Helgarpósturinn - 11.06.1982, Blaðsíða 14
14
Vonbrigði — þéttur og góður flutningur
Rokk í Hafnarbíói
og ný Fræbbblarokksplata
Síðastliðinn föstudag héldu
hljómsveitirnar Vonbrigði,
Purkur Pillnikk og Þeyr
tvenna hljómleika í Hafnarbiói.
tónleikunum i Hafnarbló, þá var
það hljómsveitin Vonbrigði sem
hóf leikinn. Ég held að þetta sé 1
þriðja sinn sem ég heyri i
Hvert var tilefni þess að
Purkurinn og Þeyr héldu hljóm-
leika saman veit ég ekki en
þetta var a.m.k. i siðasta skipti
sem Þeysarar spila hér á landi
um hrið, þar sem þeir hafa nú
haldið út i heim I leit aö frægð og
frama og munu þeir fara viða
um Evrópu næstu sex vikurnar.
En svo við snúum okkur að
hijómsveit þessari á hljóm-
leikum og sannast sagna þá
likar mér æ betur við hana. t
fyrsta skipti sem ég heyrði i
henni, i Félagsstofnuninni um
páskana,þótti mér þeir heldur
litið spennandi og kraftlitlir en
það hefur liklega verið mikið
fyrir það hversu slæmur
hljómur var hjá þeim. En hvað
um það, i Hafnarbiói var
hljómurinn hins vegar góöur og
flutningur hljómsveitarinnar
hinn þéttasti. Tónlist Vonbrigða
einkenndist einkum af hröðum
og kraftmiklum bassa- og
trommuleik og er trommu-
leikurinn einkum athyglis-
verður. Gitarleikurinn er svo
öllu rólegri og effektiskur.
Hljómsveitin hefur á efnisskrá
sinni mörg ágætis og oft á tiðum
nokkuð melódisk lög en mér
finnst þeir hefðu mátt stytta leik
sinn nokkuð með þvi að vinsa út
úr þau lög sem ekki eru nógu
góð, þá hefðu þeir komið enn
betur út.
Næst kom Purkurinn á sviöið
en þetta var i annað skipti sem
þeir spiluðu opinberlega frá þvi
þeir komu úr Bretlandsferö
sinni. Hljómsveitin er um
þessar mundir sérlega vel
samanspiluð og framkoma
þeirra á sviði er öll hin besta.
Einar er óhræddur við að segja
áheyrendum til syndanna, liki
honum ekki framkoma þeirra,
og hann reynir mjög að kalla
fram andsvar fólks meö ýmsum
móðgandi athugasemdum. Og
þegar hann „syngur” er hann
ýmist dansandi eða skriðandi
um allt sviö.
Tónlist Purksins hefur breyst
mikið frá þvi að þeir komu fyrst
fram og spiluðu lög sem ekki
tóku nema svo sem minútu i
flutningi hvert um sig. Nú hafa
lögin lengst mjög og i þeim er
margt að gerast og alltaf hef ég
meira gaman af þeim á hljóm-
leikum en á plötum, þvi þeir eru
svo helv... góðir sviðsmenn.
Hljómsveitin Þeyr lék siðust
á fyrri tónleikunum og hef ég
sjaldan heyrt I henni lélegri.
Þ.e.a.s. hljómsveitin var
kannski ekki léleg, heldur var
„sándið”alveg hræöilegt. Varla
heyrðist I bassanum, tromm-
urnar komu illa I gegn og gítar-
arnir voru skerandi háir. Ég
hlýddi hinsvegar á þá spila
nokkur lög á seinni tónleik-
unum, þar sem þeir spiluðu
fyrstir og haföi þessu þá verið
FöstijdágWÍl. júhf 1 ‘JojSsti irínn
-f-X.i.C
kippt I lag og þcir þvi sjálfum
sérlikir, þéttir og góöir.Ein hálf
hlægileg lenska er nú komin upp
á meðal þessara nýju rokk-
hljómsveita og þaö er hvimleið
notkun á blásturshljóðfærum.
