Helgarpósturinn - 11.06.1982, Síða 10

Helgarpósturinn - 11.06.1982, Síða 10
10 Föstudagur 11. |únt 1982-^gf, Listahátið fór af stað i siðustu viku og strax á fyrsta degi hennar, urðu áhorfendur vitni að enn einum stórsigri islenskra tónlistarmanna. Núna var það Silkitromman, ópera eftir þá Atla Heimi Sveinsson og örnólf Árna- son. Stjórnandi hljómsveitarinnar i uppfærslu Þjóðleikhússins er góður kunningi islenskra tónleikagesta, Bandarikjamaðurinn Gilbert Levine. Helgarpósturinn hitti Levine að máli i vikunni, rétt áður en hann hoppaði upp i flugvél til Bandarikjanna til að hitta konu sína, og fyrsta spurningin, sembeint var til þessa unga og hressa stjórnanda var, hvernig hann myndi lýsa Silkitrommunni. eftir Guölaug Bergmundsson „Ég vil leggja áherslu á, að þetta er verulega góð ópera. Það er mjög mikilvægt, að þetta er fslensk ópera, mikil- vægt fyrir listalifið hér, fólkið og menninguna. Hún býr yfir dramatiskri spennu, sem nær til fólksins. Ég var dol- fallinn yfir viðtökum áhorfenda á frumsýningunni, og einnig á annarri sýningunni, vegna þess að viöbrögðin voru einlæg og áhorfendur voru mjög móttækilegir, sem er óvenjulegt, þegar um nýja tónlist er að ræöa. Gagnvart nýrri tónlist láta áheyrendur venjulega í ljós þakklæti sitt fyrir viðleitnina, en ná ekki tilfinningalegu sambandi viö hana. Ég hef það á tilfinningunni, að bæði á frumsýning- unni og á annarri sýningunni hafi fólk oröið virkilega snortið. Þetta er stórkostleg ópera. Eg held að hver og einn geti séð sjálfan sig i persónunni, sem Guðmundur Jónsson syngur. Vandamál hans er vandamál okkar allra, að finna sannar tilfinningar og vera þeim trúr. Texti örnólfs Arnasonar og tónlist Atla Heimis Sveinssonar koma þvi sterklega vel til skila.” Ópera fyrir alla — Er þessi ópera séríslensk, eða höfðar hún til breiðari, og alþjóðlegsáhorfendahóps? „Hún höfðar tvimælalaust til breiöari áhorfendahóps. A frumsýningunni voru reyndar menn, sem hafa mikinn áhuga á að kanna möguleikana á að setja hana upp I öðr- um löndum. Og það er mín skoöun að það eigi að færa mynd Olafur Lárusson hana uppannarsstaðar. Húner islensk vegna þess, að Atli Heimir er islenskur, örnólfur er islenskur og allir, sem taka þátt i uppfærslunni eru islenskir, að mér undanskiid- um, og aðsjálfsögöu er hún á islensku, sem er mjög mikil- vægt. En tónlistina er hægt að flytja á hvaða óperusviði sem er, og ég hef það sterklega á tilfinningunni, aö svo muni verða. Ég vona það að minnsta kosti, þvi hún á skil- iðstærri áhorfendahóp.” — Hún stenst þá samanburð við það, sem er að gerast á þessu sviði erlendis? „Fyllilega.ogekkiaðeins það, þvi viðtökur frumsýning- argesta sýndu, að sýningin er i mjög háum gæöaflokki. Mjög stór tónlistarútgefandi frá Danmörku var hér og sagði, að óperan væri sambærileg viðflest af þvi, sem ger- ist i Þýskalandi um þessar mundir, og er það land, þar sem óperumenningin stendur traustum fótum. En þaö eru ekki bara sérfræðingarnir, sem eru ánægöir, þvi hinir „venjulegu” áhorfendur, sem komu á mánudaginn, voru íika mjög ánægðir. Þetta er það, sem við vinnum að og ég var mjög snortinn af þvi.” Sérfræðingar og almúginn — Þannig, að tónlistin ætti ekki aö vera