Helgarpósturinn - 11.06.1982, Side 7
-JpiSsturinn
Mik Magnúss.
Framhald af 6. siðu.
lendinga, islenska si6i, venjur,
lög og fleira. Þar kenni ég ásamt
fleirum. Hingað koma vikulega
nýliðar og þeir byrja á þvi að
sækja svona þriggja daga nám-
skeið”.
— Hvaö álitur þú vera svona
miklu betra við Vesturblokkina
en Austurblokkina?
,,Ég á kannski erfitt með að
svara þvi nema út frá eigin
brjósti. Ég tel að við búum viö
meira frelsi og þess vegna vil ég
vera hérna megin við múrinn. Við
eigum fleiri valkosti: við getum
valið milli flokka, skoðana,
starfa, ferðalaga og svo fram-
vegis. Lifið er betra hérna megin,
þægindi eru meiri og tækifæri
fyrir einstaklinga. En auðvitað
hefur okkar kerfi galla: atvinnu-
leysi er viða mjög mikið og heil-
brigðisþjónusta er ekki alls
staðar jafn góð og og á Islandi.
Hvað mig varðar er þetta ekki
svart og hvitt og ekkert þar á
milli. Þetta er miklu frekar mis-
munandi grátt”.
— Nú ferö þú væntanlega af og
til til Brííssel og Washing-
ton — ertu þá að sækja linuna?
,,Ég hef aldrei komið til Briissel
eftir aö ég fór að starfa hér.
Heldur ekki til Washington. Ég
hef aftur á móti einu sinni farið til
Norfolk, þar sem yfirstjdrn hers-
ins er, en það var alls ekki til að
sækja linuna, eins og þú orðar
það. Það var til að kynna fólki þar
mitt starf og til að reyna að harka
út meira fé, svo við getum sinnt
okkar starfi betur —- til dæmis
með nýrri prentvél fyrir The
WhiteFalcon (blað hersins), nýja
kvikmyndasýningarvél og fleira
þannig. Vandinn er, að stundum
skilur fólk ekki mikilvægi þess-
arar stöðvar. Ég veit t.d., að i
Briissel er fólk — þó ekki hátt-
sett — sem ekki skilur þetta
mikilvægi. Fræðslan er alltaf
mikilvægust, á hvern veginn sem
hún er”.
— Varnarliðið er óum-
deilanlega þyrnir i augum mjög
margra Islendinga. Hvernig er að
vera fulltrúi þessa veldis á Is-
landi meö það i huga?
„Það er aldrei slæmt að verja
góðan málstað. Ég fagna þvi að
hér skuli vera fólk, sem hefur
sinar efasemdir um starfsemi
okkar og spyr gagnrýnislega.
Þessar spurningar geta komið af
stað raunverulegum og málefna-
legum umræöum, sem hljóta að
vera af hinu góða”.
María Þorsteinsd.
Framhald af 6. siðu.
tvær blokkir — Austurblokk með
Sovétrikin i forystu og Vestur-
blokk með Bandarikin i forystu-
hlutverkinu. Hvaö er betra við
þina hlið en hina?
„Hér verð ég að visa jil þess,
sem ég hef áður sagt um friðar-
viðleitni Sovétrikjanna.”
— Þú ert nýkomin frá Sovét-
rikjúnum. Ferðu þangað reglu-
lega til að sækja linuna?
Maria skellihló: „Nei. Ég var
mjög heilsulitil i vetur og var þar
um að kenna slæmri inflúensu,
sem ég fékk á öndverðum vetri og
losnaöi ekki við. Ég fór þvi á
heilsuhæli i Sovétrikjunum, fékk
læknismeðferð og heilsubót. Aður
hef ég farið þrisvar á alþjóðlegar
ráðstefnur i Sovétrikjunum og
einu sinni var ég i sendinefnd á-
samt sjö öörum islenskum kon-
um.”
— Maria, hvernig þykir þér að
vera fulltrúi stórveldis á Islandi,
sem stór hópur þjóðarinnar er
andvigur?
„Þessu gæti ég alveg svarað
með annarri spurningu: Hvernig
er að vera manneskja á tslandi i
dag og halda óbrjáluðum sönsum
i öllu þvi áróðursmoldviðri, sem
yfir mann dynur? Þetta er það,
sem ég er að basla við, að vera
manneskja og halda sönsum. Ef
mér tekst það, þá þykir mér ég
hafa vel lifað.”
Kammersveit
Listahátíðar
heldur tónleika
í Háskólabíói sunnudaginn 1 3. júní kl. 1 5.00
íÞorsteinn Hauksson: Ad Astra A f Richard Strauss: Di
Wolfgang Amadeus Mozart: ^ A|berto Ginastera:
Sinfonia Concertante fyrir fiðlu og i i Concertantes
Mágfiðlu______________J ________
> Concertino
Variationes
Stórkostlegt
tækifæri til að
kynnast
yngstu kynslóð
íslenskra
tónlistarmanna
Þorsteinn
Stjórnandi og skipuleggjandi tónleikanna: Guðmundur Emiisson
Einleikarar: Sigurlaug Eðvaldsdóttir og Ásdís Valdemarsdóttir (Mozart)
og Sigurður I. Snorrason og Hafsteinn Guðmundsson (Strauss)
Sigurlaug Asdis Siguröur Hafsteinn
Miöasala í Gimli v/Lækjargötu, frá kl. 14.00
til kl. 1 9.30 - Simi 29055
RAJATABLA-leikhúsið frá Venezuela
sýnir leikritið
BOLIVAR
í Þjóðleikhúsinu
föstudaginn 11. júní
kl. 20.00
laugardaginn 12, júní
kl. 20.00
Miðasala í Gimli
vió Lækjargötu
frá kl. 14.00
til kl. 19.30
Sími: 29055