Helgarpósturinn - 11.06.1982, Blaðsíða 19
Föstudagur 11. júní 1982
-te
Hólmf ríður
Jónsdóttir:
ingjanum ber aö vera á vinstri
hliö, en yfirforinginn á að vera til
hægri handar. Þetta skipulag er
hiö sama og við jarðarfarir.”
Lao-Tse er talinn vera fæddur
árið 604 fyrir Kristsburð, og á
þennan hátt voru samfélags-
myndir til hægri og vinstri skil-
greindar á þeim tima.
1 friði er virðingarsætið til
vinstri handar. Sá sem biður um
frið ákallar afl til vinstri. Þeir
sem kjósa frið kjósa til vinstri.
Þeir sem með friðsamri baráttu
vinna að velferð og auknum
áhrifum þeirra sem minna mega
sin, þeir vinna til vinstri. Það var
sigur til vinstri þegar konur öðl-
uöust kosningarétt og kjörgengi
rjúpa við staur að breiða yfir
vinstri ferilinn.”
Nú er frii Auöur ein af örfáum
konum þessa lands sem um árabil
hafa notið og notfært sér þann
vinstri sigur sem kjörgengi is-
lenskra kvenna færði þjóð okkar.
Þaö kemur þvi úr haröri átt þegar
hún sendir nú kynsystrum sinum
tóninn á eftirfarandi hátt.
„Ein er þvi sú, sem manni sýn-
ist að hafi lánast nokkuð vel að
kúvenda af fyrri braut svo sann-
færandi sé, konan i 3. sæti V-list-
ans, sem vinstri konur hafa dreg-
iðaðtil þess að blekkja kjósendur
til aö trúa þvi, að V-listinn sé allt
eins vel hægri listi.”
Barátta kvenna, sem er veik-
Að loknum kosningum
með kvennaframboði
Það þykir nú liklega hlýða,
bæði hjá fjölmiðlum og almenn-
ingi, að loknum kosningum að
taka upp léttara hjal I stað
áframhaldandi umræðu um
framboö i einni eða annarri
mynd. En umræðan um kvenna-
framboðið nú á allra síðustu dög-
um kosningabaráttunnar var með
þeim hætti að hún getur ekki með
nokkru móti endaö þar. Upp úr
þeirri umræðu kom sú merkilega
spurning fram, hvort kvenna-
framboð væri hægri eöa vinstri
hreyfing.
Sjálf hugtökin hægri og vinstri
eru hugmyndalega aðskilin með
markalinu á milli sterkra og
veikra þátta I samfélagsgerðinni.
Og þessi markalina er gömul.
Vitringurinn Lao-Tse skiigreinir i
„Bókinni um veginn” hægri og
vinstri á eftirfarandi hátt:
„I friði er virðingarsætið til
vinstri handar, en i striði hægra
megin. Vopn eru verkfæri ógæf-
unnar, og vitur maður beitir þeim
aðeins, ef brýna nauðsyn ber til.
Hann þráir friðinn og hefur enga
löngun til að sigra I striði. Þvi aö
þá hefði hann gaman af mann-
drápum.
I friði og fagnaði er tignarsætið
á vinstri hönd, en hægra megin
þegar sorg er á ferðum. Undirfor-
hér á landi. Það var sigur til
vinstri þegar konum var lögbund-
inn réttur til sömu launa fyrir
sömu vinnu á við karlmenn. Það
er sigur til vinstri að stúlkum
skuli kleift á okkar timum að
stunda nám á viö pilta. Það er
sigur til vinstri að lög skul i hafa
verið sett um jafnan rétt kynj-
anna til að hljóta eftirsótt störf i
þjóöfélaginu. Það var vinstri sig-
ur þegar kona hlaut fyrstu prests-
vigsluna hér á landi. Allsstaðar
þar sem hefðir um forréttindi
vikja fyrir jöfnuði, er vinstri sig-
ur á ferð. Barátta fyrir jöfnuði er
alltaf vinstri barátta, hvar sem
hún er háö og hver sem heyr
hana.
Konur á hægri væng stjórnmál-
anna sem vilja forðast vinstri
villu þurfa að gera sér ljóst að
hvenær sem þær leggja jafnréttis-
baráttu lið, eða jafnrétti i nokk-
urri mynd,þá eru þær að vinna til
vinstri.
