Helgarpósturinn - 11.06.1982, Page 13
13
Miðasala i Gimli v/Lækjargötu frá kl. 14 til kl. 19.30 Simi 29055
Listahátíð 1982
Sinfóníuhljómsveit íslands
jtpBsturínn. Föstudagur 11. júní 1982
heldur tónleika i Laugardalshöll mánudaginn 14. júni kl. 20.30
Einleikari:
Ivo Pogorelich
Umdeildasti píanóleikari
heims/ aöeins 24 ára
Litli leikklúbburinn æfir Úr aldaannál — öllu betri en þetta
gerast áhugamannasýningar ekki, segir Jón Viöar m.a. i
umsögn sinni um sýninguna á Listahátlö i Reykjavik.
FORDÆMT FÓLK
Grobbgeltir í stríði
Listahátiö:
Flugmennirnir.
Leiksýning samin og flutt
Farid Chopel og Ged Marion.
Sýnti Gamla-Bió.
af
Flugmennirnir er leiksýning
þarsem aöeins koma fram tveir
menn. Þeir hafa sáralitinn
sviösbúnaö, talaöur texti er
nánast enginn. Sýningin byggir
þvi nær eingöngu á hreyfingum
ieikaranna og leikhljóöum sem
ýmist eru framleidd af þeim
sjálfum eöa af hljómbandi. Þau
leikhljóö eru tvennskonar, hljóö
úr umhverfinu og slagarar frá
ýmsum timum. Samspil hljóö-
anna og hreyfinganna var mjög
mikiö og mikilvægt atriöi i
sýningunni, ýmist þannig aö
hljóöin voru bakgrunnur, þó oft-
ar þannig aö þau höföu bein
áhrif á hreyfingarnar eða aö
þeir liktu eftir þvi sem hljóöin
táknuöu og liktu eftir efni slag-
aranna. Þetta samspil hljóöa og
hreyfinga var mjög nákvæmt og
skemmtilega útfært.
Ég er ekki alveg viss um
hvernig best er aö skilgreina
þessa tegund af leiklist, enda
skiptir þaö i sjálfu sér ekki öllu
máli. Látbragðsleikur er grunn-
urinn þó ýmsum brögöum úr
öörum áttum sé einnig beitt.
Þaö sem skiptir mestu máli er
aö útkoman er mjög ásjáleg og
skemmtileg sýning sem lyftir
sér hæglega yfir mörk tungu-
málanna.
Það eru tvær meginhugmynd-
ir sem byggöar eru inn i þetta
verk. Annarsvegar er lýsing á
mönnum sem veröa aö dylja ör-
yggisleysi sitt og tilfinningalega
einangrun meö töffarastælum
og hinsvegar ádeila á hernaöar-
anda og hermennsku, sem i
raun byggir tilveru sina á
harkalegri tilfinningalegri
kúgun karlmanna, þar fær eng-
inn aö vera manneskja.
Aöferö leikaranna var auk
þess sem aö framan er frá
greint sú aö beita skopstælingu
og eftirhermu. Lýsingar þeirra
á atferli grobbgaltanna var oft á
tlöum hreint óborganleg. Þaö
var aödáunarvert aö sjá hvern-
ig vald þeir höföu yfir likams-
hreyfingum sinum, sem gekk
svo langt aö þeim tókst jafnvel
aö gera barkakýlishreyfingarn-
ar merkingarþrungnar.
Samt sem áöur fannst mér
þeir stundum fara óþarflega
langt út i hrein skripalæti og þá
um leið teygja sum atriöin ein-
um um of.
Þaö mætti nefna mörg einstök
atriöi sýningarinnar til dæmis
um sérlega skopnæmni höfund-
anna. Þaö er til dæmist allt aö
þvi ósvifni af þeim aö drekka
dýrindis Guld-Tuborg fyrir
framan islenska leikhúsgesti og
ofan i kaupiö sprauta þeir úr
dósunum yfir fremstu bekkina
þannig aö allt angaöi af höfugri
bjórlykt.
Annað sem orkaöi sérlega
spaugilega á mig var aö þrátt
fyrir allar ádeilurnar á töffara
og grobbgelti, þá gat ég ekki
betur séö en óvenjuleg fagnaö-
arlæti i lok sýningarinnar stöf-
uðu einmitt af þvi aö kvenpen-
ingurinn i salnum heföi snar-
fallið fyrir þessum töffuöu,
sjarmant og sexy fransmönnum
— lái þeim hver sem vill.
G.Ast.
Farid Chopel og Ged Marlon I Flugmönnunum — sýning sem lyfti
sér hæglega yfir mörk tungumálanna, segir Gunnlaugur m.a. i um-
sögn sinni.
