Helgarpósturinn - 11.06.1982, Qupperneq 20
20
Föstudagur 11. júní 1982 ,rjnn
,,En iþeim málum.sem flokkaskiptingin ræftur ekki, svo sem um sumar fjárveitingar til
sérstakra kjördæma, koma iöngum hin svonefndu „hrossakaup” til sögunnar. Þau eru,
eins og kunnugt er, I þvi fóigin, aft einn þingmaftur lofar öftrum aft greifta atkvæfti meft þvi,
sem hann flytur, ef hann greiði svo aftur atkvæfti meft sinni tillögu. Þingmaftur, sem t.d.
viii fá samþykkta fjárveitingu til brúar á einhverja sprænu i kjördæmi sínu, verftur, til
þess aft koma þvi fram, aft greifta atkvæfti meft einum tuttugu öftrum fjárveitingum og þar
meft sumum margfalt stærri en sinni, alveg án tillits tii þess, hvernig hann lltur á nauftsyn
hverrar þeirra fyrir sig. Allir hafa þingmennirnir lofaft aft flytja kröfur hver sins kjördæm-
is og sjá þar löngum fjöregg sitt. Þeir geta ekki komift þeim fram nema hver meft annars
hjálp og þar meft byrja hrossakaupin.
Heima fyrir þykir hver mestur, sem best hefir skaraft eld aft köku slns kjördæmis. Fæst-
ir vita, hve dýru verfti hann hefir keypt, efta hugsa um þaft, aft þjóftin öli borgar brúsann.
Þess vegna eru kröfurnar fyrir kjördæmisins hönd engu lágværari á þeim þingmálafund-
um, sem heimta sparnaft og samþykkja áskoranir gegn öllum „bitlingum”, en á hinum,
þar sem ekkert er á sparnaft minnst. Hrossakaupin eiga aftairót sina f kjördæmaskipting-
unni. Kapphlaup kjördæmanna um aft fá sem drýgstan skerf af rlkisfé, hvert til sinna
þarfa, hrindir þeim þingmönnum, sem ekki eru þvl viftsýnni og sjálfstæftari.út I hrossa-
kaupin. Vift þau vaxa útgjöld rikisins unnvörpum og þar meft áiögur á landslýftinn, efta
skuldir rlkisins, nema hvort tveggja sé. En þvi þyngri sem álögurnar verfta, þvl meira
verftur kapp kjördæmanna um aft bera sem riflegastan hlut frá borfti af þvl fé, sem svo
dýru verfti er keypt, og þaft þvi fremur, sem gjaldþol manna til framkvæmda heima i hér-
afti þverr aft sama skapisem gjöldin tii rlkissjófts vaxa. Þetta er fullkomin svikamylia.”
Pólitískt siðgæði á íslandi:
Hvernig heilsast því í dag?
Keyptu völd við
pólitiskri æru sinni...
Hljómar þetta kunnuglega? Ásakanir um
svik, hrossakaup og siðleysi? Er þetta
kannski nýleg blaöagrein einhvers siftbót-
armannsins? Nei, gott fólk, hún er ekki ný-
leg, þessi tilvitnun. Hún er hálfrar aldar
gömul og er úr bókinni Stjórnarbót eftir
Guftmund Finnbogason, sem út kom í
Reykjavik 1924. Agætur maður benti okkur
á hana, þegar við spurðum hann hvort hann
teldi aft pólitisku siðgæfti heffti farið aftur á
Islandi á siftustu árum.
Þaft er sem sé engin ný bóla að stjórn-
málamenn séu ásakaftir um pólitiskt sift-
leysi. Varla liður það þing, aö ekki komi
upp dæmi um það sem almennt er kallað
„hrossakaup”. Forystumenn hagsmuna-
hópa af ýmsu tagi láta orft af þessu tagi
gjarnan falla — einkum i garð valdhafa liö-
andi stundar.
Sverrir Hermannsson, alþingismaöur og
framkvæmdastjóri Framkvæmdastofnun-
ar rikisins (sem velá minnst hefur oft verift
talin risavaxift dæmi um spillingu, hrossa-
kaup og siöleysi), talar tæpitungulaust i
þessa veru. Hann telur okkur ágætlega
stödd á margan hátt hvað varðar hift póli-
tiska siftgæfti, „en i einu atrifti snarast illi-
lega á þessari meri. Þaft er aft núverandi
stjórn auðkennist af þvi, aft hún kemur
aldrei til dyranna eins og hún er klædd. Hún
var mynduft meft þvi, aft menn keyptu völd
viö pólitiskri æru sinni. Og þegar pólitiska
æran er farin er ekkert eftir nema siftleysift.
