Alþýðublaðið - 28.03.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.03.1927, Blaðsíða 4
4 ALfcÝÐUBLAÐIÐ |Mýteniil| | Femiisigarkjólaefm | margar tegundir. IKápakantar legging- ar á kjóla, 1 | mikið úrval. i 1“ Maíthildur Björnsdóttir, 1 Laugavegi 23. hafði ráðið þær fyrir 50 aura, að þessu. Við þetta brá svo einkenni- lega við, að verkstjórinn var rek- inn úr vistinni og nýr verkstjóri ráðinn, ,sem kallaði stúlkurnar á sinn fund og kvaðst hann óbund- inn af því loforði hins fyrra verk- stjóra, að þær stúlkur, sem unn- ið . hei'ðu fyrjr 50 aur., gengju fyrir vinnu, og viidi hann ráða til sín stúlkur, sem ekki væru „hávaöasamar“, en það þýðir auð- vitað hjá þeim: stúlkur, sem ekki fcru í verkakvenna fél ögum, ef þær vildu sætta sig við 50 aura tíma- kaup, en er þær þektust það ekki, voru 30 stúlkur reknar úr vinn- unni. Verkakonur ætju af þessu að læra, að þær vinni alls ekki á þeirn stöðum, þar sem verk- stjórar vinna að því að lækka kaup þeirra, og því skulu þær ekki gleyma, að verkin er ekki iátið vinna af mánngæzku við' þær, heldur af þörf atvinnurek- enda, og þær geta því ráðið kaupi sínu, ef þær halda föstum samtök- um. Verkakona. Um daglniR ©g vegfinik Næturiæknir ;er í nótt Halldór Hansen, Mið- stræti 10, sími 256. , Heilsuíarsfréttir. (Eftir símtali í rnorgun við land- lækninn.) „Kikhóstinn" hefir breiðst út í sveitimum hér sunn- anlands, en til VesturJandsins er hann enn ekki kominn. Þar hefir hins vegar orði'ð vart við sting- sótt. Kvefsótt er hingað og þang- að um iand alt, sums staðar talin „inflúenzu“-kend. Aðrar farsóttir ekki. Skýrslur úr Reykjavík ó- Jromnar í morgun. Af landhélgisveiðum tók „Fylla“ tvo þýzka togara náiægt Ingólfshöf'ða og kom með þá hingað í fyrri nótt. Var skip- stjórinn á öðrum. „Grete Putz“, Karl Putz, sektaður um 12 500 kr. og afli og veiðarfæri ger'ð upp- tæk. Togararnir. „Draupnir“ kom af veiðum í gær með 51 tn. lii'rar. Doktorsritgerð Bjarnar Þórðarsonar hæstarétt- arritara er um refsivist á íslandi 1761—-1925. Er hann fyrsti doktor í Jögum við Háskóia íslands. Veðrið. Hiti 5—0 stig. Austlæg átt víð- ast, yfirleitt hæg. Þur't veður. Loftvægislægð fyrir suðvestan land, sennilega á norðausturleið. Útlit: Suðaustlæg átt. Hvessir í dag» á Suðvesturiandi og verður sennilega allhvass í nótt og rign- ir. Hægviðri víða annars staðar. Kall til slökkviliðsíns kom í gærkveldi kl. rúmlega 7. Virtist það koma frá brunaboða á Grettisgötu, en bæði h-ann og allir aðrir brunaboðar í borginni reyndust hailir, og varð einskis eldsvoða vart. Orsökin er ekki kunn enn þá. U. M. F. »Velvakandi« . heldur fund annað kvöld kl. 8V2 í Kirkjustræti 4 uppi. Samskólími. Verziunarmenn hafa sent al- þingi ánægju-yfirlýsingu vegna samskólaírv. og ósk um, að það verði. samþykt. ,Var Jesús sonur Jóseps?11 Bók séra Gunnars, Benedikts- sonar, sóknarprests