Einar örn reiö á vaðiö með
klarinettuna sem hann g'etur
ekkert spilað á en blæs i i tima
og ótíma. Þorvar i Jonee Jonee
er farinnað nota saxófón, sem
hann kann litið á en þó eitthvað.
Einar Kristjánsson, sem lék
meö Spilafiflum, blés nokkra
tóna i hornið sitt, þegar Spila-
fiflin komu siöast fram en hann
á vist aö kunna eitthvaö fyrir
sér i hornleik, þar sem það er
þaö hljóðfæri sem hann hefur
stundað nám á. Nú og á tónleik-
unum á föstudaginn dró Magnús
Þeyssöngvari trompett upp úr
pússi sinu og fretaði nokkrum
illa völdum tónum framan i
áheyrendur og ég held bara svei
mér þá að hann kunni minna
fyrir sér á trompett en Einar á
klarinettuna. Heldur hjákátlegt
uppátæki þetta og varla hægt að
segja að þetta sé hluti af þróun
þessara hljómsveita.
t heild voru þessir tónleikar I
Hafnarbiói vel heppnaðir og
hafði ég hina bestu skemmtan
af.
Fræbbblarnir
(Platan hefur mörg nöfn, sem
ekki tekur aö telja upp)
Nýir tlmar/sama fólk/nýir
frasar/sama rugl, syngja
Fræbbblarnir á nýútkominni
L.P. plötu sinni, sem enginn veit
álmennilega hvað heitir, en það
á liklega bara að vera brandari.
Einhvern tima lét ég þau orð
falla að Fræbbblarnir væru ekki
merkileg hljómsveit og yrði
sennilega aldrei. Liklega hef ég
haft rangt fyrir mér þvi það er
margt merkilegt um Fræbbbl-
ana að segja. Það er nú t.d. út af
fyrir sig stórmerkilegt að
hljómsveitin skuli enn vera til
og það sem er enn merkilegra
að það skuli vera einhver slött-
ungur af fólki sem hefur gaman
af þeim. Þó held ég að þeir höfði
fyrst og fremst til svona 13 til 14
ára krakka, sem misskilja eitt-
hvaö stöðuna og halda að
Fræbbblarnir séu pönkarar.
Þó að fyrri plata Fræbbblanna
Viltu nammi væna? hafi ekki
verið sérlega góð, þá var þó ein-
hver kraftur i tónlistinni á
henni, svona burtséð frá öllu
öðru. Tónlistin á nýju plötunni
er hins vegar algerlega kraft-
laus og er þaö helsti galli plöt-
unnar og raunar þaö sem ég er
hræddur um að muni dæma
hana til dauða. En af hverju
þetta kraftleysi stafar veit ég
ekki. Þaö er þó ljóst að mixunin
er ákaflega misheppnuð þar
sem heldur liflausar trommur
og bassi eru mixað mjög fram-
arlega en gitarar hins vegar
mjög aftarlega og sums staðar
svo illilega að varla heyrist i
þeim. Hljómborðsleikur, sem
nokkuð mikið er af á plötunni,er
einnig blandaður afkáralega
framarlega á köflum.
Svo getur lika vel verið að
Fræbbblarnir séu bara ekki
betri en þetta og mixinu alls
ekki einu um að kenna. Það er
þó greinilegt að þeir eru að
reyna að gera betur en áður, þó
það takist nú svona upp og
niður. Lögin eru t.d. mörg hver
ágæt popplög sem hefði verið
hægt aö gera eitthvað betra úr
en gert er að þessu sinni; út-
koman er nefnilega litið annaö
en eitthvað sem kannski mætti
kalla kúlutyggjópönk.