Annars held ég að miklu meira sé gert úr
samtryggingu flokkanna og pólitiskri
verslun en efni standa til. Vist eru til dæmi
um þaft, en þau eru svo smávægileg, aft
varla er orft á gerandi. Siftleysið er hvergi
nærri eins mikift og sumir fjölmiölar vilja
vera láta. En þaö iskyggilega er, aft helftin
af þjóftinni er til meft aft láta skrökva aft
sér..”, sagfti Sverrir Hermannsson.
Grundvallarreglur
brotnar
En hvaft er þá pólitiskt siðferði? Er ein-
hver munur á þvi og siftferfti annarskonar?
Dr. Björn Björnsson, prófessor vift guft-
fræftideild Háskóla Islands, gerir ekki
greinarmun á pólitisku siðgæfti og siftgæfti
almennt. „Þess vegna tel ég, að um pólitik
eigi aft gilda þær siftgæftisreglur, sem vift
almennt setjum um mannlegt atferli,”
sagöi dr. Björn i samtali vift blaðamann
Helgarpóstsins. „Það virðist hins vegar
nokkuft örla á þvi, aft menn ætli aft ýmislegt
kunniaöveraleyfilegt i stjórnmálabaráttu,
sem þeirleyfa sér ekkiá öörum vettvangi,
til dæmis á vettvangi einkaiifs. Þaö sem ég
hef hér i huga er til dæmis heiðarleiki,
sannsögli, aö orftum manna megi treysta,
hann sé ekki eitt I dag og annaft á morgun,
'svo eitthvaft sé nefnt.”
Siftgæöishugmyndir okkar Islendinga, og
trúlega þorra Vesturlandabúa, byggjast á
hugmyndum og reglum um kristilegt sift- |
gæöi. Dr. Björn Björnsson bætir vift: „Sé
spurt um pólitiskt siftgæfti á Islandi, þá
virftist mér að æöi oft séu grundvallarregl-
ur almenns siftgæftis, að maftur tali ekki um
kristilegs siftgæöis,brotnar. Þannig óttast
ég, að reglan um heiðarleika og sannsögli
sé býsna oft látin vikja vegna þess, aft póli-
tiskir hagsmunir eru látnir mæla svo fyrir.
Pólitisk loforð þykja að jafnaöi ekki merki-
legur pappir. Þaft út af fyrir sig segir manni
nokkuft um hvafta tiltrú menn bera til þess,
að pólitik og siftgæöi eigi samleift. Þá finnst
mér þaft bera vott um lágt pólitiskt siðgæfti,
hversu málefnaleg pólitisk umræfta á erfitt
uppdráttar og snýst fyrr en varir upp i per-
sónulegar dylgjur, aftdróttanir og raka-
lausan skæting.”
Ber ekki allt of mikla
virðingu...
Egill Skúli Ingibergsson, fyrrv. borgar-
stjóri i Reykjavik, hefur haft betra tækifæri
en margir aftrir til að kynnast starfi og
starfsaftferftum stjórnmálamanna. Hann
hefur verift einarður i skoöunum sinum og
er þekktur af öftru en aft segja já efta
kannski þegar hann meinar nei. Egill Skúli
sagöist telja að um tvo ólika hluti væri aft
ræða þegar fjailaft væri um pólitiskt sið-
gæfti: „Annars vegar er þaft gagnvart vift-
komandi stjórnmálaflokki og hins vegar al-
mennt pólitiskt siftgæði, sem segja má aft sé
sami hluturinn og almennt siögæði. Ég
þekki ekki nógu langt aftur til aft segja til
um hvort breytingar hafi orftið hér á undan-
farin ár efta áratugi en ég verö aö segja eins
og er, að ég ber ekki allt of mikla virðingu
fyrir þessu pólitiska siðgæfti.”
Egill Skúli Ingibergsson sagöist telja að
almennt hafi stjórnmálamenn tilhneigingu
til aö sjá hvaða stefna efta afstafta til ein-
stakra mála kemur fram áftur en þeir móta
eigin afstöftu. „Þá taka þeir oft afstöðu tii
afstöðunnar, ekki til málsins sem sliks. Mér
hefur stundum sýnst, aft þeir hugsi fremur
um hvaft verftur þeirra flokki til framdrátt-
ar fremur en aft þeir hugsi um málið sjálft.
