Alþýðublaðið - 19.03.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.03.1920, Blaðsíða 3
ALÞÝ.ÐUBLAÐIÐ 3 fundið það? Nei, það var horfið, eða öllu heldur hafði gleymst. Þá ætlaði eg að reyna að sjá hvar hann Jón minn og hún Guðrún ættu heima. Jú, hér kom það. Þau áttu heima í Suðurpólnum. Það var þá heldur ekki spotti. En hvað um það! Hjónin varð eg að finna, og um leið gat eg skoð- að þessi merkilegu hús bæjarins. Eg af stað, og á Pólnum lenti eg heilu og höidnu og barði á þær fyrstu dyr, er eg fann. „Er Jón heima? „Hér býr enginn Jón, í þessari íbúð“, var svarið. „En hvar býr hann þá?“ Það vissi konan ekki. Hér byggju sjálfsagt 10 Jón- ar; hver þeirra hann væri, gæti hún ekki vitað, því þeir væru ekkert auðkendir hver frá öðrum. Eg áfram og barði á allar dyr, og fékk alstaðar að vita, að ekki byggi Jón minn þar. Við svo búið varð eg að fara, eftir að hafa skoðað þessi makalausu hús, Pól- inn, krók og kring. Eg varð ekki hrifinn. Lagði svo af stað til bæj- arins, í þeirri von að komast ein- hversstaðar í skjól, til þess að lesa Bæjarskrána. Á Laufásvegin- um mætti eg manni, og varð alls- hugar feginn, því þarna var kom- inn Gvendur, gamall kunningi minn. Sæll og blessaður. Og þetta var þó hundahepni, að hitta þig hér. „Hvað gengur á“, segir Gvendur. „Komdu heim í holuna mína og fáðu kaffisopa og segðu mér fréttirnar “. Eg þakkaði og við fórum heim til Gvendar. (Framh.). Gestur. Yeðrið í dag. Reykjavík, ísafjörður, Ákureyri, Seyðisfjörður, Grímsstaðir, Vestmannaeyjar, A, hiti logn, hiti ’ S, hiti N, hiti S, hiti vantar. 1,0. 9.5. 2.5. 6,3. 9.5. Þórsh., Færeyjar, NV, hiti 3,3. Stóru stafirnir merkja áttina, -i- þýðir frost. Loftvog lægst fyrir suðvestan land; byrjandi loftvogarfall með snörpum austlægum vindi á Suð- vesturlandi. Skallagrímur, nýr togari með loftskeytatækjum, eign h. f. Kveld- 'jlfs, kom í gær frá Englandi. Aug'lýsingar. Auglýsingum í blaðið er fyrst um sinn veitt móttaka hjá Guð- geir Jónssyni bókbindara, Lauga- vegi 17 (bakhús). Sími 286 og á afgreiðslunni á Laugavegi 18 b. Auglýsingaverð í blaðinu kr. 1,50 em. dálksbr. Frystihús. Á bæjarstjórnarfundi f gær bar Agúst Jósefsson fram svo hljóð- andi tillögu: „Bæjarstjórnin samþykkir að kjósa 3 manna nefnd til að gera tillögur um á hvern hátt sé til tækilegast að koma upp frysti- húsi með vélum til ísframleiðslu, svO stóru, að fullnægi til sölu á ís til skipa og geymslu á mat- væium bæjarmanna. Jafnframt sé nefndinni falið að gera tillögur um, hvar frysti- húsið skuli reist.“ Tillagan var samþykt og í nefnd- ina kosnir þeir: Ágúst Jósefsson, Jón Ólafsson og Jón Baldvinsson. Hér er borið fram merkilegt ný mæli, og þörfin fyrir gott íshús til geymslu á matvælum, sérstak- iaga fiski, er mikil hér í bænum, og mikið af hálfskemdum og al- skemdum fiski er etið hér í bæ vegna þess að ekki er til frysti hús til að geyma hann í. Togarar, sem gerðir eru út héð- an, og útlendir togarar kaupa hér feiknin öll af ís, sem tekinn er úr tjörninni, og hafa íshúsin af því góðar tekjur, en bæjarsjóður fær sama sem ekkert í sinn vasa. Áf ýmsum ástæðum er talið lítt mögulegt að halda áfram að taka ís úr tjörninnl, nema gerðar verði stórfeldar breytingar á henni, t. d. verði að hreinsa hana og dýpkva o fl., sem kosta mun stórfé, og mundi þá fsinn hækka í verði. Það er því fullkomlega réttmætt, að nú þegar sé byrjað að athuga hvort ekki sé betra að bærinn komi sér upp ísverksmiðju, sem framleiði hreinan og góðan ís, heldur en að kosta miklu fé til að grafa upp og endurbæta tjörn- ina, og geta þó ekki fullnægt þörf- inni að öllu lryti. á. i. Kam elíufFÚin. (Eftir Heimskringlu) Ekki munu þau mörg löndin, er ekki þekkja þetta nafn, nafn Kamelíufrúarinnar. Það hefir flogið um veröldina, einkum fyrir leikrit Alexanders Dumas. En hvað vita menn um þessa konu, sem aðeins varð 23 ára, en sem þó hefir komið hundruðum leikhúsvina til að gráta yfir ör- lögum hennar? Hver var þessi synduga kona? Saga hennar er fáum kunn. Hér eru aðal drætt- irnir. Hún hét réttu nafni Alphonsine Plessi og var fátækt sveitabarn. Hún mun hafa erft af móður sinni alla beztu hæfileika hennar, hreinleik sálarinnar og gáfur. En af föður sínum mun hún hafa erft þá tilhneigingu til lasta, sem hún þurfti altaf að berjast við, og niðurlægði hana og gerði hana alkunna, hvorttveggja í senn. ■ Faðir hennar var kaupmaður í sveitakaupstað, en var drykkfeldur og ruddamenni. Og stuttu eftir fæðingu Alphonsine, lagði hann svo hræðilega hendur á konu sína, að hún flúði burtu. Yar þá dótt- urinni komið fyrir hjá fátækum ættingjum, þar sem hún ólst upp í örbirgð. Þegar hún var 8 ára, dó móðir hennar. Var hún þá rekin burt og varð að hafa ofan af fyrir sér með betli. En hin óviðjafnanlega fegurð barnsins, sem öllum var augljós, þrátt fyrir tötrana, vakti strax eftirtekt allra lauslætismanna bygðarlagsins. Áður en hún var fullra tólf ára, hafði hún mist sakleysi sitt. Einhver töfrandi yndisleiki streymdi út frá henni, af fölu andlitinu, gáfulegu augunum, af öllum Iíkama hennar. Og sálin virtist vera jafn yndisleg. Faðir hennar þóttist því sjá, að honum gæti orðið það að tekjugrein að hagnýta sér þessa litlu stúlku. Og hann var nógu mikið illmenni til að koma henni fyrir hjá alræmd- um kvennamanni. Þar var hún þar til hún var 13 ára. Þá vakn- aði hún upp og blygðaðist sín fyrir líferni sitt. Hreinleikshugs- unin reis upp og óx með henni sjálfri. Hún flýði því, en náðist eftir mörg æfintýri og komst aftur í höndur fööursins. (Frh.) 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.