Frú Auður Auðuns, einn virtasti
fulltrúi hægra afls i islenskum
stjórnmálum, birtir i Morgun-
blaðinu 20. mai sl. grein. Þar
stendur m.a.:
„Það kom engum á óvart á
fundi KRFl með kvenframbjóð-
endum sl. laugardag að konur af
kvennalista rembdust eins og
ara kyn sinnar tegundar, fyrir
jöfnumrétti til gagna og gæða á
við karla, — er vinstri barátta i
eðli sinu, og hún er háð við hægri
öflin. Þeim konum, sem hafa not-
ið og notfært sér afrakstur þeirr-
ar baráttu, hefur verið lyft til
áhrifa af vinstri öflum. Það er
vegna vinstri sigurs á árum áður
að frú Auður Auðuns hefur gegnt
opinberum störfum sem kjörinn
fulltrúi á hægri væng stjórnmál-
anna. Nú efa ég ekki að frú Auöur
er hlynnt þeim réttarbótum sem
konur hafa öðlast, og þó ég sé ekki
kunnug hennar pólitiska ferli eða
þeim málum sem hún hefur lagt
lið i þeirri aðstöðu sinni, þá er ég
viss um að við konur i landinu
hljótum að eiga henni upp að
unna einhvern stuðning við ein-
hver mál, sem rétt hafa hlut okk-
ar til jafnari kjara og betra
mannlifs. En i hvert sinn sem frú
Auði hefur tekist viljandi eða
óviljandi að vinna kynsystrum
sínum gagn til betri kjara þá hef-
ur hún skilið eftir sig svolitinn
vinstri sigur. Þessi skilgreining á
milli hægri og vinstri er málefna-
leg greining og hún er eldri en all-
ir pólitiskir flokkar sem viö kunn-
um aö nefna.
Sá veikari er til vinstri, en sá
sterkari til hægri. Sá sem vinnur
þvi gagn sem veikara er, hann
vinnur til vinstri.
1 niðurlagi greinar sinnar segir
frú Auöur: „Það skulu menn hafa
t huga, að hvert atkvæði, sem
greitt er V-listanum er um leið
greitt vinstri öflunum i Reykja-
vik.
Ég vil nú útfæra þessa áminn-
ingu frú Auðar yfir viöara svið en
Reykjavik nær til, og færa þau i
þennan búning:
„Það skulu menn hafa i huga,
aö allur stuöningur við jafnréttis-
baráttu kvenna er stuöningur við
vinstra afl, ekki bara i Reykjavik
heldur i mannheimi öllum.”
Svo syndlaus af liðsinni við
réttindabaráttu kvenna getur frú
Auður varla verið aö henni sé fært
að kasta fyrsta steininum. Alla
vega er staða hennar þannig
vegna þeirra réttinda sem hún
hefur notið og notað, kjörgengið,
að hún ætti ekki að grýta þá bar-
áttu, sem færði konum þann rétt.
En fleiri sannindi vefjast fyrir frú
Auði en þau að jafnréttisbarátta
er ævinlega vinstri barátta og
jafnréttissigur ævinlega vinstri
sigur. Þegar hún uppgötvar þau
firn aö nýtt fólk sem býöur sig
fram i fyrsta skipti til bæjar-
stjórnar er verr að sér um gerð
fjárhagsáætlana borgarinnar en
hún, þá veröur hún aldeilis hissa.
Þó upplýsir hún að þar hafi hún
sjálf setið, i borgarstjórn.i aldar-
fjóröung. Eftir aldarfjórðungs
setu i borgarstjórn þá undrast
hún þá einurð að nýgræðingar
skuli dirfast að bjóða sig fram til
borgarstjórnar, vegna þess hve
vankunnandi þeir séu i saman-
burði við sig um borgarmálefni.
Það er ekki að undra þó sá sem er
svona blindur af eigin ágæti skuli
ekki lita til genginna kynslóða
með þakkiæti fyrir rudda braut til
jafnréttis og betra mannlifs.
Hvað þá að hann reyni að gera sér
grein fyrir hvaða afl stóð aö baki
þeirri baráttu, og við hvaða afl
var barist.