Ég er þvi hræddur um að upp-
hafsorð greinarinnar eigi vel við
um Fræbbblana sjálfa, þó það
hafi liklega ekki verið meining-
in. Ég vona bara að niðurlags-
orö sama texta eigi ekki eftir að
rætast en þar segir: Alltaf koma
fleiri til/alltaf koma fleiri fifl/-
alltaf viröist einhver til/að
ganga i gamla söfnuðinn. Með
þvi á ég viö að vonandi stækkar
ekki söfnuður Fræbbblanna
meðan þeir standa sig ekki
betur.
Nýja málverkið
í Nýlistasafninu
„Thinking of the Europe” i Nýlistasafninu — vonandi skilur ai-
menningur mikilvægi þessarar sýningar, segir Halldór Björn m.a. I
umsögn sinni.
A undanförnum 3 - 5 árum
hafa átt sér stað mjög örar
breytingar i evrópskri list. Ung-
ir málarar hafa fundið sér nýja
leið að málverkinu og eru það
einkum Italir, Svisslendingar
og Þjóöverjar sem gerst hafa
merkisberar þessarar listar, en
þaðan hefur hún svo fetað sig til
annarra landa, eða öllu heldur
heimsálfa, m.a. Ameríku.
Þessi málaralist er mjög
breytileg eftir löndum og lista-
menn frá einu og sama landinu
eru mjög ólikir. Þó hefur ýmis-
legt orðið til þess aö spyrða þá
saman undir heitinu „sið-mód-
ernistar”, „ný-expressiónistar”
og myndlist þeirra er gjarnan
kölluð „ný-figúrasión”. Það er
einkum hinn sýnilegi heimur i
málverkum flestra þessara
listamanna, sem veldur siðast-
nefndu nafngiftinni. Ofsafengið
og grófgert pensilfar veldur þvi
að þessari málaralist svipar
mjög til expressiónisma. Eink-
um á þetta við um þýska mál-
verkið, enda er expressiónism-
inn Þjóðverjum i blóð borinn.
Aö endingu hefur hugtakið
slö-modernismi verið notað af
gagnrýnendum, vegna tilvisun-
ar margra listamanna til list-
sögulegra stilbragða af ýmsu
tagi, gagnstætt „módernisma”
sem vill sverja af sér öll vensl
við stilistiskar tilraunir fyrri
tima.
Fyrir tilstilli Nýlistasafnsins
við Vatnsstig, fá Reykvikingar
smjörþefinn af þessari nýju
myndlist, með sýningunni
„Thinking of the Europe”, sem
opin verður til 20. þessa mánað-
ar. Þegar hanga verk eftir 6
listamenn á veggjum safnsins,
en tveir eiga eftir að bætast I
hópinn. Þvi miöur varð töf á
sendingum, en verkin verða
hengd upp óðar og þau berast til
landsins.
Sexmenningarnir sem þegar
eru til staðar, eru Þjóðverjarnir
Peter Angermann og Helmut
Middendorf, Tékkinn Milan
Kunc (sem starfar i Þýska-
landi), Hollendingurinn John
Van’t Slot, Svisslendingurinn
Martin Disler og Islendingur-
inn Helgi Þorgils Friöjónsson.
Peter Angermann og Milan
Kunc eru ásamt Jan Knapp,
meölimir I hópi sem starfar i
Dílsseldorf og kallar sig
„Normal”. Angermann hefur
sent á sýninguna 160 teikningar,
sem raöað er saman i eina stóra
mynd. Þessar teikningar eru
geröar með túss-blýöntum og
snúast um hálfmána, eins og
hann er túlkaður I myndasögu-
klisjum barnabóka. Þetta er hin
fáránlega (banale) alþýðulist,
naiv og fyndin.