Rajatabla leikhúsið um helgina:
Af ástandinu í
Rómönsku Ameríku!
Úr sýningum Rajatabia á Forseta lýðveldisins.
Leikflokkurinn Rajatabla frá
Venezuela mun sýna tvö leikrit á
vegum Listahátiöar I Þjóðleik-
húsinu um og eftir hclgina. Leik-
flokkur þessi var stofnaður árið
1971 og hefur hann á siðari árum
leikið I fjölmörgum lönduml
Evrópu og komið fram á leik-
listarhátiðum.
Leikritin tvö, sem flokkurinn
sýnir, eru Bolivar, sem lýsir
baráttu samnefndrar frelsishetju
Suður-Ameriku, og ástandinu i
löndum álfunnar 150 árum eftir
dauða Bolivar, og Forséti lýö-
veldisins, sem gert er eftir sam-
nefndri sögu Asturias, og lýsir
heimi suður-amerisks stétta-
veldis. Verkin eru bæði flutt á
spænsku, en i leikskrá er efni
þeirra rakið atriði fyrir atriði,
þannig að þeir, sem ekki skilja
spænsku ættu að geta fylgst
vel með.Til aö hjálpa upp á sak-
irnar, er leikhús þeirra Rajatabla
félaga mjög sjónrænt. Sýningar
Rajatabla verða á föstudag,
laugardag, mánudag og þriðju-
dag og eru þær einstæður leik-
listarviðburður, og upphaf að
leikför hópsins til ellefu Evrópu-
landa.
Stjórnandi:
David Measham
EFNISSKRÁ:
Rossini: Forleikur
Chopin: Píanókonsert
nr. 2 í f-moll
Joseph Haydn: Sinfónía
nr. 44 í e-moll
Francis Poulenc:
Dádýrasvíta
Litli leikklúbburinn á isafiröi
sýnir Úr aldaannál eftir Böðvar
Guðmundsson á Listahátfð i
Reykjavík. Leikstjórn og leik-
mynd: Kári Halldór. Raddþjálf-
un: Hilde Helgason.
Böðvar Guðmundsson er sýni-
lega mikill áhugamaður um
miðöld Islandssögunnar. Nú
hafa á skömmum tima komið
frá honum tvöleikverk um þetta
efni, Þórdis þjófamóðir i Nem-
endaleikhúsinu og Úr aldaannál
— flatt nafn sem ætti betur við
um útvarpsþátt en dramatiskan
skáldskap — sem Litli leik-
klúbburinn á Isafirði sýndi hér á
vildi senda i útrýmingarbúðir,
með trosnaðan söguþráð i eftir-
dragi og ætlast svo til að við lif-
um okkur inn i öll herlegheitin.
Samt hef ég á tilfinningunni að á
milli hans og írans liggi leyndir
þræðir og að Böðvar myndi
vaxa sem leikskáld af þvi að
læra af Beckett; ekki til að stæla
hann, heldur til að skoða hvern-
ig hann fer að þvi að koma
kenndum böls og dauða á fram-
færi.
1 sýningu Litla leikklúbbsins á
Úraldaannál eru margir prýðis
góöir sprettir og á heildina litið
er sýningin minnisverður sigur
I eftir Gunnlaug Astgeirsson og Jón Viðar Jónsson
Listahátiö nú i vikunni. Þetta
erukeimlik verk á margan hátt
og f jalla i rauninni um nákvæm-
lega sama hlutinn: fólk sem lifir
— ef hægt er að kalla tilveru
þesslif — i ystu myrkrum. Mörg
efnisatriöi eru hliöstæð og sama
má segja um tilraunir höfundar
— sem leikstjórarnir fylgja i
báöum tilvikum frábærlega eft-
ir — til að virkja myndmál leik-
sviðsins, gæða það sem sést
táknrænu gildi. Gallar beggja
þessara verka, miklir ög marg-
vislegir, eru einnig af svipuðum
togaspunnir: hnökrótt bygging,
langlokur, flatneskja i textan-
um, persónur sem eru út i hött. 1
meðferö Litla leikklúbbsins
sýndist Úr Aldaannál þó stórum
burðarmeiri en Þórdis þjófa-
móöir sem er sannast sagna af-
ar hrátt verk og i rauninni eng-
an veginn á borö berandi.
En af hverju stafar dálæti
Böðvars á þessum ömurlega
kapitula Islandssögunnar?
Hvað koma okkur þessir þjófar
og morðingjar við; hvers vegna
að vera að velta okkur upp úr
glæpsku og þjáningum liöinna
kynslóða? Er Böðvar e.t.v. að
reyna að endurlifga þjóðlega
leikritagerð, nú með formerkj-
um þjóðfélagsádeilu og grimmi-
legs raunsæis?