Ef ég i þessu máli minu geri nú
frú Auði upp rangar sakir hlýt ég
að biðjast afsökunar. Ef til vill
hefur hún aldrei á ferli sinum i
opinberum störfum létt byrðar
þeirra sem minna mega sin. Ef til
vill hefur hún aldrei stutt mál til
þeirra framkvæmda sem jafnaö
hafa hlut kvenna og karla i sam-
félagi okkar.
En það eru fleiri konur starf-
andi á hægri væng stjórnmálanna
i landi hér en frú Auður Auðuns og
ekki hafa þær allar komist hjá þvi
á ferli sinum að greiöa götu
þeirra sem bágara eiga i samfé-
laginu. Ef til vill hafa þær fengið
að gjalda þess i sinum flokki.
Frú Ragnhildur Helgadóttir
svaraði I útvarpsviðtali við Jónas
Jónasson i vetur eftirfarandi
spurningu:
„Hvaða máli þykir þér vænst
um að hafa komið til fram-
kvæmda á ferli þinum i stórnmál-
unum?”
„Fæöingarorlofsmálinu, og þvi
að allar konur i landinu skyldu
öðlast þennan rétt.” Þannig svar-
aöi frú Ragnhildur spurningunni.
Það gladdi höf. þessarar greinar
að heyra þetta svar, og ekki siður
á hvern hátt i áherslum þvi var
komiö til skila. Hljómur i máli
verður aldrei festur á blað. Ég
þóttist skynja gleði Ragnhildar i
svarinu, og ég sá fyrir mér að
fyrstu dagar hvers barns i land-
inu eru, vegna framgangs þessa
máls, bjartari og rikari af von, en
ella hefði orðið.
Meö framgangi fæðingarorlofs-
ins var stigið gæfurikt spor til
vinstri. Þökk sé frú Ragnhildi.
Var það vegna þessa máls sem
Ragnhildur hlaut ekki stuðning
flokkssystkina sinna til áfram-
haldandi setu á Alþingi? Var það
vegna þessa máls að hún náöi
ekki varaformannskjöri i Sjálf-
stæðisflokknum á siðasta lands-
fundi?
En hvað er það i samanburði,
að vera þingmaður og Varafor-
maður Sjálfstæðisflokksins, við
hitt að veita yl og birtu að vöggu
hvers einasta barns i landinu?
Stefna friðar og fagnaöar þarf
ekki umhugsun til að svara þvi,
hróp slagorða breyta þar engu
um.
I hvert sinn sem einhver gleðst
yfir góðu verki i þágu lifs og jafn-
aðar i mannheimum er það
vinstri gleði.
Hólmfriður Jónsdóttir 24.5.1982
Vestmannabr. 22,
Vestmannaeyjum
PS. Þessari grein hafnaði
Morgunblaðið til birtingar. Þess
vegna er hún svona seint á ferð-
inni.
H.J.
Vond vinnuskilyröi
Skrifari Eyjapósts er
nýkominn heim af afskap-
lega merkilegu þingi. Að
minnsta kosti finnst honum
það. Þetta voru kennarar
þjóöarinnar sem voru að
ihuga sin mál, bæði launa-
mál og önnur. Oft hafa
menn það fyrir sið á svona
ráðstefnum að nota fritim-
ann milli funda og kvöldin
til aö njóta einhvers af þvi
samfelldur vinnutimi nem-
enda og einsetinn skóli. Og
það var mikið talað um
þetta mál á þessu þingi.
Satt best að segja er það
alveg furðulegt aö það
form skuli enn þekkjast og
viðgangast að fólk skuli i
flestum skólum landsins
þurfa að mæta oft á dag i
skólann meö mislöngum
hléum á milli og stór hluti
sem höfuðborgin hefur upp
á aö b jóöa nú eða lita inn til
kunningja sinna. Það
reyndist með öllu ógerlegt
á þessu þingi, i þrjá daga
samfleytt máttu menn sitja
frá kl. 9 á morgnana til
miönættis með litlum
hvildum á milli. Og þó að
stólarnir á Hótel Sögu séu
afskaplega þægilegir, þá
var glansinn farinn að
fara af setunni þegar leið
aö miönætti. Nú eru sjálf-
sagt skiptar skoöanir hvort
eitthvert gagn sé að mann-
fundum sem þessum og
timanum jafnvel betur
varið til annarra starfa. En
fjárakornið sem ekki
hlýtur eitthvaö gott út úr
þvi að koma.
