Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 11.06.1982, Qupperneq 5

Helgarpósturinn - 11.06.1982, Qupperneq 5
Helgar---—Föstudagur 11. júni 1982 ZpðsturinrL___________________ leikara.Þaðer bara aðmaö- ur hefur litinn tima. — Hlustarðu á sjálfan Þ«g? — He he. Ekki er það nú mikið. — Hvernig verður þér viö þegar þú hlustar á gamlar upptökur með þér? — mmm — Varstu góður...? — Ég var svona efnileg- ur... Þær eru auðvitaö mis- jafnar. (Bankað) — Hver er þar? — Jón örnheitiég. (Opn- ar.) — Jón minn. Má ég ekki tala við þig á eftir. — Jií, jú. Þetta ernú bara útaf.. — Smámunum? — Það er útaf tromm- unni. — Já trommunni já. (lokar aftur) — Hlustaröu eiithvað á popp? — Nei, ég geri litið af þvi, og ef ég kemst hjá þvi þá læt ég það eiga sig. Ég hef enga ánægju af þvi. Ég hef gaman af þessari gömlu poppmúsik, frá Crosby og hans tima. Frá þvi ég var ungur. Sem er náttúrlega mjög ólik poppinu I dag. — Purrkur PiIInikk og Q4U og... — Já, ég þekki nöfnin á þessu og búið. — Söngst þú aldrei dæg- urlög? Þú komst jú þarna með eina plötu, en... — Jájá. Svavar plataði mig til að dúlla á sinum tima. Nei, annars var ég aldrei neitt I þvi. — Þegar þú varst sem- sagt mjög ungur maður, áður en þú fórst I óperu- sönginn? Aldrei? — Neinei. — En þessi plata þarna, Lax, lax, lax. Hvernig kom hún til? — Ég man það eiginlega ekki. Svavar hafði óskap- legan áhuga fyrir þessu og ég lét plata mig I þetta. — Þetta gerði lukku. — Jájá, það gerði það. — Gera óperusöngvarar svolltið af þessu? — Nei, það held ég ekki. En var ekki Placido Dom- ingo að syngja með ein- hverjum dúllara? — Hann hefur fetað I fót- spor þin. — Jájá. Hann hefur frétt af þessu náttúrlega. Það er ekki að spyrja að þvi. Ha? — Hver er svona að þinu mati mestur eða fremstur óperusöngvara I dag? — Þetta er nú ekki mjög gáfuieg spurning, skal ég segja þér. — Nei, er það ekki? — Það er mjög einfalt að svara þessu: Hann er ekki til. Menn eru á misjöfnum sviðum. Sumir geta eitt og aörir annað. Þetta er alveg eins og: hvaða litur er fal- legastur? Hvaða málari er bestur? Hann er ekki til. Það getur verið að einn sé meira I tisku en annar á hverjum tima. En það er enginn bestur, og verður aldrei. — Kannski önnur álika gáfuleg: Eru söngvarar betri núna en áður, fara þeir batnandi...? — Ég veit það ekki. En ég held að yfirleitt endist þeir söngvarar sem eitthvað kveður aö og eru á toppn- um, sem kallað er, úti heimi, verr en þeir gerðu áöur. Og það er vegna þess að... — þeir syngja meira? — Já, það er eðlilegur hlutur. Nú fljúga þeir á milli staða. 1 gamla daga fóru þeir með skipum og járnbrautum og i róiegheit- um. Það leið lengri timi milli þess að þeir voru á sviði. Nú fljúga þeir heims- álfanna á milli, með til- heyrandi timaskekkju á til- verunni, mcð þeim afieið- ingum að þeir slitna fyrr. — Nú er tóbakiö fariö að koma hér niður i hálsinn á mér. — Nú, ja þaöá nú ekki að fara afturúr. Það er bara þetta þurra tóbak sem ger- ir það. Þig vantar fyrir- stöðuna. — Nú Listahátiö. Hvernig likar þér við það fyrirbæri? — Alveg prýöilega. Við fáum hingað frábæra lista- menn sem við fengjum ekki annars, nema aðilar eins og Rlki og Borg standi að kostnaðinum. Og þar eru gerðir hlutir sem ella væri tæplega hægt að gera. — Hefurðu á tilfinning- unni að þetta sé hátlð fyrir allan fjöldann, eða fyrir