Og ég á von á, aft þegar einn flokkur hefur
mælt meft máli, þá sé afstafta hinna flokk-
anna tiltölulega bundin. Þeir eru fyrst og
fremst i slag.”
Borgararnir verða minna
fyrir barðinu á þeim
Margir eru þó þeirrar skoftunar, aft póli-
tlsktsiftgæfti séá hærra planinú en oft áftur.
Einn þeirra er Ásmundur Stefánsson, for-
seti Alþýftusambands lslands. „Aft sumu
leyti hefur pólitfskt siögæöi I landinu auk-
ist,” sagöi Asmundur i samtali viö HP.
„Þaft hefur kannski gerst meft þvi, aft
stjórnmálamennirnir hafa sett sér skýrari
reglur um framkvæmd mála og þeir fara
ekki meft persónuleg málefni einstakling-
anna á sama hátt og áftur. Þaft var mikil
spilling hér samfara úthlutunum og leyfis-
veitingum af öllu tagi á haftaárunum. Þaft
er af og aft þvi leyti til hefur ástandiö batn-
að gagnvart borgurunum — þeir verða
minna fyrir barftinu á spillingu stjórnmála-
manna en áður.
Ef þú átt hins vegar við sómatilfinningu
stjórnmálamanna, þá skortir mig sögulegt
yfirlit til aft meta það i samanburði við það
sem tiftkaftist áftur. Ýmsir stjórnmálamenn
hafa vitaskuld sterka tilhneigingu til aö
! gera sér augnablikið auðvelt en þaft er ekki
iný bóla. Megingallinn á stjórnmálamönn-
i um yfirleitt, ef maður leyfir sér að setja þá
i einn hóp, er sá, aft þeir eru tregir til að
velja og hafna skýrt og skorinort, þeir láta
frekar berast undan vindi hverju sinni. Það
er þó aft minu mati meira istöftuleysi en
skortur á pólitisku siftgæfti. Ég held aft
stjórnmálamenn séu álika heiftarlegir og
óheiðarlegir og annað fólk.”
Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri
Vinnuveitendasambandsins, er ekki eins
viss um aft breyting hafi orftift á til batnaft-
ar: „Siftgæfti manna hefur veriö upp og of-
an í gegnum tíftina. Ég efast satt aft segja
um aft þaft sé nokkuft verra núna en áftur.”
— En er þaft nógu gott?
„Nei, alls ekki.”
— Viltu nefna mér dæmi um skort á sift-
gæfti?
„Nei, þaft yrði allt of langur fyrirlestur.
Dæmin eru mörg,” sagði Þorsteinn Páls-
son.
„Trúð fyrir
borgarstjóra'”
Svavar Gestsson félagsmálaráftherra er
annar þeirra manna, sem telur ástandiö
hafa lagast. „Þetta hefur gjörbreyst á þeim
tima, sem ég hef fylgst meö islenskum
stjórnmálum. Ég man að þegar ég var aft
byrja i blaftamennsku 1964, þá var viðburð-
ur aö fengist viðtal vift ráftherra. Það þótti
nokkuft merkilegt þegar ég fékk viðtal vift
Jóhann Hafstein um atvinnumálanefnd og
störf hennar. Atvinnuleysift var mikift á
þessum tima en engu aft siftur var nær úti-
lokaft aft fá samband við ráðherra. Vinnu-
brögft eru öll miklu opnari nú en áftur og
þaft tel ég vera af hinu gófta i þessa átt,”
sagfti Svavar Gestsson.
Ráftherrann taldi þó ekki að pólitiskt sið-
leysi væri meft öllu úr sögunni: „Efta hvað
er þaft,” spurði hann, „þegar Reykvikingar
eru beftnir um aft trúa þvi i fullri alvöru aft
vinstri menn hafi ekki einasta áhuga á,
I heldur stefni markvisst aft þvi aö troöa
Reykvikingum og ibúðarhúsum þeirra nift-
ur I jarftskjálftasprungur? Ef eitthvað er
lágkúrulegt pólitiskt siftleysi þá er þaft
áróftur Sjálfstæðisflokksins fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar. Sjálfstæftisflokkur-
inn hefur gert trúft að borgarstjóra I
Reykjavik og þaft er annaö en borgarbúar
eiga skilift. Þeir eiga þó kost á að skipta aft-
ur eftir fjögur ár — sem betur fer.”
