Helgarpósturinn - 11.06.1982, Blaðsíða 21
21
^pBsturinn F8s1udaa
ur 11. júní 1982
mundur, „sem er vaxtamálin. Hér voru
vextir neikvæöir um langt árabil. Allir
vissuaö þetta var ekki hægt — i hvert skipti
sem maður fékk lán i banka, þá vissi hann
aö hann var að taka þaö fé frá gömlu fólki
og öörum sparifjáreigendum. En ég hef
engan hitt, sem ekki styöur það sem viö
geröum með vaxtakerfisbreytingunum,
jafnvel þótt gamla fyrirkomulagið hafi
komið þeim beturá sinum tima. Þorri þjóö-
arinnar veit og skilur, að verðbólgugróðinn
er illa fenginn. Og hér hefur þjóöarsálin
einfaldlega skipt um skoðun. Það hlýtur að
teljast til bóta.
Það er lika skortur á pólitisku siðgæöi
þegar Steingrimur Hermannsson tilkynnir
með fyrirvara, að gengisfelling sé væntan-
leg. Þannig upplýsingar koma sumum vel
og þeir geta i mörgum tilfellum notaö sér
þær. En við búum við svo undarlegar aö-
stæður, svo mikla tvöfeldni. Hér rikir for-
hertur rikiskapitalismi, sem menn kalla
stundum pilsfaldakapitaiisma, og svo þessi
hrikalega verðbólga. Hún hefur geFt það að
verkum, að menn hafa misst sjónar af ýms-
um gömlum verðmætum og heppilegra
gildismati. NU viðurkenna menn kerfið og
spillinguna og segja sem svo: 1 þessu kerfi
er allt leyfilegt.”
Blessuð verðbólgan
Veröbólgan já. HUn hefur stundum veriö
tekin fyrir sem einn helsti sökudólgurinn og
ég vita, aðgangi maður hart að sérhverjum
einstakling, jafnvel hinum forhertustu, þá
viti menn betur og kunni að gera greinar-
mun á góðum sið og vondum,” sagði Vil-
mundur.
Hann tók skipainnflutning landsmanna
sem dæmi um skort á pólitisku siðgæði.
„Allir vita að þetta hefur gengið of langt og
Ut yfir öll velsæmismörk. En kerfið býður
uppá þetta. Sjavarútvegsráðherrann lætur
undan þrýstingi — i þessum leik eru menn
annað hvort meðeða þá að þeir eru dæmdir
úr leik.
Við skulum taka annað dæmi,” sagði Vil-
Kerfið býður
upp á þetta
Og svo getur vaknað sú spurning, hvort
pólitisktsiðgæði sétilyfirleitt. Pólitiskt sið-
ferði hlýtur að vera til; siðferði er hlutlaust
orð, en i sjálfu orðinu siðgæði felst ákveðið
mat. Við spurðum Vilmund Gylfason al-
þingismann, sem stundum hefur verið
ómyrkur i máli um siðleysi og spillingu,
hvort hann teldi pólitiskt siðgæði vera til.
„Já, ætli maður verði ekki að segja að
það sétil, þaðhlýtur að bærast með flestum
— eni ákaflega misrikum mæli. Þó þykist
eftir Ómar Valdimarsson
mynd: Ólafur Lárusson
orsök margra meina þjóðarbús og þjóðar-
sálar. Viglundur Þorsteinsson, formaður
Félags islenskra iðnrekenda, segir að hann
telji engan vafa leika á þvi, að „óðaverð-
bólga undanfarinna tólf ára hafi dregiö Ur
siðferðisþreki þjóöarinnar allrar. Að þvi
leyti tel ég að enginn einn sé öðrum sek-
ari,” sagði Viglundur i samtali við blaða-
mann HP. „Þegar við hins vegar litum til
baka yfir þessi tólf óðaverðbólguár er það
min skoðun, aö veik pólitisk forysta ein-
kenni þau sérstaklega. A þessum árum
hafa flestir stjórnmálamenn hrakist fram
og aftur i átökum hagsmuna- og þrýstihópa
en ekki veitt þá ábyrgu pólitisku forystu,
sem krefjast verður af þeim.”