Myndir Milan Kunc eru skyld-
ar myndum Angermanns. Báðir
fást þeir við að draga fram fag-
urfræðilegt inntak
„kitsch-menningarinnar” eins
og hún birtist i þýskri neðan-
málslist. Kunc notar smekk-
lausar og útþvældar klisjur
pseudo-kúbismans (sennilega
komnar upphaflega frá Miró
eða Chagall), úr auglýsingum
og hasarblöðum. Þannig undir-
strikar hann fáránleik róm-
ans-stemmningarinnar i verk-
um sinum. Nakin stúlka i sól-
baði og hermaöur og stúlka und-
ir suðrænu pálmatré, verða I
höndum hans andhverfa hins
rómantiska ástands, niðurrif
goðsögunnar.
Þeir Middendorf og Disler eru
á hinn bóginn meöal þekktustu
forvigismanna ný-expressión-
ismans, hvor i sinu heimalandi.
Middendorf er ásamt Bernd
Zimmer (en verk hans eru
ókomin enn) i fararbroddi
ungra málara i Berlin. Olikt
Zimmer sem notar náttúruna
sem yrkisefni, er Middendorf
málari borgarlifsins. Af þeim
sökum hefur honum oft verið
likt við forvera sinn E.L.
Kirchner. Málverk Middendorfs
eru ógnþrungin. I þeim má sjá
grimmdarlegt næturllf, popp-
stjörnur i teygðum stellingum,
dansandi skuggamyndir ungra
rokkara, sem minna á þátttak-
endur I frumstæðu blóti. Úr
myndum hans skin kraftmikil
fegurð.
Martin Disler er einnig ex-
pressióniskur, en myndir hans
eru þó öllu óhlutbundnari.
Kraftmikil teikning og grafisk
áhersla einkenna myndir hans.
Disler hefur verið atkvæðamik-
ill sem útgefandi og rithöfund-
ur. M.a. hefur hann birt ljóö eft-
ir sig og sjálfsævisögulega
skáldsögu, „Bilder vom Maler”
(útg. AQ, Dudweiler/Saar-
brucken V-Þýskalandi).
Lestina reka þeir John Van’t
Slot og Helgi Þorgils. Van’t Slot
vinnur út frá goðsögulegum
hugmyndum. Verkin sem hann
sýnir i Nýlistasafninu eru unnin
á töflu, sem siðan er ljósmynd-
uð. Þetta eru teikningar sem
þræöa stigu hins undarlega,
nokkurs konar borgargoðsagn-
ir.
Helgi Þorgils kafar einnig of-
an I goösöguna. Hann er með 11
myndir á sýningunni, þar af tvö
stór málverk. Sjálfskoöun
Helga eru litil takmörk sett.
Hann finnur sér efniviö I
óvenjubreiðu myndmáli og
tækni sem tengist öllum sviðum
málaralistar. Hugmyndaflugið
er sterkasta vopn hans og virð-
ist hann eiga mjög létt með að
finna þvi hentugt form, hvort
heldur er I stærö frimerkis ell-
egar i stórum og mónumental
málverkum. Mynd hans af
syndandi manni og kven-kantár
(nr. 24), er meöal bestu verka,
sem ég hef séð eftir hann.
Það má þakka elju og dugnaði
þeirra ungu manna, sem standa
að Nýlistasafninu, að þessi
nasasjón af nýja málverkinu
skuli fást, meðan það er I fullu
fjöri úti I heimi. Sýningarskráin
er vandlega unnin af þeim fé-
lögum safnsins og umboðs-
manni þeirra á Italiu, Demetrio
Paparoni, sem þekktur er sem
gagnrýnandi og gallerihaldari.
Þvl vakti það furöu mina,
þegar ég sá að Sjónvarpið hafði
með öllu hundsað þessa merki-
legu sýningu, á ferðalagi þess
um myndlistarsali borgarinnar.
Vonandi er hér um gleymsku aö
ræða, sem bætt verður úr hið
bráðasta. Þá er það von min að
almenningur skilji mikilvægi
þessarar sýningar og hins mikla
starfs, sem Nýlistasafniö hefur
innt af hendi.