þessa svokölluöu menning- armafiu? — Ég held að þetta hljóti að vera fyrir allan fjöld- ann. Sko þetta vekur at- hygli. Líka þeirra sem kannski hafa ekki beinan á- huga og eru ekki mjög virkir. Fólk fer á leiksýn- ingar, tónleika, sýningar, vegna þess hvað þetta er mikið auglýst og vegna þess að þetta vekur umtal. Forvitið fólk fer af stað: Skyldi þetta nú vera jafn gott og merkilegt og sagt er? Jú, ég held að Listahá- tiðin hljóti að vera mjög vekjandi. — Hvað gerir útvarpiö mikið fyrir Listahátlö? Flytjiði mikið efni? — Við reynum að taka allt sem hægt er að taka upp á listahátið. Allt scm hægt er að flytja hér hjá okkur. Sjónvarpið hefur lika tekið eitthvaö. — Þetta hefur verið gert? — Já# þetta hefur alltaf verið gert áður, og verður gert núna, eftir þvi sem tök eru á. — Hvernig er það þegar hingað koma kannski heimsþekktir söngvarar og listamenn. Varla getið þið tekið þá upp eins og ykkur sýnist? — Nei nei.. — Flóknir samningar? — Nei, það er það nú kannski ekki. Það er ekki ýkja mikið sem kemur af þeim, nema tii Sinfóniunn- ar.Og þaðleiðir jú af sjálfu sér að við tökum upp og út- vörpum tónleikum hennar. Það er alltaf i samningum að útvarpa einu sinni frá tónleikum Sinfóniunnar. Það sem kemur á annarra vegum er ekki ailt leyfilegt að taka upp og þá er það ekki gert. — Manstu eftir einhverju sliku? — Ja. Jú, það var einhver popphljómsveit á listahátið sem ekki mátti taka. Þaö var erlendur umboðsmað- ur sem bannaði það. — Svo ég spyrji meira um útvarpið. Hvernig verður útvarp Akureyri þegar fram liða stundir? — Jónas Jónasson verður hálfgerður útvarpsstjóri þarna fyrir norðan. Það verður reynt að virkja norðanmenn meira inni dagskrána en tök hafa ver- iö á áður. Við fáum áður en mjög langt um líður mjög gott hús, sem búið er að kaupa,og það verðurreynt að innrétta það eftir þvi sem peningarnir leyfa. Vonandi fyrr en seinna. Þangað til verður útvarpað frá gamla reykhúsinu. Þetta nýja hús gefur meiri möguleika á ýmsu, — leik- upptökum, einhverjum hljóðfæraleik og söng. — En er ekki hugmyndin að þarna veröi útvarpaö bara fyrir.... — Akureyri? Nei, það verður ekki núna. Ekki nema það sem verður á dagskránni hvort sem er. Við höfum ekki nema eina rás ennþá. Hvað verður þegar önnur kemur er ann- að mál. Þá verður vafa- iaust velt vöngum. Þá verðum við Ilka væntan- lega komin i nýtt hús hér fyrir sunnan. — Hvað er að frétta af annarri rás? — Hún kemur varla til fyrr en nýja útvarpshúsið kemur. Það er geysidýrt að byggja upp aöstöðu fyrir aðra rás með tækjum og mannskap úti i bæ. Það verður aösetja þá fjármuni sem til eru, I nýtt hús, og það ætti að komast i notkun áttatlu og fimm til sex. — Húsið? — Já. — Tekurðu nærri þér gagnrýni á útvarp Rcykja- vík? — Nei. — Þú situr ekki hér grút- spældur? — Nei, nei. Ég veit að mikið af þessari gagnrýni er vegna þess að við getum ekki, og það getur enginn, gert dagskrá sem höfðar til allra I einu. En ég held að það sé eitthvað sem allir geta fundið sér til hæfis. — Finnst þér dagskráin hafa breyst mikið á, hvað eigum við að segja, — tiu siðustu árum? — Það er orðið meira af samsettuin þáttum, syrpu- þáttum, músikkynningum. Jú, breytingar eru alltaf einhverjar. Þó postulinn hafi sagt að ekkert sé nýtt undir sólinni, og það sé kannski rétt, þá eru ný nöfn, það eru nýjar raddir, þó hugmyndir séu