Svör við þessum spurningum
liggja ekki i augum uppi. En
mér finnst athyglisvert að i báð-
um þessum verkum beinist at-
hyglin mjög að fólki, sem lokast
inni i hryllilegri einangrun. 1
öðru leikritinu segir frá hyski
sem velkist um i bátsskel á
Grænlandshafi eftir að hafa flú-
iö eymdina og volæðið hér
heima — i hinu sakamönnum
sem eru nánast dysjaðir lifandi i
grjóthaug. Bæði verkin lýsa að-
draganda þess að þetta gerist og
þeirri skelfingu sem siðan biður
fólksins.
Um þaö er engum blöðum að
fletta að Böðvar Guðmundsson
nálgast söguefni sitt af innlifun
og djúpum skilningi. Hann
skynjar réttilega aö lykiíinn að
sálarástandi aldarinnar, þeim
mannlega harmleik sem hún öll
er, er að finna i ótta hins for-
dæmda, trylltri forherðingu
þess sem veit sig handan allrar
náðar en berst fyrir lifi sinu til
siöustu stundar, hljóðlátri kvöl
hins veikari. Þaö er ekki laust
við aö sumt i leikritunum leiði
huga manns að einangrunar-
klefum Becketts, þess höfundar
sem betur en nokkur annar lýsir
sárum kvölum útskúfaðs lifs og
guðleysis. Miðaö við Beckett er
Böðvar Guðmundsson auðvitað
æði „gamaldags” leikritaskáld
á kafi i þvi sem Brecht sálugi
kallaði aristóteliskt leikhús og
fyrir þá sem að henni standa.
öllu betri en þetta gerast á-
hugamannaleiksýningar ekki og
þaö sem á vantar hneigist mað-
ur til að skrifa á reikning höf-
undar. Leikstjórinn Kári Hall-
dór er sýnilega undir óskaplega
sterkum áhrifum frá ákveðinni
linu i finnskri sviðssetningalist
og er vel hægt að velja sér verri
fyrirmyndir: munir dreifðir um
vitt sviöið gegna hlutverki leik-
myndar, persónur standa kyrr-
ar I hálfrökkri til hliðar án þess
að taka beinan þátt i leiknum,
natúralismi og stilfærsla i bland
hvort við annað. Þessi sviðs-
setning spillir að sönnu ekkert
fyrir leiknum að þvi er séð verð-
ur og hún er nýstárleg á is-
lensku sviði, en hvort hún gerir
verkinu sjálfu eitthvað gott veit
ég ekki. Sérstaklega er þó á-
nægjulegt að sjá, hvilika alúð
Kári Halldór hefur lagt við leik-
inn. Hann er jafn, nákvæmur,
markviss og kröftugur, en býr
þó yfir margvislegum blæbrigð-
um, ris og hnigur eftir þvi sem
framvinda sögunnar og innra á-
stand persónanna þróast. Hann
er ævinlega sannur, laus við
öfga og ýkjur, og snertir mann
stundum djúpt. Auðvitað eru
ekki allir jafn góðir, slikt má
heita borin von i áhugamanna-
sýningu, en nokkrir standa sig
svo vel að ástæða er til að geta
þeirra sérstaklega. Umrenning-
urinn Gunnsteinn er liklega ein
efnismesta mannlýsing leiksins,
bæði skopleg og átakanleg, og
naut sin til hlitar i höndum Jóns
Steinars Ragnarssonar; mynd
hans i grjótinu gleymi ég ekki i
bráð. Þétt á hæla hans komu
þau Kristin Karlsdóttir og
Reynir Sigurðsson, en enginn
kastaði höndum til neins,
hversu smátt verk sem honum
var falið.
Þeir Isfirðingar sýndu fyrir
fullum sal i Gamla Biói á þriðju-
dagskvöldið og að loknum leik
fögnuðu áhorfendur þeim inni-
lega. Þvi miður hef ég aldrei séð
til Litla leikklúbbsins áður og
hef þvi fátt til að miða við; hef
aðeins heyrt vel látið af sumum
sýningum hans en trúi þvi þö
vart að leiklist sem þessi sé þar
daglegt brauð. I öllu falli er ljóst
að Húsvikingar hafa eignast
skæðan keppinaut um fyrsta
sætiö meðal áhugaleikfélaga
landsins sem mættu öll lita til
Isfirðinganna til að sjá hversu
miklu dugnaður, vandvirkni og
einlægni fá áorkað undir góðri
stjórn. Að endingu er svo rétt að
þakka stjórn Listahátiðar fyrir
að gera Litla leikklúbbnum
kleift að gista höfuðstaðinn;
verst aö þeir skuli ekki sýna
nema i þetta eina sinn. —JVJ