Alþýðublaðið - 19.03.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.03.1920, Blaðsíða 4
4 A.LÞÝÐTJBLAÐIÐ Xoli konsingur. Bftir Upton Sinclair. Önnur bók: Prœlar Kola konungs. (Frh.). „Færir þú mönnum ekki sím- skeyti ?“ spurði Hallur kurteislega. Bud barðist við löngunsna til þess að nota hnefana. »Fyrir hvern fjandann heldurðu að eg sé hlaupastrákur?" Hallur gaf honum nákvæmar gætur. En þeir, sem höfðu sent hann, höfðu bersýnilega lagt ríkt á við hann, að gera upphlaups- manninum engan miska. Hann sneri sér við og hvarf bálvondur á braut. Hallur var á verði. Hann hafði morgunverðinn með sér og var við því búinn að borða hann aleinn, því hann bjóst ekki við því, að nokkur þyrði að hætta á það að borða honum til samlætis. Hann varð því h'ssa, en glaður, þegar jötunmennið svenska, hann Jó- hannsson, kom til hans og settist hjá honum Lfka komu verka- maður frá Mexico, grískur námu- maður og pólskur verkamaður. Byltingin breiddist út! Hallur var þess fullvís, að fé- lagið mundi ekki láta þetta af- skiftalaust. Eitthvað hlaut að koma fyrir, og það stóð heima, því þegar leið á daginn kom vogarmaðurinn út og benti hon- um. „Komdu inn“. Hallur gerði svo. Vogarskýlið var að nokkru leyti opið, en í öðrum enda þess voru dyr inn á slcrifstofu. „Þessa leið“, sagði maðurinn. Hallur hreyfði sig ekki. „Hér á vogareftirlitsmaðurinn að vera, herra Pétur*. „Já, en eg vel tala við þig". „Eg heyri vel, þar sem eg stend". Og Hallur stóð kyr. Hann stóð þar sem verkamennirnir gátu séð hann, hann vissi að það var eina verndin. Vogarmaðurinn fór aftur inn á skrifstofuna, og að vörmu spori sá Hallur, hver fiskur lá undir steini. Dyrnar opnuðust, og Alec Stone kom í ljós. Hann stansaði sem snöggvast og horfði á manninn, sem ætlaði að vera vogareftirlitsmaður. Svo Rjöl verður selt í bitum næstu daga í Landstjörnunni. Verðið eins og við má búast þar. 5tór iluÉÉi með 15 rúðum í og sterk- ur og góður búðardiskur er til sölu mjög ódýrt nú þegar. Café Fjallkonan. Sjómannajélagar! Öllum tillögum til félagsins, eldri og yngri, er veitt móttaka á afgr. Alþbl. (Laugav. 18 B) alla virka daga kl. 10—7. Gjaldkerinn. kom hann fast að honum: „Heyrðu, drengur minn", sagði hann lágt, „þú ýkir. Eg ætlaðist ekki til þess, að þú færir svona langt". „Þetta er það, sem þeir vildu fá, herra Stone“, ansaði Hallur. Verkstjórinn gekk enn þá nær honum. „Hverju ertu eiginlega að sækjast eftir?" Hallur horfði á hann kvössum augum: „Réttlæti", svaraði hann. „Þú ert ekki slakur, ha, piltur minn ? En þér væri betra að hinkra ögn við og athuga, hvað það er, sem þú hefir tekið að þér. ímynd- aðu þér ekki, að þú hafir nokkuð upp úr því. Komdu heldur hérna inn með mér, við skulum talast ögn við“. Steinhljóð. „Veistu hvernig fer um svona lagað athæfi, Smith? Við höfum oft séð þessa smá-blossa — en við slökkvum þá fljótlega, Við vitum hvernig fara á höndum um það, og við höfum öll tæki í lagi. Eftir eina eða tvær vikur er alt saman gleymt, og hvað verður þá um þig? Geturðu ekki séð það?“ $rynðreka náð nr sjó. Merkur viðburður. Fyrir nokkrum árum varð spreng- ing í ítalska bryndrekanum „Le- onardo da Vinci", svo hann sökk á 36 feta dýpi. Skipið var 22 þús- und 380 smálestir að stærð, ný- smíðað og eitthvert allra bezta herskip ítala. Þótti þeim súrt í brotið að missa slíkan „dýrgrip" fyrir fult og alt, svo þeir byrjuðu fyrir þremur árum að undirbúa það, að ná bryndrekanum upp og gera við hann. Eftir þriggja ára strit hefir þeim nú loks tekist að koma þessu stórvirki í framkvæmd, og hafa komið drekanum í þurkví á höfninni f Toronto. Til þess að koma skipinu upp á yfirborðið aftur voru notaðir loftþéttir sívalningar fullir þyntu lofti. Var þeim sökt niður og þeir festir vandlega við skipið. Á þenn- an hátt tókst að ná því upp og það síðan dregið þangað, sem því nú hefir verið komið fyrir til að- gerðar. Eru ítalir hreyknir yfir þessu stórvirki sínu, sem telja má merkisatburð í sögu verkfræðinnar. Bryan forsetaefni Bandaríkj anna. Nýjustu útlend blöð fullyrða að Bryan muni nú f þriðja sinn verða forsetaefni Bandarfkjanna, af hendi bannmanna í þetta sinn. Hann er einhver mesti mælskumaður Banda- rikjanna, og ekki talið ólíklegt að hann nái kosningu, eftir því fylgi sem bannmenn hafa þar í landi, en hann er formaður bannfélags- ins í Bandaríkjunum (félagsins gegn áfengissölustöðunum). : Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.