kannski gamlar. — Og útvarpið orðið poppaðra en... — Já, mér leiöist það. En hinsvegar þykir unga fólk- inu það vafalaust betra. Enda þótt það hlusti minna helduren gamla fólkið yfir- leitt. Mér finnst að það ætti aðflytja meira fyrir gamla fólkið. Þá sem að mlnu viti eru tryggustu hlustendurn- ir. — Já. — Unglingarnir eru hvort sem er með græjur, kass- ettur eða plötur, mun meira en eldra fólkið. — Veit útvarpið eitthvaö um hvernig hlustendahóp- urinn er samsettur? — Það hafa verið gerðar kannanir sem ég veit ekki hve marktækar eru að visu. Nú.við vitum að langmest er hlustaö á fréttir og veð- urfregnir. Sem eru fréttir útaf fyrir sig. — En hvað með þig. Hef- ur þú tekið miklum breyt- inguin á siöustu tiu árum? — Það finnst mér bara ekki. Maður finnur ekki einu sinni að maður eldist. — Er það ekki? — Nei, nei. — Stundarðu þá likams- rækt...? — Ég syndi þegar ég mögulega get. Annað ekki. — Og lifir hófilfi? — Það má segja það, já. Svoleiðis. Ég lifi ekkert ó- hóflegu hóflifi. (Bankað, og hurðin opn- uö. (Jtvarpsstjóri gægist innj — Blessaður. (Ctvarpsstjóri kinkar kolli, en iokar aftur þegar hann sér að Guðmundur er upptekinn) — Svo ég spyrji hátið- lega: Hvert telur þú af- drifarikasta augnablik ævi þinnar? — Drottinn minn. — Var það þegar þú byrj- aðir að syngja? — Ég veit það ekki. Var það ekki bara slys? — Heldurðu það? — Ætli það ekki. — Lék aldreineinn vafi á þvi að þú yröir söngvari, svona eftir að þú komst til vits og ára? — Ég vcit það ckki. Það er svo langt slðan þetta gerðist. Það eru fjörutiu ár I febrúar siðan ég kom fyrst fram I stóru verki, Arstiðunum eftir Haydn með Róbert Abraham Ottóssyni við stjórn. Þú sérð að þetta er ekki neinn smá timi. Það var eftir það sem ég fór út aö læra. — Hafa þetta verið góð ár? — Jájá, alveg prýðileg. — Margir vilja meina að frammistaða þin i Silki- trommunni sé hápunkt- urinn á ferlinum. Ertu sammála þvi? — Ég veit það ekki. Þetta er allavegana það erfiðasta sem ég hef glimt við. Þaðer alveg klárt mál. Maður er bara skratti montinn að geta lært þetta svona nokkurn veginn á sjötugs aldri. Þetta er búið að vera svona... ja, hvaða islenskt orð er yfir „chall- enge”? Ég hélt að ég kynni nú Islensku! Það er gaman að erfiðleikum sem maður sigrast á. Þetta er alveg skratti erfitt. Og Atli hefur ekki gert það léttara fyrir manni með hljómsveitinni. Maður veit ekkert hvað maður er stundum! Það vill til að við höfum alveg frábæran stjórnanda sem heldur manni á svona nokkurnveginn réttri llnu. — Hvað getiði fylgst mikið með stjórnandanum á sviöinu? — Maður þarf ekkert alltaf að fylgjast með honum ef verkið er eitthvaö eins og eftir Verdi, eöa svo- leiöis, og maður hefur ákveðið hljóðfall og ákveöna linu. Það er ekkert flókið. Maður þarf að læra það, olræt, en svo er það bara þarna. Þetta er allt annað. í þessu heyrir maður ekki nærri alltaf. Og stundum getur maður þakkað guði fyrir að heyra ekki, þvi það gæti alveg sett mann útaf laginu! Þarna er svo litill stuðn- ingur, þó heildaráhrifin séu kannski ansi mikil. — Leikur þú ckki þarna karakter með þennan svo- kailaða gráa fiðring? — Ha? Hann er gamall gluggapússari... — Sem verður ástfang- inn af ungri... — Jájá. Þetta er svosem ákaflega galin hugmynd, þykir mér. Vafalaust er þetta samt til. Að gamal- menni verði svo yfir sig ástfangið af