Alþýðublaðið - 28.03.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.03.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞ. ÝÐUBLAÐIÐ •^LÞÝÐUELADllÍ < kemur út ú hverjum virkum degi. i ...... ============= , í Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við > j Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ► 5 til kl. 7 síðd. , ; Skrifstofa á sama stað opin ki. ; 9Va—101/2 árd. og kl. 8 - 9 síðd. ; Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ; ! (skrifstofan). ► ; Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ; mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 ; hver mm. eindálka. ! Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan j ] (i sama húsi, sömu símar). ; Hvildarlög sjómanna á togarum. Framsöguræða Héðíns Valdimars- sonar við 1. umræðu um breytingu á togaravökulögunum. Nú eru rúm 5 ár, síöan hvildar- lögin fyrir sjómenn á togurum Igengu í gildi. Um pau hafði stað- ið höxð barátta; sjómenn höfðu fcrafist peirra látlaust, en útgerð- armenn og fulltrúar peirra á pingi staðið sem veggur í gegn. Þessi 5 ár síðan hafa ísl. togarahásetar haft lögtrygt 6 tíma vinnuhlé á hverjum sólarhring, og má ségja, að við pað hafi breyzt stórkost- lega til batnaðar lífið á togurun- um, svo að skoðast má nú, sem mönnum sé líft á peim skipum. En pó er pað svo, að á pessum hvíldarlögum hafa mest grætt út- gerðarmennirnir sjálfir. Allir skip- stjórar munu sammála um pað, að afköst sjómanna hafi aukist, en ekki minkað við pað, að sjó- mönnunum var trygt vinnuhlé. Er pað og í samræmi við erlenda og innlenda raýnslu í pessu efni, að oflangur óslitinn vinnutími preyti ménn svo mikið, að af- köstin verði minni af honum sam- anlögðum heldur en ef hann væri styttri, auk pess sem slikur lang- ur vinnutími smárn saman vinnur tjón á heilsu verkamannsins og slítur honum út fyrir tímann. Mættu pess vegna útgerðarfélög- in nú vel kannast við, að barátta sjómanna fyrir lögtrygðu vinnu- hléi á sjónum var ekki að eins réttmæt frá heilbrigðis og mann- úðar sjónarmiði, heldur líka gróðavænleg fyrir útgerðarfélög- in, og sjómennirnir hefðu pví með baráttu sinni fyrir Iögunum auk- ið möguleika útgerðarmanna til að græða fé á útgerð. En krafa sjómanna var pegar-í fyrstu sú, að peim yrði trygð 8 tíma hvíld. Með lögunum var að eins hvíldin lögboðin 6 tímar, og sættu sjómenn sig við petta í bili sem byrjun, fyrsta stig máls- ins, er myndi hafa í för með sér reynslu og betri sannanir fyrir kröfum peirra. Eftir að lögin höfðu sýnt sig nokkur ár og gagnið af peim hafði fyllilega í ljós komið, pótti sjómönnum pví timi til kominn að fá lögunum breytt eins og peir höfðu gert kröfur um í íyrstu, svo að vinnu- hléð yrði 8 tímar. S. 1. ár sam- pykti pví Sjómannafélag Reykja- víkur að leita undirskrifta á tog- urunum frá Reykjavík um áskor- anir á alpingi að sampykkja slíka lagabreytingu, og hafa áskoranir frá 406 hásetum eða svo að segja hverjum einasta háseta á reyk- vísku togurunum nú verið lagðar fyrir pingið. Á öðrum togurum helir ekki verið leitað undirskrifta, en hugur sjómanna er par hinn sami. Sjóm.fél. fól okkur Alpfl.