Jón Jónsson, forstjóri Hafrannsóknar-
stofnunar, hefur unnið meö fjölmörgum
stjórnmálamönnum i gegnum tiöina. Sum-
um merkilegum. Hann segistekki geta séð,
að á þeim þrjátiu árum sem hann hefur
veriö forstjóri stofnunarinnar, „hafi oröið
nein sérstök afturför i svokölluöu pólitisku
siðgæði þeirra (þ.e. stjórnmálamannanna).
Ég held að flestir reyni að gera það, sem
þeir álita best fyrir land og þjóð en viö
verðum að muna, að Islendingar eru með
afbrigöum harðir i horn aö taka og mjög
óvægir i skoöunum sinum um menn og mál-
efni. Þetta er kannski sambiand af erfð og
umhverfi. Af þessum sökum eru stjórn-
málamenn okkar oft dæmdir mun óvægi-
legar en ástæða er til og gengur og gerist i
nágrannalöndum okkar,” sagöi Jón Jóns-
son. „Þaðer svo annað mál,” bætti Jón viö,
„að siðferðiskennd almennings er ekki
nógu ákveöin og stjórnmálamennirnir fá
ekki nógu mikið aðhald. En þetta þjóðfélag
okkar er náttUrlega allt annaö en i öörum
löndum, hér er allt smærra og samtvinn-
aðra.”
Fjalla stjórnmál aðeins
um efnahagsmál?
Það hefur komið fram hér aö framan, að
pólitisk umræða á Islandi eigi erfitt upp-
dráttar. Þvi hefur og verið haldið fram, aö
á hinni pólitisku umræðu megi merkja póli-
tiskt siðgæði i landinu. Um það geta menn
veriö ósammála en trUlegast eru margir
sammáláþvi, að pólitisk umræöa hérlendis
gæti verið málefnalegri. Við spurðum dr.
Björn Björnsson prófessor um þessa um-
ræðu.
„Ein skýringin á þvi hversu siðferðilega
bágborin hin pólitiska umræða vill verða
gæti verið sU, hversu háð hUn er flokkspóli-
tiskum málgögnum,” sagði dr. Björn.
„Slik’málgögn eru næstum knúintil að vikja
út af braut sannleikans, nú eöa láta satt
kyrrt liggja, sé þaðflokknum i hageðaand-
stæðingnum i óhag. Slik málgögn temja sér
leikreglur i mannlegum samskiptum, sem
þættu allsendis óþolandi til dæmis á vinnu-
stað eða á heimili. Alið er á tortryggni
manna á meðal, pólitiskir andstæöingar
eru bornir þungum ásökunum en gjörðir
okkar eigin manna ætið réttlættar. Sú þum-
alfingursregla virðist gilda, að sjáirðu flis i
auga bróður þins, þá skaltu umsvifalaust
gera Ur henni bjálka. Sé enga flis að sjá, þá
gildir aö búa hana til.
Það siðasta sem ég vildi nefna varðandi
pólitiskt siðgæði á Islandi um þessarmund-
ir er dálitið annars eðlis. Mér finnst það
bera vott um kannski ekki lágt en brenglað
pólitiskt siðgæöi hversu einskorðuð hin
pólitiska umræða er við skammtimalausn-
ir, fyrst og fremst af efnahagslegum toga.
Ætla mætti samkvæmt þessu, aö stjórnmál
fengjust einungis viö efnahagsmál. En svo
er auðvitaö ekki. Stjórnmál velta upp hin-
um stóru spurningum um manninn, um
mannlegt samfélag, um völd og áhrif, um
réttlæti, um friö. Stjórnmál endurspegla
ætiö tiltekið verðmætamat. Um þessa hlið
málanna skortir tilfinnanlega umræðu. A
meðansvoer, er litil von tilþessað pólitiskt
siðgæði nái þeirri reisn, sem gera verður
kröfu til,” sagði dr. Björn Björnsson. Við
látum það verða lokaorðin i þessari um-
fjöllun um pólitiskt siðgæði á islandi 1982.
Egill SkUli Ingibergsson: Stjórn-
málamenn eru fyrst og fremst I
slag.
Svavar Gestsson: Aróður Sjálf-
stæðisflokksins lágkúrulegt póli-
tiskt siðleysi.
Jón Sólnes: Þetta fylgir sam-
steypustjðrnunum — samábyrgö
siðleysisins hefur alltaf verið til«
Jón Jónsson: Stjórnmálamenn
irnir fá ekki nóg aðhald.
Asmundur Stefánsson: Spillingin
var miklu meiri á haftaárunum.