk „skrána", og rauk til að fletta henni og ætlaði að sjá efnis- yfirlitið. En haldið þið að eg haft

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.