einhverjum unglingi að það skeri sig á háls útaf ósköpunum. Það finnst mér nú einum of langt gengið! En þetta virkar eitthvað trúveröug- lega á fólk. — Þaö þýðir ekki aö spyrja þig að þvi hvað þú gerir við fristundir þessa dagana? — Ég spyr þá til baka: Hvaða fristundir? Þær hafa ekki veriö miklar núna i lengri tið. — Hvernig gengur að samræma sönginn við vinnu þlna hér? — Éghef farið með hluta af sumarfriinu minu I það þegar ég hef verið uppi ieikhúsi. — En með svona erfitt hlutverk eins og þú segir. Er þetta ekki margra mán- aða yfirseta? — Ég byrjaði að Iesa þetta fyrir jól. Inóvember. Svo fór ég að syngja, fyrst með sjálfum mér, svo með höfundunum þegar nær dró sjálfum æfingunum. Og þeir voru til sem héldu þvi fram að það væri ekki nokkur leið að læra þetta. Slst af öllu svona gamal- menni eins og ég. En það er mesta furða hvað þetta gekk. — Hvert er þitt hobbý? Þegar þú átt fristundir. — Ég er latur. Þegar ég þarf að hvila hausinn legg ég kapal. Það þarf ekkert að hugsa um hann. Ég hugsa bara um ekkert. Ekki nokkurn skapaðan hlut. Og hvilist. — Er þaðsami kapallinn alltaf? — Já, þessi gamli góði. Og annar reyndar llka sem ég gutla við. — Ganga þeir upp hjá þér. — Stundum. Stundum ekki. En ég svindla aldrei eins og de Gaulle gerði þegar hann lagöi kapal. Viltu ekki aðeins i hina nösina? — Nei, ég held ekki. Þetta fer svo I hálsinn á mér. Það er greinilega opið á milli. — Það vantar stiflugarð- ana i þig. — Já. — Nú, með fram- tiðina? Þú heldur náttúr- lega áfram að sy... — Ilvaða framtið á maður eins og ég, kominn svona á efri ár? — Enga? — Jújú, svosum. Ég á nú ekkert mjög langt eftir hérna á útvarpinu. Ég get hætt hérna eftir tvö og hálft ár. Ég hef óskaplega gaman af aðkenna söng, og hef gcrt það. Það er ansi mikið álag lika. Tvö kvöld i viku frá sex til tiu. Dáldið mikii viðbót yfir vetrar- mánuðina. — Já. — En ég hlakka alltaf til haustsins þó maður sé feg- inn á vorin þegar þetta er búið. Ég hef gaman af þvi og það er aöalatriöið. — Þú kannski færir meira útl að kenna? — Ég færi þá kannski aö kenna að degi til, i stað þess að vera að þessu á kvöldin. — Er margt efniiegt söngfólk hér? — Það er alltaf eitthvað. Þú sérð að loksins höfum við fengið glæsilegan mann til að taka viö af okkur Kristni Hallssyni. Viö voruin farnir að örvænta um að það kæmi einhver sem væri reglulega efni- legur. En hann er sannar- lega kominn. Kristinn Sig- munds. Hann er alveg stór- kostlegur. — Erlendum mönnum sem hér koma veröur oft tiðrætt um það hve hér sé blómlegt músiklif. — Það er alveg lygilegt. i rauninni alveg ótrúlegt. — Hvað er þetta? Hvað veldur? — Ætli við séum ekki svona óskapiega mikil hámenningarþjóð, og gáf- aöasta þjób I heimi og allt það, eins og allir vita! Ha? Getum allt nema stjórnað eða látið að stjórn! — Hér kemur ein gáfu- leg, svona að lokum: Iivernig Ilður þér þegar þú ert að syngja, cins og t.d. i þessari óperu. Gleymiröu þér vib þetta eða... — Ég er alltaf að hugsa um það hvað kemur næst! — Fullur af áhyggjum... — Nei. Þær hef ég aldrci haft. Það tekur þvi ekki skal ég segja þér. Yfirleitt grciðist úr öllu fyrr eða siðar. Og rétt á meðan tekur þvi ekki að hafa áhyggjur. — Það er nú kannski hægara sagt en gert! — Nei nei. Þaö þýðir ekki að mikla alla hluti fyrir sér.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.