hindrun fyrir áhorfendur, sem ekki eru vanir að hlusta á módern tón- list? „Óperan virðist ekki vera af þeirri tegundinni, sera höföar mest til sérfræðinga i nútima tónlist. Hún virðist höfða til allra, og mér finnst það stórkostlegt, einkum á þessum siðustu timum. Það er afar sjaldgæft nú orðið að finna samtima tónverk, sem nær tökum á fólki,ekki bara á íslandi.heldurallsstaðar.” — En er þá eitthvað i henni, sem minnir fólk á hina klassisku óperu? „Nei, enhún er jafn góð. I henni eru mjög fallegar lag- linur, sem allar eru i samhengi við atburðarásina. Þetta er ekki róandi tónlist, heldur örvandi. Leikstjórn Sveins Einarssonar á hér lika hlut aö máli, þvi sviössetningin er m jög snilldarlega unnin.” Steinhissa á gaéðunum —Ef við snúum okkur að sjálfum þér og starfi þinu hér, hvernig bar að komu þina hingað og hvenær komstu fyrst? „Ég stjórnaði fyrstu tónleikum minum hériianúar 1979. Ég hafði hitt hljóðfæraleikara úr hijómsveitinni, sem kynnti mig siðan fyrir framkvæmdastjórn sveitarinnar, og ég var svo beðinn um að stjórna einum tónleikum. Ég kunni vel viðhljómsveitina, og ég held, að hún hafi kunnað vel viðmig. Við höfðum gaman af að skapa tónlist saman, sem er mér það mikilvægasta, hvert sem ég fer. Ari siðar kom ég aftur og stjórnaði nokkrum tónleikum. Ég stjórn- aði einnig tónleikauppfærslu á La Traviata, sem naut mikillar hylli. Siðar stjórnaði ég Othello og fleiri tónleik- um, en Listahátiðin er það skemmtilegasta, sem ég hef gert hér. Ég er mjög spenntur fyrir óperunni, og einnig hlakka ég mjög til að stjórna tónleikunum með Boris Christoff, sem verða lokaatriði hátiðarinnar. Hann er stórkostlegur listamaður og ég held, að það verði góður hápunktur á góðri Listahátið. Á þeim tónleikum kem ég til með að vinna með söngsveitinni Filharmoniu en hún tók þátt i Othello og La Traviata og er ég mjög ánægður og spenntur að fá tækifæri til að starfa aftur með kórnum.” — Hafðirðu einhverja hugmynd um hvað var að gerast i tónlistarlifinuhér, áður en þú komst i fyrsta skipti? „Alls enga. Ég þekkti nokkra hljóðfæraleikara 1 Sinfón- íuhljómsveitinni og ég kunni vel við þá, en ég hafði ekki hugmyndum gæði tónlistariðkunarinnar hér. Efnisskráin á þessum fyrstu tónleikum var mjög erfið. Við lékum is- lenskt verk, siðan konsert fyrir hljómsveit eftir Bartok, sem er mjög erfitt stykki, og loks fiðlukonsert Brahms, þar sem Guðný Guðmundsdóttir lék einleik. Ég var stein- hissa á gæðunum, en þar sem ég dvaldi hér aðeins f viku, vissi ég ekki hvað var að gerast þar fyrir utan. Það var ekki fyrr en ég fór að koma hingað reglulega, að ég sá hvað tónlistarlifið hér er stórkostlegt, og ég er mjög á- nægður yfir að hafa tekið þátt i menningarlifi íslands.” Engin kurteisi — Islendingar hafa mjög gaman af þvi að spyrja út- lendinga, sem koma hingað til aö vinna, hvað þeim finnist um starfsvettvang þeirra hér, og fá oftast hrós. Maður hefur svo oft velt þvi fyrir sér, hvort hrósið sé alltaf ein- lægt, eða hvort það er til að gera gestgjafana ánægða? „Ég reyni að vera kurteis, en þetta er alls ekki kurteisi. Konan min sá æfingu á óperunni, og hún var dolfallin. Ég stjórna mörgum óperuuppfærslum og á ferðum minum horfi