Embættisveiting ekki
siðgæðisbrot
Fleiri en Svavar Gestsson eru þeirrar
skoftunar, aft breytt og opnari fjölmiftlun
hafi haft áhrif til góðs i þessum efnum.
Einn þeirra er Ólafur Þ . Harftarson, settur
lektor i stjórnmálafræði vift Háskóla Is-
lands. „Ef við miðum við samhengið milli
orfta og efnda stjórnmálamanna, þá hef ég
á tilfinningunni aft þar hafi ekki orðift veru-
leg breyting á,” sagði Ólafur. „En fjölmiðl-
unin hefur breyst og þar með væntingar al-
mennings. Fólk er kröfuharftara gagnvart
stjórnmálamönnum en áður var, það er
meira gert úr meintum svikum og óráð-
vendni, sem hefur m.a. opnaft kerfift. Ann-
ars held ég að ekkert sé í rauninni vitað um
orftheldni pólitikusa, ég man ekki eftir
neinum sérstökum rannsóknum á þessu
efni. Þó segir mér svo hugur um, að það sé
ekki mikill munur á orðum og efndum
stjórnmálamanna hér og annars staftar.
Vift verftum náttúrlega aft gera greinarmun
á f jölflokkakerfi eins og vift búum við og svo
tveggja flokka kerfi eins og i t.d. Banda-
rikjunum og Bretlandi. Þar sem tveir
flokkar eða fleiri starfa saman hafa þeir
betri afsökun en ella fyrir þvi að fylgja ekki
sinni stefnu. Það þarf þó ekki endilega að
þýfta, aft um visvitandi rangfærslur sé aft
ræfta — kosningastefnuskrár eru ekki hæfi-
lega loðnar að ástæðulausu.
En þaft mætti vel segja mér, að flokks-
pólitisk viftmiftun vift ákvarðanatöku gæti
hafa minnkaft hér á undanförnum árum,
þannig aft hún heffti t.d. verið meiri á ára-
bilinu 1930 - 1950. Flokkslitur skiptir minna
máli nú viö ýmsar ákvarftanir, t.d. embætt-
isveitingar, en var á þessu árabili. Ahrifa
flokkslitarins gætir þó sennilega enn i dag
meira hér en i nágrannalöndunum.
Jón Sólnes, fyrrum alþingismaftur og
bankastjóri, sem fengift hefur sinn riflega
skammt af ásökunum um siftleysi, telur þaft
hreint ekkert siðgæftisbrot þótt ráöherra
veiti flokksbróður sinum embætti. „Flokks-
mafturinn á ekki að vera verr settur en aftr-
ir bara vegna þess að hann er i einhverjum
stjórnmálaflokki,” sagfti Jón.
Hannsagðist ekkivera á þvi, aft pólitiskt
siftgæfti væri minna nú en áftur ,,og ekkert
verra en gengur og gerist I nágrannalönd-
unum. Þaft er nú bara eitt af þvi sem fylgir
þingræöinu, aö ákvarðanir meirihluta i
samsteypustjórnum eru oft taldar umdeil-
anlegar, einkum hvaft varftar embættis-
veitingar og þess háttar.
En mér hefur sýnst áberandi,” hélt Jón
Sólnes áfram, „aft flokkarnir og fulltrúar
þeirra séu orftnir minna fyrir að bera
ábyrgft á sinum málum. Þeir sýnast stund-
um hafa meiri áhyggjur af þvi að flokkarn-
ir komi sér saman. En þetta, sem einu sinni
var kaliaft samábyrgft siftleysisins, hefur
alltaf verift fyrir hendi.”
—Enstanda menn þá vift kosningaloforö-
in?
„Þaft eru allir brotlegir i þeim efnum.
Þaft fylgir þessu — meftal annars vegna
þess sem ég sagfti áöan um samsteypu-
stjórnirnar. Þar er verift aft setja saman
flokka, sem eru óskyldir i grundvaliaratr-
iftum. Þá verfta menn oft að vikja frá hátift-
lega gefnum yfirlýsingum sinum og prins-
ippum.”
Sverrir Hermannsson: Þegar
pólitlska æran er farin er afteins
spiliingin eftir.
Dr. Björn Björnsson: Lltil von til
aft pólitiskt siftgæbi nái þeirri
reisn...
Þorsteinn Pálsson: Of langur fyr-
irlestur aft rekja dæmi.
Vilmundur Gylfason: Jafnvel
hinir forhertustu vita betur.
Ólafur Þ. Harftarson: Hinn póli-
tlski litur skiptir enn máli.