Alþýðublaðið - 19.03.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.03.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið C^efio tit aí ^lþýduLÍloklcxunLm.. —-j- 1920 Föstudaginn 19. marz 63. tölubl. Þýzka byltingin. Orsök byltingarinnar. Khöfn 14. marz. Byltingin í Berlín virðist vera «prottin af óánægju með stjórnina og þjóðþingið, Erzberger-málin og uppfylling friðarsamninganna. Þetta til samans hefir magnað andstöð- una gegn stjórninni, einkum meðal sjálfboðaliða hershöfðingjans Lutt- witz, og hafa nokkrir menn úr því liði í samráði við Döbernitz- herliðið gert byltinguna. Sjóliðs- fylkingar Erhardts, Löwenfelds o. fi. héldu til Berlínar, se.ndu stjórninni síðustu sáttaboð (ultimatum), að sumir ráðherrarnir færu frá, að Luttwitz yrði settur aftur í stöðu sína, og að. aðstoðarmenn þeir, sem teknir hefðu verið höndum, yrðu látnir lausirl Stjórnin neit- aði þessu. Askorun jáfnaðarmanha. 14. marz. Jafhaðarmannaráðherrarnir gáfu ut ávarp til alþýðunnar um að gera allsherjarverkfall, sem væri eina ráðið gegn afturkomu Vil- hjálms, sem mundi lama alt fjár- hagsstarf þjóðarinnar. Engirverka- lýðsmenn mættu hjálpa hervald- inu, og þess vegna nauðsynlegt allsherj ar verkf all! Stjórnin ieggur ekki niður völdin. 14. marz. Ebert og jafnaðarmennirnir úr faðuneytinu yfirgáfu Berlín kl. 5 í morgun, án þess að léggja nið- 1t völdin. Nýja stjornín. 14. marz. A gatnamótum í Berlín var því lýst yfir, að ríkisstjórnin, sem hingað til héfði ríkt, væri ekki lengur við völdin, en að Kapp fyrverandi landsforstjóri væri nú ríkiskanzlari og forsætisráðherra Prússlands, og að yfirmaður alls hersins væri fótgönguliðsforinginn barón von Luttwitz, og að mynd- uð væri stjórn reglunnar, frelsis- ins, framkvæmdanna. Kapp hafði síðan undirritað tilkynningu um að þjóðþingið og prússneska þing- ið væru rofin, en að kosningar yrðu látnar fara fram, þegar ró og spekt yrði komin á aftur. Sömu- leiðis yrði þá forseti kosinn af þjóðinni, þar eð hin nýja stjórn væri ekki afturhaldsstjórn. Hún væri með þingræði og frelsisvinur, vildi ekki keisarastjórn, en nauð- synlegt væri að hún stjórnaði land- inu einvöld, þangað til kosningar gætu fram farið. Búist er við að lýst verði yfir því, að Hindenburg sé ríkisforseti.- Vorwerts og Frei- heit er bannað að koma út. Wolffs fréttastofa er aftur tekin til starfa. Friður og spekt er á götunum. Kapp er þektur þjóð- ernissinna foringi. Luttwitz reynd ist eitt sinn mjög duglegur móti Spartakistum. Búist er við að her- deildirnar frá baltisku löndunum fylgi honum. Álitið er að Luden- dorff sé með byltingunni. Bayernstjórn frá völdum. 16. marz. Frá Munchen er símað að stjórn- in í Bayern hafi farið frá völdum. Allsherjarverkfall hafið? 16. marz. Járnbrautarmenn hófu allsherj arverkfall í morgun, þegar Kapp neitaði að leggja völdin niður aftur. Alþbl. kostar I kr. á mánuði. Engin. blöð koma út, en eitt- hvað af fregnmiðum. í Kiel er barist. Bandamenn og byltingin. 16. marz. i Frá London er símað, að nýja Berlínarstjórnin fullvissi, að hún ætli að halda friðarskilmálana. Lloyd George biður átekta, en Frakkar heimta að strax sé ráðist inn í Þýzkaland. Oháðum jafnaðar-"* mönnum boðið að vera með. 16. marz. Kapp hefir boðið óháðum jafn- aðar mönnum að taka þátt í stj órnarmynduninni. Byitingrin magnast. 16. marz. Suðurþýzku herdeildirnar bafa gengið á vald hinnar nýju stjórnar. sömuleiðis hafa bæirnír, Hamborg, Bremen, Dresden o. fl., viðurkent Kapp. Æðsti maðurinn í Saxneska herliðinu hefir reynt að miðla málum milli gömlu og nýju stjórnarinnar, en árangurslaust. Báðar stjórnirnar gefa út fjölda yfirlýsinga og fregnum frá íýzka- landi ber ekki saman. Harðindin. Af Patreksfirði er skrifað 21. febr.: „Skepnur eru víða í voða vegna fóðurskorts, farið að skera í Tálknafirði. Mesti skortur fyrir dyrum með eldivið og steinolíu."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.