J/^egar setið er i þrjá
daga og ýmist gert aö tala
eöa hlusta fer ekki hjá þvi
að mörg mál ber á góma.
Eitt af þeim málum sem
kennarar hafa oft og mörg-
um sinnum rætt um er
þess sama fólks veröi einn-
ig að hefja sinn skóladag
eftir hádegi þegar sannað
er að starfsorka er mun
meiri á morgnana.
0
þetta var einmitt bent
i fréttatima útvarps fyrir
skömmu og fréttamaður
spurði i undrun sinni
hvernig á þvi stæði aö
ráðamenn þjóöarinnar
reyndu ekki að kippa þessu
I liðinn. Svarið var að likast
til væru það fjármála-
sjónarmiðin sem aðallega
stæði á, enda kostar það
nokkurt fé að koma þessum
málum I lag. En svo hefur
skrifari lúmskan grun um
aö þaö sé fleira sem þarna
kemur til. Það fólk sem
þarna á undir högg að
sækja er nefnilega börn og
börn hafa ekki atkvæðisrétt
og geta þvi ekki beitt póli-
tiskum þrýstingi til að
koma sinum málum i gegn.
Þau geta heldur ekki
myndaö þrýstihópa eöa
beitt hópuppsögnum, þvi
það er þeim bannaö. Það
eina sem þau geta gert er
að mótmæla og sé þaö ekki
gert á réttan hátt, hrista
menn höfuðiö og tala um
ókurteisina og frekjuna i
þessum krökkum. Mér
hefur oft oröiö til þess
hugsað hvort nokkur hópur
i þjóðfélaginu sé jafn miklu
misrétti beittur og þessir
krakkar, þau fá ekki einu
sinni að tala sinu máli og
það eiga þó að þykja iág-
marksmannréttindi á
þessu landi.
Eg efast um aö nokkur
stétt þjóðfélagsins myndi
láta bjóða sér upp á þau’
vinnuskilyrði sem skóla-
nemendur eiga viö að búa.
Og þvi miður held ég að
ekki séu miklar likur til að
eitthvaö fari aö rofa til i
málum þessa fólks á næst-
unni. Sennilega væri eina
ráöiö til þess aö koma
kosningaaldri niður i átta
ára aldur og þaö er vist
nokkuð langt I land með
það.
§^að hefur vart farið
fram hjá nokkrum að nú er
komið sumar og það kann
m.a. að valda þvi aö Eyja-
póstar verði eitthvaö
strjálli en veriö hefur i
vetur. Þvi veldur annaö
atriði sem einnig var rætt á
fyrrnefndu kennaraþingi,
þ.e. aö öllum venjulegum
mönnum er þaö gersam-
lega ókleift aö draga fram
lifið á þvi sem heita
kennaralaun. Þeir verða
nefnilega á þessum árs-
tima þegar aðrir latids-
menn fara aö sóla sig hér
heima eöa i útlöndum, að
hoppa yfir i aöra atvinnu til
að borga yfirdrátt vetrar-;
ins á hlaupareikningnum.
Og nú er skrifari sem
sagt kominn i þann hóp
manna sem aflar þjóöinni
gjaldeyris (eða starfar að
útrýmingu fiskistofna ef
menn vilja heldur hafa það
oröalag). Og þar sem það
fer ekki vel saman aö
stunda sjó á fjarlægum
miðum og eiga að standa
skil á skrifelsi i blöð, kann
svo að fara aö þessir póstar
veröi ekki reglulega á dag-
skrá (og er vist bættur
skaöinn). En skrifari er
búinn að hóta þeim Helgar-
póstsmönnum þvi að halda
áfram aö skrifa svona á
stangli og þeir búnir að
samþykkja þaö enda hafa
þeir menn mikið lang-
lundargeö.
Þá er vist fátt eftir annað
en óska lesendum góðs
gengis og góörar skemmt-
unar I sumarfriinu.