ég mikið á óperur, og ég var mjög hrifinn af hæfni hljómsveitarinnar i þessari óperu, fagmannlegum vinnu- brögðum leikhússfólksins og vilja söngvaranna til að leggja mjög hart að sér við að læra hlutverk sin. Ég tók einu sinni upp, á einum degi og án æfinga, ófullgerðu sin- fóniu Schuberts, og ég hef leikið þessa upptöku privat fyrir marga vini mina i tónlistarheiminum i New York og Evrópu, og þeir eru furðu lostnir. Frægur umboðsmaður listamanna i New York spurði mig i fullri alvöru hvort þetta væri besta hljómsveitin á Norðurlöndum. Þaö sem ég segi, er ekkert skjall, heldur rétt lýsing á þvi, sem ég sé hér, annars kæmi ég ekkiaftur.” — Hver er tónlistarbakgrunnur þinn og hvaðan kem- urðu? „Ég er frá New York. Ég stundaöi tónlistarnám við Julliard skólann þar og fékk þar góða tekniska undirstöðu. Þaðan fór ég til Princeton og lærði tónlistarvisindi og tón- listarfræði. Ég var gerður að aðalstjórnanda óperunnar þar og fékk þannig eldskirn mina sem slikur. Ég fór siðan til Yale og nam meira þar, en þaðan til Evrópu, sem er mjög mikilvægt fyrir bandariskan tónlistarmann. Ég var nemandi Nödju Boulanger i Paris og Franco Ferrara á ttaliu. Þá vánn ég um tima með Sir Georg Solti, sem er stórkostleg lifsreynsla. Arið 1974 hóf ég siðan feril minn og fékk fyrstu stöðu mina sem aðalstjórnandi i Bandarikjun- um. Ég hef ekki litið til baka og sé ekki eftir neinu.” Frá báöum hliðum — Ætlaðirðu þér alltaf að verða stjórnandi, eða gerðist þaðbara? „Ég ætlaði mér þaö alltaf, og það er til undarleg mynd af mér, þriggja ára gömlum, með sprota I hönd. Ég get fullvissað þig um, að þriggja ára vissi ég ekki hvað sproti var. Ég lærði á básúnu og lék i mörg ár i hljómsveitum I New York, með það i huga að læra hljómsveitarvinnu frá hinni hliðinni, frá sjónarhorni þeirra, sem leika I hljóm- sveitinni. Ég tel það vera afar mikilvægt. Ég eyddi lika mörgum árum i setur i hljómsveitargryfjum óperuhúsa, og horfði á aðra stjórnendur, góða, slæma og þokkalega, og þannig lærði ég mikið. Ég ætlaði mér alltaf að verða stjórnandi, en veit ekki hvaðan ég fékk hugmyndina.” — Var tónlist iðkuð i f jölskyldu þinni? „Alls ekki, og þess vegna veit ég ekki hvernig þetta kom yfir mig. Það var til pianó heima og á þaö lék móöir min þjóðlög, og tvær eða þrjár klassískar plötur voru til, en ekki sérlega merkilegar. Ég man að ég eyddi fyrstu vasa- peningunum minum íklassiskarplötur.” — Aö lokum, eitthvað um tónleikana meö Boris Christ- off, þar sem þú veröur stjórnandi? „Boris Christoff er einhver mesti söngvari þessarar aldar og það er mér mikill heiöur að fá aö vinna meö hon- um ogþaðerlika mikill heiður fyrir Islendinga að fá hann hingað. Hann hélt tónleika með London Philharmonic á þessu ári, þar sem hann söng nokkur verkanna, sem hann mun syngja hér, og heppnuðust tónleikar þessir fádæma vel. Persónuleiki Boris Christoff er ótrúlegur og það mynd- ast rafmögnuð spenna i kringum hann á sviðinu. Ég held, að hver og einn sem fer á þessa tónleika muni upplifa stórkostlega tónlist, sem höfðartil mjög breiðs áhorfenda- hóps. Þessir tónleikar veröa stórviðburöur og ég hlakka mjögtil þeirra.”

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.