í Saurbæ í Eyjafjrði, um það efni er komin í bókaverzianir hér. 1 henni er sýnt, að samkyæmt þekkingu nú- tímans, reistri á sannsögulegum heimildum, var Jesús Kristur að likamlegu ætterni sonur Jósefs, og að kristindómurinn bíður ekk- ert tjón' við það, þótt hindurvitn- um sé kastað úr sögu Jesú Krists. Bókin er rituð af fjöri ög djörf- ung, ást á sannleika og einlægri trú, en óbeit' á hræsni og hjátru. Gengi erlendra njynta í dag: Sterlingspund.........kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 121,64 1(K) kr. sænskar .... — 122,31 100 kr. norskar .... — 119,08 Doílar 4,56:l4 100 frankar franskir. . . — 18,06 100 gyllini hollenzk , . — 183,00 100 gullmörk þýzk... — 108,32 Verklýðssamband Vesturlands. í frásögn um stofnun þess hér í blaðinu s. I. fimtudag er rangt skýrt frá einum stjórnarmann- anna. Hariii er ekki Sveinn Árna- son, heldur Sveinn Sveinsson, for- maöur verkalýðsfélagsins í Ön- undaxfirði. Leiðrétíing. Verö- á bókinni „Leyfi og sér- leyfi“ eftir Sigurjón Ölafsson skipstjóra er kr. 1,25, en ekki 1,15, eins og rangprentaðist í teiug- lýsingu á laugardaginn. Efling þekkmgariimar á íslandi erlendís. Helgi Hjörvar, kennari við barnaskólann hér, hefir ritað pa§ er efiife'feetra eis alt annað ©m|SrMkI. tMjaiiar‘4-dropiiin, UtbiPoiðSð grein um ísland og íslendinga fyrr og nú í sænska stórblaðið „Dagens Nyhéter", og fylgja henni myndir. Greinin ,er skemtiieg og -fröðleg. — Um Eggert Ólafsson hefir Ól. Þ. Kristjánsson skrif- -,að í esperanío-biaðiö „Verda ste- l-o“ („Græn stjarna“)P stutta, en gagnorða lýsing á þjóðhátrum á íslandi um daga Eggérts og á- hrifum hans. Skipulagsuppdrátt fyrir isafjarðarkaupstað hefir stjörnarráðið samþykt. „Tímiim" og „Titan“-frv. „Tíminn“ gefur skyn á laug- ardaginn, að Ólafur Thors hafi «taðið fyrjr andstöðunni gegn „Títan“-írv. í neðri deild. Sann- leikurinn var sá, að hann hafði sig þar lítt frammi. Er jmð þá meining J. J. með þessum um- mælum að telja Tryggva Þór- hallsson í liði Ölafs Thors? Si? aiara % kg. Akranes- kartðflur, ný teknar upp úr jörðinni, 40 aura 1 kg. Tkeeiér Uiprgeirsson, McirasragHfœ S. — SIsni 951. [eiifraktó og legnklffar iiýk©mIH i Verzl. Alfa. Rósastönglar fást í blómaverzl. „Sóley“, Bankastr. 14, sími 587. Nýr dívan tii sölu með tæki- færisverði, ef samið er strax. V-esturgötu 14. Frá Aiþýðubrauðgerðinni. Út- sala á brauðum og kökum er opnuð á Framnesvegi 23. Veggmyndir, fallegar og ódýr- ar, Freyjugötu 11. Innrömmun á sama stað. S©kkaF — Sokkas* — Sokkar frá prjónastofunni Malin eru ís- lenzkir, endingarbeztir, hlýjastir. Verzlid vid Vikar! Pad verdur notadrýgst. Harðfiskur, riklingur, smjör, tólg, ostur, saltkjöt; alt bezt og ódýrast í Kaupfélaginu. Rltst-jOri og ébyrgðaraauönr HnilbjörB HalldórssoK. Aíþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.