- fplltr. á pingi að fylgja málinu fram, og hefi ég orðið við pví og lagt petta lagafrv. fyrir n. d. í Reykjavík eru nú 22 togarar. - Hafnarfirði með Hel- lyers-togurunum alls 14 —— Á Vestfjörðum 3 ---- Alls 39 togarar með að meðaltaii 26 manna skips- höfn eða um 1000 manns, og eru par af vinnandi samkvæmt lögum pessum á pilfari að msðaltali 18 menn á tögara hverjum eða um 700 sjómenn. Þetta mál varðar pví mikinn fjölda manna, og óskir peirra eru mjög ákveðnar. Reynslan hefir sem sé sýnt pað, að petta 6 tíma vinnuhlé, sem nú er lögtrygt, er mjög fjarri pví að vera nægiiegt til pess að menn geti haldið vinnuorku sinni og heilsu óskertri til iengdar. Nú er sólarhringnum skift í 4 vökur á togurum og er pað regl- an', pegar fiskur er og engin frá- tök verða, að hásetar vinni sam- fleytt á pilfari 3 vökur eða 18 tíma, en hafi að eins 6 tínxa hlé. Þar sem petta gengur oft 10—14 daga samfleytt, í misjöfnu veðri, og ‘við erfiða vinnu, kulda og vosbúð, pá er auðséð, að slíkt er ,ekki heiglum hent og ofpreyta og sveínleysi sæki á menn pegar pað gengur dag eftir dag. En pegar petta vinnulag gengur mánuð eftir mánuð og ár eítir ár, pó hlé’verði á milli, pá er auðsætt að h;ilsa sjómannanna bilár. Að vísu er ástandið betra en áður var, pegar engin takmörk voru fyrir vinnu- tímanum og oft var haldið áfram, unz hásetarnir féllu bókstaflega í valinn. En þó ofpreytan og svefnleysið sé ekki eins áberandi nú, pá er þetta þó séígdrepandi fyrir hvern mann, hversu hraust- ur sem hann er að upplagi. En pess ber að gæta að 6 tíma vinnu- hlé er að jafnaði ekki meira en 4—5 tima svefn, pví að í vinnu- hléinu purfa menn venjulega að I matast og pvo sér og af hlífar- fötunum og gengur ávalt tími til pess. Enda sýnir það sig að tog- arahásetar geta nú ekki verið aðr- ir en hraustir menn á léttasta skeiði 20—35 ára gamiir, og hr .in- asta tilviljun er ef par finst mað- ;ur fimtugur. Jaínótt og sjómenn slitna fara skipstjórar að ganga fram hjá þeim, og peir þola ekki lengur vinnuna, verða að leita sér annarar vinnu í landi. Elzti sjó- mannalæknirinn hér í bænum seg- ir það sína skoðun, að starfsár rnanna sem stundað hafa sjó- menskii um lengri tíma geti ekki talist nú lengur en 20—25 ár; pá séu þeir útslitnir og þar sem menn byrja nú venjuíega að fara á sjóinn 18—20 ára, ættu þeir að vera mikið til útslitnir inenn hálf- fimtugir. Þó nokkur brögð eru líka að sérstökum veikindum hjá sjómönnum svo sem í höndum og taugagigt, sem stafar af voshúð, kulda og þreytu. Vinnan á tog- urunum er pannig enn pann dag í dag, að sjómenn sækjast yfirleitt að eins eftir henni vegna pess, að Önnur föst vinna er ekki í boði, og segjast ekki mundu líta við togaravinnunni eins og hún er nú, ef neyðin ræki þá ekki á sjó- inn, því að þeir vita að þeir slitna á pessari vinnu fyrir aldur fram. Nú her pess einnig að gæta, að í ár hafa togarafélögin. fækkað hjá sér hásetum. Þar hafa undan- farið verið að jafnaði á saltfisk- veiðum 30 menn á skipi (25—38), en nú eru þar 26—27 m. (23—32). Þar sem nú er óvenjulega mik- ill fiskur, þá er auðsætt að peir 18 menn, sem að jafnaði vinna á þilfari, \ærða að leggja miklu meira að sér til að afkasta pessu á sama tíma sem 21—22 menn hafa undanfarið gert, og er pví meiri ástæða - til að þeim verði lögtrygð minsta hvíld 8 tímar, sem yrði í reynd 6—7 tíma svefn á sólarhring. Frv. pað, sein hér liggur fyrir, fer fram á að sólar- hringnum verði skift í 3 vökur og myndu pá alt af á saltfisk- veiðum 12 vera vinnandi af pess- um 18 mönnum, en 6 eiga hvíld, í stað pess að nú vínna 13—14 en 4—5 hvílast. Á ísfiskveiðum sem venjulega standa frá sept- ’ ember til febrúar eru nokkru færri menn á skipunum, nú venju- lega að eins 19—20 m. skips- höín, en þar a'f vinna á þilfari 12 menn. Með prískiftri vöku myndu 8 rnenn vinna en 4 hvílast, par sem nú vinna 9 menn, en 3 hvíl- ast. Með pessari breytingu á vökuskiftunum, sem yki hvildar- tímann um 2 tíma fyrir háseta, yrði pannig ekki mikil röskun á vinnunni, munaði 1—2 mönnum á hverjuin tíma á saltíiskveiðum, en 1 manni að jafnað'. á ísíi kveiðum, eða, helmingi minna en manna- fækkun peirri nemur, sem útgerð- arfélögin hafa nú látið fram fara á skipunum. Það er mjög óvíst, hvort nokkuð pyrfti að jafnaði að auka við skipshafnir. Á enskum og pýzkum togurum vinna t. d. að eins 8 menn á þilfari á ís- fiskxæiðum. Og ætla má að með auknum hvíldartíma ykjust af- köst hásetanna nú sem fyrr. En jaínvel pótt einhvers staðar pyrfti að bæta manni við, pá væri það ekki álitamál, borið saman við pað gagn, sem sjómenn hefðu af pví, að lífi og heilsu Jieirra væri betur borgið. Stytfing vinnutímans á sjónum er eitt af peim málum, sem nú er hvarvetna verið að gefa út lög úm. Úti í Norðurálfunni hafa ýrr rikin komið á hjá sér 8 tíma eins tímaspursmál er pangað til1 pað er alls staðar lögleitt. En hér á landi er farið fram á 8 tíma lögboðna hvíld á fiskiflotanum þar sem mest er unnið og vinn- an er verst. íslenzka sjómanna- stéttin hefir fengið lof alls staðar þar sem hún er þekt, og íslenzku fiskimennirnir eru viðurkendir að vera hraustustu og harðgerðustu mennirnir, sem við togaraútgerð eiga. En hversu lengi stendur pað, ef farið er með þessa vösku menn eins og vélar, án pess að þeir fái þann minsta hvíldartíma, sem hægt er að búast við að komi að nokkru haldi til að halda við orku þeirra og heilsu? Er ekki stórhætta á pví að næsta kynslóðin verði rýrari og geti ekki stundað pessa hörðu og hættulegu vinnu, pjóðin úrkynj- ist? Dýrmætasta eign pjóðarinnar eru mannslífin. Með pví að skapa löggjöf, er varðveitir og lengir líf sjómanna, stuðlar alpingi að pví, að hér vaxi upp heilbrigður og próttmikill kynstofn. Það er skylda alpingis að koma í veg fyrir alla misbeitingu á vinnuafli pjóðarinnar. Ég vænti því, að n. d. taki máli pessu vel, og legg til, að pví verði vísað til 2. umræðu; og sjávarútvegsnefndar. Meðri deiM. „Títan“-sérleyfið o. fl. 3. umr. lauk á laugardaginn.. Voru pá feldar allar tillögur um tryggingakröfur, sem frá var skýrt í síðasta blaði, nema sú, er Magn. Guðm. flutti til pess, að pví er virðist, að koma í veg fyr- ir strangari skilmála. Hún var samþykt; en felt var, að orða hana ákveðnar og nokkru strang- ar. Sampykt var tillaga frá sam- göngum.n. um að binda virkjunar- leyfið ákveðnar við Urriðafoss sjálfan en gart var í frv. og (tilL Jakobs) að taka íram í lögunum, að járnbrautin skuli gerð úr nýju, völdu efni. Hins vegar var felt, að ákveða sporbreiddina 1,067 metra a. m. k., og mælti M. Guðm. á móti þeirri tillögu. Sam- þykt var, að kaupverð járnbraut- arinnar, ef ríkið tekur hana í sín- ar hendur á sérl eyfistímabi linu, skuh vera matsverð að frádregn- um hluta ríkissjóðs, í stað kostn- aðarverðs, svo og ákvæði um, að- sérleyfishafi láii ríkinu árlega í té, eftir að köfnunarefnisáburðar- vinsla er komin á stað, ef Bún- aðarfélagið óskar, alt að 3 pús- und smálestum áburðar við verði, sem ekki má fara meira en 5 0/0 fram úr vinslukostnaði og vera a. m. k. 5o/o undir heildsöluverðt sams konar áburðar í Noregi, og afhendist áburðurinn í Reykjavík í útflutningsumbiíðum. Lengra varð ekki um þokað. Tillaga um, að sampykki alþingis, en ekki ráðherra að eins, purfi til eig- andaskifta að sérleyfinu, var feld

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.